Helgarpósturinn - 28.11.1994, Side 6

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Side 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁtvfíítoAGUR 28. NÓVEMBER 1994 * Hraunsfjörður Malbik flettist af to til 15 metra kafla á Snæfellsnesvegi í Hrauns- firði í vonskuveðri á laugardags- kvöld. „Ég veit ekkert hvað varð um malbikið, það sést ekkert til þess,“ sagði vakthafandi lögreglu- þjónn á Stykkishólmi í gærkvöld. Vegurinn er enn ökufær og ekki er kunnugt um skemmdir á ökutækj- um vegna þessa. ■ V estmannaeyj ar „Menn bara til baka“ Óvenju rólegt var í Vestmanna- eyjum um helgina. Mikil vinna er í frystihúsunum og fólk hefur lítinn tíma til að skemmta sér. „Við erum að bjarga þjóðinni," sagði vakthaf- andi lögregluþjónn í Vestmanna- eyjum í gærkvöld. Aðspurður um árekstra sagði hann „nrenn ekki kippa sér upp við að fá einn á kjaft- inn,“ eins og hann orðaði það. „Menn lemja þá bara til baka og ef það dugar ekki verður bara að hafa það,“ sagði hann. Veður var vont í Eyjum eins og víðast annars staðar en ekki er kunnugt um neinar skemmdir. ■ Bílar fuku og rúður brotnuðu að Ytra-Fagradal í Dalasýslu „Jámið á þakinu fauk til andskotans“ segir Steinólfur Lárusson, bóndi á bænum. „Þetta var bara ein hvirfilvinds- hrota, sem mölvaði alla glugga í húsinu og járnið fauk af þakinu,“ segir Steinólfur Lárusson, bóndi á bænum Ytra-Fagradal á Skarðs- strönd í Dalasýslu. Miklar skemmdir urðu í ofsa- veðri sem reið yfir bæinn á 11. tím- anum á laugardagskvöldið. Vind- ofsinn var slíkur að fjögurra tonna bátur sem stóð á vagni snérist hálf- hring á hlaðinu og símastaur í ná- grenni hans skekktist mikið. „Við erum búin að redda þessu í bili með því að negla hlera fyrir glugg- ana en það kom mannskapur og hjálpaði mér,“ segir Steinólfur. „Járnið af þakinu fauk hins vegar til andskotans," bætir hann við. Lada Sport-bifreið og stór Chevrolet-bifreið sem eru í eign heimilismanna tókust á loft í veðr- inu og gjöreyðilögðust eftir að hafa rekist saman og oltið. Land Rover- jeppi sem var í handbremsu barst 30 metra undan rokinu en slapp við skemmdir. Steinólfur kveður ekki mikinn búskap að Ytri-Fagradal. „Ég er bara drullusokkur því ég skar niður vegna riðu í gamla daga og er aðeins með 100 rollur núna mér til yndisauka," segir hann. Steinólfur treystir sér ekki til að meta hversu tjónið vegna veðursins er mikið en íbúðarhúsið saman- stendur af hæð og kjallara. Mikið vatn barst inn á hæðina og flæddi niður í kjallarann. „Það er hægt að prjóna þetta helvíti upp,“ segir Steinólfur um hvort hægt sé að lag- færa skemmdirnar. „Það vildi svo vel til að enginn var í herbergjunum þar sem glerið brotnaði, annars hefði fólkið stór- slasast. Auk mín búa á bænum dóttir mín og tengdasonur, krakkar tveir, og svo er ég með kerlingu sem slapp vel. Hún er sjúklingur á hækj- um og var að fara niður stigann þegar foss af glerbrotunum kom á eftir henni.“ Aðspurður um hvort honum hafi ekki brugðið við veðurofsann segist Steinólfur vera „svo vitlaus" að hann haggi&t ekki við neitt, eins og hann orðar þáð. „Það þarf ekki að kvarta ef enginn slasast, þá gerir helvítis draslið ekkert til,“ bætir hann við. Eftir að vindhviðan gekk yfir lægði veðurofsann á Skarðs- strönd en Steinólfur segist hafa orðið var við veðrabreytingar þar á undanförnum árum. „Maður á von á miklum stór- viðrum ef þessi gróðurhúsaáhrif sannast," segir hann. „Það er stað- reynd þótt ég hafi ekkert kynnt mér það sérstaldega. Maður hefur bara fylgst með þessu kjaftæði um þetta. Undanfarin ár hafa verið meiri stórviðri en vant er.“ Ekki er kunnugt um alvarlegar skemnrdir á öðrum bæjum í grennd við Ytri-Fagradal. -lae Fólkið á leið til Jóhönnu A stofnfundi Þjóðvaka á Hótel Islandi voru 585manns mættir til að hlusta á hvað nýja hreyfingin hefði fram að færa. morgunpósturinn tók nokkra fundargesta tali. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir deildarstjóri Tryggingarstofnunar „Ég er hér að fylgjast með og hlusta á hvað menn hafa fram að færa,“ sagði Ásta Ragnheið- ur. Hún vildi ekki gefa upp hvort hún hygðist starfa með Jóhönnu. „Ég er að hugleiða það og ætla bara að sjá til,“ sagði hún en á sama tíma fékk hún góða kosningu í miðstjórn Framsókn- arflokksins. Ásgeir Hannes Eiríksson „Ef eitthvað verk er svo lítið að mér sé treyst til að leysa það, mun ég ekki liggja á liði mínu. Ég hef alltaf þekkt þetta fólk hérna, þetta eru vinir mínir. Heimdallur og Borgaraflokkurinn voru í raun bara hliðarspor." Páll Halldórsson formaður BHMR „Ég tel gömlu flokkana vera komna að fótum fram og að hér sé verið að reyna að gera eitt- hvað til framtíðar. Hvort ég muni starfa fyrir Jó- hönnu? Ég mun alla vega fylgja henni fyrstu skrefin og tel rétt að gefa þessari hreyfingu séns.“ cí tilboðsveröi Hagenuk ST 900 KX er þráðlaus sími sem hentar vel við ólíkar aðstæður, á heimilinu jafnt sem vinnustaðnum. í honum er 20 númera skammvals- minni, endurval, stillanleg hringing og 24 stafa skjár. Hægt er að nota Hagenuk símann rafmagnsleysi. Tilboðsverð kr.: Hagenuk MT 2000 GSM farsíminn er traustur og fjölhæfur en jafnframt einfaldur í notkun. Skjárinn er óvenju stór og leiðbeiningarnar birtast jafnóðum og síminn er notaður. Trompið er svo innbyggður símsvari sem tekur við töluðum skilaboðum eða talnaboðum, ef hringt er í hann úr tónvaissíma. Hægt er að lesa eigið ávarp inn á símsvarann. Tilboðsverð kr.: 19.947,- 35.900,- Staðgr. m. vsk. Staðgr. m. vsk. Traust viðgerða- og varahlutaþjónusta. Greiðslukjör. ö hagenuk Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80. Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90. Söludeild Kirkjustræti 27, sími 91-63 66 70 POSTUR og á póst- og símstöðvum um land allt. OG SIMI Helgi Pétursson, fyrrum Framsóknarmaður „Ef mér stendur til boða að starfa með Jó- hönnu þá er það aldrei að vita. Ég ætla bara að sjá til. Ég hef hlustað á ræðurnar og mér líst mjög vel á það sem hér hefur verið sagt,“ sagði Helgi með merki hreyf- ingarinnar í barminum en hann gekk síðar á fundinum til liðs við Þjóðvakann. Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna „Mér finnst þetta vera mjög forvitnilegt afl og ég mun leggja það að mörkum sem ég get til þess að efla viðgang þessarar hreyfingar. Ég fór á þennan fund til þess að fylgjast með og hrífst af þeirri hreyf- ingu sem hér er að myndast. Við höfum þörf fyrir róttæka jafnaðarmannahreyf- ingu sem tekur á þeim mikla vanda sem er að skapast hjá íslenskum heimilum til að berjast gegn þeirri láglaunastefnu sem hér ræður ríkjum. Ég treysti þessari hreyf- ingu til að taka á þessu vandamáli." Mörður Árnason, íslenskufræðingur og Birtingarmaður „Ég er hér til þess að fylgjast með. Það eru nú ennþá fimm mánuðir til kosninga." Kjartan Valgarðsson, formaður Birtingar „Nei það er ekki rétt að ég sé genginn til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur." Arthur Morthens, Birtingarfélagi „Á þessu stigi hef ég ekki gengið til liðs við Jó- hönnu, hvað sem síðar verður." Kristín Á. Ólafsdóttir, fyrrum borgarstjórnarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins og Nýs Vettvangs „Ég vil ekkert segja nema að ég fylgist hér með bæði jákvæð og forvitin." Helgi Hjörvar, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlistans „Ég þarf ekki að ganga í fleiri flokka til að sameina jafnaðarmenn." Flosi Eiríksson Alþýðubandalaginu „Ég er að velta þessu fyrir mér en er ekki farinn að starfa neitt fyrir hana ennþá.“ Ólafur Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis „Nei nei, ég er bara að forvitnast. Ég hef ekki gengið til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur."

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.