Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 08.12.1994, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 7 Bankastjórar ríkisbankanna auka tekjur sínar gífurlega með aukasporslum og aukastörfum, enda eru grunnlaun aðeins þriðjungur af tekjum þeirra Fá þrettánda mánuðinn og háar greiðslur við starfsafmæli Ef grunnlaun bankastjóra ríkis- bankanna eru skoðuð kemur í ljós að þau standa oftast nær ekki undir nema þriðjungi launa þeirra. Heildarlaun þeirra samanstanda af margvíslegum þáttum svo sem risnu, aksturspeningum en síðast en ekki síst þá fá þeir greitt íyrir fjöldann allan af nefndarsetum, sumt jafnvel vegna fyrirtækja sem bankarnir hafa orðið að leysa til sín vegna skuldastöðu þeirra. Inn í heildarlaun bankastjóranna kemur síðan 13. mánuðurinn, eins og bankamenn fá samkvæmt samn- ingum Sambands íslenskra banka- manna. Bankastjórar semja við bankaráð um sín kjör en virðast þiggja allar sérgreiðslur banka- manna eins og sést af 13. mánuðin- um og „starfsafmælisgreiðslum.“ Bankastjórarnir fá sérstakar starfsafmælisgreiðslur sem eru vel útilátnar eins og sést af því að árið 1992 skiptu fjórir þeirra á milli sín 2,6 milljónum króna. Þessar greiðslur fá þeir á fimm ára fresti en þær eru greiddar samkvæmt samn- ingum SÍB. Árið 1992 fékk fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarsjóðs, 632.216 krónur í slíka greiðslu. Ef launasamsetning bankastjór- anna á síðasta ári er skoðuð kemur margt fróðlegt fram og er þar stuðst við upplýsingar sem koma fram í Bankabókinni eftir Örnólf Árna- son sem er nýkomin út. Alttof há laun Finnst þér raunhæft að veita bankastjórunum 13. mánuðinn? „Ég get bara ekkert um það sagt því ég hef ekki kynnt mér þessa samninga. Opinberir starfsmenn fá greitt fyrir 13. mánuðinn og ein- hvern tíma heyrði ég að bankastjór- arnir væru komnir með 14. mánuð- inn, hvort sem það er rétt eða ekki. Það er miklu frekar að velta fyrir sér hvort bankastjóralaun ættu að fara fyrir Kjaradóm.“ En finnst þér ástæða til að rann- saka launakjörin frekar? „Já, það er ekki eðlilegt að banka- stjórar Seðlabankans séu með lægst laun bankastjóra í landinu. Aðal- bankastjóri Seðlabankans nær ekki aðstoðarbankastjóralaunum í við- Grunnlaun banka- stjóra miðuð við hæstaréttardómara Árið 1992 byrjaði Landsbankinn að miða launagreiðslur bankastjóra við laun hæstaréttardómara eins og þau voru ákveðin af kjaradómi. Of- an á grunnlaun var síðan greitt sér- stakt starfsaldursálag, hæst 17 pró- sent eftir 15 ára starf. Að auki fengu bankastjórar sérstakar launa- greiðslur samkvæmt ákvörðun bankaráðs. Þann 1. desember 1993 tóku síðan gildi nýir kjarataxtar fyrir yfirmenn Landsbankans. Sam- kvæmt þeim eru mánaðarlaunin, þegar þrettándi mánuðurinn er reiknaður með, 445.250 krónur á mánuði fyrir bankastjóra og 295.086 krónur fyrir aðstoðar- bankastjóra, að viðbættum kr. 43.662 fyrir setu á bankaráðsfúnd- um. Um fasta risnu gildir það sama og í Búnaðarbankanum, banka- stjórar hafa 190 þúsund á ári og að- stoðarbankastjórar 152 þúsund. Önnur risna er greidd samkvæmt framlögðum reikningum. Banka- stjórar Landsbankans fá til umráða bíla og greiðir bankinn rekstrar- kostnað þeirra. Aðstoðarbanka- stjórar fá greiddan bílastyrk fýrir 22 þúsund km akstur á ári. Þröstur Olafsson, formað- ur bankaráðs Seðlabanka íslands, telur laun banka- stjóra Seðlabankans óeðli- lega lág. skiptabönkunum. Það eru ekki eðli- leg hlutföll í því. Svo geta menn deilt um hvað beri að gera í því.“ Hefur þú einhverja skoðun á hvort bankastjórar viðskiptabank- anna fái of há laun eða Seðlabanka- stjóramir of lág laun? „Mín skoðun er sú að þessi háu laun sem menn hafa verið að lesa um í Frjálsri verslun, ef þau eru rétt, séu allt ofhá.“ lae Björgvin Vilmundarson: meðallaun 1.056.000 Bankastjóralaun 445.250 Föst risna 15.833 Akstur o.fl. (áætlað) 75.000 Bankaráðsfundir 43.662 Formennska hjá Landsbréfum 69.927 Hömlur 43.662 Kreditkort 47.401 Fiskveiðasjóður, formennska 83.309 Formennska í samninganefnd banka 100.000 Reginn ólaunað Rekstrarfélagið ólaunað Kirkjusandur ólaunað Alls 924.044 Mismunur 131.956 Borga skatt af bílanlunnindum sinna manna Bankaráð Seðlabankans ákvað á fundi 26. nóvember 1975 að laun bankastjóra þar tækju mið af laun- um hæstaréttardómara. Þar á ofan kemur 10 prósenta álag á laun for- manns bankastjórnar. Starfsaldurs- álag hefur verið greitt síðan 1. okt- óber 1987, hámark 17 prósent eftir 15 ára starf. Við ákvörðun starfsald- ursálags er tekinn til greina starfs- tími hjá ríkinu við hliðstæð störf þannig að í reynd eru bankastjórar ævinlega í efsta þrepi þegar þeir heíja störf. Þessi föstu laun Seðla- bankastjóra, að meðtöldum 13. mánuðinum og fastri orlofs- greiðslu, sem er kr. 49.410 með júnílaunum, jafngilda 324.524 krónur á mánuði. Aukagreiðslur og hlunnindi í Seðlabankanum eru með svipuðu sniði og í Landsbankanum, risna hin sama, kr. 190 þúsund á ári, bif- reiðahlunnindi einnig þau sömu. Búnaðarbankinn tekur hins vegar að sér að greiða skatt af bifreiða- hlunnindum bankastjóranna sinna. Bankaráðsmenn allra ríkisbank- anna hafa nálægt 40 þúsund króna mánaðarlaun fyrir setu sína þar samkvæmt ákvörðun viðskiptaráð- herra en þessi upphæð er síðan tvö- föld í Búnaðarbanka vegna setu í stjórn Stofnlánadeildar. Formenn bankaráða fá tvöfalda þessa upp- hæð en þessir fundir fara venjulega fram á skrifstofutíma. Benda má á að ef vinnuframlag bankastjóranna er óvenju mikið þá fá þeir aukagreiðslur eins og kom fram þegar bankastjórar Lands- bankans fengu sérstaka greiðslu vegna aukins vinnuframlags vegna kaupa á Samvinnubankanum árið 1991 og vinnu í sambandi við upp- gjör á skuldum SlS og tengdra fyr- irtækja á árunum 1992 og 1993. Ríflegar eftirlaunagreiðslur Lífeyrisgreiðslur bankastjóranna eru síðan einstakar þar sem þeir þurfa ekki að greiða iðgjöld í lífeyr- issjóð en fá sérstaka eftirlauna- samninga. Bankastjórar í Búnaðar- bankanum fá 90 prósent af föstum launum eftir 15 ára starf. Banka- stjórar í Seðlabanka og Landsbanka fá 90 prósent af föstum launum eft- ir 18 ára starf en sú regla kom til ár- Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra hefur beðið í 11 mán- uði eftir að formenn banka- ráðanna svari honum. Svaraekki Sighvati Fyrir tæpum 11 mánuðum, eða 14. janúar síðstliðinn, boðaði Sig- hvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, til blaðamanna- fundar og kynnti skýrslu Ríkisend- urskoðunar um starfskjör helstu ríkisbanka og sjóða sem heyra undir iðnaðar- og viðskiptaráðu- neyti. Þar sagði hann að í fram- haldi af þessari úttekt Ríkisendur- skoðunar myndi hann kalla á for- menn bankaráðanna og óska eftir endurskoðun á launakerfinu og fara fram á breytingar á því, enda er uppbygging sniðin eftir óskum formanna bankaráðanna. Að sögn Þorkels Helgasonar, ráðuneytis- stjóra í iðnaðar-og viðskiptaráðu- neytinu, hefur ráðuneytunum ekki enn borist nein viðbrögð frá for- mönnum bankaráðanna en þeir eru Kjartan Gunnarsson fýrir Landsbanka íslands, Pálmi Jóns- son fyrir Búnaðarbankann og Þröstur Ólafsson fyrir Seðla- banka íslands. „Ef ég man rétt þá kallaði ráð- herra á formenn bankaráðanna og bað þá um að gera sér tillögur um athugasemdir í málinu og þar við situr,“ segir Þorkell. „Við Sighvatur vorum einmitt að tala um fyrir svona viku eða hálfum mánuði að fara að hnippa í þá.“ ið 1986. Jóhannes Nordal er því með um 400 þúsund krónur í eftir- laun. Tómas Árnason nýtur síðan sérstakra kjara því hann nýtur ráðningarkjara frá því fyrir 1989 en það þýðir að lífeyrisgreiðslur til hans verða hátt í hálf milljón króna Sverrir Hermannsson: meðallaun 960.000 Bankastjóralaun Föst risna Akstur o.fl. Bankaráðsfundir Landsbréf Lýsing 4 Hömlur, formaður Iðnþróunarsjóður Rekstrarfélagið, formaður Kirkjusandur, formaður Reginn, formaður Alls Mismunur 445.250 15.833 (áætlað) 75.000 43.662 34.964 2.342 87.324 43.662 ólaunað ólaunað ólaunað 788.037 171.963 Stefán Pálsson: meðallaun 944.000 Grunnlaun bankastjóra 17% álag Föst greiðsla 273.852 46.555 79.166 Akstur o.fl. (áætlað) 90.000 Bankaráðsfundir 43.063 Stofnlánadeildarfundir 43.063 Framleiðnisjóður 39.750 Reiknistofa bankanna 76.910 Tryggingasjóður viðskiptabanka 19.875 Samninganefnd bankanna (óstaðfest) Alls 50.000 778.067 Mismunur og þar af leiðandi óskilgreint 165.933 ■ Stefán Pálsson á sæti í stjóm eftirlaunasjóðs Búnaðarbankans sem er launað starf, en ekki er vitað hver þóknunin er. Sömuleiðis situr hann í stjórn Sambands viðskiptabanka. Sólon Sigurðsson: meðallaun 800.000 Grunnlaun bankastjóra 273.852 17% álag 46.555 Föst greiðsla 79.166 Akstur o.fl (áætlað) 90.000 Bankaráðsfundir 43.063 Stofnlánadeildarfundir 43.063 Greiðslumiðlun hf. 43.662 Kaupþing 63.283 Lýsing 42.342 Þróunarfélagið 33.000 Alls 730.756 Mismunur 69.244 Jón Adolf Guðjónsson: meðallaun 864.000 Grunnlaun bankastjóra 273.852 17% álag 46.555 Föst greiðsla 79.166 Akstur o.fl (áætlað) 90.000 Bankaráðsfundir 43.063 Stofnlánadeildarfundir 43.063 Kaupþing 42.189 Lýsing 84.684 Kreditkort 43.775 Alls 762.180 Mismunur 101.820 Halldór Á. Guðbjarnarson: meðallaun 936.000 Bankastjóralaun Föst risna Bankaráðsfundir Landsbréf Lind, formaður Hömtur Rekstrarfélagið Kirkjusandur Reginn Alls Mismunur 445.250 15.833 43.662 34.964 87.324 40.303 ólaunað ólaunað ólaunað 667.336 268.664

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.