Helgarpósturinn - 12.12.1994, Side 11

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Side 11
f MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 11 Guðjón Garðarsson ásamt Ást- valdi Antoni, syni sínum. Veði var ekki aflétt af íbúð sem hann keypti fyrir sjö árum og því stend- ur hann uppi slyppur og snauður. Einstæður faðir með tvö börn segist ekki vita hvar halda skuli jólin. Einstæður faðir með tvö börn keypti íbúð fyr- ir sjö árum. Veði af henni i var ekki aflétt og seljandinn greiddi aldrei af láninu. Nú er búið að selja ofan af honum ’i íbúðina og fjöl- skyldan verður *6 borin út. :ui< „Veit ekki hvar við =eigum að halda jólin“ Héraðsdómur hefur dæmt að Guðjón skuli borinn út. „Eftirlaunasjóður Landsbankans og Seðlabankans er nú að láta -it henda mér og börnunum út úr . 'ií íbúðinni. Ég veit ekki hvar við eig- um að halda jólin en allt bendir til þess að við verðum á götunni,“ seg- “ ir Guðjón Garðarsson, einstæður faðir með tvö börn. Fyrir sjö árum keypti hann íbúð með áhvílandi veði vegna láns fyrri eiganda. Sá greiddi ekki af skuldinni, dráttar- vextir hlóðust upp og Eftirlauna- sjóðurinn ákvað því að bjóða íbúð- ina upp og leysti hana til sín. Guð- jón er því á götunni vegna láns sem hann stofnaði ekki til. i, r Guðjón keypti íbúðina að Dalseli trm 12 í september 1987. Þinglýstir eig- julr endur voru Kristrún Sigurðar- jibl dóttir og Þorleifur Ólafsson en Wo Kristrún hafði tekið lán sem Eftir- 'nu launasjóðurinn tryggði með veði í r.b. íbúðinni. Einar Einarsson og Hrafnhildur Pálmadóttir voru þó seljendur íbúðarinnar en ekki þing- lýstir eigendur en það tengist upp- ir.í gjöri á kaupum íbúðarinnar þeirra í milli. Guðjón segir að Einar og Hrafn- hildur hafi átt að taka yfir lánið en ekki getað staðið við það. „Þegar ég sá að málið var svona vaxið bauðst ég til að yfirtaka þetta og skrifa sjóðnum bréf sem ekki var svarað. Sem gamall Landsbanka- og Seðla- bankastarfsmaður vildi ég reyna að yfirtaka þetta lán, en þannig að þeim yrði komið í skil af þessum greiðendum. Þau greiddu hins veg- ar ekkert og ég sit uppi í snjóhúsi með lánið á bakinu. Ég veit ekki hvort þetta voru mistök en það var alla vega það eina sem hægt var að gera í stöðunni ef ég átti ekki að missa íbúðina. Ég greiddi þá 500.000 til lögmannsstofunnar og þar af leiðandi var fallið frá öllum uppboðum að svo komnu máli. Þetta er búið að ganga svona í sex ár, eða þar til bæði ég og sjóðurinn gáfumst upp.“ Að lokum var þolinmæði Eftir- launasjóðsins á þrotum og íbúðin var boðin upp í febrúar á þessu ári að þeirra kröfu. Á kröfulýsingu kemur fram að gjaldfelldur höfuð- stóll skuldarinnar var 650.OOO en dráttarvextir voru 3,5 milljónir króna og ýmis kostnaður 400 þús- und krónur. Guðjón hafði hins veg- ar greitt inn á þessa skuld 500 þús- und, eða hátt í höfuðstólinn. Sjóð- urinn fékk íbúðina á 6,3 milljónir. Félagi Guðjóns bauð 100 þúsund krónum meira en féll frá tilboðinu. Eftirlaunasjóðurinn hefur stefnt þeim manni fýrir héraðsdóm fyrir að standa ekki við boðið sem þýddi að sjóðurinn fékk minna upp í kröfu sína. Um síðustu mánaðamót féll svo dómur í máli sjóðsins gegn Guðjóni í héraðsdómi Reykjavíkur þar sem segir að „Guðjón Garðars- son, verði ásamt fjölskyldu sinni borinn út úr Dalseli 12 með beinni aðfarargerð.“ „Svona aðför gagnvart fólki finnst mér mjög harkalegar aðgerð- ir og í raun alveg forkastanlegt. Ég hef þegar greitt nær allan höfuðstól- inn en íbúðin er seld vegna dráttar- vaxta af láni sem ég tók aldrei. Þetta eru 3,9 milljónir í dráttarvöxtum sem þeir eru að hártogast í. Þeir eru ekki að tapa útlánuðum peningum. Mér fmnst mjög undarlegt að þessir lögmenn séu orðnir svo forstokkað- ir að þeir vilji ekki semja um eitt eða neitt. Svo stefna þeir manninum fýrir að bjóða 100 þúsund krónum yfir þeirra boði sem sýnir hvað þeir ætla að vera ofsalega harðir í þessu máli. Ég skil ekki af hverju þeir vilja ekki semja. Ég hef margoft boðist til þess að borga restina upp í höfuð- stól skuldarinnar ásamt samnings- bundnum vöxtum.“ Sigtryggur Jónsson, formaður Eftirlaunasjóðsins, segir að það sé ákaflega erfitt að slá af dráttarvaxta- kröfu vegna vanskila og það telji þeir sig ekk_i geta gert. „Ég tel að við höfum teygt okkur mjög langt og sýnt honum ákveðna lipurð í þessu máli öllu og inn- heimtuaðgerðir fóru mjög seint af stað á sínum tíma, meðal annars vegna þess hvernig málið var vaxið. Það er seljandi íbúðarinnar sem átti að aflétta þessu láni en það eru va- nefndir af hálfu þess aðila sem valda þessum hremmingum fyrst og fremst. Meginatriðið er að sjóður- inn sýndi honum ákaflega mikla lipurð lengi vel einmitt vegna þess hvernig það var vaxið og til komið á sínum tíma. Hitt er annað mál að við gátum ekki afskrifað kröfuna á grundvelli þess sem fór á milli þeirra aðila." -pj Mér er spurn Jóhannes Arason, bareigandi spyr: „Ég vil spyrja hvers vegna opnunartími veitingastaða er ekki gefinn frjáls eins og er að gerast víðast hvar í heiminum. Það myndi létta mjög störf Iöggæslunnar og leigubíl- stjóra ef öllu þessu fólki væri ekki hent út í kuldann á sömu mínútunni. Frjáls opnunar- tími kæmi öllum til góða, viðskiptin yrðu jafnari sem skapar tækifæri til mikillar hag- ræðingar. Þetta kæmi líka í veg fyrir þrengsli á stöðunum og þýddi jafnari innkomu. Þetta myndi ekki leiða til þess að allir staðir hefðu opið fram eftir nóttu en það væri óneitanlega gaman að geta boðið gestum að vera lengur þegar stemnmingin er góð. Það er bara partur af lýðræði að fá að ráða hvar og hvenær menn kjósa að skemmta sér.“ „Lenging á opnunartíma eða frelsi í þeim efnum hefur oft verið í umræðunni. Um það eru skiptar skoðanir og margir telja að það feli í sér aukinn löggæslukostnað en aðrir segja að það leiði til jafnari notkunar á stöðunum sem gæti komið löggæslunni og leigubíl- stjórum vel svo eitthvað sé nefnt. Það skapast óneitanlega erfitt ástand við að allir komi út af stöð- unum á sama tímanum. Ég get ekki sagt að það liggi neinar breytingar í loftinu núna en ég verð var við já- kvæðari viðhorf hjá löggæslunni og borgaryfírvöldum. Mér finnst að það stefni í breytingar þótt ekkert sé fyrirliggjandi í þeim efnum. Það þarf ekki lagabreytingu heldur b'reytingu á reglugerð í dómsmála- ráðuneytinu sem þó yrði aldrei gerð nema með víðtækri samstöðu. Þessari skoðun hefur augljóslega vaxið fiskur um hrygg og margir telja að hún leysi fleiri vandamál en hún skapi.“H Ari Edwald, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra „Það þarf ekki lagabreytingu heldur breyt- ingu á reglugerð í dómsmála- ráðuneytinu sem þó yrði aldrei gerð nema með víðtækri sam- stöðu. Þessari skoðun hefur aug- Ijóslega vaxið fiskur um hrygg og margir telja að hún leysi fleiri vandamál en hún skapi.“ í návíqi Sighvatur Björgvinsson bankamálaráðherra „Menn geta spurt sig hvort eðlilegt sé að bankamála- ráðherra hafi þriðjung launa bankastjóra“ Gríðarlega há laun bankastjóra hafa komist aftur í umræðuna í kjölfar útkomu bókar Örnólfs Árnasonar. Laun bankastjóra eru nálægt einni milljón króna á mán- uði en ljóst er að grunnlaun banka- stjóranna standa aðeins undir þriðjungi til helmingi af þessum of- urháu launum. Hitt kernur vegna fundarsetu og margvíslegra auka- greiðslna sem meðal annars koma til af kjarasamningum sem þessir sömu bankastjóra gera. Ætlar þú að skipta þér af þessu? „Ég óskaði eftir tillögum frá bankaráðunum um breytingar á launakjörum bankastjóranna.“ En þú hefur ekki fengið þær? „Þær tillögur hef ég ekki fengið vegna þess að ég bað bankaráðsfor- mann Seðlabankans um að hafa forystu um það að biðja um þetta. Hann sagði síðan af sér eins og al- þjóð veit. Það þurfti að skipa nýjan sem þurfti að byrja á byrjunarreit aftur. Ég á von á því að fá það fljót- lega. Ég talaði við bankaráðsfor- mann Seðlabankans fyrir helgina og mér skilst að það sé komið að lokum í þeirri vinnu.“ Nú kemur í ljós að bankastjórar þiggja laun samkvæmt kjara- samningum bankastarfsmanna, samanber kjör eins og 13. mánuð- inn og starfsafmælisgreiðslur. Nú vill svo til að bankastjórar semja einmitt um þessar greiðslur við bankastarfsmenn? „Já, og semja síðan sjálfir við bankaráðin." Finnst þér ekki vera hætta á hagsmunaárekstrum? „Eins og hefur komið fram hjá mér, þá var gerð tillaga um það af fyrrverandi viðskiptaráðherra, þeg- ar lögin um viðskiptabanka voru til endurskoðunar, að bankastjórar mættu ekki taka aukagreiðslur nema með samþykki viðskiptaráð- herra. Þessu var breytt í meðförum þingsins. Þingið felldi þetta út úr upphaflegum tillögum ráðherrans en tók hins vegar þá ákvörðun að þeir aðilar sem þingið kýs ættu að sjá um þetta og bera ábyrgð á því um leið. Alþingi tók þessa ákvörð- un og það er þá alþingis og banka- ráðsmanna kosnum af því, að bera ábyrgð á þessu. Það verða þá að vera menn kosnir af alþingi sem verða að vera ábyrgir á þessum launum úr því að þeir námu úr lög- um heimild viðskiptaráðherra til að skipta sér af þessu. Þá fylgir náttúr- lega ábyrgðin með.“ Hefur þú áhuga á að leita eftir því að þessi heimild komi aftur til viðskiptaráðherra? „Það er eitt af því sem hlýtur að koma aftur til álita hjá formönnum bankaráðanna núna þegar ég hef beðið þá um að skila tillögum hvort eigi að taka það upp eða ekki. Það er hins vegar ekkert vafamál að ábyrgðin er hjá þeim. Alþingi tók þá ákvörðun að ábyrgðin skyldi vera hjá mönnum sem alþingi kýs. Mér finnst að þeir eigi þá að vera ábyrgir fyrir því að skila tillögum. Til einhvers hljóta þeir að sitja þarna.“ En þessi tilhögun; að þeir semji nánast báðum megin við borðið? „Fyrst að löggjafinn tekur þá ákvörðun að viðskiptaráðherra eigi að vera valdalaus í þessu tilviki og völdin eigi að vera í höndunum á bankaráðum sem alþingi kýs, þá verður alþingi og bankaráðin að standa ábyrgð á þessu. Menn geta ekki ætlast til þess — eins og komið hefur upp í þinginu hjá Guðrúnu Helgadóttur - að viðskiptaráðherra standi ábyrgur á þessu þegar búið er að taka öll völdin af honum.“ Þú myndir þá kannski vilja gera breytingu á þessu? „Mér finnst satt að segja að eins og alþingi hefur afgreitt málið þá eigi hankaráðin að svara þessari spurningu." Spurningunni um kjör banka- stjóranna? „Spurningunni um kjör banka- stjóranna og hvort þetta séu eðli- legar launagreiðslur og hvort þetta „Alþingi vildi hafa þetta svona og þá verða alþingismenn að axla þá ábyrgð sem þessu fylgir.“ sé eðlileg aðferð. Mér finnst að menn séu þarna að kasta heitri kartöflu á milli sín. Alþingi vildi hafa þetta svona og þá verða al- þingismenn að axla þá ábyrgð sem þessu fylgir. Það eru þeirra fulltrúar sem verða að svara þessum fullyrð- ingum en auðvitað hef ég mínar skoðanir á þessu. Ég ætla ekki að skera þá niður úr þessari snöru með því að ganga fram fyrir skjöldu og segja hvað ég vil vegna þess að það er búið að taka öll völdin úr höndum viðskiptaráðherra. Vandi fylgir vegsemdinni.“ Én þetta fyrirkomulag, eins og að binda sig við hæstaréttardóm- ara og þiggja síðan alls kyns auka- greiðslur? „Það er kjaradómur sem ákveður laun æðstu embættismanna ríksins. Kjaradómur hefur ákvarðað það í sínum launaákvörðunum að til dæmmis ráðherrar fá enga yfir- vinnu greidda. Þeir bara fá sín laun, þeir geta ekki setið í nefndum framkvæmdavaldsins. Kjaradómur hefur ákveðið að laun ráðherra skuli vera þessi og skiptir þá engu hvort þeir eru með eitt ráðuneyti eða fjögur, þeir fá ekkert meira fyr- ir það. Skiptir ekki máli hvort þeir vinna 8 eða 16 tíma á sólarhring. Þetta var ákvörðun kjaradóms sem og einnig með hæstaréttardómara, sem reyndar tóku sér það vald að tilkynna ríkisvaldinu að nú myndu þeir leggja eftirleiðis fram reikninga fyrir yfirvinnu sem þeir hefðu unn- ið og úrskurða að þeim bæri að fá það greitt. Ekki deilir ríkisvaldið við dómarana." En hvað finnst þér um þessi laun bankastjóranna? „Nú er ég ekki ábyrgur fyrir þess- um launagreiðslum þannig að þú ættir að beina þessum spurningum að bankaráðunum. Það er að segja; finnst ykkur, sem semjið við bankastjóra, það eðlilegt að banka- stjóri hafi þrisvar sinnum hærri laun heldur en bankamálaráð- herra?“

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.