Alþýðublaðið - 25.11.1969, Blaðsíða 16
ABjýdu
blaðið
25. nóveimber 1969
Þ/ófabjöllur
Brunabjcsllur
futlkomin
1TÖOV1D UJÓflNN
Bandarískur
liðsforingi leiddur fyrir
herrétt:
Ákærður um
fjöldamorð
□ Yfirmaður bandarísku
hersveitanna, sem stóðu að
fjöldamorðum í Quang Ngai í
Suður-Vietnam í marz 1968,
verður á næstunni leiddur fyrir
lierrétt og sakaður um morð á
109 suður-vietnömskum horg-
urum.
Foringinn, sem er 26 ára
gamall og heitir William Cal-
' ley, á á hættu að verða dæmd-
ur til dauða, ef sekt hans sann-
ast fyrir réttinum, en verði lífi
hans þyrmt er líklegt að hann
hljóti ævilangan fangelsisdóm.
Ákvörðunin um að leiða hann
fyrir rétt var tekin af yfir-
manni hans, Orwin Talbott
hershöfðingja, og réttarhöldin
?nunu fara fram í Fort Benn-
ing í Georgíu í Bandaríkjun-
um. Talið er að réttarhöldin
muni hefjast eftir um það bil
mánuð.
Fjöldamorð Bandaríkja-
manna í Quang Ngai hafa mjög
verið umtöluð að undanförnu,
þótt hálft annað ár sé liðið síð-
■an þau eiga að hafa gerzt.
1 Fjölmörg vitni hafa gefið sig
fram og lýst atburðunum, eftir
að bandarísk blöð höfðu komizt
á snoðir um málið og vakið á
því athygli.
Hvaö segir
Alþingi um
sjómenn?
Á sj ómannaráðstef nu Sjó-
mannasambands íslands, sem
haldin var dagana 11. og 12.
okt. sl. var Alþingi send sam-
þykkt um endurskoðun laga
um ráðstafanir í sjávarútvegi
vegna gengisfellingar krón-
unnar. Var ákveðið á ráðstefn-
unni að kalla saman fund í
desembermánuði, er séð yrði
hvernig Alþingi tæki samþykkt
þessari.
Hefur stjórn sambandsins nú
ákveðið að fundurinn skuli
haldinn 6. des. næstk. í Lind-
arbæ, og hafa verið send boðs-
bréf til sjómannafélaganna um
að senda fulltrúa á ráðstefn-
una.
Bátakjarasamningum hefur
nú verið sagt upp víðast hvað
á landinu og verða þeir lausir
• um áramót.
I
í
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Nckkrir fulltrúar hins aríska kynstofns mættar til fegurðarslagsins í London, talið frá vinstri: Ungfrú Þýzkaland Christa Margraf er lengst til vinstri,
en lengst til hægri er ungfrú Noregur Kjersti Jortun, þá ungfrú Svíþjóð Marie Ahlin, ungfrú Danmörk Jeanne Pierfeldt og ungfrú Finnland Paiva Raita.
(Jngfrú Heimur verður kjörin 27, nóvember.
Surísey náma fyrir vísindin
NÝ DÝRATEGUND ÞAR
Reykjavík. — GG.
□ Sjávardýralíf og botngróð-
ur við Surtsey, stendur með
miklum blóma og ótti sá sem
nokkuð gerði vart við sig fyrst
eftir að Surtseyjargosið hófst,
um að það myndi spilla fiski-
miðum og fiskigengd á þessum
slóðum, hefur reynzt ástæðu-
laus.
Þetta kom fram í fróðlegu
erindi, sem Aðalsteinn Sigurðs
son, fiskifræðingur, flutti á veg
um Hins íslenzka náttúrufræði
félags í Háskólanum í gær-
kvöldi, en hann hefur mikið
komið við sögu rannsókna á
sjávardýralífi við Surtsey und
anfarið.
Aðalsteinn sagði að sjómenn
hefðu verið mjög uggandi
fyrst í stað um að Surtseyjar-
gosið kynni að hafa slæm á-
hrif á veiðar og sjávardýralíf
í grennd við eyna, en allt ann,-
að hefði orðið uppi á teningn-
um. Fisk.urinn gengi á miðin
eftir sem áður og virtist lifa
ur að taka við sér og sjávar- farið. Þar hefur fundizt mikill izt við íslandsstrendur, jafnvel
þar góðu lífi. Botngróðurinn
hefði líka verið ótrúlega fljót-
dýralíf væri mjög fjölskrúð-
ugt umhverfis eyna, samkvæmt
þeim athugunum sem fram hafa
fjöidi ýmissa tegunda, svo sem
marflær, þanglýs, ormar, snigl-
ar, alls konar skeldýr o. fl. o.
fl., meira að segja nokkrar teg
undir, sem ekki hafa áður fund
ein tegund algjörlega ný fyrir
vísindin.
Aðalsteinn hefur haft sér til
aðstoðar við öflun botnsýnis-
Framih á bls. 15
SJÁLFKJÖRIÐ I
SJÓMANNAFÉLAGINU
□ Á fimmtudag rann út
frestur til að skila listum til
stjórnarkjörs í Sjómannafélagi
Reykjavíkur, en aðeins einn
listi kom fram, listi trúnaðar-
mannaráðs félagsins, og er hann
því sjálfkjörinn. Samkvæmt
því skipa eftirtáldir menn
stjórn félagsins næstu tvö árin:
Form. Jón Sigurðsson.
Varaform. Sigfús Bjarnason.
Ritari; Pétur Sigurðsson.
Gjaldkeri: Hilmar Jónsson.
Varagjaldkeri: Pétur H.
Thorarensen.
Meðstjórnendur: Karl E.
Karlsson og Óli S. Barðdal.
Varamenn: Bergþór H. Jóns-
son, Jón Helgason og Sigurður
Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.