Helgarpósturinn - 28.11.1994, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER.it«94 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTASKÝRING 7 Jóhanna Sigurðardóttir á stofnfundi Þjóðvakans í gær Keflavík „Fólker að losa af sér viðjar staðnaðs flokkakerfis“____________________ 600 manns á stofnfundinum. Jóhanna Sigurðardóttir Eftir að Jóhanna Sigurðardóttir hafði flutt stefnuræðu sína stóðu nær 600 fundar- gestir upp og klöppuðu henni lengi lof í lófa. Hér veifar Jóhanna til stuðningsmanna við hlið Jóhannesar á Fóðurbílnum. helsti sægreifi landsins í kraíti stórs eignarhlutar í Granda og einn helsti talsmaður kvótakerfisins. í ræðu sinni sagði Ágúst: „Við viljum tryggja hlut innlendrar fiskvinnslu og að afli fari sem mest um innlenda fiskmarkaði. Við teljum að hóflegt veiðigjald komi til greina sem taki mið af afkomu útgerðarinnar. Slíkt veiðigjald getur runnið til hagræð- ingar og uppbyggingar í sjávarút- vegi.“ Ágúst sagði jafnframt að nú væri runninn upp tími jafnaðar- stefnu og frjálslyndra viðhorfa, sið- væðing var honum hugleikin og hann sagði hreyfinguna aðeins byggjast á tilfinningum fólks. Um hina flokkanna sagði hann: „Þeirra tími er liðinn.“ Fundurinn stóð í rúma tvo tíma og voru átta ræður fluttar. Guðrún Ásmundsdóttir og Margrét Áka- dóttir fluttu ljóð og Kvennakór Reykjavíkur söng á milli atriða. Guðrún Árnadóttir sagðist vera „pólitískt viðundur" og í raun væri ekkert nýtt við Jóhönnu, hún væri bara miðaldra kona. Hins vegar laði hún fólk til sín vegna orða sinna og gjörða, hún nyti trausts. Guðrún sagði stjórnmál vera eins og upp- vask. Þegar væri búið að hreinsa kæmi alltaf einhver tii að subba út að nýju. Lokaorð hennar voru: „Tími Jóhönnu mun koma og okkar líka.“ Aðrir ræðumenn voru Þorsteinn Hjartarson skólastjóri á Suður- landi, Ásta B. Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Sigurlín Sveinbjarnardóttir, Run- ólfur Ágústsson, lektor á Bifröst, og Sigurður Pétursson fyrrum formaður SUJ og eiginmaður Ólín- ar Þorvarðardóttur. Sigurður sagði: „Það er kominn tími til breyt- inga og tíminn, hann er núna.“ Pálmi Jónasson „Þessi fundur markar upphaf að stofnun nýrrar stjórnmálahreyfing- ar, hreyfingar sem ætlar að breyta íslenskum stjórnmálum og svara kalli fólksins um nýjar áherslur, breytt vinnubrögð og meiri ábyrgð í stjórnmála- og viðskiptalífi, hreyf- ing sem ætlar að starfa fyrir fólkið og með fólkinu að jöfnun lífskjara og meira réttlæti," voru upphafs- orð Jóhönnu Sigurðardóttur á stofnfundi Þjóðvakans á Hótel Is- landi í gær. Fundurinn var vel sótt- ur en dyravörður hótelsins sagðist hafa talið inn 585 fundargesti. I ræðu sinni sagði Jóhanna að hreyfingin væri að „svara kröfum um nýja tíma í stjórnmálum á Is- landi,“ og lagði áherslu á að stétta- skipting væri komin til að fara. Lífskjörin hafa hrunið vegna fyrir- greiðslu, ábyrgðarleysi og slöku sið- ferði í stjórnmála- og viðskiptalífi. Hún sagði það „hvorki stjórnlist né réttsýni" að „halda hálfri þjóðinni undir hungurmörkum í launakjör- um, þrengja sífellt að velferðarkerf- inu, viðhalda auðsöfnun á fárra manna hendur og misrétti í tekju- skiptingunni.'1 Jóhanna sagði hina köldu gróða- og markaðshyggju ekki duga heldur verði að leggja áherslu á manneskjuna sjálfa. „Þess vegna er fólk að losa af sér viðjar staðnaðs flokkakerfis, þar sem fá- mennir valdahópar og þingmanna- bandalög ráða ferðinni, sem sífellt reyna að hreiðra betur um sig og sitt valdakerfi, en gleyma að hlusta á rödd fólksins og vilja þess.“ Skattabreytingar og hlunnindi aflögð „Hreyfingin mun byggja á hug- sjónum jafnaðarstefnunnar og kjöl- festa hennar verður mannúð, rétt- læti, samhjálp með alþýðu fólks og með þeim sem eiga undir högg að sækja.“ Hreyfingin mun bjóða fram um allt land og landsfúndur verður haldinn í janúar. Jóhanna sagði að ráðast verði í víðtækar aðgerðir vegna greiðsluerf- iðleika heimilanna. Hún gagnrýndi Framsóknarflokkinn harkalega sem sett hefúr „stærstu skuldbreytingu Islandssögunnar" á oddinn. Hún sagði Framsóknarmenn hafa stjórn- að hér í aldarfjórðung og sagan væri samfelld mistakasaga sem við vær- um enn að súpa seyðið af. Það sem hún óttaðist mest er helminga- skiptastjórn Framsóknar og íhalds- ins. Þjóðvaki væri „öflugt foystuafl jafnaðarmanna og félagshyggjufólks til mótvægis við íhaldsöflin í land- inu.“ Hlunnindagreiðslur verða endur- skoðuð, ferða- risnu og bílakostnað- ur lækkaður um fjórðung, dagpen- ingar afnumdir og hagkvæmni beitt við notkun ráðherrabíla. Nýtt lífeyr- iskerfi er sett á oddinn, tvísköttun hans afnumin og lægra skattþrep fyrir láglaunafólk. Fjármagnsskattur verður lagður á, hlunnindagreiðslur gerðar skattskyldar og skattsvik upprætt. Jóhanna sagði að laga þyrfti EES- samninginn að breyttum aðstæðum og kanna kosti og galla aðildar að ESB. „Við viljum hvorki ökkla hinna flokkanna í þessu efni, sem segja að málið sé ekki á dagskrá, né eyra Jóns Baldvins sem segir aðild strax.“ Siðareglur í stjórnmál og eitt kjördæmi „Við viljum að settar verði siða- reglur um störf stjórnmálamanna og þeir látnir sæta ábyrgð gjörða sinna. Lög þarf að setja um starfsemi stjórmálaflokka, þar sem meðal annars verði gerð krafa um ná- kvæma bókhaldsskyldu stjórnmála- flokkanna og að reikningar þeirra verði birtir opinberlega. Við viljum að birt verði nöfn þeirra styrktarað- ila stjórnmálaflokka sem gefa yfir til- tekna fjárhæð til starfsemi flokk- anna. Til að komast hjá óeðlilegum hagsmunatengslum verði lögfest að slíkar fjárhæðir megi ekki fara yfir tiltekna fjárhæð." Jóhanna sagði að landið ætti að vera eitt kjördæmi, þingmönnum fækkað í 50 og tekið upp persónukjör. Auðlindaskattur Agústs Einarssonar Það var beðið með nokkurri eftir- væntingu hvaða stefna yrði tekin í sjávarútvegsmálum. Um það sagði Jóhanna. „Hreyfingin leggur áherslu á endurskoðun á sjávarútvegsstefn- unni og að snúa við þeirri þróun, að forræði á þessari sameign þjóðar- innar verði smám saman eign fá- menns hóps. Þannig viljum við vinna markvisst að því að allir njóti affaksturs af auðlindum sjávar, en að hann safnist ekki á fárra manna hendur.“ Það vakti athygli að Ágúst Ein- arsson tók í sama streng en í Morg- unblaðitiu í gær er hann sagður Reykjavík Maður féllút umglugga Maður féll út um glugga á fjórðu hæð að Brautarholti 18 um þrjú- leytið í gær. Betur fór en á horfði því maðurinn lenti í gljúpum jarð- vegi og slapp án meiriháttar meiðsla. Farið var með hann á slysadeild en hann reyndist óbrot- inn. Ekki er kunnugt um hvernig á því stóð að marðurinn datt út um gluggann en engin ummerki fúnd- ust um að hann hafi verið við gluggaþvott. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa að því er talið er. ■ Ekki endurskoð- endur Áburðar- verksmiðjunnar Vegna fféttar, sem birtist síðast- liðinn fimmtudag um heimildar- lausar fjárfestingar Þorsteins V. Þórðarsonar fýrrverandi umsjón- armanns Lífeyrissjóðs starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar, skal það áréttað að það var ekki endurskoð- andi verksmiðjunnar, sem fór með endurskoðun ársreikninga lífeyris- sjóðsins. Stjórn lífeyrissjóðsins réð endurskoðanda til þess að hafa eft- irlit með starfsemi sjóðsins og end- urskoða ársreikninga hans. Eins og kom ffam í fféttinni er í athugun að þessi endurskoðandi verði látinn sæta ábyrgð vegna alvarlegra villna í ffamsetningu ársreikningsins og hvort ábyrgðatrygging hans komi til með að bæta þann skaða sem mistökin koma til með að valda. Jóhanna segir að straumurinn liggi til hreyfingarinnar Tími fólksins er kominn „Mér fannst fundurinn alveg frábær og fór fram úr öllum von- um. Við renndum alveg blint í sjó- inn með hvað margir myndu mæta en það er alveg ljóst að straumur- inn liggur til þessarar hreyfingar. Þetta er það sem við höfum verið að finna og mér fannst það stað- festast á þessum fundi. Ég er ánægð með fundinn." Áttirþú von á ncerri 600 manns á fundinn? „Nei ég átti nú ekki von á svo mörgum vegna þess að yfirleitt eru nú lélegar mætingar á fundum pól- itísku flokkanna. En þessi hreyiing virðist ætla að draga að sér fólk.“ Er búið að ákveða dagsetningu fyrir landsfund? „Það er ekki búið að dagsetja fundinn en hann verður í síðari hluta janúar, upp úr 20. janúar.“ Hvenœr verður Ijóst hverjir leiða listana í kjördœmum landsins? „Ef ekki verður kosið fyrr en í apríl þá hygg ég að við tökum okk- ar tíma að minnsta kosti fram að landsfundi." Telur þú'að þið getið haldið því mikla fylgi sem ítrekað hefur komið fratn í skoðanakönnunum eða jafn- vel aukið það? „Það verður tíminn að leiða í ljós. Ef fólk finnur að þarna er nýtt afl á ferðinni, ný hreyfing sem byggir á trúverðugleika þá er ég al- veg sannfærð um að svo verði. Við öll sem að þessu stöndum ætlum að sanna það fyrir fólkinu." Er þinn tími kominn? „Tími fólksins er ef til vill kom- inn.“ -pj Brotist inn í bíl Brotist var inn í bíl í Keflavík á föstudag og hafði þjófurinn á brott með sér hljómflutningstæki. Ekki er ljóst hver var þar á ferð og hafði hann ekki fundist þegar blaðið fór í prentun. ■ Reykjavík Ellefu , grunaðir umölvun Óvenju fátt fólk var á ferli í mið- borginni um helgina og var hún með rólegra móti að sögn lögregl- unnar. Samtals voru 11 ökumenn teknir grunaðir um ölvun við akst- ur á föstudags- og laugardagskvöld en annars gekk umferðin stórslysa- laust fyrir sig. ■ Kópavogur Innbrot við Smiðjuveg Tvö innbrot voru framin í fyrir- tæki við Smiðjuveg um helgina. Fyrirtækin sem hér um ræðir eru Islenskur hagfiskur og Bistí. Nokkrar skemmdir voru unnar á hurðarbúnaði og lagt hald á ein- hverja smáhluti. Þá höfðu þjófarnir einnig skiptimynt upp úr krafs- inu. ■ Vogahverfi Grípinn við innbrot íverslun 16 ára piltur var staðinn að verki við innbrot í matvöruverslun á horni Gnoðarvogs og Langholts- vegar um kl 5 aðfaranótt sunnu- dagsins. Lögreglan hafði hendur í hári hans en þrátt fyrir ungan aldur er pilturinn með langan afbrotafer- il. ■ Rok í Reykjavík Timbur og pallar fuku Litlar skemmdir urðu á mann- virkjum í Reykjavík í veðrinu sem reið yfir borgina um helgina. Timbur fauk við Eggertsgötu í grennd við stúdentagarðana og skemmdir urðu á vinnupöllum við Nýlendugötu. ■ Borgarbókasafnið Þjófunum leistekki á bækumar Brotist var inn í Borgarbókasafn- ið við Þingholtsstræti í fyrrinótt. Ekki er kunnugt um að neinu hafi verið stolið. Skemmdir voru ekki verulegar. ■ Suðurnes Vinnuskúr og rusla- tunnur fuku Þrátt fyrir hávaðarok og vonsku- veður á Suðurnesjum seinni hluta laugardags og aðfaranótt sunnu- dags urðu litla skemmdir á mann- virkjum. Vinnuskúr fauk á hliðina í Njarðvík en skemmdir urðu litlar. Þá var kallað á lögregluna í Grinda- vík vegna foks á ruslatunnum í bænum. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.