Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN SAKAMÁL 27 Sævar Marinó Ciesielski var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Sakadómi Reykjavíkur skömmu fyrir jól 1977 en Hæstiréttur mildaði refsinguna í sautján ár rúmum tveimur árum síðar. að nokkuð hafi verið hægt að full- yrða um það. Hlutverk dómstóla var því að leggja mat á gildi jatning- anna og þann þráð sem rannsókn- armennirnir töldu að tengdu þær. Dæmt var í Geirfmns- og Guð- mundarmálunum í Sakadómi Reykjavíkur 19. desember 1977 og voru þá kveðnir upp þyngstu dóm- ar aldarinnar. Niðurstaða dórnar- anna, Ármanns Kristínssonar, Haraldar Henryssonar og Gunn- laugs Briem dómsformanns, var sú að Sævar og Kristján Viðar skyldu sitja ævilangt í fangelsi, Tryggvi Rúnar í 16 ár, Guðjón Skarphéðinsson í 12 ár, Erla Bolla- dóttir í 3 ár og Albert Klahn í 15 mánuði. í febrúar 1980 kvað Hæstiréttur svo upp sinn dóm. Það kom í hlut hæstaréttardómaranna Björns Sveinbjörnssonar, Ármanns Snævarr, Benedikts Sigurjóns- sonar, Loga Einarssonar og Þórs Vilhjálmssonar að leggja mat á rannsóknarniðurstöðurnar. Þeir milduðu dómana yftr Sævari og Kristjáni Viðari þannig að sá fyrrnefndi fékk 17 ára fangelsi en sá síðarnefndi 16 ára. Dómurinn yfir Tryggva Rúnari var styttur í 13 ár, Guðjóni í 10 ár og Alberti Klahn í 12 mánuði. Hann var hins vegar stað- festur yfir Erlu Bolladóttur. I forsendum dóms Hæstaréttar segir að ekki sé mark takandi á því að sakborningar hafi dregið fram- burð sinn til baka. Eins og fram kom í MORGUNPÓSTINUM síð- astliðinn fimmtudag var það meðal annars á þeim forsendum að þær hafi ekki verið dregnar til baka fyrr en á árinu 1977. Samt lá fyrir bréf frá einum stjórnenda rannsóknar- innar, Erni Höskuldssyni dóm- arafulltrúa, að hann hefði ekki tek- ið mark á afturköllun Sævars á játningum sínum í þinghaldi 11. janúar 1976, fimm dögum eftir að þær iágu fyrir. Sakborningar í Geirfinns- og Guðmundarmálunum voru á aldr- inum sautján til nítján ára þegar Geirfinnur Einarsson og Guð- mundur Einarsson hurfu sporlaust, ef undan er skilinn Guðjón Skarp- héðinsson sem var rúmlega þrítug- ur. Umdeild rannsókn áásökunum um harðræði Þann 11. október 1979 lauk rann- sókn á meintu harðræði sem Sævar taldi sig hafa verið beittan í Síðu- múlafangelsinu við rannsóknina. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri, var fenginn til að annast rannsóknina og var þá jafn- framt skipaður rannsóknarlög- reglustjóri ríkisins um tíma í stað Hallvarðs Einvarðssonar. Hall- varður var einn af stjórnendum rannsóknarinnar á mannshvörfun- um en þá var hann vararíkissak- sóknari. Þá og síðar hefur mjög verið gagnrýnt að Þórir hafi verið feng- inn til að rannsaka ávirðingar sem bornar voru á raunverulegan yfir- mann hans og jafnframt undir- menn í rannsóknarlögregluliðinu. Rökin fyrir því að Þórir var talinn hæfur til að takast á hendur þessa rannsókn voru þau að hann hafði dvalist erlendis og ekki komið ná- lægt rannsókn mannshvarfanna. Horft var framhjá tengslum hans við þá sem lágu undir sök Sævars. Það kom svo í hlut Hæstaréttar að meta rannsókn Þóris, sem var án raunverulegrar niðurstöðu. Enginn var sakfelldur en í dómi Hæstarétt- ar var einn af yfirmönnum Síðu- múlafangelsisins, Gunnar Guð- mundsson yfnfangavörður, ávítt- ur fyrir að hafa lostið Sævar kinn- hesti. Þá er talað um í dómnum að ekki hafi alltaf verið beitt réttum rannsóknaraðferðum og sérstak- lega tilgreint að stundum hafi yfir- heyrslur staðið lengur en lögboðið sex tíma hámark. Þá hafi verjendur ekki verið tiltækir í öllum tilvikum sem rétt hefði verið að þeir væru viðstaddir. Við rannsóknina báru nokkrir fangaverðir vitni og upplýstu um nokkur atriði sem Hæstiréttur tók ekki til greina. Kjartan Kjartans- son lýsti atviki þar sem Sævar hafði verið „svínbeygður" við yfir- heyrslu, eins og hann orðaði það. Jóna Sigurjónsdóttir greindi frá því að Gunnar hefði fyrirskipað að haldið skyldi vöku fyrir Sævari og Tryggva Rúnari strax eftir að hann ræddi við Örn Höskuldsson í síma. Þá hafi Sævar verið tuskaður til og ljós stöðugt látið loga í klefa hans og sakborningar hafi orðið fyrir margs konar annarri áreitni fanga- varða. Einnig bar Guðrún Óskars- dóttir að hún hefði oftar en einu sinni heyrt pústra á meðan verið var að yfirheyra Sævar. Þessi fram- burður var ekki talinn marktækur. Þá báru fleiri en einn fangavörður að þeir hafi verið fengnir til að veiða upp úr föngunum það sem þeir gætu og skýra rannsóknar- mönnunum eða Gunnari Guð- mundssyni frá því hvers þeir yrðu vísari. Þetta var þeim óheimilt að gera. Hlynur Þór Magnússon, fanga- vörður, var ekki kallaður til vitnis við harðræðisrannsóknina. .1 viðtali við Eintak í apríl á þessu ári hafði hann ófagra sögu að segja. Þar lýsti hann því hvernig skipulega var reynt að brjóta sakborningana nið- ur. „Rannsóknarmennirnir og fangaverðirnir trúðu því að það væri öllum fyrir bestu að klára rannsóknina,“ sagði hann, „og hugsuðu sem svo að nauðsyn bryti lög, eins og stundum er sagt. Skipu- lega var reynt að brjóta sakborning- ana niður og nánast allt var talið réttlætanlegt til að leysa málið sem fyrst og þá var sama hvaða aðferð- um var beitt til þess. Ég vil taka það fram að fangaverðir beittu ekki harðræði að eigin frumkvæði held- ur kom það frá rannsóknarmönn- unum. Fangaverðirnir voru hund- arnir sem þeir siguðu." Hlynur tiltók dæmi máli sínu til stuðnings. Sævar hafi verið hrædd- ur með því að fangaverðir gerðu sig líklega til að drekkja honum í þvottavaski með því að kaffæra hann. Þannig hafi verið spilað á vatnshræðslu hans. Einnig hafi ver- ið logið að sakborningunum í því skyni að brjóta þá niður og fá þá til að játa. Þeirn hafi verið gefnir gríð- arlegir skammtar af lyfjum til að slæva dómgreindina og háreysti höfð uppi til að halda vöku fyrir þeim. Þessi framburður Hlyns mun að öllum líkindum styrkja kröfu Sævars um endurupptöku málsins því hann telst til nýrra gagna. Efasemdir um niður- stöðu dómstólanna Fjölmiðlar voru undirlagðir um- fjöllun um rannsóknina á hvarfi Guðmundar og Geirfinns árum saman. Þar bar flest að sama brunni - - búið var að fella dóm yfir sak- borningunum fyrirfram. 1 leiðara Morgunblaðsins skömmu fyrir upp- kvaðningu dóms í Sakadómi Reykjavíkur í desember 1977 var til dæmis krafist lífstíðarfangelsis. Og ritstjórunum varð að ósk sinni. Frá þeim tíma hafa verið ritaðar tvær bækur um Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Gamall kennari Sævars, Stefán Unnsteinsson, sendi frá sér bókina Stattu þig drengur!, árið 1980, og gagnrýndi rannsóknina á ýrnsa lund. Það gerði einnig Þorsteinn Antons- son í sinni bók, Áminntur um sannsögli, sem út kom fyrir þremur árum eftir langan undirbúning og mikla yfirlegu. Þá hefur Viðar Vík- ingsson, kvikmyndagerðarmaður, lagt drög að kvikmyndahandriti um þessi mál. Hann komst að svip- aðri niðurstöðu og Stefán og Þor- steinn eftir að hafa sökkt sér ofan í málsgögnin. Eitt nrerkilegasta innleggið í þessa umræðu er þó ítarleg grein sem birtist í Mannlífi árið 1987 eftir William O’Connor, íra sem búsett- ur hafði verið hér frá árinu 1973. Hann hafði fylgst með málinu frá upphafi og lagt margra ára vinnu í að kynna sér málsgögnin, auk þess sem hann ræddi við sakborninga, lögmenn, vitni og marga fleiri sem nálægt málinu komu. Hans niður- staða var sú sama og hinna, að sak- laust fólk hafi verið dæmt. O’Connor staldraði sérstaklega við hinn dularfulla mann, sem Geirfinnur hafði rnælt sér mót við kvöldið sem hann hvarf, Leirfinn. O’Connor er sannfærður um að Leirfmnur sé týndi hlekkurinn í Geirfinnsmálinu og segir orðrétt: „Allar líkur benda til þess að hann eigi aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Niðurstaðan var hins vegar sú að hipparnir voru dæmdir fyrir morð en þessi maður leikur lausum hala og er eilíf ráðgáta: Þrír rnenn voru ákærðir fýrir morð án þess að vitað sé til að þeir hafi haft nokkurt samband við hið meinta fórnarlamb sem hins vegar er vitað að átti stefnumót við einhvern ann- an raunverulega á sömu stundu og þeir áttu að hafa drepið hann. Þetta óvenjulega ósamræmi ætti að vera flestum næg ástæða til að staldra við. Dæmin um ósamrýmanleg efnisatriði í Geirfmnsmálinu eru þó mun fleiri.“ I mars síðastliðnum hófst svo umfjöllun í vikublaðinu Eintaki um Guðmundar- og Geirfinnsmálin sem stóð fram á sumar. Þar lýstu fjölmargir efasemdum sínum um sekt sakborninganna. Og þjóðin virðist líka efast. Bent var á að sá möguleiki að réttarmorð hafi verið framið sé eins og opin und í þjóðar- sálinni og þess vegna verði að kanna eins ítarlega og hægt er hvort sú hafi verið raunin eða ekki. Það sjónarmið er einnig áberandi að burtséð frá sekt og sýknu hafi með- ferð Guðmundar- og Geirfinns- málanna hjá lögreglu og dómstól- um verið með þeim endemum að óhjákvæmilegt sé annað en að fara rækilega ofan í saumana á því. Eftir að Sævar skilaði dómsmála- ráðherra ítarlegri skýrslu fyrir nokkrum vikum fór umræðan af stað aftur og heldur væntanlega áfram þar til þjóðin hefur annað hvort verið sannfærð um sekt sak- borninganna eða þeir sýknaðir. Styrmir Guðlaugsson Kristján Viðar Viðarsson var úrskurðaður í lífstíðarfangelsi í undirrétti eins og Sævar en niðurstaða Hæstaréttar var sú að hann skyldi sitja inni í sextán ár. Guðmundur Einarsson hvarf aðfaranótt 26. janúar 1974 eftir að hafa verið að skemmta sér í Hafnarfirði. Lík hans hefur aldrei fundist en Sævar M. Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson og Tryggvi Rúnar Leifs- son voru sakfelldir fyrir að hafa verið valdir að dauða hans í átökum um nóttina. Albert Klahn Skaftason hlaut einnig dóm fyrir að hafa aðstoð- að þá við líkflutningana. Sérstakur saksóknari, sem skip- aður verður til að fjalla um kröfu Sævars M. Ciesielskis, kemur til með að standa frammi fyrir ótal álitamálum Sekeða saklaus? Fjölmörg atriði hljóta að koma til skoðunar hjá sér- stökum saksóknara, sem skip- aður verður til að fjalla um kröfu Sævars M. Ciesielskis um að Guðmundar- og Geirfinnsmálin verði endurupptekin. Saksókn- arinn mun síðan skila Hæsta- rétti greinargerð ásamt tillögum um hvað gera skuli, eins og lög gera ráð fyrir. Spurningin um sekt og sakleysi er þó ekki það eina sem saksóknarinn þarf að taka afstöðu til. Hann þarf einn- ig að skera úr um hvort rann- sóknin og málsmeðferðin sjálf hafi verið með eðlilegum hætti og innan ramma laganna. Hér á eftir eru rakin nokkur álitamál sem hann mun standa frammi fyrir. Þau eru þó margfalt fleiri. Engin áþreifanleg sönn- unargogn studdu játningar sak- borninganna. Hvorki fundust lík, morðvopn né annað það sem gæti tengt þá hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Niðurstaða Saka- dóms og Hæstaréttar byggðust því nær alfarið á játningunum. Leirfinnur9.„9ur laus. Allar líkur benda til þess að maðurinn, sem Geirfinnur mælti sér mót við að kvöldi 19. nóvember 1974, eigi aðild að hvarfi hans. Ýmsar getgátur voru og eru uppi um hver þessi óþekkti maður á bak við leir- styttuna sé en Ijóst er að hann er lykillinn að lausn málsins. Hvorki lýsing sjónarvotta á manninum né leirstyttan líktist neinum sakborninga. Þrír menn ákærðir og dæmdir fyrir að hafa orðið Geirfinni að bana. Á sömu stundu og þeir áttu að hafa myrt Geirfinn átti hann stefnumót við „Leirfinn". Allt er hins vegar á huldu um samband Geirfinns og sakborninganna þannig að mót- ívið, eða morðástæðan, sem ákæruvaldið lagði upp með er reist á afar veikum grunni. Aörir, sakborningar hafa ekki tekið þátt í baráttu Sævars, en þeir hafa hins vegar, allir nema einn, lýst yfir sakleysi sínu, bæði fyrir dómi og eins í bókum og fjölmiðlum. jon Skarphéðinsson, einn sakborninganna, hefur aldrei dregið jatningar sínar til baka. Þegar játningar Guðjóns eru skoðaðar bendir þó flest til þess að hann hafi ekki tekið mark á þeim sjálfur. Rannsókn á meintu harðræði rannsóknarmanna og fangavarða í garð sakborninga var stjórnað af Þóri Oddssyni vararannsókarlögreglustjóra. Honum var því gert að rannsaka ávirðingar bornar á yfirmann sinn jafnt og undirmenn. Niður- staðan var sú að Sævar hefði einu sinni verið lostinn kinn- hesti. , sem ekki varTátinn bera vitni við harðræðisrannsóknina, fullyrti síðar að sakborningar hafi verið pyntaðir til að játa á sig sakir. Framburður annarra fanga- varða, sem báru vitni, var að engu hafður. Talsmaður International hefur lýst yfir að samtökin skærust í leikinn ef rannsóknin færi fram í dag með þeim hætti sem raun bar vitni. Einagrun í meira en tvö ár jaðrar við pyntingar að mati samtak- anna og játningar gefnar við þær aðstæður marklitlar. Amnesty dómi Hæstaréttar er að finna þá röngu fullyrðingu, að játningar hafi ekki verið dregnar til baka fyrr en löngu eftir að þær voru gefnar. Máls- gögn sýna að það er ekki rétt því Sævar dró játningu sína í Guðmundarmálinu til baka fimm dögum eftir að hann gaf hana. Rannsóknardómarinn, Örn Höskuldsson, taldi sig hins veg- ar ekki þurfa að taka mark á aft- urköllun játningarinnar þar sem hann taldi sig vita betur. Þess vegna færði hann framburð Sævars um það ekki til bókar, eins og honum var skylt. Þetta viðurkenndi hann síðar. Sterkar vísbendingar, sem benda til þess að Sævar hafi haft fullgilda fjarvistarsönn- un kvöldið sem Guðmundur hvarf, voru ekki rannsakaðar sérstaklega þrátt fyrir að þær væri að finna í gömlum lög- regluskýrslum vegna annars sakamáls. Þrýstingurinrií rannsóknarmennina var gríðar- legur. Stjórnmálamenn, fjölmiðl- ar og almenningur kröfðust sak- fellingar. Umfjöllun fjölmiðla var þeim hætti að þeir voru búnir að sakfella sakborningana fyrir- fram. Þegar í Ijós koma að fjórir menn höfðu setið í gæsluvarð- haldi mánuðum saman án þess og sleppt svo og greiddar skaðabætur jókst þrýstingurinn til muna á að rnálið yrði leyst. Yfirlögreglu þjónn og sakadómari skrifuðu hvor um sig skýrslur undir lok rann- sóknarinnar þar sem þeir drógu stórlega í efa sekt sakborninga. Þessar skýrslur voru ekki lagðar fram fyrir dómi en það er at- hyglisvert að sami sakadómari átti þátt í að kveða upp lífstíðar- dóm yfir tveimur sakborning- anna. Þessar skýrslur voru aldr- ei lagðar fyrir dómstóla en fund- ust á Þjóðskjalasafninu fyrr á þessu ári. Fjöldi gagna er horfinn úr gögnum málsins. Af númera- kerfinu má ráða að tugir blað- síðna voru teknar úr möppunum áður en ákæruvaldið lagði málin fyrir dómstóla. Allt er á huldu hvað í þeim gögnum er að finna. Halda mætti lengi áfram en hér verður látið staðar numið. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.