Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Háskólamenntuðum íslendingum hefur farið stöðugt fjölgandi á undanförnum árum í samræmi við bættan efnahag fólks og auknar kröfur atvinnumarkaðarins. Mörgum finnst þó stór hluti þeirrar menntunar sem hér er boðið upp á, taka of lítið tillit til þess sem bíður fólks að námi loknu Arinbjörn Vilhjálmsson, arkitekt Hpgnýt nam ea í nýlegri grein í þýska tímaritinu Focus er fjallað um breyttar kröfur, sem gerðar eru á atvinnumark- aðnum þar í landi. Er því haldið fram, að gildi háskólamenntunar sem slíkrar fari stöðugt minnkandi þegar að því kemur að leita sér at- vinnu. Starfsmannastjórar leggja sífellt meiri áherslu á reynslu um- sækjenda á atvinnumarkaðnum og dugar lítt að veifa fallegum ein- kunnum framan í þá þegar sótt er um. Vegur fagháskóla fer einnig stöðugt vaxandi, þar sem nemend- ur fá hagnýta fræðslu um framtíð- arstörf sín og einnig umtalsverða reynslu. Finnar eru nú að byggja upp nýtt menntakerfi og virðast ætla að fara svipaða leið og Þjóð- verjar. Ýmislegt bendir til þess að þró- unin verði svipuð hér á landi í nánustu framtíð. Hingað til hafa það helst verið Tækniskólinn og Kennaraháskólinn sem boðið hafa upp á fagnám á háskólastigi hér- lendis, og fyrir fimm árum bættist háskólinn á Akureyri í hópinn. Nokkur gagnrýni hefur hins vegar komið fram á Háskóla íslands í þessu sambandi, og telja margir hann úr öllurn tengslum við at- vinnulífið í landinu. Þessi gagn- rýni miðast fyrst og fremst við fé- lagsvísinda- og heimspekideildir skólans, en þar þykir mörgum sem menn hafi lokað sig inni í fíla- beinsturni fræðanna og byrgt fyrir alla glugga raunveruleikans, eins og hann blasir við stúdentum að námi loknu. Versnandi atvinnuástand Enn er atvinnuleysi minnst meðal háskólamenntaðs fólks, eða aðeins 0,5 prósent. Atvinnuleysi meðal fólks með iðn- eða fram- haldsskólamenntun er hins vegar 4,3 prósent og 8,9 prósent meðal fólks, sem aðeins hefur lokið skyldunámi. Þetta segir þó ekki alla söguna. Að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar, fram- kvæmdastjóra BHMR, er mun meira um það hér á landi en ann- ars staðar í Evrópu, að háskóla- menntað fólk gangi í störf, sem krefjast mun minni menntunar en það hefur. „Hér getur ekki nokkur rnaður lifað af atvinnuleysisbót- um, enda er ekkert mið tekið af menntun fólks við útreikninga á þeim, eins og tíðkast til dæmis í Danmörku. Fólk hefur því ein- faldlega neyðst til að taka það sem býðst hverju sinni. Þetta er auðvit- að ekkert annað en dulið atvinnu- leysi.“ Fyrir nokkrum árum gat fólk með háskólapróf uppá vasann gengið að vel launuðum, eða í það minnsta öruggum störfum að námi loknu og oftar en ekki í sam- ræmi við menntun sína. Með sí- vaxandi framboði á vel menntuðu fólki hefur þetta breyst töluvert. Á sama tíma og tugir og jafnvel hundruð manna útskrifast úr hug- vísindadeildum Háskólans hefur ríkið dregið saman seglin og fækk- að nýráðningum til muna frá því sem áður var. Þegar það lokar dyr- um sínum er í fá hús að venda fyr- ir reynslulaust fólk, sem ekki hefur annað í höndunum en próf í helstu kennisetningunum í sagn- fræði, heimspeki, stjórnmálafræði, eða félagsfræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Einnig erfitt hjá viðskiptafræðmgum En það er ekki eingöngu á sviði hugvísindanna, sem atvinnuhorf- ur háskólafólks hafa versnað. Jafn- vel í þeim greinum, sem hafa verið í hvað bestum og beinustum tengslum við atvinnulífið, er tekið að bera á atvinnuleysi. Viðskipta- fræðingum hefur fjölgað svo mjög á síðustu tíu árum eða svo að menn teljast góðir ef þeir krækja í tiltölulega illa launaða fulltrúa- stöðu innan bankakerfísins. 27 arkitektar, eða sem nemur um það bil 10 prósentum af stéttinni, sóttu nýlega um stöðu arkitekts við embætti byggingarfulltrúans í Reykjavík og nú er svo komið að jafnvel tannlæknar þurfa að óttast atvinnuleysi. Þykir þá mörgum sem fokið sé í flest skjól. MORGUN- PÓSTURINN leitaði álits nokkurra einstaklinga á atvinnuástandinu og hagnýti háskólanáms eins og staðan er í dag. -æöj „Ég kom heim fyrir ári síðan og fékk strax vinnu á arkitektastofu, en missti þá vinnu hins vegar í sumar,“ segir Arinbjörn Vilhjálmsson, sem lauk námi í arkitektúr í Stuttgart fyr- ir rúmu ári síðan. „Ástandið er þannig núna að það er frekar verið að segja upp fólki en ráða.“ Arin- björn segir þetta sérlega bagalegt fyr- ir þá sem nýkomnir eru úr námi. „Til að fá fullgild réttindi sem arkitekt þarf maður að starfa í tvö ár á stofu. Þetta gerir manni ókleift að finna sér einhver verkefni sjálfúr, Sil nakinn og spinn fyrir utan þær fáu samkeppnir, sem hér eru haldnar." Arinbjörn segist ekkert hafa spáð í langtímaþróunina þegar hann hóf sitt nám. t,Þegar ég byrjaði í þessu var nóg að gera fyrir arkitekta á Is- landi, en ekkert í Þýskalandi. Þetta hefur alveg snúist við núna, nóg að gera úti en ekkert hér.“ Arinbjörn ílentist þó ekki í Þýska- landi og segist ekki vera of svartsýnn á framhaldið. „Það þarf að líta arkitektamennt- unina opnari augum, maður er í raunmni að læra hugmyndafræði, ekki bara að hanna hús. Þessi menntun opnar því dyr að fleiru en hefðbundnum arkitektastörfúm, eða ætti að gera það. Það er alltaf þörf fyrir fólk sem hefur lært að vinna með hugmyndir, og þannig er mín menntun. Með svolitlu frumkvæði ættu menn því að geta komið sér á ffamfæri. Neyðin kennir naktri konu að spinna, og það er auðvitað það, sem ég er að gera núna. Ég sit hérna nakinn og spinn...“ 69 íslendingar eru nú í arkitektúrnámi. Aðalgeir Sigurðsson, stjórnmálafræðingur Vantar hagnýta þáttinn „Ég ímyndaði mér að ég öðlaðist ákveðna þekkingu á stjórnsýslukerf- inu og pólitíkinni í þessu námi, sem síðan gæti nýst mér í atvinnulífinu. En raunin virðist vera önnur,“ segir Aðalgeir Sigurðsson, sem útskrif- aðist sem stjórnmálafræðingur frá Háskóla íslands í haust. Aðalgeir telur það stóran galla, hversu lítil áhérsla er lögð á hagnýta þáttinn í stjórnmálafræðináminu, sem og í öðrum fræðum innan fé- lagsvísinda- og heimspekideildanna. „Ég stend frammi fyrir því, að þrátt fyrir mitt nám, þá þekki ég ekki kerfið eins og það er í raun. Það vantar mun meiri kennslu í hagnýt- um atriðum, sem tengjast hugsan- legum störfum manns með þetta nám, til dæmis í sambandi við tölvu- vinnslu, almannatengsl og svo fram- vegis. Það er ekki hægt að senda alla háskólastúdenta í starfsnám, en það væri kannski ekki úr vegi að fá menn úr atvinnulífinu inn í Háskólann, til að kynna fólki hvað bíður þess að námi loknu og hverju þeir sækjast eftir. Bjóða til dæmis upp á nám- skeið fyrir þá sem ekki ætla í frant- haldsnám eða kennslu, þar sem grunnurinn í faginu er notaður sem undirstaða fyrir hagnýtara nám,“ sagði Aðalgeir að lokum. 117 stúdentar leggja stund á stjórn- málafræði við Háskóla Islands, 28 í viðbót eru að læra það sama erlendis. Brynhildur Sverrisdóttir, Skandia Menrvtunin nýtisl vel „Það fer auðvitað rnikið eftir starf- inu sem verið er að ráða í hverju sinni, en við höfum ráðið mikið af háskólamenntuðu fólki hér,“ segir Brynhildur Sverrisdóttir, yfirmað- ur verðbréfadeildar Skandia hf. „Hérna er líklega helmingur starfs- manna, eða meira, með viðskipta- fræðimenntun. Þetta er góð undir- staða fyrir verðbréfaviðskipti og það er fljótlegra að þjálfa þetta fólk til starfa en aðra. Þannig að mér sýnist þessi menntun nýtast nokkuð vel, ^allave^^£^ess^^viðiT^agði^rvm^ hildur, sem fyrir nokkrum vikum bætti tveimur nýútskrifúðum við- skiptafræðingum við starfslið sitt. 566 manns eru innritaðir í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Islands. Þar við bætast tugir íslendinga í bæði grunn- og framhaldsnámi i viðskipta- og markaðsfræðum erlendis. Steinunn Halldórsdóttir, stjórnsýslufræðingur Kunningskapur meira metinn en menntun Steinunn Halldórsdóttir útskrifaðist með masters- gráðu í opinberri stjórnsýslu ffá háskólanum í Leyden í Hollandi í sumar en hefur enn ekki fengið vinnu. „Það er ekki rnikið af fólki sem hef- ur þessa menntun hér á landi, það eru yfirleitt lögfræðingar, sem sitja við stjórnvölinn. Mér sýnist kunningskapur og flokkstengsl meira metin en menntunin, þegar ráðið er til starfa í stjórnsýslukerfmu og það finnst mér ákaflega vitlaust sjón- armið. Það ríkir líka ákveðin hræðsla við menntafólk hjá mörgum sem eru í þeirri aðstöðu að ráða fólk til starfa. Þessir menn virðast hræddir um að vel menntaðir starfsmenn komi til með að hrista of mikið upp í kerf- • M ínu. Steinunn, sem lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Islands, segir þörf á miklum breytingum í háskólakerfinu hér á landi. „Námið i Hollandi var mjög hag- nýtt og ég held að háskólinn hérna verði að fara að horfa aðeins í kring- um sig, víkka aðeins sjóndeildar- hringinn. Það þarf að endurskoða þá stefnu, sem ríkir í mörgum deildum, að útskrifa eintóma fræðinga í eng- um tengslum við raunveruleikann. Þótt Háskólinn eigi að vera ffæðiset- ur, þá má hann ekki einangra sig al- veg frá atvinnulífinu, menn verða að fá einhverja nasasjón af því sem bíð- ur þeirra að námi loknu,“ sagði Steinunn að lokum. 24 stunda nú nám á sviði Evrópumála og alþjóðasamskipta ýmiss konar. Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélagsins Hámark Qórir á ári „Það hefur ekki verið gerð nein bein könnun á atvinnuástandinu meðal tannlækna en hins vegar hefúr greinilega orðið nokkur samdráttur að undanförnu," segir Helgi Magn- ússon, formaður Tannlæknafélags íslands. „Það er auðvitað minnst að gera hjá þeim nýju. Tannlæknadeild- in var í raun gerð of stór á sínum tíma. Nú eru innritaðir sex á ári, en mér finnst að það ætti að takmarka fjöldann við fjóra.“ Helgi telur ástæðuna fyrir versnandi atvinnu- ^ástandijannlæknajví^ættæ^jfyrsta lagi eru einfaldlega of margir tann- læknar á markaðnum. Núna er einn tannlæknir á hverja 970 íbúa, en þeir mega helst ekki vera fleiri en einn á hverja 1100 ef allir eiga að hafa nóg að gera. Hin ástæðan er versnandi efna- hagur fólksins. Það þurfa allir að spara og láta því frekar gera við bíl- inn en tennurnar. Enda er það ekki jafn óþægilegt...“ 63 stúdentar eru skráðir í tannlæknadeild HÍ og 5 eru í tannlæknanámi eriendis.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.