Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 8
8
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
„Ég skammast mín íyrir að hafa samþykkt innihald bréfsins,<c sagði foreldri, eftir að nefnd um störf
Sigurðar Sigurbjörnssonar, kennara í Hamraskóla, hafði skýrt frá að æskilegast væri að hann héldi
áfram störfum. „Lögin eru kennarans megin. En lögin eru vitlaus,cc segir annað foreldri.
Kennari flæmdur úr
starfi vegna tilhæhi-
lausra ásakana
Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri
„Það er ekki létt að vera fræðslustjóri
þegar svona mál koma upp.“
Þegar nemendur í einum 12 ára
bekk í Hamraskóla mættu til
kennslu síðastliðinn miðvikudags-
morgun var þar enginn kennari
fyrir og tveimur tímum síðar var
þeim fenginn forfallakennari. Þetta
væri ekki í frásögur færandi ef
kennarinn hefði ekki verið væntan-
legur þennan dag úr leyfi sem að
fræðslustjóri hafði sett hann í að
beiðni Vals Óskarssonar skóla-
stjóra vegna ásakana frá foreldrum
nemenda, sem síðan reyndust til-
hæfulausar að dómi nefndar, sem
fór með málið fyrir hönd fræðslu-
stjóra.
Kennarinn Sigurður Sigbjörns-
son hafði farið fram á flutning við
fræðslustjóra þegar ljóst varð að
foreldrarnir myndu ekki sætta sig
við úrskurð nefndarinnar og mætti
því ekki þennan dag eins og til
liafði staðið.
Þann 29. nóvember var haldinn
átakafundur hjá foreldrum 10
barna í bekknum, af 14 börnum
alls, þar sem kom fram gagnrýni á
kennarann en hann var ekki boð-
aður á fundinn til að skýra frá sinni
hlið ntálsins. Niðurstaða fundarins
var sú að leita skyldi leiða til að
konta kennaranum frá. Gagnrýnin
beindist að því sem foreldrum
fannst ámælisverð framkoma gagn-
vart nemendum. Foreldrarnir
skrifuðu bréf til skólastjórans þar
sem reifaðar voru ásakanir á hend-
ur kennaranum en undir það skrif-
uðu foreldrar 10 barna í bekknunt.
Kennarinn hringdi í fulltrúa for-
eldraráðs og sagði þeim að honum
kæmi þetta fyrir sjónir sem ólögleg
aðför að starfsheiðri hans þar sem
honum hefði ekki verið gert kleift
að verja hendur sínar.
Hinn 1. desember skrifar kennar-
inn bréf til Skólamálaráðs, fræðslu-
stjóra, menntamálaráðuneytisins,
Kennarasambandsins og trúnaðar-
manna á vinnustað þar sem hann
gagnrýnir að hann hafi ekki fengið
skipun í stöðu sína eftir að hafa
starfað á þriðja ár við skólann og
kallar þar skólastjórann til ábyrgð-
ar. Aðrir settir kennarar höfðu þá
einnig látið I Ijós óánægju vegna
tregðu með að fá skipun í stöðu
sína.
Skólastjórinn fór fram
á leyfi ryrir kennarann
Þegar skólastjórinn fékk bréfið
frá foreldrunt í hendur fór hann
fram á það við fræðslustjóra að Sig-
urður yrði sendur í leyfi meðan
rannsókn færi fram á störfum hans.
Þau viðbrögð verða að teljast nokk-
uð harkaleg þar sem Sigurður hafði
ekki sætt áminningu. Fræðslustjór-
inn varð við beiðni skólastjórans og
skipaði jafnframt nefnd með
tveimur fjnrverandi kennurum og
fulltrúa embættisins til að kanna
hvort ásakanir foreldra eigi við rök
að styðjast. Nefndin lýsti samstöðu
foreldranna á þann veg að þeir
skiptust í þrjá hópa. í fýrsta lagi þá
foreldra sem komu með ásakanir
og stóðu við þær. í öðru lagi voru
foreldrar sem höfðu ekkert upp á
kennarann að klaga og aldrei höfðu
heyrt neitt sem gæti bent til þess að
neitt væri athugavert við hans störf.
Þriðji hópurinn kannaðist við
ágreining en ekki eins og þeim
fannst hann settur fram. Niður-
staða nefndarinnar var sú að þessar
ásakanir ættu ekki við rök að styðj-
ast.
Varð einelti gegn
nemanda einelti gegn
kennara?
„Ég var búinn að kenna við
þennan skóla í tvö og hálft ár. En ég
tók við þessum tiltekna bekk fyrir
einu ári síðan og hann var þá erfið-
ur, enda eru strákar í miklum
meirihluta, og ég óskaði eftir að
nemendur yrðu fluttir milli bekkja
en því var synjað,“ sagði Sigurður
Sigurbjörnsson kennari. „En mér
finnst þessi mál hafa þróast undar-
lega þar sem samstarfið við bekk-
inn gekk ágætlega í haust og þau
voru yfirleitt stillt.
Mér var í raun gert að fara frá
störfum eftir að bréf foreldranna lá
fyrir en þetta er kallað leyfi. Ég fékk
tvo kosti; að segja upp eða víkja.
Mér fannst allar venjur og öll lög
brotin þarna frá upphafi. Þessi
nefndarrannsókn leiddi í Ijós að
þetta átti ekki við rök að styðjast en
þessir tilteknu foreldrar vildu ekki
sætta sig við það þar sem þeir töldu
ekki rétt að tveir fyrrverandi kenn-
arar ættu sæti í nefndinni. Ég taldi
heppilegast að óska eftir flutningi
eins og málum var háttað.“
Nú skrifaðir þú bréf um svipað
leyti sem varðaði gagnrýni á skóla-
stjórann, meðal annars vegna tregðu
á að skipa þigogaðra setta kennara í
stöður?
„Já, ég skrifaði þetta bréf 1. des-
ember og sendi afrit til fræðslu-
stjóra, Skólamálaráðs, ráðuneytis-
ins og trúnaðarmanna við skólann,
Kennarafélaganna og aðstoðar-
skólastjóra. Daginn eftir fengu
flestir þetta bréf. Á fimmtudegin-
unt í vikunni á eftir berst síðan
bréfið frá foreldrafulltrúum og
samstundis ósk um það frá skóla-
stjóra að ég víki tímabundið frá
störfum. Mér fannst farið offari í
þessu máli og þessar ásakanir voru
alvarlegar og gróf aðför að mér.
Flest var þetta ákaflega óljóst, eins
og að ég hefði „ýtt nemanda upp á
hálsinunT. Þegar ég bað urn nánari
lýsingar á takinu kom í ljós að þessi
nemandi sem átti að hafa sagt það
var löngu hættur í bekknum. 1 ann-
an stað átti ég að hafa lagt nemanda
í einelti vegna trúarskoðana en
hann er vottur Jehóva. En ég mat
málið þannig að það væri öllum
fyrir bestu að ég fengi mig fluttan
úr því sem kornið var.“
Vill ekki að þetta
verði blaðamál
„Ég get rakið upphaf þessara
ásakana til þess," segir Sigurður,
„að mér fannst vera vísir að einelti
gegn einni stelpu í bekknunt og
nefndi það á foreldrafundi og tiltók
dæmi en foreldri eins drengsins
sagði þá með þjósti: „Kallarðu þetta
einelti?" í annan stað var ég kallað-
ur til ábyrgðar fyrir að veist hafði
verið að þessu sama barni inni í
skólastofu þar sem ég var nýkom-
inn inn og tveir nemendur höfðu
hárreytt og slegið stelpuna vegna
öfundar, en ég hafði leyft tveimur
stelpum, þar á meðal henni, að vera
inni í frímínútum. Ég á að hafa
horft uppá það án þess að hafast
nokkuð að en staðreyndin er sú að
ég var í talsverðri fjarlægð og gat
því ekki komið í veg fyrir það þegar
þetta gerðist.“ Sigurður sagðist ekki
vilja að þetta yrði blaðamál og að
það væri ekki í sína þágu. En hann
sagðist jafnfrámt enn vera að hug-
leiða sína stöðu í þessu máli.
Skammast sín fyrir
bréfið
Nefndin hélt fund með fræðslu-
stjóra, skólastjóra og kennaranum
til að kynna niðurstöðurnar og í
framhaldi af því var annar fundur
en hann sátu fræðslustjóri, foreldr-
ar barnanna, kennarinn og skóla-
stjóri og átti að ræða skýrslu nefnd-
arinnar og framhald málsins. Á
fundinum kom i ljós að margir for-
eldranna vildu ekki una niðurstöð-
unni og gagnrýndu að nefndin væri
ekki hlutlaus en í henni áttu sæti
fyrrverandi kennarar. Skólastjórinn
sat einnig fundinn og sagði kennar-
inn í samtali við blaðið að honurn
hefði virst sem skólastjórinn hefði
fremur „reynt að strá salti í sárin en
sætta fólk með tilliti til niðurstöð-
unnar.“ Eitt þeirra foreldra sem
beitt hafði sér fyrir því að kennar-
inn viki stóð hins vegar upp á fund-
inum og sagðist skammast sín fyrir
að hafa skrifað undir bréfið en all-
margir aðrir héldu sínu striki. Á
fundinum lýsti kennarinn því yfir
við fræðslustjóra að hann myndi
óska eftir flutningi þar sem honum
þótti sýnt að friður myndi ekki
ríkja um störf hans þrátt fyrir nið-
urstöðu nefndarinnar. „Það var
fýrst og fremst samstaða foreldra
sem varð þess valdandi að kennar-
inn þurfti að víkja,“ sagði Sveinn
Þ. Guðmundsson annar fulltrúa í
foreldraráði en í samtali við Svein
kom einnig fram að skólastjórinn
hefði sagt á fundinum að samstarf-
ið milli hans og Sigurðar gæti orðið
erfitt eftir það sem á undan væri
gengið. Það gæti þvi virst sem svo
að skólastjórinn hafi verið að vitna
þar í annað óskylt mál sem var bréf
Sigurðar með gagnrýni á skóla-
stjórann sjálfan. Valur Óskarsson
skólastjóri vildi ekki tjá sig urn mál-
ið við blaðið og bar fyrir sig þagn-
arskyldu.
„Lögin eru vitlaus“
Báðir fulltrúar bekkjarins í for-
eldraráði, þeir Sveinn Guðmunds-
son og Guðni Guðmundsson
sögðust í sambandi við blaðið vera
sáttir við niðurstöðuna en þeir
voru ósáttir við niðurstöðu nefnd-
arinnar.“Eina sem ég vil segja er
það að lögin eru kennarans megin
en lögin eru vitlaus,“ sagði Guðni
Guðmundsson. „Maður getur ekki
verndað barnið sitt í skólanum."
Hann sagðist ennfremur vera sáttur
við lausn málsins og ekki sjá ástæðu
til að það væri rætt frekar. „Hann
getur verið góður kennari annars
staðar.“ „Málinu er lokið,“ sagði
Sveinn Guðmundsson. „Kennarinn
fór. Hann kaus sjálfur að fara.“
-ÞKÁ
Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri
isMíög óþægilegt mál,
ég verð að segja það“
„Niðurstaða nefndar þriggja
nianna varð sú að æskilegt væri að
kennarinn héldi áfram störfum. Ég
vil ekki tala um þetta mál en ég get
sagt að niðurstaðan varð sú eftir
fund með foreldrum að hann
óskaði sjálfur eftir flutningi," sagði
Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslu-
stjóri.
Nú vill hann meina að skóla-
stjórinn hafi ekki verið hallur
undir að sættir mættu takast í
málinu?
„Ég vil ekki tjá mig um það sem
gerðist á þessum fundi. Ég held að
málið hafi fengið farsæla lausn.“
En er það farsælt fyrir kennar-
ann að þurfa að víkja án þess að
Bætifláki
Einn mesti ósómi sem hefur birst á prenti
Á fimmtudaginn birtist í Alþýðu-
blaðinu bréf frá einunt lesanda
blaðsins, Sigfúsí Gizurarsyni í
Garðabæ, og er honunt mikið niðri
fýrir:
„Tilefni þcssara skrifa minna er
að finna í jólablaði Alþýðublaðsins
sem kom út þann 23. desember síð-
astliðinn. Þar gefur að líta á mið-
opnu Jólasöngbók Alþýðublaðsins,
einn mesta ósóma sem birst hefur á
prenti síðustu ár. Hallgrímur
Helgason heitir sá sem skrifar, og er
það með ólíkindum hvernig hann
skrumskælir sígildar íslenskar jóla-
vísur.“
Sigfús nefnir því næst nokkur
dænti, meðal annars þessar línur
sem syngja á við Krakkar mínir
komiði sæl:
„Við skulurn koma þetta er
algjört fól.
Fuck you þarna feiti! Jóla
asshole.“
Svo heldur Sigfús áfram:
„Eins og sjá má er þetta alls ekki
slíkum prýðisfjölmiðli, sem Al-
þýðublaðið er, til framdráttar að
birta slíkt á prenti og síst af öllu
daginn fyrir aðfangadag.
Eg vona að þetta hafi verið ein-
hver mistök sem komi ekki fýrir
aftur.“
Hrafn Jökulsson, ritstjóri Al-
þýðublaðsins:
„Alþýðublaðið er ákaflega stolt af
því að hafa boðið upp á betrum-
bætur Hallgríms Helgasonar, sent
eins og alþjóð veit er einn okkar al-
besti stílisti, á þessum göntlu jóla-
slögurunt. Alþýðublaðinu er kunn-
ugt um það að þessir söngvar vöktu
mikla lukku víðast hvar annars
staðar en í Garðabænum. Þessi
ágæti lesandi virðist taka hlutina
dálítið nærri sér. f neðanmálsgrein
við bréfið kvartar hann líka yfir því
að við hefðum móðgað Jimniy
Carter, fýrrverandi Bandaríkjafor-
seta, en um hann var sagt í leiðara
að hann hefði aldrei þótt reiða vitið
í þverpokum. f stuttu máli sagt;
Jólasöngbók Alþýðublaðsins sló í
gegn, enda var þetta frábærlega
skemmtilegt eins og Hallgríms
Helgasonar var von og vísa.“
nokkuð hafi fundist athugavert
við hans störf?
„Ég veit ekki hvort þú vissir um
bréfið sem kennarinn var búinn að
skrifa um skólastjórann."
Blandaðist bréf um störf skóla-
stjórans og skipun í stöður inn í
þetta inál?
„Ja, miðað við hvernig staðan var
held ég að...“
Nú voru þetta tvö óskyld mál?
„Já, ég er sammála því og við
reyndum að halda þeim aðskildum
en þegar sama fólk á í hlut er ekki
hægt að halda hlutunum algerlega
aðskildum. Það var ekkert æskilegt
að þetta blandaðist saman.“
Nú biður skólastjórinn þig um
að veita kennaranum leyfi meðan
ifari fram rannsókn. Hann gefur
|sér því strax í upphafi að það fari
fram rannsókn án þess að hann
hafi veitt áminningu?
„Eins og stundum þegar ásakan-
ir eru þá þurfti að skoða málið.
Skólastjóri þarf að vita um hvað
málið snýst áður en hann veitir
ántinningu. Þetta er líkt og í mál-
inu varðandi skólastjóra Austur-’
bæjarskóla. Ég var ekki að veita
lausn frá störfum heldur tíma-
bundið leyfi. Fræðslustjóri hefur
heimild til þess.“
En voru þetta ekki harkaleg
fyrstu viðbrögð? Getur verið að
skólastjórinn hafi verið að beita
fyrir sig gagnrýni foreldranna
vegna þess að kennarinn kvartaði
yfir störfum skólastjórans?
„Ég veit ekki hvað var á undan,
þetta var um svipað leyti og fyrsti
fundur foreldranna með skóla-
stjóranum."
Nú hlýtur oft að koma uppá að
foreldrar hafi athugasemdir við
störf kennara. Eru fordæmi fyrir
að brugðist sé jafn skjótt við?
„Það eru ekki oft sem koma fram
skriflegar ásakanir um brot í starfi.
Ef að skólastjóri telur að kennari
hafi gerst brotlegur í starfi eða
kennari telur skólastjóra brotlegan
getur fræðslustjóri farið frarn á að
viðkomandi fái leyfi meðan það er
kannað nánar.“
Nú var það gert í þessu tilfelli
enda voru ásakanirnar alvarlegar.
En ekkert fannst sem renndi stoð-
um undir að þær væru á rökum
reistar. Samt neyddist kennarinn
til að fara fram á flutning. Er það
ekki alvarlegt mál?
„Það er rnjög óþægilegt mál, ég
verð að segja það. En hann óskaði
eftir flutningi.“
En er ekki undarlegt að skóla-
stjórinn hafi ekki staðið betur við
bakið á kennaranum?
„Ég vil ekki tjá mig um þennan
fund. Þetta er margslungið mál og
trúnaðarmál. Ég vil ekki blanda
mér í það. Það er ekki létt að vera
fræðslustjóri þegar svona mál koma
upp. En það er gott samkomulag
milli mín og minna starfsmanna og
Sigurðar. Hann mun vinna fyrir
olckur að ntálum sem eru brýn og
ég veit að hann er mjög fær um að
leysa.“
Geta þá foreldar haft það vald
að fá kennarann fluttan ef upp
kemur svona ágreiningur?
„Nei, þeir geta það ekki og það er
ekki hægt í raun og veru. En miðað
við aðstæður verð ég að segja að
þetta var farsæl lausn. Eins og stað-
an var gerði kennarinn rétt í því að
óska eftir flutningi."
Hvað hefði gerst ef hann hefði
ekki óskað eftir flutningi?
„Ég get ekki séð það fyrir.“
-ÞKÁ