Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Lögfræðingur og meðferðarfulltrúi Landspítalans Notfærðu sérbág- indi skjól- stæðings Lögfræðingur og félagi hans hafa verið ákærðir fyrir að hafa misnot- að sér bágindi drykkjusjúks manns á sjötugsaldri og haft af honum milljónir. Lögfræðingnum er gefið að sök að hafa nýtt sér bágindi skjólstæð- ings síns. Félagi hans, sem er starfs- maður á áfengismeðferðardeild Landspítalans, er gefið að sök að hafa notfært sér bágindi sjúklings- ins með því meðal annars að fá 1.2 milljóna króna veð í íbúð sjúklings- ins án þess að eigandinn hafi kom- ist í tæri við þá peninga. En báðum þessum mönnum taldist sjúkling- urinn háður. Þegar aðstandendur sjúklingsins komust að því að ekki var allt með felldu var málið sent til RLR, en sjúklingurinn kærði mennina tvo. Lögfræðingur sjúklingsins heitir Hafsteinn Einarsson og var á sín- um tíma lögfræðingur Útvegs- banka Islands og framkvæmda- stjóri skipasmíðastöðvar á Stykkis- hólmi, auk þess sem hann starfaði lengi sem grunnskólakennari. Örnólfur Árnason höfundur Bankabókarinnar Hefur þú lesið þennan kafla í bók Kristjáns og Guðmundar Árna? „Já, ég hef gert það.“ Finnst þér sagan kunnugleg? „Já, ég kannast eitthvað við þetta." Er þetta sama sagan? „Ég vil helst ekkert tjá mig um þetta. Eins og sjá má á kaflan- um í bókinni minni þá eru engin nöfn nefnd og reynt að sneiða hjá því að baka einstaklingum alvarleg vandræði, hvað þá að valda því að þeir komist í kast við lögin.“ Krisfján Þorvaldsson höfundur bókarinnar Hreinar línur Hefur þú lesið þennan kafla í bók Örnólfs Árnasonar? „Nei, ég fletti hins vegar bók Örnólfs ásamt öðrum bókum í Eymundsson í dag þar sem við Guðmundur Árni árituðum bók- ina Hreinar línur — Lífssaga Guðmundar Árna.“ Finnst þér þessi tiltekna saga kunnugleg? „Nei, er þetta ekki draumur?" Er þetta sama sagan? „Nei, þetta er saga annars veg- ar og draumur hins vegar.“ Uppstokkun í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu Grónir embættis menn fluttir til „Ég held að ráðuneytið hafi mjög gott af þessu. Ég veit ekki til þess að það hafi verið unnið nákvæmlega á þennan hátt í öðrum ráðuneytum og ég býst við því að ef árangurinn af þessu verður jafn góður og ég held að hann verði, geti þessi vinnubrögð hæglega orðið útflutn- ingsvara til annarra ráðuneyta," segir Ari Edwald, aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar dóms- og kirkjumálaráðherra, um gæða- stjórnunarátak sem staðið hefur yf- ir í ráðuneytinu í rúmt eitt ár. Að sögn Ara miðar átakið að því að bæta þjónustu við viðskipta- menn ráðuneytisins, auka skil- virkni þess og gefa vinnu við stefnumarkandi löggjöf og reglur meira vægi. „Eitt af því sem var til dæmis tal- ið mjög heppilegt var að færa sam- an öll samskipti ráðuneytisins við lögreglustjóra og sýslumenn. Þetta hefur verið þannig að einn maður hefur haft umsjón með samskipt- um við lögreglustjóra, þar fellur undir lögregluþátt sýslumanna, en annar maður hefur séð um önnur samskipti við sýslumenn. í flestum tilvikum, eða 26 af 27, eru sömu menn lögreglustjórar og sýslumenn svo það var talið auka mjög skil- virknina og einfalda samskiptin við þessa menn að einn maður sjái um þau fyrir hönd ráðuneytisins," segir Ari. Leituðu ráðgiafar einkafyrirtækis Dóms- og kirkjumálaráðuneytið leitaði til ráðgjafafyrirtækisins VSÓ Rekstarráðgjafar hf. til aðstoðar við skipulagningu og stjórnun gæða- átaksins og segir Ari að það hafi gefið mjög góða raun að fá utanað- komandi aðila að verkefninu en vinnan hafi þó farið að mestu leyti fram innan veggja ráðuneytisins. Fulltrúar VSÓ eru Svanbjörn Thoroddsen og Eyjólfur Sveins- son (aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra) en þeir héldu meðal annars tveggja daga námskeið fyrir starfmenn ráðuneytisins um gæðastjórnun. Átakið hefúr haft töluverða upp- stokkun í för með sér innan ráðu- neytisins og segir Ari að einn liður þess sé að breyta því að menn séu með sömu viðfangsefnin mjög lengi. „Með breytingunum er einnig hugmyndin að breyta því að menn séu með sömu viðfangsefnin í kannski 20-30 ár eins og verið hef- ur.“ Ari bendir á að hjá einkafyrir- tækjum sé þetta alþekkt leið til þess að forða því að menn staðni og þetta sé því þáttur í að færa starfs- hætti ráðunevtisins í nútímalegri búning.“ Skipulagi ráðuneytis- ins breytt verulega Ari segir að eftir gagngera endur- skoðun á starfsemi ráðuneytisins hafi skipulagi þess verið breytt verulega. I grófum dráttum hefur skipulagi ráðuneytisins verið skipt upp í þrjú svið: rekstarsvið, lagasvið og stjórnsýslusvið og hafa skrif- stofustjórar umsjón með hverju sviði. Síðasttalda sviðið er viðamest og af þeim sökum hefur því verið skipt upp í fjóra hluta. Þessi sviða- skipting hefur verið að komast í gagnið undanfarnar vikur og að sögn Ara verður umskiptunum að þessu leyti að öllum líkindum að mestu lokið upp úr áramótum. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTINS úr ráðuneytinu hafa breytingarnar sett nokkurn svip á starfsemi þess, eða eins og heimild- armaður blaðsins orðaði það: „Maður fær mismundandi upp- lýsingar dag frá degi hvort þetta eigi að vera svona eða hinsegin," en við- komandi bætti því hins vegar við að Róm hefði ekki verið byggð á ein- um degi. Skipulagsbreytingarnar hafa hreyft við ýmsum grónum ráðu- neytismönnum sem varla geta talist breytingum vanir. Þannig var Hjalti Zóphaníasson skrifstofu- stjóri tekinn úr lögreglumálum, sem hann hafði haft umsjón með í rúmlega tvo áratugi, og settur í önnur verkefni. Á könnu Hjalta eru nú Almannavarnir ríkisins, Land- helgisgæslan, fangelsismál og sam- skipti við þjóðkirkjuna. Hann hélt áður utan um mál Lögreglustjór- embættisins í Reykjavík og lögeglu- þáttinn í starfi sýslumannsembætt- anna, en sá málaflokkur var sam- einaður öðrum samskiptum við sýslumenn og hefur Þorsteinn A. Jónsson nú umsjón með þeim. Það sýnir best hversu lífleg starfs- skiptin eru innan ráðuneytisins að Þorsteinn kemur ekki til með að sjá um þessi mál lengi því um áramót- in færist hann yfir í lagasviðið sem hann mun veita forstöðu ásamt Ól- afi Walter Stefánssyni. Til að taka við starfi Þorsteins verður hins vegar sóttur maður út fyrir ráðu- neytið, Sigurður Tómas Magnús- son, skrifstofustjóri hjá héraðs- dómi Reykjavíkur, en hann hefur verið settur héraðsdómari síðasta ár. Aðrir skrifstofustjórar í ráðu- Hjalti Zóphóníasson skrifstofu- stjóri dómsmálaráðuneytisins var tekinn úr lögreglumálunum eftir að hafa séð um þau í tvo áratugi, yfir í kirkjumálin. neytinu verða Jón Thors, hann mun hafa umsjón með málum sem snerta lögmenn, fasteignasala, happdrætti, tölvunefnd o.fL, Drífa Pálsdóttir, sem mun sjá um sifja-, erfa- og persónurétt ásamt ættleið- ingum, og Dagný Leifsdóttir, en á hennar könnu verða rekstur skrif- stofu, fjármál og húsnæðismál, svo eitthvað sé nefnt. -jk Guðmundur Árni og Nóri Örnólfs Árnasonar fjalla um gjaldþrot Helgarpóstsins í sitthvorri jólabókinni Persónulegt tap eda pólitísk björgun /jólabókaflóðinu em tvær bækur sem taka til hliðstæðra þátta í þjóðlrf- inu. Hérerum að ræða Ömólfur Ámason skrifar um fjármálakerfið og sögumaðurinn erhinn dularfulli Nóri, og„Hrein- arlínur— Lrfssaga Guð- mundar Áma“ sem er samtalsbók ráðherrans fynverandi og Kristjáns Þorvaldssonar. í raun er ekkert skrftið þó að þama skarist þættir og menn hafa orðið til að benda á þátt sem mörg- um kann að þykja hlið- stæður. í báðum segiraf uppgjöri sem varð við gjaldþmt Helgarpósts- ins. Guðmundurskýrir sína hlið mála en Nóri sérhlutina í dramatísk- ara Ijósiogþarerað finna vægast sagt alvar- legar ásakanir. MORG- UNPÓSTURINN leggur þessa kafla hlið við hlið og læturlesendum eftir að dæma. „Bankabókina “ þar sem Úr Bankabókinni eftir Örnólf Árnason „Mig dreymdi fyrri drauminn fýrir örfáum ár- um,“ segir Nóri. „Það var þannig að mér þótti ég vera á fundi og fúndarmenn voru nokkuð ungir, við skulum segja tæplega miðaldra fjölmiðla- menn með fúllan hug á að koma sér áfram í líf- inu, sumir þegar komnir vel af stað. En menn- irnir voru áhyggjufullir. Þeir áttu við vandamál að stríða og þess vegna var þessi fundur hald- inn.“... „Þeir höfðu verið starfsmenn og meðeigendur hlutafélags sem stjórnmálaflokkur átti líka aðild að þó að þeir væru ekki allir meðlimir þess flokks. Reksturinn gekk brösuglega og höfðu ungu mennirnir skrifað persónulega upp á þó nokkrar ábyrgðir vegna bankalána. Nú var fyrir- tækið komið á hausinn og bankinn vildi ganga að þeim með ábyrgðirnar. Einn sagði í sífellu: Þetta er ekki sanngjarnt. Formaðurinn lofaði að flokkurinn skyldi borga ef illa færi.“... „Var þetta Helgarpósturinn? Eða Pressan?“ „Ég var búinn að segja þér að þetta var draum- ur,“ segir Nóri. „En mér skildist að einn fundar- manna, sem var þeirra skörulegastur, hár og myndarlegur, bæjarstjóri úr nágrannabyggðar- lagi, hefði farið á fund fulltrúa flokksins í við- komandi bankastjórn.“... „Það var líkt og einn veggur herbergisins opn- aðist eða væri úr gleri og þar birtist bankastjóri ásamt einum af helstu lautinöntum sínum. Ég segi nú ekki hverjir þetta voru. Ég sé fyrir mér enn þann dag í dag hvað bankastórinn var mild- ur og elskulegur og fullur hluttekningar við þessa ungu menn, sérstaklega flokksbræður sína. Hann segir: Þetta er alvarlegt mál, strákar mínir. Flokkurinn getur ekki hjálpað ykkur. Það verður að leysa þetta á annan hátt. Þið verðið að finna eitthvert fýrirtæki sem ég skal sjá um að fái mikil og stöðug viðskipti við bankann. Svo skrifið þið bara reikninga persónulega hver og einn sem ég skal sjá um að verði afgreiddir með lipurð. Þeir eiga bara að sendast með reikningum fyrirtækis- ins inn í bankann og verða greiddir beint inn á ábyrgðarskuldirnar... Við sjáum um að engar athugasemdir verða gerðar, sagði bankastjórinn, dreifum þessu yfir nokkur ár, peningarnir ganga allir til lækkunar á skuldinni. Áður en mörg ár eru liðin verður hún að fúllu greidd og þið skul- uð ekki hafa meiri áhyggjur af þessu máli svo framarlega sem þið getið fengið eitthvert fyrir- tæki í lið með ykkur." „Bankastjóri þjóðbanka hefur þó ekki boðist til að mynda bandalag við þessa mertn um að falsa reikninga og stela peningum almennings til að greiða niður einkaskuldir!“ segi ég. „Þú verður að muna að þetta er nú bara draumur,“ segir Nóri. „En sjálfstæðismaðurinn í hópnum, alvarlegur á svipinn, sagðist vera skít- hræddur við að taka boði bankans. Hann sagði, og virtist með grátstafinn í kverkunum: Þetta er skjalafals, fjárdráttur, samsæri við embættis- menn um glæpsamlegt athæfi, brot á bókhald- slögum, skattsvik og svona hélt hann áfram að telja. En þetta var eins og að skvetta vatni á gæs. Kveinstafir íhaldsmannsins vöktu bara kátínu hinna. Þeir skellihlógu að honum. Sérstaklega bæjarstjórinn. Hann veltist um afhlátri."... „Hverjir voru á fúndinum?“ spyr ég. „Sömu menn og í fyrri draumnum,“ segir Nóri. „En nú var ekki hláturinn, andrúmsloftið eins og í jarðarför. Það er allt orðið kolvitlaust, sagði maðurinn sem áður var bæjarstjóri en er nú mildu hærra settur. Hann krefst þess að allir sverji að segja aldrei frá þessu máli. Pólitísk framtíð mín veltur á þvi, segir hann.“ ... „Þá sé ég allt í einu huggulega aðstoðarmanninn úr fyrri draumnum standa í hinum enda herbergis- ins sem þiljað er dökkum, útskornum viði og með sérlýstum landslagsmyndum á veggjunum, eins og tíðkast á skrifstofúm og fundarherbergj- um bankastjóra þjóðbankanna. Hann segir, og bendir á stjórnmálamanninn sem óttaðist um framtíð sína: Við erum búnir að losa hann und- an að skrifa sjálfur reikninga. Það er erfitt að fóðra það núna, var sosum nógu glannalegt meðan hann var bæjarstjóri. Nú skrifa hinir bara ögn hærri upphæðir. En þetta er allt að verða bú- ið, bara fáeinar millur effir. Hvað er það á milli vina?“ Úr Hreinum línUm eftir Kristján Þorvaldsson En fyrir kom, að við starfsmenn þurftum að taka fjárhagslega áhættu til að fá launin og til að blaðið héldi áfram að koma út. Ég minnist þess, þegar skil urðu á milli Alþýðublaðsins og Helgarpóstsins, að stjórn þess síðarnefnda, þar sem starfsmenn áttu aðild, varð að brúa fjárhagslegt bil með lántöku. Útistandandi voru sölutekjur en rekstrarfé vantaði. Voru góð ráð dýr. Var þá gripið til þess ráðs að slá rekstrarlán og skrifuðu stjórnarmenn undir sem sjálfsskuldarábyrgðarmenn. Þar á meðal fulltrúar starfsmanna í stjórninni. Síðar kom í ljós að útistandandi sölutekjur dugðu ekki til að greiða niður lánið og það blasti við að það myndi falla á þessa einstaklinga. Tóku þá allir starfsmenn þá ákvörðun að ekki væri unnt að láta bara einstaka fulltrúa starfsmanna í stjórn bera þessa ábyrgð, en hinir yrðu að standa að baki þeim; skrifuðu flestallir blaðamenn Helg- arpóstsins undir sem sjálfsskuldarábyrgðar- menn og nýtt lán var tekið. Var þá reiknað með því að rekstur blaðsins greiddi skuldina niður þegar fram liðu stundir. Sú áætlun gekk ekki eftir eins og reiknað var með. Höfúm við, þessir sjö blaðamenn og starfsmenn frá þess- um tíma, verið að reyna að greiða eftirstöðvar lánsins niður hægt og bítandi allt til þessa dags og erum enn að. Þessa litlu sögu segi ég til að sýna fram á að ekki var alltaf tekið út með sældinni að vinna á fátæku biaði. Hins vegar var samhugurinn mikill, einn fyrir alla, allir fýrir einn. Þessi samhenti hópur sem þarna var utan mín voru, Árni Þórarinsson nú ritstjóri Mannlífs, Björn Vignir Sigurpálsson, aðstoðarritstjóri Morg- unblaðsins, Guðjón Arngrímsson fréttaþulur á Stöð 2, Þorgrímur Gestsson ritstjóri Vinn- unnar auk Jóhannesar Guðmundssonar og Bjarna P. Magnússonar sem höfðu fram- kvæmdastjórn og rekstur blaðsins með hönd- — « um.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.