Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN
9
Tekist á um sæti á lista Alþýðubandalagins í Reykjavík
„Það er enginn fótur fyrir því að
ég hafi verið þvinguð til að láta sæti
mitt af hendi til Bryndísar Hlöð-
versdóttur. Ég tók þá ákvörðun
ein og sjálf að fullnægðum þessum
skilyrðum vegna þess að ég geri
mér fullkomlega grein fyrir því að
flokkurinn þarf að endurnýja sig,“
segir Guðrún Helgadóttir í samtali
við MORGUNPÓSTINN en hún
ákvað sem kunnugt er á þriðjudag
að taka fjórða sætið á lista Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík ef tillaga
um að Bryndís Hlöðversdóttir, lög-
fræðingur ASÍ, og Ögmundur
Jónasson, formaður BSRB,
myndu skipa annað og þriðja sæti.
Hún neitaði því að nokkur
ágreiningur væri innan flokksins
utan það sem eðlilegt gæti talist.
„Alþýðubandalagið hefur fá þing-
sæti og því er erfiðara um vik að
endurnýja þar. Það er tekist á um
áhrif í öllum flokkum og núna þeg-
ar dregur nærri kosningum er ekk-
ert eðlilegra.“
Tími á Guðrúnu, tími
á Svavar
„Jóhanna og ört stækkandi fylgi
hennar varð kveikjan að því að Al-
þýðubandalagið varð að endurnýja
sig og niðurstaðan varð sú að fórna
Guðrúnu til að sýna einhvern lit,
það var ekki útlit fyrir endurnýjun í
öðrum kjördæmum. Það er kom-
inn tími á Guðrúnu og reyndar er
kominn tími á Svavar Gestsson
líka,“ segir Mörður Árnason sem
sagði sig úr flokknum á þriðjudag
en einmitt sama dag hélt Guðrún
blaðamannafund þar sem hún til-
kynnti að hún myndi víkja ef kjör-
dæmisráð féllist á hugmynd hennar
um uppröðun í fjögur efstu sætin á
listanum. Mörður efast um að
Guðrún segi satt um tildrög þess að
hún samþykkti að gefa sætið eftir.
Hún hafi verið beitt þrýstingi og
einfaldlega ekki átt neinna annarra
kosta völ.
Samkvæmt heimildum blaðsins
er tillaga sú, sem Guðrún eignaði
sér á blaðamannafundinum, mán-
aðargömul og nýtur hún stuðnings
margra áhrifamanna en framlag
Guðrúnar til þessarar hugmyndar
er hún féllst á að víkja, er að hún
tæki fjórða sætið af sögulegum
ástæðum en hún skipaði það sæti í
kosningunum 1979 og komst inn á
þing.
Fráleitt að Guðrún til-
nefni sjálf eftirmenn
sína
Auður Sveinsdóttir sem skipaði
þriðja sæti Alþýðubandalagsins við
síðustu kosningar segir fráleitt að
Guðrún Helgadóttir tilnefni sjálf
eftirmann sinn, slíkt sé alfarið mál
kjördæmisráðs sem muni væntan-
lega funda í næstu viku og taka
ákvörðun um hvort sett verður á
laggirnar uppstillingarnefnd eða
efnt til prófkjörs eins og staðið
hafði til fram að þessu. Hún segist
ekki tilbúin til að láta eftir sæti sitt á
listanum, ekki síst vegna þess að
hún sé fulltrúi fyrir umhverfismálin
en það sé málaflokkur sem Alþýðu-
bandalagið hafi verið að láta til sín
taka á undanförnum árurn.
„Það er vilji margra í flokknum
að fara út í prófkjör og við viljum
halda því til streitu þó að við mun-
um að sjálfsögðu una lýðræðislegri
niðurstöðu um annað.“
Auður segir ennfremur að Guð-
Frá fundi stjórnar kjördæmisráðs ABR í gærkvöld.
rún hafi ekki verið beitt þrýstingi
innan flokksins um að víkja fyrir
Ögmundi og Bryndísi. „En henni
var komið í skilning um að vin-
sældir hennar innan flokksins hafa
dvínað og henni yrði ekki stætt á að
halda sætinu ef til prófkjörs kæmi,“
segir Auður.
Þess má geta að í gærkvöld fund-
aði stjórn kjördæmisráðs vegna
málsins og í lok fundarins mátti
skilja að ákvörðun um prófkjör
stæði nema annað verði ákveðið á
fundi kjördæmisráðs í næstu viku
en fyrrverandi formaður kjördæm-
isráðs og núverandi stjórnarmaður,
Árni Þór Sigurðsson borgarfull-
trúi, er sagður sækja það mjög fast
að Bryndís og Ögmundur vermi
efstu sætin ásamt Svavari. ÞKÁ
„Guðrúnu var komið í skilning
um að vinsældir hennar hafa
dvínað“
segirAuður Sveinsdóttir.
Mörður Árnason
„Ólafur Ragnar fylgir ekki stuðningsmönnum
Mörður Árnason hefur sagt sig
úr Alþýðubandalaginu og með
honum Kjartan Valgarðsson, for-
maður Birtingar frá upphafi, en fé-
lagið hefur verið einn helsti bak-
hjarl Ólafs Ragnars Grímssonar
innan flokksins. Svanfríður Jón-
asdóttir hefur einnig lýst yfir
stuðningi við Þjóðvaka svo og
Sveinn Allan Morthens, Ragn-
heiður Jónasdóttir og Unnar Þór
Böðvarsson en öll hafa þau gegnt
trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu-
bandalagið. Staða formannsins er
nú talin ákaflega veik, ekki síst
vegna þess að á næsta landsfundi
lætur hann af störfum sem formað-
ur og er Steingrímur J. Sigfús-
son líklegasti eftirmaður hans.
Mörður Árnason segir í viðtali
við MORGUNPÓSTINN að hann
hafi verið óhress með að Alþýðu-
bandalagið léti tækifærið um breið-
fylkingu vinstri manna sér úr greip-
um ganga.
„Alþýðubandalagið var tilbúið til
að ræða hugmyndina um sameinað
framboð með því skilyrði að sam-
einingin yrði innan Alþýðubanda-
lagsins og undir forystu þess,“ sagði
Mörður. „Þar af leiðandi var ekki
grundvöllur til að ræða þessi mál.
Við Kjartan tókum þessa ákvörðun
fyrir urn það bil viku, þegar við
stóðum frammi fyrir því að þing-
flokkurinn ætlaði ekki að taka
neinum breytingum utan þeirri að
Mörður Árnason „Ég held að Ól-
afur hafi verið einlægur I sinni af-
stöðu en hann ræður ekki flokkn-
um.“
Guðrún Helgadóttir viki. Hún
hefur einmitt verið okkar þing-
maður þótt frammistaðan væri
harla misjöfn."
En nú var Ólafur Ragnar sá leið-
togi sem Birting trúði að gœti sam-
einað vinstri metin?
„Ég held að Ólafur hafi verið ein-
lægur í sinni afstöðu en hann ræð-
ur ekki flokknum. Hann og banda-
menn hans hafa þar tæpan meiri-
hluta og stendur í sífelldum mála-
miðlunum. Alþýðubandalagið er
þungt í vöfum með gamlar
kommahugmyndir og landsbyggð-
arframsóknarmennsku, þröngt
þjóðernissjónarhorn og miðstýr-
ingaráráttu. Þetta er sá arfur sem
við í Birtingu vildum breyta og átt-
um þann draum að þetta væri hægt
að færa til nútímalegri vegar, og að
gömlu smáflokkarnir myndu hætta
að ýkja ágreiningsefni sín í anda
kalda stríðsins og freista þess að ná
samkomulagi. Össur Skarphéð-
Insson og þeir aðrir sem gengu úr
Alþýðubandalaginu fyrir fjórum
árum gerðu það í trausti þess að í
Alþýðuflokknum væri betri vett-
vangur til að vinna þessari hug-
mynd fylgi. Það hefur gengið svona
og svona, en pólitísk lífsskoðun
þessa fólks hefur ekki breyst þó að
það hafi yfirgefið Alþýðubandalag-
ið.“
Vildum slíta flokks-
böndin
En þá var það Jón Baldvin
Hannibalsson sem deildi þessum
sameiningardraumi með Birtingar-
mönnum en ekki Jóhanna?
„Það kom fljótt í ljós að áhugi
Jóns Baldvins var af sömu rótum
runninn og áhugi Alþýðubanda-
lagsins núna. Alþýðuflokkurinn átti
að leiða þessa sameiningu og
stjórna henni eftir sínu höfði. Við
vildum hins vegar slíta flokksbönd-
in. Þjóðvaki er í mínum huga ekki
endilega kominn til að vera. En
hann getur orðið það afl sem lýkur
upp dyrum að enn víðtækari sam-
einingu.“
En af hverju telurðu að viðbrögð
Ólafs Ragnars gegn Þjóðvaka hafi
verið svona hatrötnm tneð tilheyr-
andi yfirlýsingum uttt óheiðarleg
vinnubrögð?
„Þau viðbrögð áttu reyndar beint
og óbeint þátt í því að ég og fleiri
settum punktinn aftan við Alþýðu-
bandalagið í bili, létum slag standa.
En hans viðbrögð hafa sjálfsagt ver-
ið persónuleg og mannleg, og hann
hefur óttast það líka að úrsögn
Ragnheiðar á Suðurlandi yrði upp-
hafið að því að fleiri yfirgæfu flokk-
inn, kannski einkum Svanfríður á
Dalvík. Hann hefur eflaust fælt ein-
hverja frá úrsögn með þessu en
hinir létu það vera sína hvatningu.
Hans staða gæti veikst við þetta en
pólitíkin er skrítin, og Ólafur á
ennþá margt uppi í erminni.“
Mörður neitar því að hann og
aðrir bandamenn Ólafs skilji hann
nú eftir á flæðiskeri með því að yf-
irgefa flokkinn. „Það má líka spyrja
hvers vegna Ólafur Ragnar fylgi
ekki stuðningsmönnum sínum yfir
til Þjóðvaka."
Össur situr eftir í Al-
þýðuflokknum
Er ekki kaldhæðnislegt að össur
skuli sitja áfram í Alþýðuflokknum,
þegar hann gekk til liðs við hantt
upphaflega vegtta þess að hann átti
sér líka þcnnan drautn um satneinað
afl á vinstri vœngnutn?
„Það er sjálfsagt írónískt að ein-
hverju leyti en menn þurfa að gera
það upp við sig sjálfir hvar þeir vilja
starfa og hvar kraftar þeirra nýtast
best,“ sagði Mörður. „Það kann að
vera hluti skýringarinnar að hann
fékk mjög harða útreið hjá stuðn-
ingsmönnum Jóhönnu þegar hann
tók við ráðherraembætti en þeir
töldu að Rannveig Guðmundsdótt-
ir ætti að verða umhverfisráðherra.
En það veit enginn hvað gerist í
framtíðinni og hverjir fara yfir til
Þjóðvaka."
Fer Mörður á þing?
Það er til þess tekið af gömlu
flokkunum að margir fallkandídat-
ar innan félagshyggjuflokkanna
hafi ákveðið að styðja Jóhönnu og
kannski freista þess þannig að fá
tækifæri til að komast á þing eða til
áhrifa, sem þeir af ólíkum ástæðum
hafa ekki haft innan gömlu flokk-
ana. Einhver gæti álitið að hið
sögulega tækifæri um sameiningu
vinstri manna sé einfaldlega tæki
hinna tækifærissinnuðu til að
koma sjálfum sér á framfæri án þess
að stórar málefnalegar forsendur
liggi þar til grundvallar. Mörður
Árnason segir að tal um fallkandíd-
ata kringum Jóhönnu sé aðallega
sínum“
klisja frá andstæðingum hennar.
„Auðvitað þyrpist alltaf slæðing-
ur af einkennilegu fólki og kverú-
löntum í kringum ný öfl sem bera í
sér ferskleika. En Það eru engir fall-
kandídatar sem standa að Þjóð-
vaka. Þetta er nýtt fólk, og fólk sem
hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir
vinstri flokkana, margt fólk sem ég
tel mig hafa átt samleið með lengi í
pólitík.“
En hefur þú sjálfur áhuga á að
vertna listanttjýrir kosningar?
„Það hef ég ekkert hugleitt, og er
ekki ástæðan fyrir úrsögn minni úr
Alþýðubandalaginu og stuðningi
mínum við Þjóðvaka. Eg hef aldrei
sóst eftir sæti hjá Alþýðubandalag-
inu heldur stutt þá sem mér hafa
þótt bjartastir í framan hverju
sinni. Ég sé sögulegt tækifæri í
þessu framboði Jóhönnu en það
snýst ekki um mig persónulega."
Ett hvcrju myndirðu svara ef þér
byðist sœti?
„Ég bara veit það ekki, hef ekki
hugleitt það og ekki verið talað um
neitt slíkt við mig. Ég hef undanfar-
ið verið í mínu fagi hjá Máli og
menningu, og þar að auki síðustu
misserin verið eins konar stjórn-
málaskýrandi og haft verulega
gaman af því. Ég myndi sjálfsagt
hugsa mig ákaflega vel um áður en
ég færi úr hlutverki stjórnmálaskýr-
andans til að sitja hinum megin við
borðið.“ Þká