Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 19
MORGUNPÓSTURINN SPORT 19 FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 Enn er alls óvíst hvar landsliðs- maðurinn Arnar GréTARSSON mun leika á næsta tímabili. Arnar stað- festi að hann væri enn óráðinn og ekki væri víst að Breiðablik yrði fyr- ir valinu ef ekkert yrði úr atvinnu- mennskunni. Arnar sagðist hafa fengið mörg tilboð og þau yrðu skoðuð í ró og næði... Ivar ÁSGRÍMSSON, sem þjálfað hef- ur meistaraflokk Skagamanna í körfubolta að undanförnu, hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun og einbeita sér frekar að leik með lið- inu. Við starfi ívars tekur Elvar ÞóRÓLFSSON en hann er einnig leik- maður liðsins en hefur verið meidd- urí vetur... að vakti athygli í leik ÍR og Vals í körfuboltanum á sunnudag hversu fáir áhorfendur voru á leiknum. IR- ingar eru vanir að styðja vel og dyggilega við sína menn og því var unadrlegt að sjá hálftómt hús í borgarslagnum. Skýringin á þessu mun vera sú að fólk vissi ekki betur en að leikurinn færi fram á sunnu- dagskvöldið eins og venjan er. Þess í stað var leikurinn á sunnudeginum kl. 14 og margir sem síðan mættu um kvöldið hittu fyrir á handbolta- leik ÍR og Víkings í 1. deildinni í handbolta... Knattspyrnumaðurinn Arnar Grétarsson stendur í ströngu þessa dagana. Hann hefur haft í nógu að snúast með landsliðinu og ferðataskan hefur verið heimili hans að undanförnu. En Arnar er einnig í prófum og á sama tíma er umboðsmaður hans í viðræðum við nokkur stórlið í Evrópu um væntanlegan atvinnumannasamning Enn að EbIIII CIU Bandarikjamaðurinn John Johnson er ekkert á því að gefast upp og hætta í sinni íþrótt. John, sem nálgast nú fer- tugt, kom fyrst til íslands árið 1978 og hefur leikið með Fram, Val og Akranesi í úrvalsdeildinni en leikur nú með Selfyssingum í 1. deild- inni. „Ég kom til íslands eftir að hafa verið í hópi þeirra leikmanna Los Angeles Lakers sem komust ekki að i aðalhópinn. Valið stóð þá á milli Frakklands, Grikklands eða Spánar og varð litla ísland fyrir valinu. Ég sé alls ekki eftir því,“ segir John. John kom til landsins í september og er upptekinn þessa dagana því út er að koma bók eft- ir hann á næstu dögum. „Þetta er kennslubók í körfubolta," segir hann og bætir við að hún sé ætluð leikmönnum tíu ára og eldri. Bih/hb „Hefði viljað hafá Inga Bjömáfmm“ segirAmar og telur Breiðablik hafa misst manninn sem það þufti. spennandi og þau, sem gætu komið síðar og ég féllst á þau rök. Ef ekk- ert kemur hins vegar út úr þessu hjá umboðsmanninum er alveg eins víst að ég skreppi til Svíþjóðar og láti reyna á þetta.“ Hvaða sœnsku lið sýndu þennan Ahuga? „Það voru Trelleborg, Frölunda og AIK frá Stokkhólmi. Trelleborg sýndi einna mestan áhuga og vildi fá mig strax. Það dæmi er hins veg- ar búið núna vegna þessara mála. Þeir vildu klára sín leikmannamál fyrir jól og það gat ég ekki fallist á. Kannski á ég eftir að sjá eftir þessu, Trelleborg er stórt og ríkt félag, sér- staklega eftir að hafa slegið enska liðið Blackburn út úr Evrópu- keppninni." Heldurðu að þú eigir eftir að sjá eftir þessu? „Ég vona ekki. Umboðsmaður- inn minn telur líkurnar á því að ég kornist í atvinnunrennsku vera svo góðar að ekki sé hægt að spilla fyrir þeim með öðrum viðrséðum á sama tíma. Hins- vegar veit maður alveg að ekkert er öruggt í þessu og líkurnar eru fljót- ar að breytast. Maður verður að taka sjensinn.“ Nú hefur þessi straumur til Skandinavíu aukist mikið á tneðal knattspyrnumanna. Sumir segja að það sé ekki nógu gott, lið í Svíþjóð og Noregi jafnist ekki á við lið frá meg- inlandinu og leikmönnum geti farið aftur. Hvaðfinnst þér? „Þessu er ég ekki sammála. Hefði ég ekki möguleika á að komast að í Þýskalandi eða Sviss hefði ég gripið Svíþjóðartækifærið fegins hendi. Atvinnumennskan er hins vegar sú sama að mínu mati, íslenskur leik- maður, sem fer til Svíþjóðar er auð- vitað í þessu íoo prósent og gerir ekkert annað á meðan. Þar að auki hafa sænsk lið sýnt það að undan- förnu að uppgangurinn og framfar- irnar eru miklar þessa dagana.“ Ekki sáttur við eigin frammistöðu Seturðu stefnuna á atvinnu- mennsku í vetur? „Já, það geri ég. Ég setti mér það markmið í haust eftir að tímabilinu lauk hér heinia að reyna að komast út. Ég veit ekkert hvort úr því verð- ur en maður verður að reyna." Varstu sáttur við eigin frammi- stöðu í sumar? „Nei, ekki fyllilega. Mér fannst að ég hefði getað gert betur og sömuleiðis liðið. Hins vegar lentum við í mjög miklum og erfíðum meiðslum og það setti mikið strik í reikninginn. I heildina hefði þetta mátt vera betra.“ Nú segja tnargir að tímabilið hafi ekki verið nógu gott, liðin ekki leikið skemmtilega og til að kóróna allt hef- ur ekkert gengið hjá landsliðinu. Þetta er ekki gott ár eða hvað? „Hvað landsleikina varðar er ljóst að afraksturinn er ekki mikill. Við vorum óheppnir gegn Svíun- um þótt auðvitað hafi verið slæmt að tapa honum eins og leiknum gegn Sviss. Leikurinn gegn Tyrkj- um var síðan mjög lélegur og það getur alltaf komið uppá. Það er ekki hægt að búast við einhverjum klassafótbolta leik eftir leik. En að fara að krefjast afsagnar Ásgeirs Elíassonar og endurskoðunar hans vinnubragða er bara bull. Ár- angur Ásgeirs hefur verið mjög góður og er hægt að líta til HM-rið- ilsins í því sambandi en þar náðum við okkar besta árangri frá upphafi. Síðan Ásgeir tók við hefur liðið far- ið að leika betur og skemmtilegri fótbolti hefur litið dagsins ljós.“ Erfitt að skora mörk Er sóknin höfuðverkur iandsliðs- ins? „Sóknin hefur ekki gengið nógu vel í síðustu leikjum liðsins það er alveg rétt. Það er auðvitað ekki gott að ná ekki að skora mark í þremur leikjum í röð, en það er heldur ekki hægt að skella skuldinni alfarið á sóknarmennina. Sóknin þarf að fá eitthvað til að moða úr og þar hefur miðjan líka brugðist. Sendingarnar okkar voru kannski ekki nógu góð- ar. Liðið verður að spila val saman og þá eru allir meðtaldir.“ Nú hefur verið deilt á Ásgeir vegna vals hans á mönnum, Bjarki Gunn- laugsson hefur ekki fengið á byrja inn á í leikjum, Þórður Guðjóns- son cr ekki valinn í hópinn og Eyj- ólfur Sverrisson hefur ekki fundið sig. Hvernig metur þú þetta? „Það er alltaf hægt að gagnrýna val manna í landslið. Sú umræða á sér sjálfsagt alltaf stað og alltaf heyrast einhverjar óánægjuraddir. Ég hef lítið séð til Þórðar og tvíbur- anna úti og get því lítið dæmt úr frá því. Því er hins vegar ekki að leyna að Bjarki átti mjög góða innkomu í Svíaleiknum og stóð sig þar mjög vel. Mér þykir ekki ólíklegt að hann verði í byrjunarliðinu í næstu leikj- um, liðinu hefur ekki gengið vel og mér finnst líklegt að Ásgeir geri ein- hverjar breytingar í kjölfarið á því.“ að Arnar leggur stund á viðskipta- fræði í Háskólanum og er á öðru ári. Vegna fótboltans hefur hann þurft að minnka við sig og tekur nú próf í tveimur fögum. „Ég hef verið í burtu meira og minna með lands- liðinu og lítill tími hefur gefist til æfinga. Þessi tími mælist í mörgum vikum og það gefur auga leið að ekki er hægt að Iáta allt hafa for- gang.“ „Konan mín vissi nverju hún gekk“ „Ég setti mér það markmið í haust, eftir að tímabilinu lauk hér heima, að reyna að komast út. Ég veit ekkert hvort úr því verður, en maður verður að reyna.“ Hvað segir konan þín við þessu? „Hún getur nú lítið sagt við því. Hún vissi þetta þegar við kynnt- umst og ætti þess vegna ekki að vera undrandi.“ Fá landsliðsmenn nokkuð frí. Er þetta ekki í gangi allt árið? „Ég verð allavega ekki var við frí- in. Eftir sumartímann er venjulega tekið frí í einn mánuð og síðan far- ið af stað með þrekæfingar. Þegar menn eru í landsliðinu þurfa þeir að vera í góðu formi allt árið. Síðan bætir ekki úr skák hjá mér að ég er að æfa með þessum stórfélögum og verð að koma vel út ef ég er settur í einhver þolpróf.“ Nú hafa Blikar skipt um þjálfara. Ingi Björn Albertsson var ekki endurráðinn og Bjarni Jóhanns- son er tekinn við. Hvernig líst Arn- ari á nýja þjálfarann? „Ég þekki Bjarna lítið og get því lítið sagt um hann í sjálfu sér. Ég var þó ósáttur við að ekki skyldi vera samið við Inga Björn og tel að hann hefði verið besti kosturinn. Það voru allir ánægðir með hann og enginn haíði undan honum að kvarta. Ingi Björn er einfaldlega toppka- rakter. Hann er hreinn og beinn, kemur heiðarlega fram og ég hef ekki kynnst mörgum sem hafa hans hæfileika. Hann veit allt um fót- bolta og á mjög auðvelt með að miðla öðrum af reynslu sinni. Ég held að Breiðablik hafi tapað miklu með þessu og er ósáttur við það. Það er ekkert launungarmál.“ Hvernig líst þér á deildina fyrir nœsta sutnar? „Það hafa verið rnjög skrýtnar sviptingar í gangi að undanförnu og mörg lið hafa tekið stakkaskipt- um. Ef við göngum út frá því að breytingarnar verði ekki miklar í viðbót held ég að 2-3 lið eigi eftir að berjast um titilinn, en önnur lið verði mjög jöfn alveg niður úr. Ég held að Skagamenn og KR- ingar verði mjög sterkir og svo er ekki ólíklegt að Framarar blandi sér í þá baráttu. Valsmenn, FH- ingar og Keflvíkingar hafa misst marga menn og líklega verður erfitt fyrir þessi lið að jafna sig á því. Eyja- menn, Grindvíkingar og Leifturs- menn hafa bætt við sig mörgum mönnum á meðan Blikar hafa nán- ast ekki gert neitt.“ Björn Ingi Hrafnsson Arnar Grétarsson knattspyrnu- maður í Breiðabliki er einn þeirra leikmanna, sem hvað mestar vonir eru bundnar við varðandi framtíð- ina. Drengurinn er enda mjög hæfileikaríkur og nú eru allar líkur á því að hann sé á leið utan til at- vinnumennsku í Þýskalandi eða Sviss. Á dögunum fékk hann líka freistandi tilboð frá þremur sænsk- um liðunr, en litlar líkur eru á því að samningar takist við þau, Arnar og þýskur umboðsmaður hans eru sammála um að reyna fyrst við stærri liðin á meginlandinu. „Ég er kominn með umboðs- mann þarna úti og hann er að vinna í þessum málum,“ segir Arn- ar þegar hann er spurður út í þessi mál. „Ég gerði samning við hann til 31. janúar og vonast til þess að mál- in skýrist endanlega á þeim tíma.“ Umboðsmaður þessi er þýskur og heitir Dieter Langhals. Arnar komst í kynni við hann fyrir milli- göngu bróður síns, Sigurðar Grét- arssonar, og þýska þjálfarans Fie- del Rausch, sem meðal annars kom með Kaiserslautern hingað í haust. „Þeir félagar þekkjast mjög vel og Rausch lagði inn mjög gott orð fyrir mig,“ segir Arnar. Svíþjóð ekki á dagskrá í bili E11 erþá útiir myndinni aðfara til Svíþjóðar og spila þar? „Umboðsmaðurinn minn lagði á það áherslu að við biðum með sænska dæmið fram yfir önnur lönd Evrópu. Hann mat það svo að sænsku tilboðin væru ekki eins

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.