Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 36

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 sv ÞV Titill Flytjandi 02 01 LÖG UNGA FÓLKSINS UNUN 01 02 GIRL, YOU’LL BEAWOM... URGE OVERKILL 04 03 SWEETJANE COWBOY JUNKIES 11 04 THE WILD ONES SUEDE 03 05 BUST BUBBLEFLIES 12 06 T0M0RR0W SPOON 08 07 FEELING SO REAL MOBY 16 08 MURDER WAS THE CASE SNOOP DOGGY DOGG — 09 BETTER THINGS MASSIVE ATTACK 05 10 MAÐUR ÁN TUNGUMÁLS BUBBI MORTHENS 14 11 WORKAHOLIC BONG 09 12 HIGHER ANDHIGHER JETBLACKJOE 13 13 AÐEINS FYRIR ÞIG TWEETY — 14 NOTHINGMAN PEARLJAM 06 15 BANG AND BLAME R.E.M. 07 16 YELLOWLEADBETTER PEARLJAM — 17 ÉG GEF MÉR KOLRASSAKRÓK. — 18 THE MAN WHO SOLD THE WORLD NIRVANA 20 19 CONNECTION ELASTICA — 20 ME AND MY BIG BROWN BELLY URMULL kraumandi undir... GOTT MÁL (REMIX) TWEETY ODE TO MY FAMIL Y CRANBERRIES TILL NOW BUBBLEFLIES LOVE SPREADS STONE ROSES íslenskt topplag!! Lög ungafólksins með Un- un er nú komið á toppinn. Gáfnaljós vik- unnar eru Suede og lagið þeirra Wild Ones sem fer upp um 7 bekki. Hœsta nýja lagið eiga Massive Attack ásamt söngkonunni Tracey Thom, Better Thingsfer beint á 9. bekk. Fimm ný lög koma inn á listann þessa vikuna. 9 hopparar eru á listanum en fal- listarnir eru 5. Eitt lag stendur í stað. X-Domino’s listinn er valinn vikulega af hlustendum og dagskrár- gerðarmönnum X-ins. Listinn er frumfluttur á fimmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurleikinn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér um’ann! mmMorgun A \ Posturmn Nú fara jólin að koma. Ég sá að bóndinn var með aðventukrans uppi á borði á sunnudaginn. Það er viss passi að þegar kransinn er kominn upp á borð, þá er stutt til jóla. Og þá er líka stutt þar til að bóndinn dregur upp litlu stytturnar af kindun- um að borða litla barnið í jötunni með englana hangandi yfir sér. Hafiði einhvern tímann náð út á hvað það gengur, þetta með barnið í jötunni? Mannfólkið étur lömb alla sunnudaga, allan ársins hring. Svo tekur það þessar styttur fram, þar sem hlutverkunum hefur verið við, og heldur hátíð. Út á hvað gengur* þetta eiginlega? Þetta er einhvers konar friðþæging. Það veit upp á sig skömmina, setur upp einhverja leiksýningu þar sem grey rollurnar fá að borða eitt barn í staðinn fyrir öll lömbin sem það hef- Sigling um Svartahafið Rithöfundar segj a Þann fjórtánda nóvember hélt úr höfn í Piraeus á Grikklandi bátur með mannabein í maganum, nánar tiltekið fjögur hundruð rithöfunda sem áttu að sigla um Eyjahaf og Svartahaf með viðkomu í sjö borg- um en ferðin átti að enda í Delphi. Fimm íslenskir rithöfundar voru valdir úr hópi fjölda umsækjenda til að taka þátt í ferðinni en það voru þau Þórunn Valdimarsdótir, Sig- urður Pálsson, Sigurður A. Magnússon, Steinunn Sigurðar- dóttir og Jóhannes Helgi. Þrír þeirra hittust aftur og ræddu ferða- lagið ásamt blaðamanni. Það var formaður sænska rithöf- undasambandsins Peter Curman sem fékk þá brjálæðislegu hugmynd að sigla með rithöfunda af 29 þjóð- ernum um Eystrasaltið 1992 og á fundi í Istanbul í nóvember 1993 var ákveðið að endurtaka ævintýrið og sigla nú um Svarta hafið þar sem þjóðirnar, sem áður voru einangr- aðar sökum ógnarstjórnar komm- únista, eru nú einangraðar sökum fátæktar og menning þeirra sem fyrr öðrum þjóðum lokuð bók. Eftir ár- angursríka fjársöfnun sem teygði sína löngu fingur í hina ýmsu borgarsjóði, ríkissjóði, Unesco og menningarsjóði fyr- irtækja, meira að segja Onassis- sjóðinn, var haldið af stað með 660.000 bandaríkjadali, draum- urinn varð að veruleika. Von forvígismannanna er sú að þetta megi verða til þess að reist verði skrifta- og þýðingarmiðstöð fyrir bókmenntir þeirra þjóða sem liggja að Eyja- og Svartahafi og styrki auk þess önnur markviss menning- artengsl við þessar þjóðir. Miðstöðin á síðan að fá nafnið Word Renaiss- ance Centre sem er bein tilvísun í nafnið á skipinu en það heitir Mts World Renaissance. Eftir siglinguna um Eystrasalt var sett á laggirnar slík stofnun í Visby á Gotlandi af þar- lendum rithöfundum sem ber heit- ið, Baltic Centre for Writers. Grískur Fjalla- Eyvindur Ferðin hófst í Pireaus á Grikk- landi þar sem Þórunn Valdimars- dóttir kleif upp í kirkjuturn heilags Georgs til að sjá Akrapolis skína í morgunsólinni. Síðan hófst sjálf siglingin en um tveggja daga leið var til Odessu í Úkraníu. Á leiðinni tii Odessu hélt Sigurður A. fyrir- lestur um Fjalla-Eyvind sem grískan harmleik og að honum loknum hágrét allur salur- Þorunn og Steinunn ásamt þeirri græn lensku. Sigurður Pálsson hitti frœtiku gatnals vinar síns afSelect maður að koma af h a f i . „Odessa Úkr- Sigurður A. ásamt rúmenskum dansmeyjum. inn. Dagskráin um borð samanstóð af stöðugum fyr- irlestrum, upplestrasam- komum og kvikmyndasýn- ingum alla leiðina. Sigurður Pálsson segir að ferðalagið hafi ekki síst verið kjörið vegna þess að til hafnarborga eigi breiðir sig á móti hafi eins og faðmur." Veðrið var kalt og rakt og þokuslæðingur yfir. Að borginni liggja hinar sögu- ffægu Eisenstein-tröppur sem eru kenndar við kvikmyndina frægu sem fjallaði um þann sögufræga at- burð þegar sjóliðauppreisnin var barin niður árið 1907, einn undan- Þórunn flytur Ijóð sitt í keppninni með tilþrifum. fari byltingarinnar sem síðar varð. „Odessa er falleg borg með afar gamla sögu og menningu,“ sagði Sigurður A. „En hún er niðurnídd og mengunin er gífurleg.” „Vatnið var áður mengað," segir Sigurður Pálsson en nú er það ban- eitrað og kólera og aðrar farsóttir grassera í borginni." Ferðafélagar hans benda á að þeg- ar hersingin hafi haldið á krá inni í borginni hafi þeim verið borinn ein- faldur vodki í stóru vatnsglasi og náði skammturinn upp í hálft glas. Sigurður Pálsson steinkaði þá vitin eða sótthreinsaði þau upp úr glas- inu, þvoði hendurnar og kenndi sér einskis meins í ferðinni öfugt við hina sem sumir urðu fýrir barðinu á sjóveiki og magapínu í einhverjum mæli. Þrírfyrir einn Á barnum með Andrési Café Romance Lækjargötu 2 ★★★★ Café Ópera hefur um langt skeið verið einn vinsælasti veitingastaður Reykjavíkur. 1 tengslum við hann er rekinn barinn Romance, sem einnig hefur notið verulegra vin- sælda þrátt fýrir smæð. Nýlega var hins vegar stækkað við staðinn, því á jarðhæð bættist verulegt rými við. Á daginn er þar rekið bistró með nýbökuðum kræsingum, en þegar kvöldar rennur bistróið saman við barinn. I raun og veru er hægt að njóta þriggja býsna ólíkra staða á einum og sama staðnum, ef menn halda sér á hreyfingu á milli hæða. Það, sem staðirnir eiga þó sameig- inlegt er frábær þjónusta og gott úrval matar og drykkjar. Á Romance er það Jóhann Jó- hannsson — betur þekktur sem Jói — sem ræður ríkjum og það eins og herforingi. Hann er tví- mælalaust einn flinkasti barþjónn landsins. Fyrir utan það að vera af- skaplega lipur og þægilegur þjónn, er varla til sá drykkur sem hann kann ekki að reiða fram, og það gerir hann fljótt og örugglega. Á barnum er mjög gott úrval drykkja og að því leyti er Romance til stök- ustu fýrirmyndar. Romance er á tveimur hæðum (þremur ef bistróið er talið með). Á neðri hæðinni er aðalbarinn, þar er notalegur arinn og flygill sem leikið er á hvert kvöld. Flygillinn er reyndar sérstakur fyrir þær sakir að lokið á honum er úr gleri og neon- Ijós ofan í hljómkassanum, en allt um kring standa gestirnir og nota flygilinn sem borð. Á næstu hæð fyrir ofan, undir súð, er rólegra lók- al með mun minni bar, en fyrri- hluta kvölds er þar aðallega að finna fólk, sem hefur lokið snæð- ingi á Óperu. Það er blandaður söfnuður, sem sækir Romance, en megnið er kom- ið yfir þrítugt og það eru gerðar kröfur til klæðaburðar. Flestir eru enda í sínu fínasta pússi og staður- inn gerir óneitanlega út á fólk, sem gerir kröfur og er tilbúið til þess að borga fyrir þá. Sumum finnast gest- irnir vafalaust snobbaðir, en aðrir myndu einfaldlega segja að svona eigi alvöru barir að vera. Og það er talsvert til í því. Það svífur allt að því erlent andrúmsloft inni á Ro- mance og off á tíðum þarf maður á slíku að halda þegar Morrinn fer hamförum fyrir utan. MYND: JIM SMART

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.