Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 28.11.1994, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SPORT 23. Keilan í sókn með bættum aðstæðum Hehtr gengið nyög vel persónulega segir Halldór Ragnar Halldórsson keilari. Keilan er íþrótt, sem hefur verið í töluverðum uppgangi að undan- förnu hér á landi. Keiluhöllin við Öskjuhlíð hefur verið rekin til margra ára og nú nýverið bættist við ný og glæsileg aðstaða fyrir keil- ara í Mjódd. „Aðstaðan er öll hin fullkomn- asta,“ segir Halldór Ragnar Hall- dórsson einn af sjö eigendum hússins. „Við settum okkur það takmark að skapa aðstöðu eins og hún gerðist best og það hefur tekist hjá okkur. Aðstaðan hér á landi var orðin úrelt og því er auðvitað bylt- ing að hafa allt í einu aðstöðu á heimsmælikvarða.“ Góður árangur Það er ekki aðeins að bætt að- staða skapi betri skilyrði fyrir keil- ara landsins heldur hefur orðið vart við mun betri árangur í kjölfarið. Halldór Ragnar hefur ekki farið varhluta af því, meðalskorið hans hefur hækkað töluvert og í deild og í einstaklingskeppninni er hann í fremstu röð. Halldóri hefur gengið vel í vetur og sem stendur er hann efstur með 202 í meðalskor. „Veturinn hefur verið mjög góður hjá mér og í raun miklu betri en ég átti von á. Breyt- ingin og bætingin er auðvitað afar ánægjuleg og sýnir manni að rétt leið hefur verið valin.“ Breytingar hjá KeiluhoUinni í kjölfar hinnar stórbættu að- stöðu í Mjódd hafa forsvarsmenn Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð hugs- að sér til hreyfings og ætla að gjör- breyta allri aðstöðunni nú um jól og áramótin. „Ég fagna þessu og tel að þetta muni auka framfarirnar hjá okkur á skömmum tíma. Þrátt fyrir að ég sé auðvitað einn af eigendunum í Mjódd hlýt ég að hugsa um hag keilaranna og ef eitthvað er nauðynlegt fyrir vöxt íþróttarinnar er það auðvitað bætt aðstaða.“ -Bih NBA körfuboltinn Ekkert gengur né rekur hjá Houston Gengi Houston Rockets hefur verið afleitt síðustu daga. Eftir að hafa sigrað í níu fyrstu leikjum tímabilsins hafa þeir nú tapað þremur í röð. Fjöldi leikja fór fram í NBA-boltanum um helgina og getur að líta úrslitin hér að neðan. Úrslit LA Clippers - New Jersey 102:107 Atlanta - LA Lakers 87:92 Boston - Orlando 118:124 Indiana - Milwaukee 111:106 Washington - Cleveland 94:96 Detroit - Miami 97:111 Minnesota - Philadelphia 71:109 Dallas - Portland 101:91 San Antonio - Seattle 94:114 Utah - Chicago 124:94 Sacramento - Denver 108:105 New York - Charlotte 85:105 Cleveland - Golden State 101:87 Philadelphia - Boston 99:108 Washington - LA Lakers 96:112 Houston - Seattle 94:98 Milwaukee - Orlando 105:113 Phoenix - San Antonio 111:108 Denver - Dallas 123:124 Staðan Atlantshafsdeild Orlando 9 2 .818 New York 6 4 .600 Boston 6 6 .500 New Jersey 6 7 .462 Washington 4 6 .400 Philadelphia 4 8 .333 Miami 3 7 .300 Miðdeild Indiana 7 3 .700 Cleveland 7 5 .583 Detroit 6 5 .545 Chicago 6 6 .500 Milwaukee 5 6 .455 Charlotte 5 6 .455 Atlanta 4 8 333 Miðvesturdeild Houston 9 3 .750 Dallas 6 4 .600 Utah 7 5 .583 Denver 6 5 .545 San Antonio 5 6 .455 Minnesota 1 11 .083 Kyrrahafsdeild Phoenix 8 3 .727 Golden State 7 4 .636 Seattle 7 5 .583 LA Lakers 7 5 .583 Sacramento 5 4 .556 Portland 5 5 .500 LA Clippers 0 12 .000 Halldór Ragnar Halldórsson „Breytingin og bætingin er auðvitað afar ánægjuleg og sýnir manni að rétt leið hefur verið valin.“ Gabriel Batistuta hefur skorað í öllum ellefu leikjum Fiorentina í deildarkeppninni, og er búinn að bæta 32 ára gamalt markamet. Enginn heimasigur í ítalska boltanum meðnýtt markamet Gabriel Batistuta bætti 32 ára markamet í ítalska boltanum í gær er hann skoraði fyrra mark Fior- entina á móti Sampdoria. Hann skoraði úr vítaspyrnu á 56. mínútu og hefur þar með skorað í öllum ellefu leikjum liðsins það sem af er keppnistímabilsins. Gamla metið átti leikmaður með Bologna, Ezio Pascutti, en hann skoraði í fyrstu tíu leikjum liðsins 1962-1963. Reyndar voru fagnaðarlæti Bat- istuta svo rosaleg að dómari leiks- ins gaf honum gult spjald fyrir vik- ið. Leiknum lauk með jafntefli, 2:2, í fjörugum leik. Úrslit Brescia - Bari Ncri - Tovalieri, Baronchclli Fiorentina - Sampdoria 1:2 2:2 Batistuta (vsp.), Vierchwood (sm.) - Platt, Gullit Foggia - Napoli Matulclli - Carbone Genoa - Cremonese Tentoni Lazio - Roma Balbo, Cappioli, Fonseca Padova - Juventus Kreck - Baggio, Ravanelli Reggiana - Cagliari Inter - Parma Sosa (vsp.) - Branca 1:1 0:1 0:3 1:2 0:0 1:1 Staðan Parma 11 19:9 24 Juventus 10 14:6 23 Fiorentina 11 26:15 22 Lazio 11 21:11 21 Roma 11 17:7 20 Bari 11 13:11 19 Foggia 11 13:9 17 Cagliari 11 9:8 16 Sampdoria 11 14: 9 14 Inter 11 10:8 14 AC Milan 10 7:8 13 Cremonese 11 9:14 12 Torino 9 9:11 11 Genoa 11 13:19 11 Napoli 11 15:22 11 Padova 11 10:26 8 Brescia 11 6:19 3 Reggiana 11 5:18 3 Opna skandinavíska meistaramótið í júdó fór fram um helgina Vemharð lagði Bjama í úrslitum riksson í úrslitaleik í -95 kíló flokki á Opna skandinavíska meistaramót- inu í júdó um helgina. Opna skandinavíska meistara- mótið í júdó fór fram á laugardag í Laugardalshöll. Keppendur komu frá Islandi, Danmörku, Noregi, Færeyjum og Þýskalandi. Helstu úrslit urðu þau að Vemharð Þor- leifsson lagði Bjarna Friðriksson í spennandi úrslitaleik í -95 kíló- gramma flokknum, og varð síðan í öðru sæti á eftir Sigurði Berg- mann í opnum flokki. Vernharð varð í öðru sæti í þessu móti í fyrra og greinilegt er að hann hefur tekið stórstígum framförum síðan þá. Sigurður Bergmann lagði Jón Jak- obsson í úrslitaleik í +95 kílóa flokknum, Halldór Hafsteinsson lagði Þorvald Blöndal í úrslitaleik -86 kílóa flokksins og Gauti Sig- mundsson lagði Danann Martin Kirkhammer í úrslitaleik í -78 kílóa flokknum. Helgi Júlíusson sigraði í -71 flokki, Sævar Sigursteins- son sigraði í -65 kílóa flokki og Norðmaðurinn Knut Harafallet sigraði í -60 kílóa flokknum. Hjá konunum skipuðu þýskir keppend- ur tvö efstu sætin, þær Claudia Ka- iser, sem sigraði, og Antje Muller. Greinilegt er að Islendingar hafa eignast nýja júdóstjörnu, manninn sem á að taka við af Bjarna Frið- rikssyni sem hefur verið konung- ur þessarar íþróttar hér á landi undanfarin ár. Vernharð Þorleifs- son hefur allt til að bera sem þarf til að ná árangri í þessari íþrótt, og á áreiðanlega eftir að láta á sér bera í alþjóðlegum mótum á næstu miss- erum.B Óvænt úrslit í skosku deildarbik- arkeppninni Raith Rovers bikar- meistari eftir vrta- spymukeppni Fyrstu deildarlið Raith Rovers varð í gær skoskur bikarmeistari eftir að hafa borið sigurorð af úr- valsdeildarliðinu Celtic í úrslitaleik. Celtic hafði yfirburði í leiknum og óð í færum en gekk illa að nýta þau. Það var Raith sem náði forystu snemma í leiknum en Celtic jafnaði í fyrri hálfleik. Sex mínútum fyrir leikslok náði Charlie Nicholas forystu fyrir Celtic en Gordon Dalziel jafnaði tveim mínútum síðar. Ekkert var skorað í framleng- ingu, en í vítakeppni stóð Raith uppi sem sigurvegari og vann 6:5. Úrslitin eru ein þó óvæntustu í skosku knattspyrnunni í áraraðir, en þau veita Raith þátttökurétt í UEFA bikarnum að ári. Áður en bikarkeppnin hófst voru möguleik- ar Raith á sigri metnir á 1:500. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.