Alþýðublaðið - 05.01.1970, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Qupperneq 2
2 Alþýðublðaið 5. janúar 1970 Bréfa— KASSINN „Lífið er dásamlegt,“ jeftir Jónas Sveinsson, lækni. Einhver fyrsta bókin, sem ég las yfir jólahátíðina, var ofan ' nefnd bók og varð ég undireins ssfmfærður um það, að þetta yijði metsölubókin í ór, enda bendir allt til þess, að svo verði. , ,Jónas Sveinson, læknir, var pr-ýðilega ritfær og ber bókin öl} honum vitni þar um, og þá uin leið, hversu vel eftirlifandi konu hans hefur tekizt að raða saman efnisköflunum. Lesand- inn fær svo mikinn fróðleik út úij hverjum einum kafla, að hon um finnst, að hér sé engu ofauk ið og einnig að litlu eður engu þipfi við að bæta. Það er sönn list að segja þannig sögu hverja. Ég hef lesið eftir suma ritdóm aip eða þá rithöfunda, að þeim / er, gjarnt að hnýta í ævisagnarit ara og telja þetta yfirleitt rusl arabókmenntir, en að mínum dómi er þetta hinn mesti mis- skilningur. Ég hef alla tíð verið sólginn í að lesa sjálfsævisögur og ævisögur yfirleitt, finnst mér, að margs konar fróðleik megi þar upp grafa og má þar margt af læra. Ég þykist margt hafa gott íengið úr þeim mörgu ævi- sögum, sem ég hef lesið um dag ana. Hins vegar er fyrrnefnd bók Jónasar læknis ekki ævi- saga, aðeins kaflar úr merkilegri ævi eins hins merkasta læknis á sinni tíð. En mestur bjarmi finnst mér yfir starfi hans, þeg ar hann byrjar ungur að starfa norður á Hvammstanga, fram • kvæmir vandasöm læknisverk, við hinar allra erfiðustu kring umstæður og lánast störfin vel, bjargar lífi fjölmargra Húnvetn inga. Hann er til hinztu stundar ■ hinn fróðleiksfúsi læknir, sem . aldrei finnst hann vita nóg. .kunna nóg í sínu fagi. Hann fór margar ferðir erlendis og komst .í kynni við hina frægustu lækna og nam þeirra listir. En mestúr bjarmi finnst mér yfir verkum Jónasar norður þar, þeg ar honum virðist öll sund vera lokuð. Þrátt fyrir það, að hann 1, er bjartsýnismaður, þá gengur ' hann á fund Guðs síns og biður , -hánn um hjálp, sem látin var í : té. Sjálfsag't gera margir svo, en hér kemur fram í frásögn Jón- •asar hreins'kilni og hispursleiki, sem honum þykir engin minnk- un að tjá lesendunum. Og ég varð þeirrar ónægju aðnjótandi að hafa nokkur kynni af lækni þessum og mun ég aldrei gleyma hans litríku persónu. Munu m^rgir af sjúklingum hans hafa notið góðs af hans vel þ.ekktu gréiðasami, og voru þeir þar um líkir Kristján augnlæknir, bróð ir hans. Ég sakna þess, að 17. kafli bókarinnar varð ekki lengri, en hann er um þarin stórmerka mann Júlíus Havsteen, sýslu- mann. Ég kynntist honum lítils hóttar síðustu æviárin og finnst mér, að tengdasonur sýslumanns ins hefði átt að skrifa miklu á. lengra mál um tengdaföður sinn. Mörgum ókunnugum fannst s^slumaðurinn í Þingeyj arsýslum hrjúfur á manninn við fyrstu kynni og á svip að sjá, en raunin varð fljótt önnur. Hann var ljúfmenni, sem maður fann fljótt, að gaman og gott var að kynnast. Það fannst mér aðalsmerki hans, hversu gott orð honum lá til allra þeirra, er kannski höfðu sent honum óþarf lega skörp skeyti í pólitískum kosningaákjálfta norður þar. Og ég' vildi óska, að þessi merki valdsmaður hefði skrifað ævi- sögu sína. Hún hefði náð góðri útbreiðslu. En kannski einhver hafi haft svo náin kynni af Júlí usi sýslumanni, að hann treysti sér til að skrifa ævisögu þessa merka manns? En hvað sem því líður þá vil ég ekki láta hjá líða að þakka fyrir bók Jónasar Sveinssonar, fyrst og fremst honum látnum fyrir ritstörfin og' svo eig'i síður ekkjufrú Ragnheiði Havstein, sem valið hefur kaflana og rað- að saman efni og að mér finnst af mikilli snilld. Vildi ég tilráða ungu læknunum að lesa bók þessa og ættu þeir jafnframt að hlusta vel á frásagnir hinna eldri lækna um störf og skyldur héraðslæknanna úti um lands- byggðina og mér finnst að fyrr- nefnd bók segi þar frá erfiðleik um héraðslæknanna á fyrri dög um og mig minnir og að sá mæti maður Páll Kolka fyrrv. hér- aðslæknir á Blönduósi hafi stundum í blöðum og útvarpi tekið á líku efni og Jónas Sveins son gerir. Og það man ég frá Vestfjörðum í mínu ungdæmi, að oft þurftu þarverandi hér- aðslæknar að leggja hart að sér um ferðalög og sýna mikla fórn arlund til að lina þjáningar hinna sjúku, í vondum véðrum og erfiðum vetrarferðum. 30.12. '69 Óskar Jónsson. Smurt brauB Snittur Brauðtertur BRAUÐHUSIP SNACKBÁR Laugavegi 126 Sími 24631. I I I I HEYRT OG SÉÐ VÖRN GEGN VETRARKULDA i i i i Það er eins gott nú í frostamánuðunum að tízkan geri ráð fyrir veðráttu norð- ursins. Þjóðverjar eru försjált fólk og hafa sameinað glæsileikann og hlýindin. Húfa i er úr ullarefni, — klúturinn festur við með tveim gulllitum hringum, hlífir j&fnt eyrum sem hálsi. — Rýmingarsala: Seljum í dag og næstu daga ný og notuð húsgögn og húsmuni með mjög lágu verði komið og reynið viðskiptin. Gardínubrauí'r Laugavegi 133 - Sími 20745 Krakkar! ! Barnasíðao er á 12. síðu í ia|

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.