Helgarpósturinn - 12.12.1994, Qupperneq 16

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Qupperneq 16
16 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 m^Mormn A \ Posturmn Utgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Ráðherra ekki virt- ur svars í ljósi umræðu síðustu vikna um launakjör í landinu hlýtur að vera svolítið einkennilegt hlutskipti að vera allt í senn jafnaðar- mannaleiðtoginn Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra og viðskiptaráðherra. Undir sinni yfirstjórn hefur jafnaðarmannaleiðtoginn á einn kantinn sjúkraliða, sem hafa 56 þúsund krónur á mánuði og hafa staðið í verkfalli vikum saman til að fá fimm þúsund krónur í við- bót. Á hinn bóginn heyra svo undir sama jafnaðarmannaleiðtoga ríkisbankastjórar, sem hafa eina milljón króna á mánuði og eru því til viðbótar þessa dagana að kvitta fyrir „desemberuppbóf‘, sem er nærfellt helmingi hærri upphæð en árslaun sjúkraliða. Hvaða vítisvél hefur búið til þetta launakerfi bankastjóranna? Ekki skýrist þetta af árangri í starfi. Landsbankinn græddi að vísu 94 milljónir í fyrra, en það gerir ekki mikið meira en að duga fýrir árslaunum bankastjóranna og aðstoðarbankastjóranna það árið. Árið á undan tapaði bankinn hins vegar 2.728 milljónum og allt bankastjóragengið þyrfti að vera launalaust í 40 ár til að vinna tap- ið upp. Ekki skýrist þetta heldur af ábyrgð í starfi. Bankarnir hafa þurft að afskrifa milljarða á milljarða ofan vegna heimskulegra ákvarð- ana bankastjóranna. Enginn þeirra er kallaður til ábyrgðar á vit- leysunni — engum þeirra dettur í hug að segja af sér og þaðan af síður dettur nokkrum manni í hug að reka þá, eins og þó væri búið að gera fyrir löngu í venjulegum fyrirtækjum. Árangur bankastjóranna er sem sagt hraksmánarlegur, ábyrgðin engin en launin fyrir utan og ofan allt velsæmi. En það eru ekki bara launin sjálf sem ofbjóða siðferðiskennd venjulegs fólks, heldur hvernig þau urðu til. Lítið dæmi: hvernig í ósköpunum stendur, að bankastjórar fá þrettánda mánuðinn greiddan? Einn þeirra sagði vandræðalegur í sjónvarpsviðtali í síð- ustu viku, að þetta væri í samræmi við kjarasamninga bankastarfs- manna. Þetta var athyglisvert því ekki var áður vitað, að kjör bankastjóranna sjálfra réðust af þeim samningum. Nú fer fer mað- ur loksins að skilja af hverju bankastjórarnir í samninganefnd bankanna eru miklu fúsari til að semja við óbreytta bankastarfs- menn um sporslur af þessu tagi fremur en beinar launahækkanir. í fýrra tilvikinu eru þeir að semja um hækkun á eigin launum í leið- inni, en hafa hins vegar sjálfir ekkert upp úr seinni aðferðinni. Um leið og þeir sömdu um 100 þúsund króna desemberuppbót fyrir óbreyttan bankastarfsmann höfðu þeir sjálfir milljón upp úr krafs- inu. Öll þessi svikamylla hefur orðið til undir handarjaðri stjórnmála- flokkanna — pólitískt skipaðra bankaráða og pólitískt ráðinna bankastjóra. Það má til sanns vegar færa, að ríkisbankarnir hafi verið og séu enn holdgervingar pólitískrar spillingar á íslandi. Með þessu er auðvitað ekki verið að alhæfa um bankastjórana sem ein- staklinga, heldur kerfið sjálft. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra, hélt blaðamannafund fyrir tæpu ári og lýsti því karlmannlega yfir, að hann myndi kalla formenn bankaráða ríkisbankanna á sinn fund og óska eftir endur- skoðun á launakerfi bankastjóranna. Þeir hafa ekki ennþá virt hann svars, og er það ömurlegt hlutskipti fyrir ráðherra. Vonandi tekst Sighvati betur með að halda sjúkraliðunum í skefjum — það er trúlega viðráðanlegra verkefni. Páll Magnússon PÖsturirm Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 522-2211 fax 522-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 522-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 522-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á þriðju- og miðvikudögum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. Ummæli Þetta hljómar nú ótrúlega „Efþetta er stœrsta lygi aldaritinar, þá er nú aldeilis hœgt að treysta stjórnmála- mönnum Helgadóttir platari. Er þetta ekki skáldaleyfi? „Eg skal viðurkenna að ég bcetti smávœgilega inn í tillöguna til að skerpa hana. “ Guðmundur J. Guðmundsson annar platari. Þetta kemur ekki ftam í þingtíðindum „Almenningur lítur á valdið og meiri eða minni misbeitingu þess sem óumbreytanlegt náttúrulögmál, en afstaða almennings til valdhaf- anna rriótast helst af smjaðri, öfund- sýki og illkvittni.“ Kjartan Gunnar Kjartansson heims- spekilega sinnaður ættfræðingur. Ég sem treysti bara feitum kokkum „Mér var sagt upp og skýringin sem égfékk var að ég vœri of feit. Nú fœru að koma vond veður og éggxti slasað mig og aðra ogfengi ég hjartaáfall yrði eng- in hœgðarleikur að koma mér upp úr skipinu." Jóna Kjartansdóttir kokkur. Furðuleg framganga Morgunpóstsins Mánudaginn 5. desember síðast- liðinn var hér í Morgunpóstinum fjallað um skipun Þórhildar Líndal lögfræðings í embætti umboðs- manns barna á þann hátt að fúrð- um sætir. I stuttu máli er málið þannig vaxið að forsætisráðherra valdi þórhildi úr hópi 24 umsækj- enda um starfið. Var Þórhildur ein af þremur lögfræðingum sem sóttu um, en auk þeirra voru meðal ann- ars sálfræðingar, læknir, kennarar og fleiri. 1 blaðinu er málinu slegið upp á forsíðu með stórri mynd af Þórhildi, um það fjallað á einni síðu inni í blaðinu og svo skrifuð ritstjórnargrein. Erfitt er að sjá hvað teljast eigi athugavert við veit- ingu embættisins annað en óánægja annarra umsækjenda. Samanstendur umfjöllun blaðsins að mestu af viðtölum við þá. Helst virðist þar vera um að ræða athuga- semdir við að Þórhildur, sem starfsmaður forsætisráðuneytisins, hafi tekið við umsóknum frá öðr- um umsækjendum áður en hún sótti sjálf um. Að vísu er þetta máls- atriði ekki vel upplýst í blaðinu, en þó að satt væri, er erfitt að sjá hvaða þýðingu það hefði, enda liggur fyrir að umsóknir allra umsækjendanna bárust ráðuneytinu og komu þar til athugunar áður en embættið var veitt. I lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 er sagt svo um almenn hæfisskilyrði umboðsmanns barna: „Umboðsmaður barna skal hafa lokið háskólaprófi. Hafi umboðs- maður barna ekki lokið embættis- prófi í lögfræði skal lögfræðingur starfa við embættið." Ekki er á því nokkur vafi að Þórhildur Líndal uppfyllir þessi skilyrði. Þar að auki má lesa út úr þessum texta laganna óbeina fyrirætlan um að lögfræði- menntun sé tekin fram yfir aðra há- skólamenntun. Að minnsta kosti virðist sparast aukastarfsmaður við embættið ef lögfræðingur gegnir starfanum. Það dugir ekki til að gagnrýna skipun Þórhildar að aðrir umsækj- endur séu vonsviknir. Því verður ekki haidið fram til dæmis að sál- fræðingur eða læknir hefðu frekar átt að fá embættið. Gagnrýni byggð á slíkum hugleiðingum er fráleit. Skipun Þórhildar Líndal er þannig hafin yfir alla efnislega gagnrýni. Þungavigtin Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. En Morgunpósturinn þarf að leita víðar fanga, því blaðið lætur sér sæma að dylgja um að einhver sérstök tengsl milli ráðherrans og umsækjandans hafi valdið valinu. Að vísu er ekki unnt að halda fram pólitískum tengslum, þar sem eng- inn veit um nein slík tengsl. Þór- hildur mun sjálf aldrei, svo vitað sé, hafa skipt sér af pólitísku starfi. Eiginmaður hennar, sem nefndur er til sögunnar í blaðinu, er þekktur framsóknarmaður. Þegar þetta bregst er gripið til þess að telja ráð- herrann vera kunningja fjölskyldu Þórhildar. Þar er að vísu sumt ósatt sem sagt er. Að öðru leyti er þar ekki um annars konar kunnings- skap að ræða en gerist og gengur í okkar litla samfélagi. Kjarni máls- ins er sá að stjórnsýslulög hafa að geyma reglur um það, hvenær ráð- herra verður vanhæfúr til meðferð- ar máls vegna tengsla við málsaðila. Alveg er ljóst að hér var ekki um neinar vanhæfisástæður að ræða og fer því raunar víðs fjarri. Niðurstaðan af þessu öllu er ein- föld: Ekki er unnt að gera nokkrar athugasemdir við skipun Þórhild- ar Líndal í embætti umboðs- manns barna. Snefill af kröfum í leiðara Morgunpóstsins fjallaði Gunnar Smári Egilsson ritstjóri um málið. Ekki var þar gerð nein grein fyrir því hvað væri gagnrýnisvert við veitingu embættisins heldur bara gengið út frá því að eitthvað væri að. Síðan gat þar meðal annars að líta eftirfarandi texta: „Ráðherrar hafa hins vegar ekk- ert lært af þessu. Ef það þjónar einkahagsmunum þeirra eða flokksins að ganga fram hjá hæfum umsækjanda þá gera þeir það. Fyrir þeim skiptir ekki meginmáli þótt hver ríkisstofnunin á fætur annarri séu gerðar hálfónýtar vegna slæ- legrar og metnaðarlausrar stjórn- unar. Enginn þeirra finnur hjá sér hvöt til að styrkja og bæta ríkiskerf- ið. Þeir líta á stofnanir þess sem táknrænar fremur en starfshæfar. Það er þannig í sjálfu sér nógu mannúðlegt að stofna embætti um- boðsmanns barna, það skiptir minna máli hvort það embætti verði gott eða lélegt.“ Það munar ekki um það. Það er búið að gera embætti umboðs- manns barna hálfónýtt með skipun Þórhildar! það eru kveðjur blaðsins til hennar þegar hún tekur við hinu nýja starfi. Morgunpósturinn á að skamm- ast sín og biðja Þórhildi Líndal af- sökunar á þessari furðulegu fram- göngu. Blað sem vill vera í hlut- verki gagnrýnanda á málefni sam- félagsins, þarf sjálft að uppfylla snefil af þeim kröfum sem það þyk- ist gera til annarra. Annars tekur enginn mark á því nokkurn tíma. Eg óska Þórhildi Líndal lögfræð- ingi til hamingju með nýja starfið og þykist viss um að hún eigi eftir að gegna því með sóma.B „Það dugir ekki til að gagnrýna skipun Þór- hildar að aðrir um- sœkjendur séu von- sviknir. Því verður ekki haldiðfram til daemis að sálfrœðing- ur eða lceknir hefðu frekar átt aðfá emb- aettið. Gagnrýni byggð á slíkum hugleiðing- um erfráleit. Skipun Þórhildar Líndal er þannig hafin yftr alla efnislega gagnrýni. “ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.