Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 2

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR , Pétur Gunnlaugsson lögfræð- ingur og formaður Fjölskyldu- verndar, félags forsjárlausra for- eldra, fullyrðir að lögreglan hafi beitt umfangsmiklum símhlerun- um á meðan leitin að börnum Að- alsteins Jónssonar og Sigrúnar Gísladóttur stóð yfír. Lögreglan fór inn á um 20 heimili í leit sinni að börnunum án húsleitarheimilda og telur að slíkra heimilda hafi ekki verið þörf þar sem húsráðendur hafi undantekningarlaust sýnt lög- regluyfirvöldum samstarfsvilja. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, sem stjórnaði leit lög- reglunnar, vísar fullyrðingum Pét- urs um símhleranir alfarið á bug og segir þeim ekki hafa verið beitt við leitina að börnunum. Pétur bendir hins vegar á að eftir að Aðalsteinn hringdi frá skrifstofu Fjölskyldu- verndar í kunningja sinn og fór að loknu símtalinu rakleiðis til hans, hafi lögreglan beðið eftir honum fyrir utan heimili hans. Segir Pétur að einungis með því að hlera síma Fjölskylduverndar hafi lögreglan getað orðið sér úti um upplýsingar um væntanlegar ferðir Aðalsteins. Til að staðfesta grun sinn um sím- hleranirnar kom Pétur á framfæri röngum upplýsingum um dvalar- stað barnanna í símtölum við með- limi Fjölskylduverndar sem voru málinu óviðkomandi. „Ég lét þær upplýsingar koma fram í símtölun- um að börnin væru í ákveðnum húsum þótt ég hefði ekki hugmynd urn hvar þau væru og það var eins og við manninn mælt að löggan mætti á annan staðinn og hinn var Sigrun Gísladóttir kem- ur með yngra barn sitt á Landspítalann aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Lögregluyfirvöld hafa leg- ið undir þungum ásökun- um um að hafa beitt óspart símhlerunum þeg- ar Sigrúnar og barnanna tveggja var leitað. ■■I MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Yrðir þú ekki brjálaður ef löggan myndi hlera símann Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur segir lögregluna hafa beitt símhlerunum í leitinni að börnum Aðalsteins Jónssonar og Sigrúnar Gísladóttur. Hann lagði gildru sem hann segir lögregluna hafa fallið í og þannig staðfest grun sinn um meintar símhleranir hennar Ólafur Ragnar Grímsson um að flýta kosningum Lítt hugsað hjá Jóni Baldvini Breytirí raun engu. „Eins og margt annað hjá Jóni Baldvini finnst mér þetta iítt hugsað,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson um þá skoðun Jóns Baldvins Hannibalssonar að flýta beri kosningum ef stöðugleika í efnahagsmálum verði stefnt í voða í komandi kjaradeilum. Friðrik Sophusson hefur tekið undir það sjónarmið og Jón Baid- vin segist hafa rætt það við Davíð. „Verkfall kennara, ef til kemur, á að hefjast 17. febrúar," segir ÓI- afur Ragnar. „Það liggur þess vegna ekki ljóst fyrir fyrr en í fyrsta lagi 17. febrúar hvort til verkfalls kemur. það hefur nú venjulega verið talað um að frá boðun kosninga til kjördags eigi að líða 4-6 vikur. Séu vikurnar sex er það nokkurn veginn sami tími og verði kosningar 8. apríl. Þannig að ég sé ekki að það sé nokkurt efnisinnihald í þessu hjá honum. í fyrsta lagi veit engin úrslitin úr þessari atkvæðagreiðslu hjá kenn- urum fyrr en í lok þessa mánaðar. I öðru lagi Iiggur ekkert fyrir hvort samningar takast fyrr en um Olafur Ragnar Grfmsson „Eigi þá að taka ákvörðun um að boða til kosninga, í Ijósi þess að ekki hafi náðst samningar, þá yrði það í hæsta lagi viku fyrr en á að vera ella.“ miðjan febrúar. Eigi þá að taka ákvörðun unt að boða til kosn- inga, í ljósi þess að ekki hafi náðst samningar, þá yrði það í hæsta lagi viku fyrr en á að vera eila. Mér finnst ansi lítið efnishald í þessu þegar umbúðirnar hafa verið teknar af,“ segir Ólafúr Ragnar Grímsson. -pj í fyrsta lagi kom hann Guð- mundi Áma, hinum ástsæla bæjarstjóra, frá völdum. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Maggi vinni viðlíka afrek aftur á pólitískum ferli sínum og því er ekki að neinu að keppa fyrir hann. í öðru lagi getur hann varla pantað fleiri skýrslur frá endurskoðend- um í Reykjavík sem skilja ekki gildi vin- argreiðans í stjórn- málum, eins og Guðmundur Árni hefur margoft bent á. Þær eru allar komnar. í þriðja lagi er það óskemmtilegt að vera bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins, verandi kommi, og þurfa að standa og sitja eins og and- stæðingarnir vilja. í fjórða lagi er komið í Ijós að hann á ekki roð í Mathiesenana sem ráða því sem þeir vilja í bænum. Þeir vildu Jóhann G. burt úr bæjarstjórninni til að rýma fyrir ættleranum, Þorgils Óttari, sem gat ekki hunskast til að halda sæti sínu í síðustu kosning- um. Og þá kom ættfaðirinn til skjal- anna og flæmdi Jóa burt til að bjarga því. í fimmta lagi eru flestir sammála um að Maggi sé feykilega góður kennari, jafnvel betri sem slíkur en bæjar- stjóri. Það er ekki hægt að láta krakk- ana í Flensborg blæða öllu lengur. Nei, ég yrði rosalega feginn því þeiryrðu þá að opna hann fyrst. Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur sagði í síma Fjöl- skylduverndar að börnin væru falin að Hjallavegi 5 og í kjölfar símtalsins barst ieit lögreglunnar þangað þrátt fyrir að húsráðend- ur væru ekki á landinu og höfðu ekkert með málið að gera. vaktaður,“ segir hann. Annað húsið sem hér um ræðir er að Hjallavegi 5 þar sem Haf- steinn Gunnarsson, samstarfs- maður Péturs, býr en hann hefur dvalist erlendis undanfarnar vikur. Efri hæð hússins er í útleigu og staðfesti leigjandi íbúðarinnar að lögreglan hafi kvatt dyra hjá sér og spurt hvort hún hafi orðið vör við ferðir barnanna á neðri hæðinni. MORGUNPÓSTURINN leitaði upp- lýsinga varðandi þessi tvö tifelli meintra símhlerana til Jónasar Hallsonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. „Við fórum víða og á marga staði og eflaust höfum við komið á óhentugum tíma á einhverja þeirra, eins og í því tilfelli er Aðalsteinn fór til kunningja síns,“ segir hann. „Við vorum að leita að börnunum og það hefur bara staðið þannig á. Pétur á að vita betur, ef hann er eitthvað inni í lögum, en þá voru ekki lagalegar forsendur fyrir hler- un í þessu rnáli. Þannig að það er barnaskapur að segja þessa hluti.“ Jónas hefur einnig skýringar á reið- um höndum fyrir komu lögregl- unnar að Hjallavegi 5. „Það kemur þannig til að stúlkurnar hjá Barna- verndarnefnd höíðu áhuga á þeim stað vegna fyrri afskipta húsráð- enda af barnaverndarmálum," segir hann. Pétur telur einnig notkun lög- reglunnar á sjónaukum við leitina ámælisverðar en að hans sögn sá hún eldra barnið í kíki og tókst af þeim sökum að hafa hendur í hári þess. „Ég veit ekki hvort það sé ólög- legt en þetta eru náttúrlega glugga- gægjar og mér finnst það tvíeggjað þegar verið er að fylgjast með einkalífi fólks innan veggja heimil- isins,“ segir hann. Á þriðjudag mun Fjölskyldu- vernd halda fund um stöðuna í barnaverndarmálunum í safnaðar- heimili Langholtskirkju og munu Aðalsteinn og Sigrún koma fram á fundinum. -lae Afdráttarlaus úrslit í Kjörkassanum Aðalsteinn Jónsson „í sumum til- fellum eiga forsjársviptingar rétt á sér en þegar maður er að reyna að vera meðaljón ganga þessar rannsóknir út í öfgar.“ ^ ar út úr kerfinu.“ Aðalsteinn segir barnaverndaryf- irvöld hafi „virst mannlegri" á síð- | asta fundi þeirra og foreldranna. Tímabundin forsjársvipting barna- verndarnefndar stendur að öllu óbreyttu til 17. janúar en í dag verð- ur haldinn annar fundur þar sem væntanlega kemurí ljós hver fram- ) tíð barnanna og foreldranna verð- ur. " -LAE í gildruna fullyrðir Pétur Gunnlaugsson, formaður Fjölskylduvemdar. Meira en 90 prósent töldu forsjársviptinguna ranga „Ég er ánægður og glaðurM segir Aðalsteinn Jónsson, faðir bamanna. Rúm 90 prósent þeirra sem hringdu í Kjörkassa MORGUN- PÓSTSINS undanfarna daga töldu ekki rétt að svipta Aðalstein Jóns- son og Sigrúnu Gísladóttur for- ræði barna sinna eins og fram kem- ur á baksíðu blaðsins í dag. I MORGUNPÓSTINUM síðasta fimmtudag var spurt: Var rétt að svipta Aðalstein og Sigrúnu forræði barna sinna? Aðalsteini voru kunngerð úrslit- in í gærkvöldi og brást hann við þeim fagnandi. „Þessi úrslit sýna að fólk er ósátt við kerfið eins og það er, og það er mjög skiljanlegt,“ seg- ir hann. „Það er ekkert sem mælir gegn því að barnaverndarþáttur sé til staðar en þeir eiga ekki að beita sér í að brjóta niður fjölskyldur heldur byggja þær upp. Að mínu mati nota barnaverndaryfirvöld rangar aðferðir til að nálgast fólk. Það er boðað á fundi og þar situr fólk í lás í stað þess að hafa prest og lögmann viðstadda strax frá upp- hafi.“ Hin afdráttarlausu úrslit í Kjör- kassanum komu Aðalsteini ekki mjög á óvart. „Ég er ekki beint hissa á þessum úrslitum en ég er mjög ánægður og glaður yfir að sjá hvað almenningur tekur vel eftir. Ég kom mínum skilaboðum heiðar- lega frá mér og er ekki að fela neitt enda hef ég enga ástæðu til þess. I sumum tilfellum eiga forsjársvipt- ingar rétt á sér, eins og þegar um misnotkun vímuefna eða kynferð- islegt ofbeldi er að ræða, en þegar maður er að reyna að vera meðal- jón ganga þessar rannsóknir út í öfgar. Við erum búin að vera í rannsóknum í eitt og hálft ár og spurningin er hvenær maður losn- b-

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.