Helgarpósturinn - 12.12.1994, Page 2

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Page 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Er ekki öruggt að hann Jakob er með allt á hreinu þama úti í London? \ Ríkisendurskoðun með sérstaka rannsókn á fjárreiðum embættis Jakobs Magnússonar menningarfulltrúa í London Afhvetju gjUliÍfvenða ánaegðirmeð tillögur Davíðs Oddssonar í rikisfjármálum? Sendiherrann kallaður heim vegna rannsóknarinnar Mikið fjölmenni var samankomið við Austurvöll í gær þegar kveikt var á jólatrénu, gjöf Oslóarbúa. Þar voru að sjálfsögðu jólasveinarnir mættir og vöktu mikla lukku. Einar Guðbjartsson, fyrrum meðferðarfulltrúi, hefur verið ákærður fyrir að hafa með fjársvikum og misneytingu haft 3 milljónir króna af 63 ára gömlum sjúklingi sínum. Brotaferill mannsins er afar langur. f fyrsta lagi þá er Davíð nýkom- inn frá Kína þar sem menn keyra yfir mótmælendur ef þurfa þykir. Davíð sýndi þessu máli mikinn áhuga; óþægilega mikinn áhuga. Það er því skömminni skárra að samþykkja óljósar tillögur um að sumir fái meira en lítið með því að aðrir borgi meira en minna. í öðru lagi þá eru að koma jól með lengsta kredit- kortamánuði ársins. Því ekki að leyfa rík- isstjórninni að spila dálítið frítt, eins og okkur hinum? Þetta eru enda flest loforð sem enginn á von á að verði staðið við. f þriðja lagi þá vita allir að það tekur því ekki að ríf- ast um þetta. Eftir nokkra mánuði verður komin ný rík- isstjórn sem setur bráðabirgðaiög eftir því sem þurfa þykir. Ef það gengur ekki verður skipuð fortíðarnefnd. í fjórða lagi þá eru sjúkraliðar búnir að gera allt brjálað með þessu verkfalli sínu. Hver vill fara í verkfall eftir þessi ósköp? Ekki getur Gvendur Jaki borgað þau verkföll; ekki einu sinni þó hann byrji að falsa bókhaldið eins og hann gerði við fundargerð- irnar. f fimmta lagi þá veit Davíð hvað hann syngur. Hann var áberandi á leið- togafundinum í Búdapest, sló ráða- menn í Kína út af laginu og þagði mik- ilúðlega á fundi með hinum leiðtog- um Norðurlandanna í sumar. Hann er einfaldlega mikill leiðtogi eins og Morgunblaðið benti okkur á. Embætti Ríkisendurskoðunar hefur að undanförnu unnið að sér- stakri rannsókn á fjárreiðum emb- ættis menninngarfulltrúa í Lond- on. Vegna þessa máls hafa þeir Jakob Magnússon menningar- fulltrúi og Helgi Ágústsson sendi- herra verið kallaðir til Islands til að gefa skýrslu. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar voru í sendiráðinu í London við endurskoðun í sumarlok. í fram- haldi af því var bókhaldið tekið með heim til íslands og beindist rannsóknin að embætti menning- arfulltrúa sem hefur sjálfstæðar (járheimildir. Nákvæmar upplýsingar um efn- isþætti málsins lágu ekki fyrir þegar MORGUNPÓSTURINN fór í prentun. Rannsóknin beinist þó að útgjöld- um embættisins og hefur Jakob verið beðinn um að gera grein fyrir Jakob Magnússon: Hefur verið á þönum á milii London og Reykja- víkur. fylgiskjölum þar með, en misbrest- ur mun vera á að þau séu fullnægj- Helgi Ágústsson sendiherra: Kall- aður heim vegna rannsóknarinn- ar. andi. Jakob Magnússon var í tvo daga hjá Ríkisendurskoðun fyrir helgi en hann og sendiherrann komu til landins gagngert vegna málsins í lok síðustu viku. Jakob fór síðan út til London í örstutta ferð á laugardag og var aftur væntanlegur hingað til lands í nótt. Vegna þess- ara ferðalaga tókst ekki að hafa samband við hann né Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sem hélt til London síðdegis í gær ásamt Bryndísi Schram konu sinni. í dag heldur hann á mikil- vægan EFTA-fund í Genf. Róbert Trausti Árnason ráðu- neytisstjóri í utanríkisráðuneytinu var beðinn um að staðfesta rann- sóknina. „Ég get eldcert sagt að svo stöddu — hvorki játað né neitað, því mið- ur.“ Samkvæmt mínum heimildum er verið að rannsaka þetta emb- ætti sérstaklega. Er það rétt? „Ég vil hvorki játa né neita, ég er einfaldlega í þeirri aðstöðu.“ En nú er ég að spyrja um emb- ættisfærslur manns sem heyrir undir þig í ráðuneytinu? „Ég veit allavega undir hvern hann heyrir í ráðuneytinu en ég get því miður elcki á neinn hátt svarað þessari spurningu þinni.“ Sem kunnugt er þá er gert ráð fyrir því að Jakob Magnússon verði staðgengill sendiherra í London frá áramótum að telja, eða þar til Kjartan Jóhannsson tekur við sendiherraembættinu um mitt ár. Jakob var settur í nýtt embætti þeg- ar hann hóf störf árið 1991. Þegar hann var fastráðinn félck hann titil- inn sendiráðsritari og á að gegna hefðbundnum störfum sendiráðs- ritara. SMJ Jú, jú það eru örugg- lega hreinar línur njá honum íbókhaldinu eins og hjá öðrum krötum. Varnáðaður af dómsmálaráðherra Átti að afplána 28 mánaða fangavist vegna fimm dóma. Einar Guðbjartsson og Haf- steinn Einarsson lögfræðingur hafa verið ákærðir fýrir misneyt- ingu og fjárdrátt með því að not- færa sér bágindi 63 ára gamals sjúk- lins á árunum 1990-1993. Maður- inn var sjúldingur á áfengismeð- ferðardeild Landspítalans þar sem Einar starfaði sem meðferðarfull- trúi. Fjársvikin eru samtals upp á 3,3 milljónir króna. Einar er ákærður fyrir að hafa fengið manninn til þess að veðsetja íbúð sína fyrir samtals 3 milljónir króna vegna lána sem Einar nýtti í eigin þágu. Sjúklingurinn leitaði síðan til lögfræðingsins Hafsteins sem er ákærður fyrir að hafa fengið hann til þess að vera greiðandi tveggja víxla upp á 280 þúsund krónur sem Hafsteinn nýtti í eigin þágu. Víxlarnir voru greiddir af 1200 þúsund króna lífeyrissjóðsláni sem Einar tók gegn veði í íbúð sjúk- lingsins. Sjúklingurinn fékk ein- ungis 66 þúsund krónur af upp- hæðinni en hafði verið lofað heím- ingnum. Einnig er Einar ákærður fyrir að hafa selt í Landsbankanum 800 þúsund króna veðskuldabréf sem hann geymdi fýrir sjúklinginn og að veðsetja íbúð hans til trygg- ingar á 300 þúsund króna lífeyris- sjóðsláni sem Einar og kona hans, Bára Guðmundsdóttir, tóku. Samkvæmt ákærunni fékk hann einnig sjúldinginn til þess að skrifa upp á 700 þúsund króna skuldabréf sem Einar seldi síðan í verðbréfa- fyrirtæki. Það voru aðstandendur sjúklingsins sem komust á snoðir um málið og kærðu til RLR og var gefin út ákæra í framhaldi afþví. Þegar MORGUNPÓSTURINN hafði samband við Einar vildi hann ekki tjá sig um málið að öðru leyti en þessu: „Af öllum þeim ákæruatrið- um sem að mér snúa í þessari ákæru er ég saklaus og hvað þessa Einar Guðbjartsson. Ákærður fyr- ir að svíkja 3 milljónir króna frá 63 ára sjúklingi. Dómsmálaráðherra náðaði hann 1987 þegar hann hafði fimm dóma á bakinu og í framhaldinu fékk hann vinnu sem áfengismeðferðarfulltrúi á Land- spítalanum. Þar hefur hann feng- ið fjölda kæra á sig og bíður nú dóms. náðun áhrærir voru það náttúrlega til þess bærir menn sem töldu fulla ástæðu til að veita hana. Það er ekki mitt að ákvarða það og einhver ástæða hlýtur að vera þar að baki.“ Náðaðuraf dómsmálaráðherra Sakaskrá Einars Guðbjartssonar er afar löng og tengjast flest brota hans drykkjuskap, smygli og fjár- svikum. Ferillinn hefst.árið 1962 og hefur staðið óslitið síðan. Frá 1962 til 1987, þegar hann var náðaður, fékk hann átta dóma og gekkst undir 16 dómssáttir. í fimm þessara mála var hann dæmdur til fangels- isvistar, samtals í 28 mánuði. Þegar hins vegar kom að því að Einar skyldi fara inn haustið 1987 var hann náðaður af dómsmálaráð- herra, Jóni Sigurðssyni. Hann hefur því aldrei setið inni vegna brota sinna. Náðunin byggðist á því að þá hafði Einar farið í gegnum áfengis- meðferð. I bréfi geðlæknis til dómsmálaráðherra frá 4. ágúst 1987 segir: „Hvað varðar hættu á nýjum lögbrotum og andfélagslegri hegð- un skal tekið fram að lögbrot sjúk- lingsins munu öll áfengistengd. Ýmist beint tengt ölvun eða í tengslum við fjárþörf, fjárþröng og dómgreindarskerðingu af völdum drykkju. Ekki er hægt að telja nein- ar líkur á að slíkt atferli hefjist að nýju svo fremi að núverandi þróun til bata haldist óbreytt og sjúkling- urinn hefji ekki drykkju að nýju.“ Síðan segir að niðurstaðan sé „að óhjákvæmilegt sé að mæla eindreg- ið með því að náðunarbeiðni hon- um til handa hljóti jákvæða af- greiðslu. Hagsmunum hans öllum, heilsu og lífí er að öðrum kosti stefnt í voða.“ Jón Sigurðsson dómsmálaráð- herra ákvað að náða Einar og því varð ekkert af fyrirhugaðri refsivist um haustið. Litlu síðar fékk hann svo starf sem meðferðarfulltrúi á áfengismeðferðardeild Landspítal- ans en sú staða hafði ekki verið mönnuð um nokkurt skeið. Sam- kvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS var hann margsinnis kærður fyrir ítrekuð brot í starfi þar og var að lokum látinn fara af þeim sökum. Þess má svo geta að fyrr á þessu ári var Einar dæmdur til að endurgreiða manni 200 þúsund krónur ásamt vöxtum og máls- kostnaði vegna ávísunar sem hann fékk hjá honum með ólögmætum hætti. Heimildarmenn blaðsins segja að mun fleiri hafi farið illa út úr viðskiptum sínum við Einar en langur sakaferill hans gefur þó til kynna. -pj Loksins gekklot- tópottur- inn út Næst stærsti lottópottur í sögu íslenskrar getspár gekk út á laugardaginn. Potturinn var fimmfaldur og fyrsti vinningur hljóðaði upp á rúmar 27 milljón- ir króna. Fimm reyndust vera með fimm rétta þegar potturinn loksins gekk út og fær hver þeirra rúmar 5,4 milljónir í sinn lilut. Allir vinningsmiðarnir voru keyptir sunnan heiða, tveir þeirra í Reykjavík, einn á Sel- fossi, einn á Hellu og einn í Þor- lákshöfn. ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.