Helgarpósturinn - 12.12.1994, Side 6

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Side 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Reykjavík Omilegtfá- menni i miðbæ Sjaldan hafa eins fáir verið í mið- bænum og aðfaranótt laugardagsins og sunnudagsins. Lögreglan segir að einungis 5- 700 manns hafi verið á þessu svæði sem telst vera Austur- stræti, Aðalstræti og Lækjargata. Al- gengast er að 1500-2000 manns safn- ist saman á þessum tíma og yfir sumartímann fer fjöldinn oft upp í um 5000 manns. Ástæðan fyrir fá- menninu nú er talinn mikill kuldi, prófannir og jólin ffamundan. ■ Ólafsfjörður Björaunar- bm onýtur eftir vettu Björgunarsveitin á Ólafsfirði var að aka um og selja kort til styrktar sveitarinnar um helgina. Um hálf- þrjú-leytið á sunnudaginn vildi hins vegar ekki betur til en svo að bíllinn, Chervolet Superbahn, valt með þriggja manna áhöfn við afleggjar- ann að bænum Kálfsárkoti. Bíllinn er talinn ónýtur en meiðsli voru ekki stórvægileg utan þess að sauma þurfti í vör bílstjórans. Töluverð hálka var og ófærð þegar óhappið átti sér stað. ■ Akranes Torkenni- leg fjósá næturfiimni Torkennileg ljós sáust norðvestur af Akranesi aðfaranótt laugardags- ins. Það var um klukkan hálftvö um nóttina sem tveir piltar hringdu í lögregluna á Akranesi og tilkynntu að þeir hefðu séð ljós á sjónum norðvestur af Akranesi, rautt að lit og að yfir ljósbjarmanum hefði verið reykur. Ljósið sáu þeir um kl. 01.22 en það hefði horfið um smástund en komið síðan aftur í ljós. Ljósið sögðu þeir hafa verið niður við haf- flötinn en ekki uppi I loffinu. Þá sagðist kona ofan úr Bæjarsveit einnig hafa séð ljós á svipuðum tíma en hún sagðist hafa séð það mun lengur, eða í um 10 mínútur. Engar skýringar hafa fúndist á þessu ljósi en meðal annars var togari fenginn til þess að svipast um hvort um neyðarblys væri að ræða en svo var ekki. ■ Hólmavík Keyrði á (jósastaur Ungur ökumaður, sem var ný- kominn með ökuréttindi, ók bifreið sinni á ljósastaur við Hafnarbraut í Hólmavík aðfaranótt laugardagsins. Þrír farþegar voru í bílnum og urðu tveir þeirra fyrir minniháttar meiðslum en stúlka sem sat í aftur- sæti hans skarst töluvert I andliti. Gert var að sárum hennar hjá Heilsugæslunni á staðnum en bíll- inn sem var af Honda-gerð er talinn ónýtur. Talið er að hálka hafi valdið slysinu en bíllinn var ekki á mikilli ferð þegar hann fór á staurinn. ■ Bætifláki Kjaraboð ríkisstjórnarinnar er ekki kostaboð að mati verkalýðsforystunnar Jákvætt skref en lítið segir Ögmundur Jónasson fomnaður BSRB. Núna þegar kjarasamningar flestra launþega eru lausir um ára- mót eru stjórnvöld farin að bak- tryggja sig með aðgerðum sem mega verða til þess að sættir takist án þess að þurfi að koma til róttækra launa- hækkana. Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir sem fela I sér hækkun skatt- leysismarka á næstu tveimur árum um 2.150 krónur eða I 59.300 krón- ur, og fjármagnstekjur verða skatt- lagðar I ársbyrjun 1996 og hátekju- skattur verður ffamlengdur þar til íjármagnsskatturinn kemur til framkvæmda. Viðmiðunarmörk hátekjuskattsins verða þó hækkuð í sem nemur 225 þúsund fyrir ein- staklinga og 450.000 fyrir hjón. Fjár- magnstekjuskatturinn olli svo miklu fjaðrafoki á vinnuborði ríkisstjórn- arinnar að lá við stjórnarslitum. Ríkisstjórnin boðar einnig hertar aðgerðir gegn skattsvikum og reglur um nýtingu uppsafnaðs taps við sameiningu fyrirtækja verða hertar. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir áróðurstarfsemi og bent á að aðgerðirnar hafi fyrst verið kynntar fjölmiðlum en síðan aðilum vinnumarkaðarins og stjórnarandstöðunni. Hvorki Bene- dikt Davíðsson né Ögmundur Jónasson höfðu fengið plaggið um aðgerðir ríkisstjórnarinnar I hendur „Ríkisstjórnin sendir skattiagn- ingu á fjármagnstekjur inn í fram- tíðina," segir Ögmundur Jónas- son. er MORGUNPÓSTURINN ræddi við þá. Ekki náðist í fulltrúa Vinnuveit- endasambandsins í gærkvöld. Hjálp til skuldara vegna húsnæðiskaupa Persónufrádráttur verður hækk- aður og leitast við að jafha húshit- unarkostnað með viðræðum við Landsvirkjun og veitustofnanir. Af- „Jákvætt eins og það er kynnt í fjölmiðlum," segir Benedikt Dav- íðsson. numin verður tvísköttun lífeyris sem kom til með staðgreiðslukerf- inu og gert verður átak til atvinnu- sköpunar auk þess sem stjórnvöld munu fjármagna atvinnuleysis- tryggingasjóð. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir viðræðum við fulltrúa lánastofnana og lífeyrissjóða um leiðir til að taka á málum þeirra íbúðareigenda sem hafa orðið fyrir sérstökum skakkaföllum vegna samdráttar I tekjum. Einnig mun tryggð áframhaldandi skuldbreyting lána vegna greiðsluerfiðleika hjá Húsnæðisstofnun ríkisins. Stefnir enn í harðar kjaradeilur Undanfarið hafa forystumenn launþegasamtakanna sett fram kröf- ur um þær launahækkanir sem þeir telja raunhæfar vegna komandi kjarasamninga en ríkisstjórnin aftur á móti hefur lýst þær óraunhæfar og til þess eins fallnar að hleypa annarri verðbólguholskeflu af stað. Þessi sát- taumleitan virðist falla I góðan jarð- veg þó ekki sé sýnt og fremur ólík- legt að hún muni afstýra átökum á vinnumarkaði. „Eins og þetta er kynnt í fjöl- miðlum er þetta aðeins jákvætt,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, en vildi ekki tjá sig um málið þar sem hann hefði ekki séð tillög- urnar I heild sinni. Hann sagði þó ekki ólíklegt að hún létti mönnum róðurinn I kjarasamningum. „Ég mun skoða þetta strax eftir helgi.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði þessar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar vera aðeins lítið skref I gagnstæða átt við þróun sem hefði átt sér stað á síðustu árum en hann hafði þó ekki séð tillögurnar í heild sinni. „Það er þó greinilegt að það er ýmislegt jákvætt í þessum aðgerð- um svo sem hækkun persónuffá- dráttar, breyting á tvísköttun lífeyr- is, áffamhaldandi hátekjuskattur að ógleymdu átaki I atvinnumálun- um.“ Deilur um skatt á fjármagnstekjur Nú hefur verkalýðshreyfingin lengi knúið á um skattlagningu á fjármagnstekjur. Gagnrýnendur óttast hins vegar tilflutning fjár- magnstekna úr landi I kjölfarið með tilheyrandi vaxtahækkunum. Að- spurður um hvort það væri ekki gleðiefni að skattlagning á fjár- magnstekjur yrði að veruleika með þessum aðgerðum, svaraði Ög- mundur Jónasson. „Það athyglis- verða við það er kannski hversu erf- ið sú fæðing virðist ætla að verða. þetta var eitt af stefnumálum ríkis- stjórnarinnar og nú þegar sam- komulag næst, á það eleki að koma til framkvæmda fyrr en ári effir kosningar þegar þessi ríkistjórn fer frá. Það er því verið að senda þessa ákvörðun inn í framtíðinna. Þó ég fagni þessari ákvörðun get ég ekki annað en fúrðað mig á hversu erfið- lega það gengur að koma þessu á hér. Nú erum við eina OECD-ríkið sem ekki skattleggur fjármagnstekj- ur.“ 3.5 milljarðar til vegagerðar Ríkisstjórnin mun leita eftir sam- komulagi við forvarsmenn sveitar- félaga um atvinnuskapandi aðgerðir og beita sér fyrir nýsköpun I at- vinnulífi og markaðssólcn. En at- vinnuátakið sem koma á til frarm kvæmda er stórt vegagerðarátak en ríkisstjórnin kemur til með að verjá 3.5 milljörðum lcróna til þess og þaf af kemur þriðjungur til fram- kvæmda á næsta ári. Nú kemur slíkt ekki til að nýtast konum í atvinnu- skyni og varir líka ekki til frambúð- ar. Aðspurður hvort hann hefði kosið að reynt yrði að leita annarr; 1 leiða sagði Ögmundur: „Olckur hef ■ ur fúndist aðgerðir í atvinnumálun 1 hafa verið hingað til fremur þröng ar og þó að ég hafi þessar tillögu’ ekki fyrir framan mig, þá lítur ú: fyrir að enn sé höggvið I sama lcné runn. Vegagerð kemur öllum ti góða en hún getur elcki komið staðinn fyrir aðgerðir sem skapa at vinnu til frambúðar fyrir breiðan hóp af fólki þar sem þörfin er mest, til dæmis hjá ófaglærðu fólki o;; fólki úr þjónustugeiranum þar sem viðleitnin hefur verið sú að skera niður og draga saman. Það á tij dæmis vel við um alla opinbera þjónustu. Allar þessar aðgerðir í heild eru lítið skref í ljósi þess að frá árinu 1990 hafa kjör meðalfjöl- skyldu verið skert með breytingum á skattakerfinu sem nemur 300.000 krónum.“ Brotist inn í skrifstofur Fella- og Hólakirkju Öllu fémætu stolið Brotist var inn á skrifstofur þeirra Hreins Hjartarsonar sókn- arprests í Fellasókn, og Guðmund- ar K. Ágústssonar, sóknarprests I Hólasókn, aðfaranótt sunnudags. Einnig var brotist inn I skrifstofu kirkjuvarðar. Innbrotsþjófarnir höfðu á brott með sér allt lauslegt sem fémætt gat talist, þar á meðal tvær nýlegar tölvur og tvo prent- ara. „Við vorum tiltölulega nýbúnir að fá þessar tölvur,“ sagði séra Hreinn í samtali við MORGUNP- ÓSTINN í gær. „Þetta eru tæki upp á fleiri hundruð þúsund. Tækin sjálf eru auðvitað tryggð, en þarna eru geymdar miklar upplýsingar, til dæmis um fólk sem leitað hefur til okkar prestanna, listi yfir ferming- arbörn, ýmis vottorð og svo auð- vitað ræðurnar allar." Auk tölvu- búnaðarins var faxtæki, síma, út varpi og forláta klukku stolið, og létu þjófarnir sig ekki muna um að fjarlægja tvær myndir af veggnum á skrifstofu Hreins. Önnur þeirra var eftirprentun, en hin var eftir konu Hreins, Sigrúnu Halldórs- dóttur. „Þarna var fagmannlega að verki staðið,“ sagði Hreinn, „og engar óþarfa skemmdir unnar. En þeir tóku greinilega allt, sem þeir héldu að hægt væri að koma I verð. En þótt ekki hafi verið neinir skemmdarvargar á ferð, þá er þetta óneitanlega ákaflega nöturlegt allt saman. Fjárhagstjónið er það minnsta, maður er fyrst og fremst sár yfir þessu athæfi.“ Hreinn var búinn að skrifa töluverðan fjölda bréfa til Hjálparstofnunar kirkj- unnar fyrir fjölskyldur í neyð, en átti eftir að prenta mörg þeirra. „Það er engin ritvél hérna lengur, og ég verð því að skrifa þau öll aft- ur með penna, sem er ákaflega tímafrekt.“ Þjófarnir létu sér nægja að brjót- ast inn í skrifstofurnar, kirkjan sjálf var alveg látin I friði og engum helgimunum stolið. Það var Valdi- mar Ólafsson meðhjálpari, sem kom að uppbrotnum dyrunum rétt fyrir klukkan hálftíu á sunnudags- morgun og hafði samband við lög- regluna. Samkvæmt upplýsingum MORGUNPÓSTSINS er enn ekki vit- að hverjir þarna voru á ferð og er málið I rannsókn. æöj Bubbi dóni I nýjasta hefti tímaritsins Mamilífs er viðtal við Eyþór Arnalds, poppara í hljóm- sveitinni Bong. Meðal þess sem komið er inn á eru enskir textar við ís- lensk dægurlög. í því samhengi berast til tals ummæli sem Bubbi Mort- hens lét falla í viðtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. Þar lýsti Bubbi þeirri alþekktu skoðun sinna að íslenskir popparar eigi að syngja á móðurmálinu. Hnýtti hann því við að þessar ungu söngkonur sem hafa komið fram á sjónarsviðið undafarið væru „eins og glymskrattar með rauf' — að það þyrfti bara að stinga pening í rifuna á þeim þá syngju þær hvað sem væri, á ensku. Eyþóri svíður þetta greinilega sárt en unn- usta hans, Móeiður Júníusdóttir, er söng- kona Bong og augsýni- lega ein af ungu söng- konunum sem Bubbi skírskotar til. Eyþór segir að honum finnist þetta vera dónaskapur af Bubba og skýt- ur síðan föstum pillum að kóngn- um og segir: „Eini glymskrattinn sem ég þekki er sá sem syngur fyrir Sævar Karl og Visa.“ Og síðan dregur hann íslenskukunnáttu Bubba í efa, bendir til dæmis á hvað orðasamböndin „brotin hjörtu1' og „lirotin loforð“ koma oft fyrir I textum hans og lætur liggja að því að þarna séu áhrif frá ensku meiri en góðu hófi gegnir. Bubbi Morthens „Þetta er í góðu lagi. Ég fer ekk- ert ofan af því að Eyþór á að syngja á íslensku. Hann getur borið fyrir sig allar þær varnir sem hann vill, það er bara hans mál. Mín skoðun er sú að hann ætti að drullast til að syngja á íslensku fyrir íslenska hlustendur. Ég hef mikið álit á Ey- þóri. Hann er afskaplega snjall pródúsent, mjög klár tónlistar- maður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja nema hvað mér finnst það slappt að hann geti ekki sungið á íslensku. Hann talar um brotin loforð í viðtalinu, I því sam- bandi bendi ég Eyþóri á að það eru fleiri sem nota þetta orðasamband. Ég veit ekki hvort hann les Dag- blaðið reglulega en á blaðsíðu 15 í blaðinu, föstudaginn 9. desember 1994. er kjallaragrein eftir Gísla S. Einarsson alþingismann þar sem fyrirsögnin er: Brotin loforð, og það eru miklu fleiri sem nota þetta orðasamband. Það sem ég átti við með glymskrattalíkingunni er að þessir ensku textar eru yfirhöfuð mjög lélegir, og oft á tíðum þegar þetta lið er að syngja þessa texta þá hljómar það eins og glymskratti; maður setur bara pening upp í kjaftinn á þeim og það kemur ein- hver steypa út. Mér er alltof hlýtt til Eyþórs til að fara I einhverja fýlu út í hann og mér fannst ágætt hjá honum að svara mér. Ég er bara ánægður með að umræðan fari í gang um það hvort menn vilji syngja á ensku hérna heima.“ ■ Heildarsamningar erfiðir Það má því ætla að þú teljir þess- ar aðgerðir ekki líklegar til að stilla til friðar á vinnumarkaði þegar samningar losna nú um áramót? „Ég ætla að við munum skoða þessar tillögur mjög gaumgæfilega í heild sinni og get því ekki sagt um hvað verður,“ sagði ÖgmunduP. „Allt sem snertir útgjöld heimilanna verður að sjálfsögðu metið með til- liti til samninga. Kjarasamningar eru nú inni á borði hjá einstaka íé'- lögum innan verkalýðshreyfingar- innar og aðildarfélögin munu taka afstöðu til samningsmála hvert fyrir sig.“ Ögmundur sagði einnig að af- nám þjóðarsáttar hefði gert það að verkum að erfiðara væri um vik fyr- ir heildaraðgerðir og ríkisstjórnin hefði gert sér það sjálf að þurfa að semja við hvert einstakt félag fyrir sig.“ -ÞKÁ

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.