Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 9
. ' 'J v imM
MANUDAGUR 9. JANUAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
9
Rannveig Guðmundsdóttir ætlar að gera kerfisbreytingu í útgreiðslu atvinnuleysisbóta
Tugmilljónir sparast
með kerfisbreytingu
Nefndum fækkað úr 115 í um 40.
Sýslumaðurinn á Akranesi
Hætturað
skipta sér af
yfinfinnunni
Enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um framtíð sýslumanns-
ins á Akranesi, Sigurðar Gizurar-
sonar, en embættisfærslur hans
hafa ítrekað verið gagnrýndar og
jafnvel fordæmdar af undirmönn-
um hans jafnt sem yfirboðurum.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
mun Sigurður nú hafa hætt afskipt-
um sínum af yfirvinnuútreikning-
um starfsmanna sinna, en athuga-
semdir hans þar að lútandi ollu
miklum úlfaþyt í haust. Samskipti
sýslumanns við aðra starfsmenn
embættisins mun enn vera í algjöru
lágmarki og hefur andrúmsloftið á
staðnum sjaldan verið
verra.
Samkvæmt upplýsing-
urn úr dómsmálaráðu-
neytinu liggur ákvörðun
um greiðslur til Kristrún-
ar Kristinsdóttur, full-
trúa sýslumanns, vegna
staðgengilsstarfa hennar á
síðasta ári heldur ekki fyr-
ir. Kristrún þurfti að
hlaupa í skarðið mun oft-
ar en kollegar hennar á
öðrum sýsluskrifstofum,
eins og fram hefur komið í
blaðinu. -æöj
Sigurður Gizurarson, sýslumaður á Akranesi Ekki hefur
enn verið tekin ákvörðun um framtíð hans í embætti.
„Ég hafði það að leiðarljósi að ná
þessum sparnaði þannig að það
væri sem sársaukaminnst fyrir
bótaþegann sjálfan,“ segir Rann-
veig Guðmundsdóttir félagsmála-
ráðherra en með bréfi til allra út-
hlutunarnefnda atvinnuleysisbóta
hefur hún boðað umtalsverðan
sparnað í útgreiðslu bótanna. Fyr-
irhugað er að ná þeim sparnaði
með kerfisbreytingu við úthlutun-
ina og fækkun nefnda úr 115 allt
niður í 40.
Rannveig segir að í frumvarpi til
fjárlaga í haust hafi verið kynntur
niðurskurður í félagsmálaráðu-
neytinu um 200 milljónir í at-
vinnuleysistryggingasjóðnum. Hún
segir að með tæknivæðingu og
tölvutengingu við allar verkalýðs-
skrifstofur í landinu sé nú hægt að
ná fram umtalsverðum sparnaði
með hagræðingu.
„Það var mat manna að það
mætti vinna þetta fyrir um 30 millj-
ónir sem eru um eitt prósent af
áætluðum atvinnuleysisútgjöldum
sem eru um 3 milljarðar í dag. Ég
hef kynnt það með bréfi að það sé
fyrirhugað að sameina eða fækka
nefndum og vinnslan flytjist til,
meðal annars þannig að sjóðurinn
annast beint umsýslu fyrir opinbera
starfsmenn og utanfélagsstarfs-
menn. Því er fyrirhugað að gera
þessa kerfisbreytingu, sem fýrst og
fremst byggist á aukinni tæknivæð-
ingu og nútímatækni og þessari
tölvutengingu,“ segir Rannveig og
telur að þessi breyting geti skilað
nokkurra tugmilljóna sparnaði. „í
þessu bréfi er ekki sagt að nefndirn-
ar megi ekki vinna þetta verk ef þær
treysta sér til þess að gera það fyrir
sama kostnað og atvinnuleysis-
tryggingasjóðurinn telur sig geta
unnið þetta verk.“
Miðað við núgildandi
kerfi eru úthlutunar-
nefndir atvinnuleysisbóta
115 talsins sem í sitja 575
nefndarmenn. Á árinu
1993 námu greiðslur til
nefndarmanna ríflega 13
milljónum króna og mun
sparast talsvert með fækk-
un nefnda. Stærsti kostn-
aðurinn er hins vegar fyrir
umsýsluna sjálfa sem
verkalýðsfélögin hafa í
langflestum tilfellum séð
um. Á árinu 1993 voru
greiðslur vegna þessa um-
sýslugjalds 85 milljónir
króna. Fram til ársins 1993
fengu þau 5 prósent af
greiddum bótum. Þá var
þessu breytt þannig að fé-
lögin fá 4,5 prósent af
fyrstu 5 milljónunum sem
greiddar eru út, 4 prósent
af næstu 5, 3,5 prósent af
næstu 10 milljónum og
fyrir það sem er umfram
20 milljónir er greitt 3
prósent. Náist kostnaður-
inn niður í eitt prósent
næst umtalsverður sparn-
aður en Rannveig sagðist
ekki hafa nákvæmar tölur
um hve mikill sá sparnað-
ur væri, þegar náðist í
hana í gærkvöld.
Hagsýsla ríkisins sendi
frá sér skýrslu um mögulega hag-
ræðingu fyrir ári síðan þar sem sagt
var að núgildandi kerfi væri „úrelt
og óhagkvæmt“. Spara mætt 100
milljónir með því að færa þetta al-
farið frá verkalýðsfélögunum til
vinnumiðlana og Vinnumálaskrif-
stofúnnar með tölvusamskiptum.
Með því spöruðust allar greiðslur
til úthlutunarnefnda, stéttarfélaga
og sýslumanna, sem er á annað
hundrað milljónir króna. Rannveig
sagði að ekki væri meiningin að
ganga svo langt.
-pi
Rannveig Guðmundsdóttir „Ég
hafði það að leiðarljósi að ná
þessum sparnaði þannig að það
væri sem sársaukaminnst fyrir
bótaþegann sjálfan."