Helgarpósturinn - 28.11.1994, Page 14
14
MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Vesældómur
Vesturlanda
Vesturlönd virðast nú endanlega vera búin að gefast upp á
því hlutverki sínu að stöðva yfirgang Serba í löndum fyrrum
júgóslavíu. Þegar þetta er skrifað eru Serbar um það bil að
gera lokaatlögu sína að borginni Bihac, eftir að hafa sótt að
henni í fimm sólarhringa samfleytt á landi, sem þó á að heita
griðasvæði Sameinuðu þjóðanna. Þessi samtök, sem eiga að
hafa það meginhlutverk að tryggja frið, geta ekki einu sinni
ábyrgst grið á eigin verndarsvæði. Serbar hafa Sameinuðu
þjóðirnar að háði og spotti enn og aftur, og niðurlæging sam-
takanna er þegar orðin slík, að þau eiga sér tæpast viðreisnar
von.
Það hefur beinlínis verið ömurlegt að fylgjast með full-
komnum vanmætti þessara „friðarsamtaka“ síðustu daga.
Fyrst ætluðu þau að tala Serba burt af verndarsvæðinu, en
þeir hlustuðu ekki frekar en íyrri daginn. Þegar þetta þótti
fullreynt var gerð máttlaus og misheppnuð tilraun til að
hrekja Serba á brott með loftárásum á innrásarsveitir þeirra. 1
kjölfarið lýsti talsmaður Sameinuðu þjóðanna því yfir að
loftárásir á Serba væru of seint á ferðinni — þeir væru komn-
ir of nálægt Bihac og ekki lengur unnt að greina á milli vina
og óvina. Auk þess væri enn verið að freista þess að semja við
Serba um að hverfa á brott og ekki ráðlegt að ráðast á þá á
meðan!
Reynslan hefur sýnt, að Serbar hafa einatt unnið sína
stærstu hernaðarsigra einmitt á sama tíma og þeir draga full-
trúa Sameinuðu þjóðanna á asnaeyrunum í svokölluðum
samningaviðræðum.
Þá sjaldan niðurstöður hafa fengist úr slíkum viðræðum
hafa Serbar svo gott sem alltaf svikið þær jafnharðan. Og allt-
af verða fulltrúar „friðarsamtakanna" jafn svekktir og sárir
yfir svikunum. Og alltaf ályktar Öryggisráðið út og suður og
skorar á Serba að halda griðin. Þeim eru settir úrslitakostir,
sem aldrei er haldið til streitu.
Serbar eru fyrir löngu búnir að átta sig á því, að það er ekk-
ert að marka ályktanir og úrslitakosti Öryggisráðsins, og full-
trúar Sameinuðu þjóðanna á ófriðarsvæðunum eru ekki til
annars en að hlæja að þeim.
Bíræfni Serba er nú orðin slík, að þeir eru einfaldlega farn-
ir að skjóta á herþotur Atlantshafsbandalagsins, sem eru að
gaufa yfir höfðurn þeirra í nafni Sameinuðu þjóðanna.
Öryggisráðið samþykkti í fyrrakvöld, einn ganginn enn, að
krefjast þess að Serbar stöðvuðu nú þegar árásir sínar á Bi-
hac. Serbar svöruðu með því að setja sína eigin úrslitakosti
um að varnarlið borgarinnar legði niður vopn — vitandi sem
er, að þeirra úrslitakostir eru þeir einu, sem eitthvað mark er
tekið á í þessum átökum.
í ljósi síðustu atburða ákvað Bandaríkjastjórn um helgina,
að senda tvö þúsund hermenn í átt að ófriðarsvæðunum, og
sú skýring gefin, að þeir ættu að vera til taks ef bjarga þyrfti
friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna og áhöfnum her-
þotna Atlantshafsbandalagsins.
I kjölfarið kom leiðtogi Bosníu-Serba fram í sjónvarpi og
brosti í kampinn. Hann sagði með ísköldu háði, að Banda-
ríkjamenn gætu síðan sent fímm þúsund hermenn til að
bjarga þessum tvö þúsund og svo tíu þúsund til að bjarga
þessum fimm þúsund og síðan koll af kolli þangað til þeir
stæðu uppi með annað Víetnam-stríð.
Það er hins vegar enginn að hugsa um hvernig á að bjarga
þeim 70 þúsund íbúum í Bihac, sem Sameinuðu þjóðirnar
lofuðu vernd
— og sviku síðan í hendur Serbum.
Páll Magnússon
m^Margtm J \
Posturmn
Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavik, simi 2 22 11
Beinir símar eftir lokun skiptiborðs:
Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999
Simbréf ritstjórnar 22243 - Simbréf auglýsingadeildar 22241 - Símbréf afgreiðslu 22311
Sjö milljarða skattajöfnun og
björgunarsjóður í húsnœðismálum
íslenskt þjóðfélag einkennist æ
meir af svipmóti fátæktar og mis-
réttis. Gjaldþrot blasa við þúsund-
um heimila. Neyðarástand er að
skapast í húsnæðismálum. Mikil
reiði ríkir vegna ranglætis í skatta-
málum.
Stefna og störf ríkisstjórnarinnar
hafa á undanförnum árum skerpt
andstæðurnar í íslensku þjóðfélagi.
Brýnasta verkefni nýrrar ríkis-
stjórnar verður að hrinda í fram-
kvæmd víðtækum björgunarað-
gerðum til að jafna lífskjör og forða
heimilum frá gjaldþroti.
Ný skattastefna
Núverandi ríkisstjórn hefur auk-
ið skattabyrðarnar á lágtekjufólki
og fólki með miðlungstekjur sem
nemur mörgum milljörðum. Af-
leiðingin er meðal annars sú að
tekjuskattur á venjulegu launafólki
hefur aldrei verið hærri.
Veruleg uppstokkun á skatta-
kerfinu í landinu er því nauðsynleg
forsenda kjarajöfnunar og mikil-
vægur þáttur í nýjum kjarasamn-
ingum og áframhaldandi stöðug-
leika.
Þessi nýja skattastefna þarf að
fela í sér að í fýrsta áfanga verði
fluttir 5-7 milljarðar frá fjármagns-
eigendum, hátekjufólki og gróða-
fyrirtækjum til lágtekjufólks og
miðtekjuhópa.
Þessum íjármunum yrði varið til
að:
★ Hækka skattleysismörkin í
áföngum
★ Afnema tvísköttun á lífeyris-
greiðslum
★ Borga út persónuafslátt til fólks
með laun undir skattleysismörkum
★ Gera persónuafslátt unglinga
16-20 ára í námi millifæranlegan
★ Setja ný jöfnunarákvæði um
vaxtabætur, húsaleigubætur og
barnabætur.
Þessar breytingar myndu fela í
sér svipaða skattatilfærslu í þágu al-
mennings í landinu og stjórnar-
flokkarnir ákváðu fyrir tveimur ár-
um í þágu fyrirtækjanna. Heildar-
tilfærslan er af svipaðri stærðar-
gráðu.
Þungavigtin
Ólafur Ragnar
Grímsson
formaður
Alþýðubandalagsins
Abyrg fjármögnuun
Hér er ekki um óábyrgar tillögur
að ræða. Fjármögnun þessara að-
gerða yrði sótt í að skattleggja fjár-
magnstekjur eins og launatekjur og
arðgreiðsiur á hlutafé, taka upp
stighækkandi hátekjuskatt á þau 10
prósent sem eru með ofurtekjur,
breyttar reglur um notkun rekstr-
artaps fyrirtækja og tímabundinn
tekjutengdan stóreignaskatt.
Fyrir síðustu kosningar voru lof-
orð núverandi stjórnarflokka með
eindæmum. Sjálfstæðisflokkurinn
lofaði að afnema alla skatta fyrrver-
andi stjórnar og Alþýðuflokkurinn
boðaði stórlækkun á tekjuskatti.
Þetta voru yflrboð sem áttu sér
enga stoð í raunveruleikanum.
Alþýðubandalagið hefur hins
vegar sett fram ábyrgar heildartil-
lögur þar sem gerð er ítarleg grein
fyrir fjármögnun þeirra breytinga
sem eiga að gagnast launafólkinu í
landinu.
Biörgunarsjóður
í húsnæðismálum
Auk misréttisins í skattamálum
setur neyðarástand í húsnæðismál-
um æ rneiri svip á íslenskt þjóðfé-
lag. Það er nokkuð athyglisverð
staðreynd eftir sjö ára stjórn Jó-
hönnu Sigurðardóttur á húsnæðis-
málum. Þetta neyðarástand birtist í
göllunt húsbréfakerfisins, óraun-
hæfu greiðslumati, aukinni
greiðslubyrði í félagslega kerfinu og
kreppu kaupleiguíbúðakerfisins í
fjölmörgum sveitarfélögum.
Ljóst er að þetta neyðarástand í
húsnæðismálum mun skapa rnarg-
vísleg félagsleg vandamál, auka ör-
væntingu einstaklinga og fjöl-
skyldna og skapa djúpstæð sár í
samfélaginu.
Alþýðubandalagið hefur því lagt
til að stofnaður verði sérstakur
björgunarsjóður í húsnæðismálum.
Verkefni hans verði:
1. Að veita sérstök greiðsluerftð-
leikalán
2. Að fjármagna lengingu fast-
eignaveðlána í húsbréfakerfinu
3. Að lengja lán í félagslega kerf-
inu og létta greiðslubyrði um tíma
4. Að auðvelda fólki að halda
íbúðunum meðan tímabundnir
erfiðleikar eins og atvinnuleysi
ganga yfir.
Kreppan í húsnæðismálum er
orðin slík að grípa verður tafarlaust
til björgunaraðgerða. Ef það verður
ekki gert munu þúsundir fjöl-
skyldna í landinu verða gjaldþrota
á næstu misserum.
Fyrir sex árum varð að grípa til
björgunaraðgerða fyrir atvinnulíf-
ið. Nú er brýnt að ákveða björgun-
araðgerðir fyrir heimilin í landinu.
„Hér er ekki um óábyrgar tillögur að rœða. Fjármögnun þessara að-
gerða yrði sótt í að skattleggja fjármagnstekjur eins og launatekjur og
arðgreiðslur á hlutafé, taka upp stighœkkandi hátekjuskatt á þau 10
prósent sem eru með ofurtekjur, breyttar reglur um notkun rekstrar-
taps fyrirtœkja og tímabundinn tekjutengdan stóreignaskatt.“
Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.
Ummæli
Eru löggur þá hænur?
„Það eru til
menn,
ónafngreindir,
sem vita að það er
ekki erfiðara að kotna
frétt á framfœri við
miðla en að búa
eggjaköku úreggjum.“
Ómar Smári Ármannsson aðstoðar-
yfirlögregluhæna.
Hvers eiga garðyrkjumenn
hjá ríianu að gjalda?
„Með sérverkefnum á ég ekki við
garðyrkju eða viðgerðir. Það liggur í
augum uppi.“
Kristín Ástgeirsdóttir garðeigandi.
Skilur ekki enn lögmálið
um framboð og efbrspum
„Persónulega tel ég rétt að bera
fratn lista og telþörffyrir hatm.“
Ingi Björn Albertsson kaupmaður.
Þá hlýtur Jón Baldvin að fá
nafríið Giovanni Baldini
„Aukþess er ESB nú að verða
eitm höfuðvettvangur hintiar ný-
skipuðu heimsmafíu. “
Bjarni Einarsson óvinur Evrópu.
Er hann hræddur við
að frændinn Idósi Jó-
hönnu?
„Áfrændi minn að hafa
þrefaldan atkvœðisrétt á við
mig, afþví að hann býr vest-
ur við Djúp?“
Jón Baldvin Hannibalsson þriðjungs-
atkvæði.
m^Morgun A A
Posturmn
Útgefandi
Ritstjórar
Fréttastjóri
Framkvæmdastjóri
Markaðsstjóri
Setning og umbrot
Filmuvinnsla og prentun
Miöill hf.
Páll Magnússon, ábm
Gunnar Smári Egilsson
Sigurður Már Jónsson
Kristinn Albertsson
Þórarinn Stefánsson
Morgunpósturinn
Prentsmiðjan Oddi hf.
Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum
og kr. 280 á fimmtudögum.
Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku.
Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt.