Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 40

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 40
I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. ■ Café Romance blœs út ■ Dentchev út, Valur inn ■ Bannað að borða nesti í Þjóðar- bókhlöðunni og ekki hœgt að lesa vegna kulda J_/igendur Café Romance eru bún- ir að yfirtaka hæðina fyrir neðan kaffihúsið í Lækjargötu en þar opnaði bístró veitingastaður fyrir tveimur vikum. Staðurinn hefur ekki verið opnaður formlega ennþá en úr því verður bætt á föstudaginn milli kl 18 og 20. Þá verður opið hús með húllum hæi og veitingum fyrir þá sem langar að koma og kíkja á staðinn... £nn stendur íslenski Búlgarinn Dían Valur Dentchev í miklum hremmingum. Eins og kunnugt er hefur hann átt í harðri deilu um umgengnisrétt sinn við barnsmóð- ur sína, Hönnu Ragnarsdóttur, og í sumar brá hann á það ráð að fara í 50 daga hungurverkfall til að freista þess að ná fram rétti sínum. Að lokum samþykkti Hanna að veita honum eðlilega umgengni en um leið og íslenski Búlgarinn tók til matar síns skellti hún hurðinni á nefið á honum. Dían brá þá á það ráð að leita til Mannréttindadóm- stólsins í Strassburg sem er að fara yfir umsókn hans. Á dögunum þurfti Dían Valur að bregða sér á Hagstofuna og afla sér gagna fyrir dómstólinn og komst þá að þvi sér til mikillar furðu að búið var að breyta nafni sonar hans úr Davíð Valdimar Dentchev í Davið Valdi- mar Valsson. Fyrtist Búlgarinn is- lenski við þessa breytingu enda hafði barnsmóðir hans ekki fyrir að spyrja hann um álit hans á nýja nafninu. Dían verður væntanlega að bíta í það súra epli að eftirnafn- inu var hent, því samkvæmt ís- lenskum lögum ræður það foreldri, sem hefur barnið hjá sér hvaða kenninafn það hefur. Hjá Þjóðskrá fengust þær upplýsingar að fólki sé hætt til að rugla saman nafngjöf og skírn því nafngjöfinni sé einungis smellt með þegar prestarnir vökva börnin og þau eru ekki skírð kenninöfnum sínum... -Þó Þjóðarbókhlaðan hafi verið tekin í gagnið með pompi og prakt fyrir viku síðan við mikla gleði margra eru nemar við Háskóla ís- lands síður en svo ánægðir með þá aðstöðu sem þeim er boðin þar. Ekki er nóg með að opnunartími bókhlöðunnar sé mjög takmarkað- ur heldur mega stúdentar sem koma með nesti að heiman ekki borða það í húsinu þrátt fyrir að þar sé hin vistlegasta kaffistofa. Þannig hefur orðið eitthvert uppi- stand á kaffistofunni á hverjum degi frá opnuninni vegna svangra nema sem hafa ætlað að næra sig á heimasmurðu eins og þeir hafa fengið að gera óátalið í kaffístofum Háskólans. Þeim hefur verið visað á dyr með harðri hendi af af- greiðslustúlkum kaffistofu bók- hlöðunnar og bent á að ekki sé ~ leyfilegt að neyta annarra veitinga en þeirra sem eru keyptar þar inn- andyra. Þessu vilja Háskólanemar illa una og hafa á orði að það sé ansi hart ef ætlast sé til þess að þeir lifi á kaffiteríubakkelsi ef þeir vilji nýta sér lesaðstöðu Þjóðarbók- hlöðunnar... Ekki er nóg með að opnunartími Þjóðarbókhlöðunnar og nestisað- stöðuleysið þar sé að plaga Há- skólanema heldur þykir lesaðstað- an í húsinu síður en svo vera heilsusamleg. Lesaðstöðunni er þannig háttað að drjúgur hluti hennar er á þeirri hæð bók- hlöðunnar þar sem út- Veggirnir samanstanda aðallega af risastórum gluggum. Fremur kalt hefur verið í veðri frá opnun hússins og hafa gluggarnir þótt veita fremur takmarkað skjól fyrir kuldanum utandyra... Kaffihúsakynslóðin vex upp Þótt þau sé rétt skriðin á skólaaldur finnst þeim ekkert sjálfsagðara en að fara á kaffihús eftir rölt í miðbœnum. Nú má segja að kynslóðin sem fær fyrsta smjörþef- inn af almennilegri kaffihúsamenningu sé að vaxa upp. Þessir ungu krakkar, sem eru í æfingadeild Kennara- háskólans, litu við á Kaffi Reykjavík í gærmorgun, þó ekki í kaffi heldur kakó og skúffuköku. En vertarnir á Kaffi Reykjavík hafa verið iðnir við að bjóða til sín unga fólkinu að undanförnu, eða krökkum úr hinum ýms- ustu grunn- og leikskólum landsins í „kaffi“ eftir skoðunarferð um útstillingaglugga bæjarins. Síðan fara gjarna foreldrarnir þangað í jólaglögg og piparkökur á kvöldin og ömmurnar og afarnir í kaffi og rjómatertu á sunnudagseftirmiðdögum. Bjartmar á íslandi eítir nærri þriggja ára útilegu Úr seríósinu yfir í rokk ogról Skærasta „barnastjarna“ seinni tíma, Bjartmar Guðlaugsson, er kominn til landsins eftir nærri þriggja ára útilegu. Hann er þó ekki kominn til að vera heldur til þess að anda að sér íslenskum jólum og rokki og róli. Bjartmar er nefnilega horfinn seríósinu og súrmjólkinni og kominn yfir í hrátt rokk og ról með félögum sínum í Svíþjóð þar sem hann stundar nú myndlistar- nám. Hann segist kominn nær upprunanum því áður en Bjartmar fór að syngja fyrir börn á plötunni í fylgd með fullorðnum var hann harður rokkari af pönkkynslóðinni. En eins og aðrir sem eignuðust börn og bú mýktist Bjartmar og fór að kanna barnaheiminn. Þótt börn hans séu komin á legg segir hann þó alltaf pláss fyrir eitthvað barna- legt og heiðarlegt. „I gegnum sænska rokkið kynnt- ist ég einum besta textahöfundi Svíþjóðar, Steffan Sundström, sem var kveikjan að því að ég fór að starfa með hljómsveitinni Bad Li- ver.“ En fyrr í þessum mánuði tók sú hljómsveit, sem inniheldur gamla pönkara, upp læf og sú plata er að koma út í dag. Verður henni dreift hér á landi. Sökum velgengni úti segist Bjart- mar ekkert á leið heim enda eigi hann tvö ár eftir af náminu. „Það er þó alltaf gott að koma heim,“ við- urkennir hann og segist ætla að stefna að því að gera meira af því í framtíðinni. GK Leikhús Leikhúsin eru að sull- ast íjólafrí en það j má benda á 'tjj Kirsuberjagarðinn /[L*. / sem verður sýnd- SfJC/ ur þrisvar sinnum yfir helgina. Must síog það fyrr en seinna þvíEmil- ía er á leið upp í Borgó í Kabar- ett. Myndlist Gagnrýnandi morg- unpóstsins er ekki spar á stjörn- urnar þegar hann tekur samsýn- ingu í Listasafni Kópavogs til umfjöllunar. Kópavogurinn leynir á sér. Popp Og enn má vekja athygli á stjörnugjöf því stjarnan Sigurjón í Ha... Olympíu er fimm stjörnu virði samkvæmt barflugu blaðs- ins, en hann treður upp í Kazablanka á föstudagskvöldið (Sigurjón, ekki fulli kallinn). Klassík Síð- asta sýning á Valdi örlaganna er á laugardags- kvöld. Jú, það er uppselt en það má alltaf finna smugur á Þjóð- leikhúsinu. Bíó Það er áhrifarík belgísk mynd í Háskólabíói sem er allra athygli verð „ísenn stórísniðum og stílhrein," svo vitnað sé í hinn glögga krítíker blaðsins. Sjónvarp Það er furðuslappt sjónvarpið þrátt fyrir að sjón- varpsstöðvarnar auglýsi grimmt frábæra des- ember-dagskrá. Bara að sleppa þvíen sjónvarps- fíklum skal þó bent á Strand- verði á laugar- dag. Þar er fólkið vanskapað afeinskærri fegurð. Fimmtudagur Norðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu en sums staðar suðlæg eða vestlæg átt, kaldi eða stinn- ingskaldi eða skúrir. Horfur á föstudag, laugardag og sunnudag Hæg breytileg eða norðvest- læg átt og smáél á stökustað. Kólnandi veður, frost víða 2 til 8 stig. Á oðfeUa ttiður virðisaukaskatt af bókumf Veðrið um helaina Greiddu atfcvæði 39,90 krónur mínútan Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. A sunnudaginn verður síðan talið upp úr Kjörkass- anum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Hlustum allan sólarhringinn 2 1900 *

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.