Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 05.01.1970, Blaðsíða 13
9 ÍÞBflTTIR Rilstjóri: Örn Etðsson Nýársmót HKRR um helgina: FH sigraði 2. deildar- iið IR í úrsiitum 13:8 ¦ ¦ ¦¦..£ i Myndin er af leikmönnum og þjálfara Körfuknatt- i leiksfélagsins Káts, sem nú hafa allir gengið í Fram, og keppa framvegis semFraraáfafi! gj '.ál-.L. !¦ Nýársmót í handknatitleik var í fyrsta sinn haldið á vegum BKRR um helgina. Þátttökufé- lög voru úr Reykjavífc og Hafnarfirði. Fyrsti leikurinn var milli topp- og botnliðanna í I. deild, KR og Fram. Þeir síðarnefndu léku án Þorsteins og Sigurðar- Einarssonar og leifcnum lauk með jafntefli 12. gegn 12. Þá var kastað upp 5 kr. pening og viti menn, hann kom upp á rönd, var stigið á hann og upp kom hlutur KR. Haukar og Valur háðu snarp- an leik, sem laufc með sigri Haukanna 10 gegn 7, og ÍR- ingar sigruðu Ármann með 13 gegn 10. Mifcil markasúpa var í leik FH og Þróttar, þeir fvrrnefndu skoruðu 29 mörk gegn aðeins 6. Síðasti leikur fyrri daginn var milli KR og Vikings og KR-ingar sigruðu 8 gegn 7. Er greinilegt, að KR- ingar eru í sókn eftir slappa byrjun í I. deild í vetur. Hinn dugmikli þjáLfari þeirra, Jón Friðsteinsson, hefur náð góðum tökum á liðinu. Síðari daginn léku FH og Haukar og leikurinn var jafn. FH bar sigur úr bítum, 8 gegn 7. Enn jafnari var viðureign KR og ÍR. Leiknum lauk með jafntefli eftir venjulegan leik- tíma, 11 gegn 11. ÍR tókst að skora 3 mörk gegn 2 í tveimur í framlengingu og sigraði með 14:13. Haukar og KR léku um 3. sæti og til að byrja með var leikurinn jafn, liðin höfðu eitt I mark yfir á víxl. í leifchléi var | staðan 6:4, Haukum í hag, em. í síðari hálfleik tryggðu Hauk-1 ar sér sigur 15 gegn 10. [ Úrslitaleikurinn var milli f s- ' landsmeistaranna FH og ÍR, I sem leikur í 2. deild. Leikurinn I var lengi vel jafn. í hléi var| 'eins marks munur, FH í vil,. 4 gegn 3 og tvívegis tókst ÍR I iað jafna metin 4:4 og 5:5, en I þegar líða tók á leikinn voru ' yfirburðir FH auðsæir. Annars I voru ÍR-ingar ákaflega óheppn I ir með skot sín. Hjá FH- bar I mest á Hj'alta í markinu og Geir. Brynjólfur vatr beztur í liði ÍR, en liðið er jafnt, Ás- geir, Ágúst og Þórarinn eru allir snarpir leikmenn. i Káfur í öruggrl höfn: íslandsmófiS í körfu hófst í gsr: Njarðyík erfidur fyrlr ÍR og KR siiraii KFR í jöfnum leik ? Nú er íslendsmótið í körfu og sigruðu KR-ingar með 58 knattleik hafið, og' fóru fyrstu stigum gegn 51, og þvínæst léku leikirnir i 1. deild fram í gær- „nýliðarnir" UMFN gegn ÍR, og kvöldi. Fyrst léku KR og KFR, tókst mjög vel upp, en töpuðu biti 37:46. Svo virtist sem KFR ætlaði að endurtaka byrjunina í.leikn um gegn KR í Reykjavíkurmót- inu, og náði 14 stigum gegn 5, en Einar skorar og síðan Kol- beinn þrjár körfur í. röð, og jafnar síðan úr vítakasti, 14:14. Jafnt var í halfleik, 26:26,- en byrjun síðari hálfleiks var góð hjá KR-ingum, og brátt var staðan 45:34, eða' ll stiga mun- ur. Þdrir Magnússon lék-nú aft Fiiinah' á.bls. 15 ©0 fceppir í L flokki Islandsmóhln ? Knattspyrnufélagið Fram hefur nú stofnað hjá sér körfu- knattleiksdeild, og leikur í fyrsta sinn með í íslandsmótinu sem hófst í gær. Þetta skeði fyrir nokkrum dögum, en aðdragandi þess hefur verið nokkur. Það má segja að saga .körfu- knattleiksins í Fram hafi hafizt undir vegg LaugalækjarSkolans, þar sem Eiríkur Björgvinsson, ungur múrari úr Laugarnesinu með ódrepandl áhuga á körfu- knattleik, safnaði að sér nokkr- um áhugasömum drengjum úr Laugalækjar- og Laugarnesskól unum, og leiddi þá fyrstu spor- in á hinni vandlærðu braut körfuknattleiksins. Á hverjum degi, þegar veður var eitthvað annað en slæmt, mátti sjá Eirík með hópinn sinn austan við Laugalækjarskólann hamast við æfingar; körfuskot, séndingar, knattrek og allt það sem nöfnum tjáir að nefna, og einu launin, sem Eiríkur hafði fyrir smn snúð, var að sjá ár- angur erfiðis síns birtast í stór stígum framförum drengjanna. Áhuginn og gleðin skein út úr hverju andliti, ekki sízt E\-íks sjálfs, og loks var stofnað fé- lag, sem hét Körfuknattleiks- félagið Kátur. Kepptu drengirn ir sem gestir í Reykjavífcurmót- . inu í haust,. stóðu sig með mik- illi prýði, óg þóttu mjðg efni- legir 4. flokks ieikmenn. Til þess að geta fært út kví- arnar, aukizt og eflzt, þurftu hinir ungu körfukhattleiksmerin að fá aðra og betri aðstöðu, heldur en vagga félagsins þ'eirra, ro.albikið austan við Laugalæ,ki- arskólann, gat veitt þeim.. Þá kom það sér vel að einn strák- urinn átti pabba, sem var í innsta hring hjá Fram, og því var leltað ásjár hjá stjórn Fram um að félagið unga fengi. að starfa undir verndarvæng Fram. Þetta mætti miklum skiln ingi hjá stjórn Fram, og af stór- hug og framsýni tók Fram Körfuknattleiksfélagið Kát upp á sína arma. Mun því Kátur heyra minningunni til, en Fram, sem hingað til hefir verið þefckt ast fyrir knattspyrnu, og síðari árin fyrir handknattleik, er orð ið þátttakandi í körfuknattleik einnig. Strákarnir ungu kunna svo sannarlega að kasta á körfu og grípa bolta, og alls ekki ó- hugsandi að Fram eignist sína fyrstu íslandsmeistara í körfu- knattleik f ár. Fleiri félög hafa stofnun körfu knattleiksdeildar í bígerð, og önnur hafa nú þegar hrint því í framkvæmd. ÍKF, sem stofn- að var á Keflavíkurflugvelli ¦ fyr ir nær 20 árum síðan, hefur nú gengið í heilu lagi inn í Ung- mennafélg Njarðvíkur, og KFR, sem hefur starfað yfir 15 ár, hefur nú óskað eftir því við stjórn Knatt'spyrnufélagsins Vals að fá að æfa og keppa undir merki Vals framvegis. Er það mál nú í Pthugun hjá stjórn og fulltrúaráði Vals, og ekki ó- sennilegt að það nái fram að ganga — ekki sízt eftir að annað stórt félag, Fram, hefur riðið á vaðið. Og nú verður það spurn- ingin stóra: hvenær kemUr rðð- in að Víking og Þrótti? gþ ¦¦

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.