Helgarpósturinn - 28.11.1994, Qupperneq 2
2
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Guðmundur Árni með bók um átökin sem leiddu til afsagnar hans
„Bókin mun valda titríngi“
Fjallað um „bakhlið11 stjómmálanna.
„Ég held sannarlega að í bókinni
sé mjög margt sem getur komið
fólki á óvart og vakið áhuga þess,“
segir Guðmundur Árni Stefáns-
son fyrrum ráðherra. Hann hefur
síðustu daga og vikur unnið með
Kristjáni Þorvaldssyni að ritun
bókarinnar Hreinar línur, sem
kemur út urn næstu helgi. Mikil
leynd hefur hvílt yfir bókinni sem
talin er eiga eftir að valda talsverðu
fjaðrafoki.
„Þetta er hugmynd sem þróaðist
bæði hjá mér og útgefanda. Þegar
þessi mál fóru af stað í sumar skrif-
aði ég hjá mér helstu atriði málsins
og reyndi að skrásetja þá sögu, ekki
síst með framtíðina í huga. Þegar
síðan leið að lyktum þeirra mála
með afsögn minni þá kom fram
hvatning frá ýmsum vinum mínum
og stuðningsmönnum um að
ástæða væri til þess að ég settist
niður og skrifaði um þetta bók. Að
athuguðu máli fannst mér það ekki
fráleit hugmynd og um svipað leyti
náðum við Kristján saman og úr
varð þessi bók.“
Er þetta lífssaga þín eða er megin-
áherslan á atburði síðustu vikna og
mánaða?
„Atburðir síðustu mánaða er
auðvitað stór þáttur bókarinnar en
hún er alls ekki bundin við þau mál
eingöngu. Það er farið vítt yfir
sögu, Hafnarfjarðarárin eru tekin
mjög ítarlega fyrir og á sama hátt er
farið yfir mín æskuár. Án þess að
þetta sé nein ævisaga þá er stiklað á
stóru á minni lífsævi."
Þú hcfurýjað að því að þú búiryf-
ir talsverðri þckkingu á gjörðum
annarra stjórnmálamanna. Á bókin
eftir að koma við kaunin á þeim?
„Ég ætla út af fyrir sig ekki að spá
neinu urn það en ég reyni að draga
upp myndir senr að öllu jöfnu eru
ekki í fjölmiðlum. Ég dreg upp bak-
hlið þeirra hluta sem menn sjá yfir-
leitt aðeins framhliðina á.“
Kristján Þorvaldsson segir að
hann hafi verið beðinn um að
skrifa bókina skömmu eftir að
Guðmundur Árni sagði af sér ráð-
herradómi. Bókin sé bæði lífssaga
hans og varpi skýru ljósi á þá at-
burði sem leiddu til afsagnarinnar.
„Guðmundur Árni segir frá sinni
hlið þessara mála og skefur ekkert
af hlutunum. Við sögu kemur fram
Guðmundur Árni Stefánsson og Kristján Þorvaldsson. Þeir eru nú að leggja lokahönd á bókina Hreinar
línur sem fjallar meðal annars um þá atburði sem leiddu til afsagnar Guðmundar. „Sjónarmið Guðmundar
Árna eiga eflaust eftir að valda titringi bæði meðal samstarfsmanna og andstæðinga hans í stjórnmálum,"
segir Kristján.
ótrúlegur fjöldi manna og sjónar- eftir að valda titringi, bæði meðal hans í stjórnmálum,'" sagði Kristján
mið Guðmundar Árna eiga etlaust samstarftmanna^og^andstæðinga^^o^aldssoi^g^^^^^^^^^^^
Fólskuleg árás íjögurra vopnaðra
manna á feðga á Hvolsvelli
Ólafur og Jón Baldvin segja að
þetta sé bara fólk sem boðið Af hverju voru þeir þá ekki
hefur skipsbrot í eigin flokkum sjálfir á fundinum?
sem fylkir sér um Jóhönnu.
Lömdu soninn
með homa-
boltakyffu í
hnakkann
„Þeir létu höggin vaða á mér án
nokkura skýringa," segir Þorvaldur
G. Ágústsson, kennari á fimmtugs-
aldri, en hann varð fyrir tilefhis-
lausri líkamsárás fjögurra manna
fyrir utan einbýlishús sitt að Norð-
urgarði to á Hvolsvelli um kl. 23 á
laugardagskvöldið. „Ég hef ekki
hugsað um annað eftir að þetta
gerðist og er búinn að fara mörg ár
aftur í tímann en finn enga skýringu
á þessu athæfi þeirra," segir hann.
Árásin var sérlega tólskuleg og út-
hugsuð því tveir mannanna kvöddu
dyra hjá Þorvaldi og sögðust hafa
ekið á bifreið hans þar sem hún stóð
í innkeyrslunni fyrir utan heimili
hans. Báðu þeir Þorvald um að
koma út og líta á skemmdirnar, sem
þeir sögðu verulegar, og tjáðu þeir
honum að þeir vildu gerá upp málið
án afskipta lögreglu.
„Ég sagði þeim að ég kæmi ekki
auga á neinar skemmdir og þá
drógu þeir upp bareflin," segir Þor-
valdur. „Einn þeirra reiddi til höggs
en ég bar það af mér og óð strax í
hann. Hann hörfaði þá aðeins að
hinum og þá stukku þeir allir fram
og létu vaða á mér höggin. Ég lenti
upp að bílnum og öskraði á hjálp."
Sonur Þorvaldar, Hjalti, sem er 23
ára myndlistarnemi í Reykjavík, var
staddur fyrir tilviljun á Hvolsvelli og
hljóp hann út á sokkaleistunum til
hjálpar föður sínum.
„Þegar hann kom út sá hann á
bareflin þar sem þeir voru að berja á
mér hinum megin við bílinn. Hann
stökk á einn árásarmannanna og
henti honum út úr hópnum og þá
riðlaðist þetta aðeins. Hann snéri sér
síðan að tveimur árásarmannanna
og annar þeirra lamdi hann með
hornaboltakylfu í aftanvert höfuðið
svo slagæð fór í sundur. Læknarnir
telja hann hafa misst lítra af blóði.“
Þorvaldur segist hafa verið orðinn
æfur af reiði og hann hafi náð bar-
eflinu af einum árásarmannanna.
„Ég var orðinn alveg brjálaður og lét
prikið vaða á honum. Ég kallaði í
konuna og bað hana að hringja á
lögregluna. Það blæddi svo ofboðs-
lega úr syni mínunr og ég held að
það hafi ekki síður orðið til að
hræða árásarmennina." Mennirnir
forðuðu sér á bíl sínum út í myrkrið
en lögreglan kom á vettvang
skömmu síðar. Farið var með Hjalta
á sjúkrastöðina á Hellu þar sem búið
var um höfuð hans en síðan var
hann fluttur með sjúkrabifreið til
Reykjavíkur. Þorvaldur fór með lög-
reglunni og óku þeir um þorpið til
að leita að bíl árásarmannanna.
Einnig komu þeir við í Njálsbúð þar
sem dansleikur stóð yfir en Þorvaldi
tókst ekki að greina árásarmennina í
hópi gesta.
Þorvaldur telur árásarmennina
eklu hafa ætlað að ræna sig. „Þetta
lítur helst út eins og einhver hefnd,“
segir hann, „en ég get ekki heimfært
hana upp á neitt."
Þorvaldur telur árásarmennina
vera á aldrinum 19 til 25 ára. Sam-
kvæmt lýsingu hans var einn þeirra
grannur á bilinu 170 til 180 cm á
hæð, með ljóst hár, klæddur galla-
buxum og gallaskyrtu, annar var
mjög feitur með undirhöku, um 190
cm á hæð og snöggklipptur, þriðji
frekar grannur og langleitur en hann
barði Hjalta með hafnaboltakylf-
unni, og fjórða manninum treystir
Þorvaldur sér ekki til að lýsa. Bíll
árásarmannanna var grábrúnn en
ekki er kunnugt um hverrar tegund-
ar hann var.
Þorvaldur er allur marinn og blár
eftir árásina en hann hefúr verið bú-
settur á HvolsveUi í 22 ár. „Maður
má náttúrlega ekki fara að búa til
einhverjar grýlur en manni stendur
ekki á sama. Þessu hefði ég síst búist
við hér á Hvolsvelli," segir hann.
Ef einhver getur veitt upplýsingar
urn árásarmennina er hann beðinn
um að láta lögregluna á Hvolsvelli
vita. -lae
Hvers vegna á
að vera bæði
1 Framsókn
og Þjóðvaka?
í fyrsta lagi
Þjóðvaki eru ný sam-
tök og enn er allt
óvíst um hverjir fái
bestu sætin á listum
þeirra. Það væri því
glapræði fyrir Ástu
Ragnheiði að fórna
þriðja sætinu á lista Framsóknar í
Reykjavík ef henni er síðan ekki boðið
annað en áttunda eða níunda sætið
hjá Þjóðvaka. Maður á ekki að sleppa
því sem maður hefur nema manni sé
boðið eitthvað skárra.
í öðru lagi
Ásta Ragnheiður er
Framsóknarmenn-
eskja og er því opin í
Páða enda. Hún er
opin fyriröllu. Hún er
opin fyrir Jóhönnu
Sig. og hún er opin
fyrir gömlu Framsóknarmönnunum.
Það er ekkert sem segir að fólk sem
er sammála mörgum þurfi endilega að
gera upp á milli þeirra. Ásta Ragn-
heiður hefur fullan rétt á að ganga i þá
flokka sem hún vill og gæti þess
vegna tekið sæti á listum þeirra allra.
í þriðja lagi
Það hefur margsinnis
sýnt sig að umbúðir
skipta máli. Þeir sem
vildu ekki Braga kaffi
geta allt eins keypt
Rúbín kaffi, þótt það
sé sama kaffið. Þeir
sem hingað til hafa ekki viljað Fram-
sóknarkonuna Ástu Ragnheiði gætu
viljað Þjóðvakakonuna Ástu Ragn-
heiði. En sú tilraun yrði ekki marktæk
ef ekki fengist samanburður við gamla
vörumerkið. Þess vegna verður Ragn-
heiður Ásta að vera áfram í Framsókn.
í fjórða lagi
Það er öruggara að
vera á tveimur listum.
Hugsanlega vinnur
Þjóðvaki kosninga-
sigur og Ásta Ragn-
heiðurflýgur inn.á
En hugsanlega
fer allur vindur úr þessum samtökum
og Ásta Ragnheiður væri betur sett í
Framsókn. Fólk á ekki að setja öll
eggin í sömu körfu.
í fimmta lagi
Ásta Ragnheiður get-
ur ekki sameinað alla
vinstri menn í einum
flokki. En hún getur
sameinað sjálfa sig í
öllum flokkum. Þegar
hún verður komin í
framboð fyrir alla flokka mun hún átta
sig á hvað þessir flokkar eiga sameig-
inlegt en hætta að einblína á það sem
aðskilur þá.
Hér stóð sumarbústaður sem brann til kaldra kola á laugardagskvöld. Eldsupptök eru ókunn.
Á laugardagskvöldið kviknaði í
sumarbústað í nágrenni Vatns-
endahæðar. Úlfar Eysteinsson
veitingamaður býr þar í nágrenn-
inu og varð eldsins var þegar hann
var á leið heim úr vinnu. Úlfar er
með farsíma í bifreið sinni og
reyndi að hringja í slökkviliðið en
náði ekki sambandi vegna út-
varpsmastranna sem eru á hæðinni
en þau trufla farsímasamband við
þetta svæði. Úlfar brá þá á það ráð
að banka upp á í húsi þar skammt
frá og hafði heimilisfólkið þá þegar
komið auga á eldinn og hringt í
slökkviliðið. Um 10 mínútum síðar
kom slökkviliðsbíll á staðinn en bú-
staðurinn var þá alelda og brann til
kaldra kola. Slökkviliðsmennirnir
slökktu í glæðunum og vakt var
höfð við bústaðinn fram undir
morgun vegna ótta um nærliggj-
andi sumarbústaði. „Þetta var
huggulegur og penn bústaður,"
segir Úlfar. „Hann var gerður upp
fyrir um það bil fimm árum og það
var fallegur gróður í kringum
hann.“
Samkvæmt heimildum MORG-
UNPÓSTSINS var ekki rafmagn í bú-
staðnum og leiðir það líkum að um
íkveikju hafi verið að ræða. Vart
hefur orðið við meiri umferð ung-
linga úr nærliggjandi borgarhverf-
um á svæðinu eftir að upplýstur
vegur var opnaður þangað fyrir
skömmu. Bústaðurinn stóð að
Vatnsendabletti 507 en eigandi
hans vildi ekkert láta hafa eftir sér
um brunann. -lae
Seyðisfjörður
Maður
stunginn
meonnm
Maður á þrítugsaldri var
stunginn með hnífi á götu úti á
Seyðisfirði snemma á sunnu-
dagsmorgun. Var hann stunginn
í brjóstið en mun ekki vera al-
varlega slasaður eftir átökin.
Bæði árásarmaðurinn, sem
einnig mun vera á þrítugsaldri,
og fórnarlambið munu hafa ver-
ið drukknir er þetta gerðist. Ekki
reyndist unnt að fá nánari upp-
lýsingar um tildrög árásarinnar
áður en blaðið fór í prentun, en
málið er í rannsókn. ■
Sumarbústaður brann
til kaldra kola
>
i
i
i
í
í
\
i
i
1
1
í
i