Helgarpósturinn - 28.11.1994, Page 30
30
MORGUNPÓSTURINN SPORT
MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 1994
Enski boltinn
Þýska Bundesligan
Bremen sækir
enn á Dortmund
Forysta Borussia Dortmund í
Bundesligunni er nú að eins eitt
stig. Liðið gerði jafntefli við Bor-
ussia Mönchengladbach í sex
marka leik og gerði svissneski
sóknarmaðurinn Stephane
Chapuisat tvö marka Dortmund.
Á föstudag sigraði Werder Bremen
lið Schalke, 2:1, og er á geysilegri
siglingu um þessar rnundir. Bay-
ern Múnchen er einnig á góðri
siglingu og færist upp töfluna eftir
að hafa átt brösugu gengi að fagna.
Liðið er nú komið í fimmta sæti
eftir góðan sigur á Bayer Leverku-
sen, 2:1. Lothar Matthaeus skor-
aði sigurmarkið fimmtán mínút-
um fyrir leikslok. Bochum, lið
Þórðar Guðjónssonar, sigraði
Bayer Uerdingen á föstudag. Þetta
var fyrsti sigur liðsins í langan
tíma og færist liðið upp um eitt
sæti fyrir vikið.
Annað lið í botnbaráttu,
Duisburg, vann sinn fyrsta sigur á
tímabilinu í gær er liðið lagði
Eintracht Frankfurt á heimavelli
sínum, 1:0.
Úrslit í Bundesligunni
Bochum - B.Uerdingen 2:1
Werder Bremen - Schalke 2:1
Bayern Múnchen - B.Leverkusen 2:1
B.Mönchengladb.- B.Dortmund 3:3
Freiburg - VFB Stuttgart 2:0
Dynamo Dresden - Karlsruhe 1:1
Köln -1860 Múnchen 2:1
Hamburg - Kaiserslautern 0:0
Duisburg-Eintr.Frankfurt 1:0
Staðan
Borussia Dortmund 15 35:14 24
Werder Bremen 15 30:16 23
B.Mönchengladbach 15 32:19 19
Freiburg 15 30:21 19
Bayern Múnchen 15 29:21 19
Kaiserslautern 15 23:19 19
Hamburg 15 26:15 18
Bayer Leverkusen 15 27:19 17
Karlsruhe 15 24:22 17
VFB Stuttgart 15 29:29 16
Eintracht Frankfurt 15 16:23 14
Schalke 15 19:19 13
Köln 15 25:32 13
Bayer Uerdingen 15 15:23 10
Dynamo Dresden 15 15:28 19
Bochum 15 16:35 8
1860 Múnchen 15 14:28 7
Duisburg 15 10:32 5
Urslit í úrvalsdeild
Arsenal - Man.Utd. 0:0
Blackburn - QPR 4:0
Sutton, Shettrcr)
Chelsea - Éverton 0:1
Rideout
Chrystal P. - Southampton
0:0
Leeds - Nott.Forest 1:0
Whehn
Liverpool - Tottenham 1:1
Fowler (vsp.> - Ruddock (sm.)
Man.City - Wimbledon 2:0
Flitcroft, Rösler
Newcastle - Ipswich 1:1
Cole ■ Thomsen
Norwich - Leicester 2:1
Netvsotnc, Sutch - Druper
West Ham - Coventry 0:1
Busst
Aston Villa - Sheff.Wed
Staðan í úrvalsdeild
Blackburn 16 35:13 36
Man.Utd. 16 31:10 35
Newcastle 16 34:17 34
Liverpool 16 33:17 30
Nott.Forest 16 25:16 28
Leeds 16 24:19 27
Man.City 16 27:25 25
Chelsea 16 25:20 24
Norwich 16 15:14 24
Coventry 16 19:26 22
Southampton 16 23:26 21
Arsenal 16 18:16 20
Chrystal Pal. 16 15:18 20
Tottenham 16 25:31 19
Wimbledon 16 17:2818
Sheff.Wed. 16 16:2217
West Ham 16 9:1717
QPR 16 23:31 16
Everton 16 12:24 14
Aston Villa 16 19:27 13
Leicester 16 17:2912
Ipswich 16 15:31 11
'Sex stig verða dregin af Tottenham í
lok tímabilsins vegna fjármálaóreiðu.
Markahæstir
17 - Robbie Fowler (Liverpool),
lan Wright (Arsertal)
16 - Alan Shearer (Blackbum),
Chris Sutton (Blackbum)
15- Andy Cole (Newcastle)
14 - Júrgen Klinsmann (Tottenham)
12 - Matthew Le Tissier
(Southampton)
11 - Andrei Kanchelskis (Man.Utd.),
Paul Walsh (Man.City),
Robert Lee (Newcastle).
Blackburn komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar
Alan Shearermeð
þrennu fyrir Blackbum
Robbie Fowler skoraði fyrir Uverpool og er nú orðinn markahæstur ásamt lan Wright hjá Arsenal.
Sóknarmenn Blackburn voru í
miklu stuði á laugardag er liðið tók
QPR í kennslustund á Ewood Park.
Alan Shearer skoraði þrennu og
Chris Sutton bætti við fjórða
markinu fyrir Blackburn, sem nú er
komið á topp ensku úrvalsdeildar-
innar. Á sama tíma náðu Manchest-
er United og Newcastle aðeins
jafntefli í leikjum sínum. Arsenal og
United gerðu markalaust jafntefli á
Flighbury í frekar tilþrifalitlum leik.
Mark Hughes var rekinn af leik-
velli rétt fyrir leikslok er hann fékk
sitt annað gula spjald. Eins og loka-
tölur leiksins gefa til kynna tókst
lan Wright ekki að skora en hann
hafði skorað í síðustu tólf leikjum
fram að þessu. Newcastle þurfti
klárlega á sigri að halda og því létti
mönnum þegar Andy Cole skoraði
á 86. mínútu gegn botnliði Ipswich.
Það dugði þó ekki til þar sem Claus
Thomsen jafnaði fyrir gestina á
lokamínútunni. Liverpool og Tot-
tenham skildu jöfn. Robbie Fowl-
er er orðinn markahæstur í úrvals-
deildinni, og það þarf vart að taka
það fram að hann skoraði fyrir Li-
verpool, úr umdeildri vítaspyrnu.
Neil Ruddock skoraði sjálfsmark
og jafnaði þannig fyrir Tottenham
þrettán mínútum fyrir leikslok.
Varnarleikmenn Tottenham virðast
hafa tekið stórum ffamförum eftir
að Gerry Francis tók við liðinu því
liðið hefur nú aðeins fengið á sig eitt
mark í síðustu tveim leikjum. Hinn
nýi framkvæmdastjóri Everton
byrjar vel með liðið, sem hefur nú
unnið tvo leiki í röð. Paul Rideout
tryggði tryggði Everton sigur gegn
Chelsea með marki sköntmu fyrir
leikhlé. Lið Leicester gerir það ekki
endasleppt þessa dagana. Á einni
viku hafa þrír stjórar verið með lið-
ið og í gær tapaði það síðan fyrir
Norwich með marki á lokamínútu
leiksins. Bruce Grobbelaar hefur
nú haldið marki Southampton
hreinu í tveim leikjum í röð. Liðið
gerði á laugardag markalaust jafnt-
efli við Chrystal Palace. Manchester
City sigraði Wimbledon, 2:0. Alan
Reeves var rekinn af leikvelli seint í
seinni hálfleik. West Ham hrapar
nú niður töfluna, og í gær tapaði
liðið á heimavelli sínum fyrir Co-
ventry. Varnarmaðurinn David
Busset skoraði eina mark leiksins í
seinni hálfleik. Eftir góða byrjun
hefur lítið gengið hjá Nottingham
Forest undanfarið. Liðið tapaði fyr-
ir Leeds um helgina með marki frá
Noel Whelan eftir klukkutíma leik.
I gær áttust síðan við Aston Villa
og Sheffield Wednesday. Leikurinn
var sá fyrsti eftir að Brian Little tók
við framkvæmdastjórastöðu Villa.
Dalian Atherton jafnaði í seinni
hálfleik eftir herfileg mistök Marks
Bosnich í marki Villa.
SNERPA SPORTVÖRUR, KLAPPARSTÍG, SÍM119500