Helgarpósturinn - 12.12.1994, Síða 24

Helgarpósturinn - 12.12.1994, Síða 24
32 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 12. DESEMBER 1994 Islandskynning 1 þýsku handboltablaði Tápmiklir hnokkar og drykkjumenn góðir NBA-molar Dúettinn íDallas Góður árangur Dallas Mavericks hefur vakið verðskuldaða athygli í vetur. Liðið, sem verið hefur að- hlátursefni undanfarin ár, er óðum að sækja í sig veðrið og það á möguleika á sigri í hverjum einasta leik. Tveir ungir leikmenn, Jimmy Jackson og Jamal Mashburn, hafa gjörsamlega verið að tæta í sig varnir andstæðinganna. Þeir hafa báðir náð að skora 50 stig í leik í vetur en samherjar hafa ekki náð því takmarki á sama tímabili síðan’ 1984-85 þegar Kevin McHale og Larry Bird náðu báðir að skora yfir 50 á tímabilinu. Jackson og Mashburn eru báðir að gæla við 30 stiga meðaltal og margir spá því að Jackson eigi eftir að verða stigakóngur NBA eitthvert næstu ára. í þýska handboltatímaritinu Handballwoche birtust nýlega tvær greinar um ísland, íslenskan hand- bolta og handboltamenn. Tilefni greinaskrifanna er að sjálfsögðu heimsmeistaramótið á næsta ári. Styttri greinin er reyndar ekki ann- að en upptalning á algengustu ferðamannaklisjunum og gæti ver- ið tekin beint upp úr hvaða ferða- skrifstofubæklingi sem er. Hverir, fískur og fossar, óspillt náttúra og Gullfoss, auk alþingis, eldfjalla og nafnahefðarinnar, mynda kjarna þeirrar ágætu auglýsingar. Hin greinin er öllu athyglisverðari, en þar er fjallað um handbolta á Is- landi og íslenska leikmenn með þýskum liðum í gegnum tíðina. Umfjöllunin um íslenska handbolt- ann er reyndar í hálfgerðum goð- sagnastíl, afskaplega hugljúf og fal- leg mynd af tápmiklum hnokkum og fórnfúsum áhugamönnum, allt í gamla ungmennafélagsandanum og ekki alveg í samræmi við raun- veruleikann. Helmingur greinarinnar fer hins vegar í mikinn lofsöng um íslenska handboltakappa í Bundeslígunni þýsku. Fer þar reyndar tiitölulega lítið fyrir sögum af afrekum þeirra á íþróttasviðinu, meira plássi er eytt í að lýsa því hvað þetta séu nú góðir og skemmtilegir strákar allt saman. Einn helsti kostur íslenskra hand- boltamanna, ef trúa má heimildar- manni blaðsins, er reyndar hóg- værðin, það er að segja hversu ódýrir þeir eru og tilbúnir að leggja mikið á sig fyrir þetta skítakaup sem þeirTá. J?n aðalkosturinn er þó talinn vera skemmtanagleðin og drykkjuharkan, sem ku einkenna íslensku víkingana. Telur blaða- maður víst að Sigurður Sveins- son hefði auðveldlega getað komist á héraðsþingið í sínu héraði hefði hann kært sig um, svo vinsæll var hann meðal heimamanna. Skemmtanagleði Islendinganna hefur komið af stað mörgum sög- unum og ganga sögusagnirnar um afrek þeirra í glasalyftingunum ljósum logum hvar sem þeir koma. Tvær slíkar sögur eru látnar fljóta með. Hafa ólygnir það fyrir satt, að meistaratitill Gummersbach, sem Kristján Arason spilaði með, hafi aldrei verið í neinni hættu utan einu sinni á tímabilinu. Það var þegar Kristján steig trylltan dans við Pál Ólafsson uppi á barborði á kjötkveðjuhátíðinni og engu mun- aði að hann stórslasaði sig — sem hugsanlega hefði kostað liðið titil- inn. Hin sagan er eldri en lifir þó enn góðu lífi. Þannig var, að Dankersen, sem Axel Axelsson lék með á sín- um tíma, tapaði einhverju sinni sem oftar leik. Þetta tiltekna tap olli Axel miklu hugárvíli, sem virtist valda honum þorsta miklum. Á meðan félagar brugðu sér undir sturturnar sat Axel því sem fastast Siggi Sveins var svo vinsæll með- al heimamanna að hann hefði auðveldlega komist inn á þing. og drekkti sorgum sínum. Tókst honum að tæma heilan bjórkassa, sem ætlaður hafði verið öllu liðinu, á meðan hinir skoluðu af sér svit- ann. Þetta ku hafa gerst fyrir einum tólf árum síðan og ástæðan fyrir því að sagan lifir enn er væntanlega tví- þætt. Annars vegar hefur mönnum að vonum þótt mikið til koma um drykkjuþol Sela. Hins vegar eru einhverjir félagar hans ábyggilega ennþá fúlir yfir því að hafa ekki fengið öllarann sinn... -æöj Drexler ekki dauður úr öllum æðum Gamli snillingurinn Clyde Drexler hefur í vetur þaggað niður í þeim gagnrýnisröddum sem töldu hann útbrunnið gamalmenni. Drexler hefur átt í miklum meiðsl- um á undanförnum árum og því er endurkoma hans í hóp bestu leik- manna deildarinnar nokkuð óvænt. I vetur hefur hann skorað rúm 24 stig að meðaltali og skot- nýtinga hans verið um 47 prósent sem þykir allgott á þeim bæ. ÞjáHarar í bakara- ofhinn Þeir sem þjálfa í NBA geta ekki montað sig yfir starfsöryggi og ýmsir þjálfarar eru líklegir til að verða aðalréttirnir í jólasteik lið- anna. Líklegastir til að fjúka innan skamms eru: Bill Fitch, þjálfari Los Angeles Clippers og Kevin Loug- hery, þjálfari Miami Heat. Það var ekki búist við miklu af Clippers en aftur á móti hefur byrjunin verið verri en nokkrurn grunaði. Aftur á móti eru aðdáendur Miami Heat orðnir ansi langeygðir eftir al- Frá A til Ö með Gústafi Bjarnasyni ,J5ynd að Guðmundur Ami skuli ekki vera í Haukum“ Aðventan: Þá styttist í jólin. Bergsveinn Bergsveinsson: Það eru fáir kjúklingar betri en hann. Draumadeitið: Er ekki Cindy Crawford á lausu? Ellilífeyrinn: Þarf ég nokkuð að spá í það strax? Vreknóttar konur: Þær hljóta að vera hraustar. GuðmundurÁrni: Algjörsynd að hann skuli ekki vera í Haukum. Haukar: Taka vel á móti öllum, líka Guðmundi Árna! Islandsmeistarar: Mérdetturí hug Haukar! Jazz: Ábyggilega þokkalegasta músík. Kofinn: Þú færð hvergi eins góðan „Julio" eins og þar! Línan: Maður verður að passa sig á því að stíga ekki á hana. Mjólkurbú Flóamanna: Þar vinna vinir mínir og jógúrtgerlarnir Siggi og Óli! Nöfn: Endalausir möguleikar. Oskastaðan: Úrslitaleikir: Selfoss - Haukar. Pælingar: Ætli Þorbergur og Einar komist báðir í einn Twingo? Beykingar: Hallærislegurog sóðalegurávani hjáfólki. Sigurður Valur Sveinsson: Okkar efnilegasti handboltamaður! Tangó: Var það ekki einhver dans? Unun: Flott hljómsveit. Vinir Hafnarfjarðar: Allirsannir Haukamenn. Þorbergur þjálfari Aðalsteinsson: Hvað ætli hann sé léttur? Ættfræði: Ég hugsa um það þegarég er kominn á eílilífeyrinn. Oskubuska: Hún er þarna úti einhvers staðar. Sktöamenn fara oft ótroðnar slóðir í leit sinni að hentugum stöðum til að iðka sina iþrótt. Þessi skiðari hefur einmitt farið þannig að, i stað þess að láta snævi þaktar brekkur nægja hefur hann komið sér fyrir á iðandi öldum karabfska hafs- ins þar sem svig, stórsvig og risasvig eru iðkuð af miklum móð. Arnar Grétarsson: Líkar vel við Bjjama Vegna viðtals í fimmtudagsblaði MORGUNPÓSTSINS vill Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks, taka fram að ekki sé rétt að hann hafi fengið þrjú tilboð frá sænskum liðum, aðeins hafi verið um þreif- ingar í gangi. Varðandi það að Blikar hafu ekkert gert í sínum málum vill hann benda á að ekki hafi orðið miklar breytingar á liðinu og ekki sé um gagnrýni á stjórnina að ræða. Þá vill hann einnig taka það fram að samstarf hans og Bjarna Jóhannessonar, núverandi þjálfara liðsins, sé gott og hann sé ánægður með störf hans.B Enska knattspyrnusambandið óhresst með niðurstöðu gerðardóms í máli Tottenham Bikarbanninu afíétt og stigin sex verða ekki tekin Það er víst óhætt að segja að að- dáendur jafnt sem forráðamenn enska knattspyrnuliðsins Totten- ham Hotspurs andi léttar eftir sögulega niðurstöðu gerðardóms á föstudag. I niðurstöðunni er fallist á flest sjónarmið núverandi stjórn- armanna liðsins og allar fésektir hækkaðar til muna og þess í stað hætt við að banna liðinu þátttöku í ensku bikarkeppninni og ennfrem- ur hefur verið ákveðið að láta félag- ið halda öllum áunnum stigum sín- um í lok tímabilsins, en áður hafði verið ákveðið að taka sex stig af heildarstigafjöldanum til refsingar. Málið er allt hið undarlegasta og þykir bera merki um mikið skipu- lagsleysi og klúður hjá enska knatt- spyrnusambandinu. Þær refsingar sem félagið hlaut í fyrra hafa nú all- ar verið dregnar til baka utan fé- sektir og menn segja nú að knatt- spyrnusambandið verði að fara hægt í sakirnar hvað refsingar varð- ar í náinni framtíð. Gerry Francis, framkvæmda- stjóri liðsins, var að vonum ánægð- ur með niðurstöðuna og sagði hana sanngjarna, stigatakan hefði aðeins bitnað á aðdáendum liðsins og nýrri stjórn, ekki á þeim sem hefðu átt sökina og átti Francis þá greini- lega við landsliðsþjálfarann Terry Venables. Enska knattspyrnusambandið hefur gefið út yfirlýsingu þess efnis að það sætti sig illa við niðurstöð- una og hyggi á áfrýjun.B

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.