Helgarpósturinn - 28.11.1994, Síða 12
12
MORGUNPÓSTURINN ERLENT
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Prestar
í klandri
Lögregla í Londonderry á Norð-
ur-trlandi rannsakar nú mál sem
tengist kynferðislegri misnotkun á
allt að hundrað börnum. Þetta er
sagt vera stærsta mál sinnar teg-
undar á Bretlandseyjum og ekki
bætir úr skák að hinir ákærðu eru
prestar í kaþólsku kirkjunni. Kirkj-
an á Irlandi hefur undanfarið beðið
mikinn hnekki vegna mála af þessu
tagi og varð Albert Reynolds, for-
sætisráðherra Irska lýðveldisins, að
segja af sér í tengslum við slíkt
mál.B
Kanar sam-
þykkja GATT
Allt bendir til
þess að Banda-
ríkjaþing sam-
þykki loks
GATT- sarr
komulagið um
tollfrjáls við-
skipti í þessari
viku. Hægfara
repúblikanar
undir forystu Bob Dole virðast
reiðubúnir að ljá samningnum
samþykki sitt og þykir það benda til
þess að þeir hyggist halda frið við
demókratann Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta. ■
Bill Clinton
Berlusconi
berst
Silvio Berlus-
coni. auðkýfing-
ur og forsætis-
ráðherra Ítalíu,
berst nú fyrir
pólitísku lífi
sínu. Hann er
ásakaður um
spillingu, en fékk
gálgafrest þegar
dómstóll í Mílanó ákvað um helg-
ina að bíða með að taka mál hans
fyrir. Líklega verður þó Berlusconi
kvaddur fyrir dómstólinn í næstu
viku. Berlusconi reynir nú að fá
samstarfsflokkana í ríkisstjórn til að
styðja sig og hefur honum orðið
nokkuð ágengt: I skoðanakönnun
sem gerð var um helgina kom fram
að 64 af hundraði ítala vildu að
stjórn hans sæti áfram.B
Berlusconi
smokkur
Þjóðverjar sem berjast gegn út-
breiðslu eyðni notuðu nokkuð ný-
stárlegar aðferðir til að vekja áhuga
á málefni sínu á laugardag. Þeir
höfðu hannað smokk sem hefði
mátt þræða upp á getnaðarlim risa
og settu hann yfir 13 metra háa súlu
sem stendur utan við hina frægu
Nikolaikirkju í borginni Potsdam.
Prestar höfðu reynt að koma í veg
fyrir þessa uppákomu en borgaryf-
irvöld ákváðu að leyfa hana.l
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Noregi
Konur
fljúgastá
Úrslit í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Noregi í dag eru geysitvísýn. Barátt-
an hefursnúist upp í slag milli tveggja kvenna, Gro Harlem Brundtland
forsætisráðherra ogAnne Enger Lahnstein, formanns Miðfíokksins.
Þær eru ekkert sérstaklega miklar vinkonur þessa dagana.
Þjóðaratkvæðagreiðslan um að-
ild Norðmanna að Evrópusam-
bandinu fer fram í dag, þótt kosið
hafi verið í einstaka fylkjum í gær.
Mörgum kann að koma það ein-
kennilega fyrir sjónir að halda
kosningar á mánudegi, en þetta er
frídagur í Noregi. Kjörstaðir verða
opnir frá átta um morguninn til
klukkan átta um kvöldið. Fyrstu
tölur sem byggðar eru á viðtölum
við fólk utan við kjörstaði birtast
um áttaleytið í dag.
Með kosningunum verður fylgst
í útvarpinu og ef til vill í sjónvarpi.
Ef mjótt verður á mununum gæti
dregist lengi áður en úrslit verða
ljós. Til dæmis er búist við því að
tölur frá Tromsö komi seint en þar
er andstaðan við Evrópusambands-
aðild geysimikil. Síðast verða þó
talin utankjörstaðaratkvæði sem
eru ákaflega mörg og er talið að
þeir sem hafa kosið með þeim hætti
séu frekar hlynntir Evrópusam-
bandinu.
Eins og endranær liafa andstæð-
ingar Evrópusambandsins forskot í
skoðanakönnunum. Stuðnings-
menn aðildar hafa reyndar saxað á
fylgi andstæðinga og mældi dag-
blaðið Verdens Gang jafnan stuðn-
ing og andstöðu meðal Norð-
manna í tveimur skoðanakönnun-
um sem birtust í þessari viku. Allar
aðrar skoðanakannanir benda hins
vegar til þess að Norðmenn muni
hafna aðild. Skoðanakannanir sem
gerðar voru í gær gáfu til kynna að
52 af hundraði Norðmanna væru
andvígir aðild, en 48 prósent væru
hlynntir.
Þó hafa margir bent á að skoð-
anakannanirnar séu ef til vill ekki
marktækar, eins og kom glögglega í
ljós í þjóðaratkvæðagreiðslunni í
Svíþjóð. Skoðanakannanir byggja á
símhringingum og segja sérfræð-
ingar að það fólk sem er heima til
að taka upp símann séu yfirleitt
einstaklingar sem eigi lítið undir
sér. Meðal slíks fólks sé andstaðan
við Evrópusambandið mikil. Hins
vegar séu fylgismenn aðildar oft
upptekið fólk í blóma lífsins sem
erfitt sé að hafa símasamband við.
Síðustu daga hefur baráttan um
Evrópubandalagið að vissu leyti
snúist upp í slag milli tveggja
kvenna, Gro Harlem Brundtland,
sem hefur verið forsætisráðherra
síðan 1990, og Anne Enger La-
hnstein, formanns hins hægfara
Miðflokks. Lahnstein vakti fýrst at-
hygli á sér á áttunda áratugnum
þegar hún var virk í baráttunni
Gro Harlem Brundtland var æf af reiði eftir sjónvarpskappræður á
föstudag. Sakaði hún helsta andstæðing sinn, Anne Enger La-
hnstein, um lygar.
gegn fóstureyðingum. Óvíða í
heiminum eru áhrif kvenna í
stjórnmálum meiri en í Noregi og
því vakti mikla athygli þegar
Brundtland og Lahnstein lenti
heiftarlega saman í sjónvarpi í lok
síðustu viku. Brundtland þykir hafa
hlaupið kapp í kinn í umræðum
síðustu vikurnar. Ákafi hennar hef-
ur þó verið henni til framdráttar
heldur en hitt. Brundtland missti
stjórn á skapi sínu í sjónvarpskapp-
ræðum á föstudagskvöld. Hún
sagði Lahnstein fara með lygar og
Bosnía
Bihacborg er að falla
Herliðið sem freistar þess að
verja bæinn Bihac á svokölluðu ör-
yggsissvæði Sameinuðu þjóðanna í
Bosníu er orðið ærið þunnskipað,
segir í Reutersfrétt. Serbar eru
komnir í úthverfi bæjarins og varla
líður á löngu áður en þeir hafa
hann allan á valdi sínu. Eftir starfs-
manni Sameinuðu þjóðanna á
svæðinu er haft að þeir hafi tögl og
hagldir og geti í raun sprengt og
skotið eins og þá lysti af hæð sem
þeir hafa hertekið sunnan við borg-
ina. Mikil skelfing ríkir í bænum.
Hersveitir bosnískra múslima hafa
verið á flótta og stefna nú að bæn-
um Donji Vakuf sem er í suðaust-
urátt við Bihac. Þar virðist önnur
stórorrusta vera í uppsiglingu.
Michael Rose, foringi hersveita
Sameinuðu þjóðanna í Bosníu,
hvatti í gær stríðsaðila til að leggja
niður vopn og sagði að hermenn
sínir neyddust máski til að hverfa
frá landinu ef átökin mögnuðust
enn. Það sé í raun ógerlegt að halda
uppi friðargæslu þegar geisi alls-
Stríðstól sem hersveitir Serba nota í umsátrinu um Bihac.
herjarstríð. Atburðirnir hafa verið
fordæmdir af öllum ríkjunum
fimmtán semn eiga sæti í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna, en
Rússar, sem eru fremur hliðhollir
Serbum, hafa sérstaklega varað
Sameinuðu þjóðirnar við að blanda
sér ekki í átökin meira en orðið er.
Serbar hafa nú fjögur hundruð
hermenn Sameinuðu þjóðanna i
haldi í hefndarskyni fyrir loftárásir
NATÓ-ríkja í síðustu viku og eru
þeir flestir breskir og hollenskir.
Einn helsti foringi Serba, Jovan Za-
metica, sagði í gærkvöld að þetta
væri allt hinn mesti misskilningur
og að hann byggist við að lausn
fyndist á málinu fyrir hádegi.
Fulltrúar Frakklands, Bandaríkj-
anna, Þýskalands og Bretlands hitt-
ust í gær í París til að ræða ástandið
á stríðsvæðum í Bosníu, en tókst
ekki að komast að neinni skýrri
niðurstöðu. Frakkar eru heldur
óhressir með frammistöðu Banda-
ríkjamanna í þessum heimshluta og
spyrja hvort það séu ekki einmitt
þeir sem hafi veitt Bosníu-múslim-
um tækifæri til að hefja mikla sókn
sem nú hefur endað með því að
Serbar eru að leggja undir sig
verndarsvæðið.B
að nú væri mælirinn fullur. La-
hnstein var að tala um að réttindi
launafólks í Noregi myndu minnka
við inngöngu í Evrópusambandið
og sagði Brundtland það hrein
ósannindi. Lahnstein var sármóðg-
uð, en sjónvarpsáhorfendum þótti
Brundtland hafa farið með sigur af
hólmi í umræðunni. Lahnstein tel-
ur að fullveldi Norðmanna verði
fyrir bí ef þeir gangi í Evrópusam-
bandið.
Eftir kappræðuna var Brundt-
hvort hún sæi ekki eftir þmdjspinð
dráttarlausu ummælum. Hún svar-
aði einfaldlega: „Nei.“
Brundtland er sá norrænn
stjórnmálamaður sem hefur notið
mestrar virðingar á alþjóðavett-
vangi að Olov Palme gengum.
Hún leggur feril sinn að veði í
kosningunum og er talið að hún
muni segja af sér ef fylgismenn Evr-
ópusambandsaðildar tapa. Sjálf
segist hún ekki ætla að segja af sér
þótt niðurstaðan verði jákvæð, en
vandséð er að hún geti setið lengur
í embætti ef svo fer. Brundtland
þykir kjarkmikil kona og hún hefur
ekki látið bugast þótt ýmislegt hafi
bjátað á í einkalífinu. Hún sagði af
sér sem formaður Verkamanna-
flokksins eftir að sonur hennar
Jörgen fyrirfór sér fyrir tveimur
árum. Maður hennar hefur verið
kunnur hægrimaður en reyndar er
talið að hann hafi frekar verið að
snúast á sveif með konu sinni síð-
ustu árin.
Miðflokkur Anne Enger La-
hnstein er næststærsti flokkur Nor-
egs, næst á eftir Verkamannaflokki
Brundtland. Flokkurinn sem nýtur
fylgis í dreifbýli hefur hótað því að
hlíta ekki niðurstöðu þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar ef Norðmenn
ákveða að segja „já“. Þeir muni
greiða atkvæði gegn aðild í norska
þinginu, en samkvæmt norskri
stjórnarskrá hefur þjóðaakvæða-
greiðslan ekki úrskurðarvald. Þrír
fjórðu hlutar þingsins þurfa að
greiða atkvæði með aðild til að hún
verði að lögum. - eh.
Lesbíur látnar lausar
Bonnie og Hege skáluðu í Tuborg-bjór eftir að þær voru látnar lausar.
Tvær nektardansmeyjar, önnur
dönsk og hin norsk, hafa verið látn-
ar lausar eftir að hafa setið í varð-
haldi grunaðar um að hafa myrt
Mark Mortensen, tuttugu ára
gamlan mann. Konurnar eru 23 ára
og 21 árs og heita þær Bonnie Maj-
lund og Aud Hege Santi Mark
þessi var smáglæpamaður og fannst
látinn eftir að hafa verið í heimsókn
á heimili föður annarrar konunnar í
Herning í Danmörku aðfaranótt 9.
október síðastliðins.
Lögregla hefur yfirheyrt meira en
þrjú hundruð manns vegna þessa
ntáls. Þrátt fyrir að konurnar hafi
verið látnar lausar trúir lögregla því
enn að þær séu sekar um að hafa
myrt unga manninn. Lík hanns
fannst í skottinu á bláum Volkswag-
en-Passat sem hann hafði stolið og
hafði hann þá verið látinn í þrjár
vikur. Vinur Marks lá undir grun,
en ekki er hægt að draga í efa fjar-
vistarsönnun hans. Hann sat nefni-
lega í fangelsi á tíma morðsins.
Sem fyrr segir eru konurnar nekt-
ardansmeyjar og eru þær lesbískar.
Lögregla hefur engar afgerandi
sannanir gegn þeim og allt bendir til
þess að þær muni komast upp með
verknaðinn, séu þær sekar.B
Evrópusambandið
Við borgum ekki!
Þjóðverjar eru sáróánægðir með
hversu mikið þeir borga í sjóði
Evrópusambandsins og hversu lít-
ið þeir fái í staðinn. Þetta kemur
fram í viðtali sem tímaritið Der
Spiegel átti við Bernhard Fried-
mann, háttsettan þýskan embætt-
ismann hjá Evrópusambandinu.
Hann sagði að ef þjóðarfram-
leiðsla á mann væri notuð sem
mælikvarði, greiddu Þjóðverjar
sem nemur 700 milljörðum ís-
lenskra króna of mikið á ári
hverju.
Friedmann sagði ennfremur að
Þjóðverjar legðu af mörkum 1000
milljörðum meira til Evrópusam-
bandsins á hverju ári en þeir fái til
baka.
Þjóðverjar eru sú þjóð sem ber
langmestan kostnað af Evrópu-
sambandinu. Þeir greiða um 28 af
hundraði rekstarfjár sambandsins.
Þjóðverjar eru orðnir Iangþreyttir
á þessu, enda standa þeir ekki allt
of vel eftir sameiningu landsins.
Þýski seðlabankinn, Bundesbank,
hvetur til að framlögin verði skor-
in niður og í sama streng hafa tek-
ið Helmut Kohl kanslari og Rud-
olf Scharping leiðtogi flokks
jafnaðarmanna. ■
Kohl kanslari og Waigel
fjármálaráðherra