Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
39
Það er beðið eftir þér á Stefnumótalínunni
Aðeins 39,90 mínútan
„Hce, ég er 16 ára og mig latigar til að
komast í sambatid við strák. Ég er svo-
lítið rómatitísk ogsvotia, ogget boðið
hottum heim í mat ogsvotta. Ég er að
hugsa uttt rómantískt samband, hittast
á hverjum degi og kannski sleep toget-
her ogioo prósent trúnaður. Efþið
leggið inn nafn og símanúmer þá mun
ég hafa samband sem fyrst. “
„Rúmlega fertug kona óskar
eftir að kynnast annarri konu.
Áhugamál, handavinna og
fleira. Hafið samband."
Átti ekki von á
að geta lifað af
listínni fyrr en
umsextugt
Sjofn Haraldsdóttir myndlistarmaður segist mála af innsæi. Hún ólst
upp við Breiðafjörðinn og skyldi ekkert hvað útlendingarnir voru að
hafa fyrir því að mynda miðnætursólina. „Hún var alltaf þarna!“ segir
hún.
Það er kannski klisja að segja að
drifkraftur, ævintýraþrá og þörf
fyrir að vera án fjötra einkenni
listamenn. Það eru engu að síður
lýsingarorð sem eiga vel við
stemmningskonuna Sjofn Har.
sem fátt virðist geta hindrað á
myndlistarbrautinni, nema ef til
vill örlögin. Vart er þó hægt að
klína klisjunni upp á allar hliðar
Sjafnar. Hún er nefnilega afar
tæknivæddur myndlistarmaður í
því sem snýr að sendiboðum nú-
tímans. Það reyndist enda auðvelt
að hafa uppi á henni.
Ekki fyrír stúlkur
Sjofn Har. var aðeins sextán ára
þegar hún fékk inni í Myndlista- og
handíðaskóla íslands og í dag á hún
ellefu ára myndlistarnám að baki.
„Þegar ég var sextán ára var ekki til
siðs að stúlka utan af landi færi í
Myndlista- og handíðaskólann, eða
eins og faðir minn orðaði það var
sá skóli eingöngu fyrir fyllibyttur og
aumingja. Hann stóð á því strangur
og stífur að stelpan færi í rnenntó
og notaði stór orð... ég sem var
með góðar einkunnir átti að fara í
kennaranám; eða eitthvað annað
hagnýtt nám. Móðir mín stóð hins
vegar með mér.“
Á árunum 1960 til 1970 var ekki
lagt nrikið upp úr teiknikennslu í
skólurn yfirleitt og þaðan af síður
úti á landi. Áhuginn kviknaði
snemma en hún fékk enga kennslu.
„Ég elskaði að teikna, Iita og
mála sem ég gerði óspart ef mér leið
illa. Að vísu tala ég alltaf um að-
stöðuna hjá nunnunum í Stykkis-
hólmi sem rninn fyrsta myndlistar-
skóla.“
Þrátt fyrir mótbyr gafst stúlkan
ekki upp og hélt á mölina eftir að
hafa sannfært föður sinn unr að
myndlistarmenn gætu unnið fyrir
sér með kennslu. Hátt í 80 manns
sóttu unr skólann, þriðjungur
komst inn. Sjofn var ein af þeim.
Þetta var árið 1969. „Borgarbörn
notuðu erlend orð í öðru hverju
orði svo mér fannst eins og allir
væru að tala útlensku í kringum
mig. Ég læddist með veggjum fyrsta
árið. Síðan fór maður að aðlagast
borgarlífinu og fá meiri kjark.
Áhuginn alveg ódrepandi. Það var
heldur ekkert um annað að ræða en
að standa sig eftir alla fyrirhöfn-
ina.“
Myndlistarkennsla voru enn rök-
in fyrir skólavistinni, þó blundaði
listamaðurinn alltaf í henni. „Ég sá
fyrir mér að ég gæti aldrei lifað af
listinni fyrr en í fyrsta lagi um sex-
tugt.“
Vann með hálft til tvo
tonn af leir
Hún lauk fimm árum í Mynd-
lista- og handíðaskólanum og eftir
að hafa aflað sér tekna með kennslu
í nokkur ár stóð hún enn framrni
fyrir gamla Stykkishólmsdraumn-
um. Nú var kominn tími á að
hrökkva eða stökkva. Sá senr átti
stóran þátt í því að hún sótti um í
Kaupmannahöfn var Sigurður
Sigurðsson listmálari og kennari
úr Myndlista- og handíðaskólan-
um.
„Hann sagði svo margar
skemmtilegar sögur frá Kaup-
mannahöfn að ég heillaðist og mér
til undrunar kornst ég inn í Kon-
unglegu dönsku Kunstaka-
demiuna."
Um það bil 400 til 500 sækja þar
um á ári hverju en ekki nema 30
komast inn, þar af 10 prósent út-
lendingar. Ennfremur fékk Sjofn að
sleppa við fyrstu tvö árin og fór því
beint inn á prófessorinn, eins og
það er kallað. Hann hét Robert
Jakobsen og er í hópi þekktari
myndhöggvara Dana.
„Hann var alveg yndislegur karl.
Ef einhvern tíma var heillaengill yf-
ir mér var það þá.“ Enn þurfti hún
að sanna sig til þess að komast í
framhaldsnám í kennaradeild aka-
demíunnar.
„Ég sótti þó ekki um til þess að
safna kennaragráðum heldur til
þess að konrast í verkstæðin þeirra
sem eru með þeim betri sem til eru.
Þar lærir maður rnikil vísindi, með-
al annars að búa til leirinn frá
grunni.“
I Kaupmannahöfn kom fyrir að
Sjofn ynni með allt að hálft til tvö
tonn af leir í einu, meðal annars
þegar hún var að vinna að vegg-
mynd fyrir SDS-bankann í Dan-
mörku ásamt prófessornum sínum.
„Oft var þetta hörkupúl. Ég hef lík-
lega aldrei verið í betra líkamlegu
formi en þá.“
Þegar löngum námsferli lýkur
var Sjofn búin að ganga í gegnum
ýmsar greinar listarinnar; keramik,
ljósmyndun, glerlist, málaralist,
unnið að rannsóknum, setið á fyr-
irlestrum, kennt, gert veggmyndir
fyrir banka, sem hún gat ferðast um
næstum öll Bandaríkin fyrir, hún
hafði unnið með mósaík, ferskó,
plast, steypu og svo mætti áfram
telja. Eftir rr ára námferil sat í henni
veggmyndagerðin sem hún hugðist
leggja fyrir sig.
Litasfjrengja eftir
En örlögin höguðu hlutunum
öðruvísi en hún ætlaði sér. Þegar
vígja átti mynd eftir hana á St.
Fransiskuspítalanum í Stykkis-
hólmi árið 1988 lenti hún í bílslysi
og skaddaðist á hálsi með þeim af-
leiðingum að ógerningur reyndist
fyrir hana að burðast með þungan
leir. Þótt þetta væri eðlilega mikið
áfall var ekkert annað fyrir hana að
gera í stöðunni en að sætta sig við
orðinn hl'ut og „vippa“ sér aftur yf-
ir í málverkið. I dag segist Sjofn
ánægð í litríku málverkinu. „Þegar
maður vinnur með leir- og kera-
mikplötur sér maður ekki litina fyrr
en eftir brennslu, eða fyrr en eftir
tvo mánuði. Maður verður þá að
vita hvað maður er að gera! Ætli
það sé ekki skýringin á því hversu
litaglöð ég er í dag,“ segir hún og
skýrir þetta með litina enn frekar.
„Ætli það hafi ekki orðið lita-
sprengja hjá mér þegar ég loks sá
alla Iitina korna skæra út úr túp-
unni. Ég rnála ekki ljósbláa himna
til þess að geðjast einhverjum úti í
bæ,“ útskýrir hún.
Utanveltu í listalífinu
Frá ^980 hefur Sjofn haldið sex
einkasýningar sem allar hafa verið
afar vel sóttar. Að auki eru nokkur
verk hennar í eigu ýmissa aðila víða
um heim. Það er því ekkert nýtt
fyrir henni þótt keyptar hafi verið
af henni tíu rnyndir, eins og gerðist
í London á dágóðu verði, og
MORGUNPÓSTURINN greindi frá
á mánudag. Eftir því sem næst
verður komist hefur hún svo að
segja selt upp tvær einkasýningar,
fyrst í Djúpinu árið 1980 sem gaf
henni góðan vasapening er hún var
í miðju námi í Kaupmannahöfn, og
áratug síðar á Gallerí Borg.
I framhaldi af vel sóttri myndlist-
arsýningu í London ætlar Sjofn að
efna til einkasýningar frá og með
næstu helgi í Listhúsinu í Laugar-
dal, þar sem hún hefur jafnframt
eigin vinnustofu. Þar ætlar hún að
hengja upp fimmtíu verk af þeim
sextíu sem hún sýndi í Crypt Gall-
ery í London af sýningunni „Look
North.“
En hugmyndin um sýninguna í
London kemur í framhaldi af stór-
útflutningi íslenskra listamanna
þangað á undanförnum misserum.
Eitt sinn þegar menningarfulltrú-
inn í London, Jakob Frímann
Magnússon, var hér á ferð ákvað
Sjofn að fara á hans fund. „Á fund-
inum gerði ég honum grein fyrir
því að ég hefði áhuga á að sýna í
London einhvern tíma í framtíð-
inni. Ég var tilbúin til þess, enda al-
komin til Islands og búin að jafna
mig á heimkomunni.
Skömmu síðar frétti ég af ferðunr
hans hérlendis, hringdi í hann og
spurði kurteislega hvort eitthvað
væri að frétta. An nokkurs orða-
gjálfurs segist hann þegar búinn að
taka ákvörðun, sýningartíminn sé
ákveðinn og galleríð svo að segja
einnig. Ég átti auðvitað ekki von á
þessu svona fljótt og hvað þá að
einkasýning væri í burðarliðnum."
Hún telur Jakob sjálfsagt hafa
verið búinn að hlera eitthvað um
hana. „Þessi ákvörðun hans var þó
greinilega sérákvörðun, því svo
margir eru um hituna. Ef til vill
hefur hann veitt því athygli að ég er
svolítið utanveltu í listalífinu, eða
ekki í neinum listamannaklíkum og
í framhaldi af því tekið þá ákvörð-
un að ég sýndi ein.“
Þetta var rétt fyrir áramótin í
fyrra. „Ég hugsaði bara með mér,
guð minn góður, ég á eftir að rnála
heila sýningu, en var auðvitað í
sæluvímu. Ég hóf því strax að
skipuleggja mig; sjá hvað ég ætti
mikið af striga, litum, gera pantanir
og svo framvegis.“
I febrúar segist Sjofn hafa verið
búin að teikna upp alla sýninguna,
enda átti hún heilmikið í bankan-
urn frá því um sumarið. En sumrin
nota hún og eiginmaður hennar,
Ármann Ármannsson, gjarnan til
þess að ferðast um landið, horfa og
gera skissur sem hún vinnur svo úr
á veturna. Sýningin varð smátt og
smátt til og í nóvember var komið
að Lundúnarsýningunni. Þegar
upp var staðið var hún alsæl með
valið á galleríinu.
Galleríið er staðsett í kirkju á
Trafalgartorgi, sem Sjofn kallar
menningarjárnbrautastöð, auk
gallerísins er þar að fínna konsert-
sal, veitingastað, bókabúð og margt
fleira.
Af öllu virðist sem opnun sýn-
ingarinnar í London hafi verið hin
fjörugasta, auk fjölda gesta voru
margar uppákomur enda kýs Sjofn
að dreifa athyglinni frá sjálfri sér.
íslenskar sjávarafurðir, sem hafa
keypt margar rnyndir eftir Sjofn,
slógu upp sjávarréttaveislu með
Sigurð Hall fremstan í flokki, Jak-
ob Magnússon flutti tölu og Jón
Sigurðsson söng nokkur þjóðleg
lög. „Þarna ríkti frábær sýningar-
andi enda fagmenn í hverju rúmi.
Gestirnir fengu allt í senn; konfekt
fyrir augu, eyru og maga. öll vinna
Jakobs var til fyrirmyndar.“
Guðrún Kristjánsdóttir
Ríkissjónvarpið
Fimmtudagur
17:00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Jól á leið til jarðar
18.05 Stundin okkar (e)
18.30 ÚHhundurínn (25:25)
19.00 Él
19.15 Dagsljós
19.45 Jól á leið til jarðar (e)
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 Syrpan
21.05 Sólin skfn líka á nóttunni
II sole anche di notte Um barón i
hirð Karis konungs III iNapólísem
geríst einsetumunkur. Frönskufilar
og aðrír pervertar athugið: Charl-
otte Gainsbourg leikur eittaf aðal-
hlutverkunum.
23.00 Ellefufréttir
23.15 Þingsjá
23.35 Dagskrárlok
Föstudagur
16.40 Þingsjá (e)
17.00 Fréttaskeyti
17.05 Leiðarljós
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Jól á leið til jarðar
18.05 Bemskubrek Tomma og
Jenna
18.25 Úr ríki náttúrunnar
19.00 Fjör á fjölbraut (9:26)
19.45 Jól á leið til jarðar (e)
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 Kastljós
Nú verður fjallað um kynskipti.
Kannski Logi Bergmann farí í að-
gerð?
21.10 Derrick (14:15)
22.15 Sonur forsetans
Fay Weldon stuð!
23.45 Alnæmistónleikar
Blur, Suede, St. Etienne og fleirí
bönd ístuði. Vonandi að fleiri hafi
mætt enn ÍKolaportið.
01.00 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
Laugardagur
09.00 Morgunsjónvarp
10.50 Hemmi aftur á tali
11.50 Hlé
14.00 Kastljós (e)
14.25 Syrpan (e)
14.55 Enska: QPR - Man. Utd.
17.00 íþróttaþátturinn
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Jól á leið til jarðar
18.05 Einu sinni var... (10:26)
18.25 Ferðaleiðir (10:11)
19.00 Strandverðir (3:22)
19.45 Jól á leið til jarðar (e)
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 Lottó
20.50 Konsert
SSSól fuðrar upp.
21.20 Hasar á heimavelli (14:22)
21.50 Draumastúlkan
Áströlsk gamanmynd.
23.30 Eldhugamir
Þyrlumynd.
01.15 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
Sunnudagur
09.00 Morgunsjónvarp bam-
anna
10.20 Hlé
12.15 Eldhúsið(e)
12.30 Yrkjum ísland (e)
14.30 Jól í óbyggðum
16.00 Listin að stjóma hljóm-
sveit (2:2)
17.00 Ljósbrot
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Jól á leið til jarðar
18.05 Stundin okkar
18.30 SPK
18.55 Undir Afríkuhimni (25:26)
19.20 Fólkið í forsælu (23:25)
19.45 Jól á leið til jarðar (e)
20.00 Fréttir, íþróttir og veður
20.40 List og lýðveldi
Kristin Atladóttir tékkará leikhús-
inu, dansinum og óperunni.
22.35 Helgarsportið
23.00 Gull Abrahams
Tveir bæjarar hafa ólikar skoðanir
um nasismann.
00.40 Útvarpsfréttir í dagskrár-
lok
09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
12.00 Hlé
17.05 Nágrannar
17.30 Með Afa (e)
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.20 Sjónarmið Stefáns Jóns
20.55 Böm heimsins
Stöð 2 istuði íEþiópíu og Ind-
landi.
21.55 Seinfeld
22.30 Ofríki
Deadly Relations. Blóðug svikam-
ylla kemursmám saman íljós. Bla
bla bla.
00.00 Feðginin
The Tender Djönk frá hnignunar-
tímabili John Travolta.
01.30 Dáin í díkinu (e)
03.00 Dagskrárlok
Föstudagur
09.00 Sjónvarpsmarkaðurinn
12.00 Hlé
16.00 Popp og kók (e)
17.05 Nágrannar
17.30 Myrkfælnu draugamir
17.45 Jón Spæjó
17.50 Emð þið myrkfælin?
18.15 NBA-tilþrif
18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
19.19 19:19
20.20 Eiríkur
20.55 Imbakassinn
21.35 Kafbáturínn (18:23)
22.35 Herra Johnson
Afríka. 3 áratugurinn. Johnson er
skarpur drengur en gengur hálf
brösuglega að sanna sig.
00.25 Staðgengillinn
The Temp Duglega stelpan sem
vinnursig upp ífyrírtækinu er i
raun geðveikur morðingi. Já, ein
afþessum myndum, og þessi er
meira að segja i verra lagi.
02.00 Glæpagengið
03.55 Hættuspil
05.25 Dagskráriok
Laugardagur
09.00 Með Afa
10.15 Gulur, rauður, grænn...
10.30 Baldur búálfur
10.55 Ævintýrí Vífils
11.20 Smáborgarar
11.45 Eyjaklíkan
12.15 Sjónvarpsmarkaðurinn
12.40 Dagbók í darraðadansi
Taking Care of Business með
James Belushi.
14.35 Úrvalsdeildin
15.00 Hook
Spilberg er svo frábær.
17.15 Addams fjölskyldan
Algert möst yfir þynnkupitsunni.
17.45 Popp og kók
18.40 NBA-molar
19.1919:19
20.05 Fyndnar fjölskyldumyndir
20.45 Bingó lottó
22.05 Hvað með Bob?
Ekki svo galin gamanmynd með
Murrey og Dreyfuss.
23.50 Á réttu augnabliki
Public Eye. Slöpp mynd.
01.25 Past Midnight
03.05 Refskák
05.00 Dagskráríok
Sunnudagur
09.00 Kolli káti
09.25 í barnalandi
09.50 Köttur út í mýri
10.15 Sögur úr Andabæ
10.40 Ferðalangar á furðusl.
11.00 Brakúla greifi
11.30 Listaspegill
12.00 Á slaginu
13.00 íþróttir á sunnudegi
16.30 Sjónvarpsmarkaðurínn
17.00 Húsið á sléttunni
18.00 í sviðsljósinu
18.45 Mörk dagsins
19.19 19:19
20.05 L.A. Law
21.05 Jóladagskráin 1994
21.35 Fimmburamir (1:2)
The Million dollar babies. Hörku-
spennandi kellingamynd um
fimmbura sem fæðastáríð 1934.
23.15 60 mínútur
00.05 Bugsy
02.15 Dagskráriok