Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 12

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 m^Mormn A \ Posturmn Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Miðill hf. Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Smáþjófnaður frá umbj óðendum Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráðherra hefur ákveðið að skerða tekjur verkalýðsfélaganna af úthlutun atvinnuleysisbóta um tvo þriðju. Það eru góð tíðindi. Undanfarna mánuði hefur Morgunpósturinn greint frá ólíkinda- legu fyrirkomulagi í tengslum við úthlutun þessara bóta. Vinnu- veitendur og atvinnurekendur hafa komið sér upp einum eitt hundrað og Qörutíu launuðum nefndum til að meta rétt fólks til at- vinnuleysisbóta. Þetta fjár- og mannfreka kerfi hefur tekið til sín um 120 milljónir af fjármunum atvinnuleysissjóðs. Öllum ætti að vera ljóst að þvílíkt kerfi er engum til hagsbóta — nema ef vera skyldi nefndarmönnum sjálfum og þeim verkalýðsforkólfum sem er fyrir löngu hættir að berjast fyrir hagsmunum umbjóðenda sinna en reyna þess í stað að verja völd og umfang verkalýðsfélag- anna sjálfra. Það kom enda í ljós þegar Morgunpósturinn aflaði frétta af atvinnuleysisnefndunum að forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar reyndu allt til að leggja stein í götu blaðamanna blaðs- ins. Þeir virtust ætla að verja þetta kerfi með öllum ráðum og reyna að tryggja að almenningur fengi sem minnst um það að vita — sjálfsagt vitandi það að um leið og það fréttist hvers kyns vitleysa þarna væri á ferðinni yrði dregið úr greiðslum til þess úr atvinnu- leysissjóði. Það er nefnilega skilningur flestra að þeim sjóði sé ætlað að tryggja atvinnulausu fólki framfærslu en ekki starfsfólki verka- lýðsfélaga og samtaka vinnuveitenda góðar aukatekjur. f raun gefur þetta mál tilefni til að spyrja sig hvort hér sé ekki fremur um lýsandi mál að ræða fyrir verkalýðshreyfinguna en að þetta sé einstök vitleysa. Á undanförnum árum hefur æ meiri tími og atorka verkalýðshreyfmgarinnar farið í að viðhalda völdum sín- um og áhrifum. Þetta hefur gerst á sama tíma og flestir verkalýðs- forkólfar hafa áttað sig á að hefðbundin tæki þeirra til að auka tekj- ur umbjóðenda sinna hafa ekki gagnast til að bæta hag þeirra. Þær kjarabætur sem hafa einhverju skilað á undanförnum árum hafa komið fram í kjölfar þess að dregið hefur verið úr hömlum í versl- un og viðskiptum með tilheyrandi samkeppni og í gegnum sterkari fyrirtæki. Og þegar verkalýðshreyfmgin finnur sér ekki ný tæki í þessu umhverfi virðist barátta hennar fyrst og fremst snúast um að viðhalda sjálfri sér sem valdastofnunar og sem tekjupóst fyrir for- ystumenn sína. Tilhneiging verkalýðshreyfingarinnar til að láta aldrei af hendi þau völd eða þá peninga sem hún kemst yfir sést best á því að á undangengnum kjaraskerðingartímabilum hefur hún varið með kjafti og klóm öll þau gjöld sem hún tekur af félagsmönnum sín- um. Þessi gjöld hafa yfirleitt verið hækkuð og aukin á góðæristím- um en þegar harðnar á dalnum hefur verkalýðsforystan ekki verið til viðtals um að leyfa félagsmönnum sínum að halda launum sín- um eftir eins óskertum og frekast er unnt. Þannig hefur fólk sem hefur átt í mesta basli við að láta enda ná saman í heimilisrekstrin- um þurft að greiða góðar fjárhæðir í orlofshúsasjóði og annað sem vart er annað hægt en að líta á sem munað í kreppunni. Og á sama tíma hefur verkalýðshreyfmgin staðið fyrir því að taka 120 milljónir af launafólki til að reka óhagkvæmt, þungt og til- gangslítið kerfi í kringum úthlutanir á atvinnuleysisbótum. Forysta hreyfingarinnar hefur fallið í sömu gryfju og stjórnvöld í skatta- stefnu sinni, að það sé allt í lagi að klípa eitthvað sem virðist vera smáaurar af hverjum og einum og hrifsa til sín þannig háar fjár- hæðir af fjöldanum. Þetta er gert í þeirri trú að hver og einn sem sér á eftir smáeyrinum, hafi ekki mjög ljósan hag af að rísa upp gegn þjófnaðinum. Gunnar Smári Egilsson Pósturihn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á briðju- og miðvikudöqum og milli 13:00 og 21:00 á sunnudögum. KóJd eru kvermlaráð mæli En það er vel mætt i félagsvistina „Mérfmnst þaö heldar dapurlegt þeg- ar pólitískur flokkur sinnir ekki pólitísku starfi en það er bara staðreynd. “ Álfheiður Ingadóttir áhrifalaus allaballi Voru ekki átaksverkefnin útiá landi? „Þau tniklu verkefni sem menn- ingarfulltrúi íslenska sendiráðsins á Bretlandseyjum hefur staðiðfyrir síðustu ár eru eitthvert besta dœmið sem við eigum um vel heppnað átaksverkefni. “ Helgi Pé Þeir skilja ekki gildi vinagreiða „Það er augljóst að þessi endur- skoðunarkontór hefur ekki nokkurn skilning á því hverniggangur mála er hjá sveitarfélögum.“ Guðmundur Árni Stefánsson fyrrv. bæjarstjóri Megas talaði um nöðrukyn „Ég er innilega sorg- mœdd vegna þess hvernig þessi kvennahreyfing er aðfara. Hreyfing sem cetlaði sér að standa uppúr hvað varðaði heilindi og heiðarleg vinnubrögð. “ Helga Sigurjónsdóttir Kvennalistakona Nœrri 200 þúsund milljónir í skuldir... Það er ekki nýtt að talað sé um skuldir ríkissjóðs. Reyndin er sú að stjórnmálamenn hafa talað allt of mikið um skuldir ríkissjóðs. Þeir hafa talað um skuldir ríkissjóðs lengi lengi - - í áratugi, jafnvel í marga áratugi áður en þær skuldir urðu nokkurt vandamál. Nú eru þær hins vegar vandamál og stjórn- málamennirnir hrópa skuldir skuldir, en þá heyrir fólkið ekki af því að það er búið að heyra hrópin allt of lengi án þess að nokkuð gerðist. Eins og tekjur í eitt og hálft ár Nú er hins vegar því miður alvar- leg hætta á ferð. Þessa dagana er verið að gefa út ríkisreikninginn fyrir árið 1993. Neikvæður höfuð- stóll A-hluta ríkissjóðs nemur þá nærri 180 milljörðum króna. Skuldir ríkissjóðs umfram eignir eru þar með orðnar svipaðar og tekjur ríkissjóðs í eitt og hálft ár. Það er hrikaleg staðreynd fyrir þjóðríki og alvarlegri en fyrir nokk- urn einstakling. Þessar skuldir hafa þróast mjög hratt ef hægt er að tala um að skuldir þróist þegar þær vaxa. Miklar breytingar hafa orðið í færslu ríkisreikningsins á udnan- förnum árum. Þannig hafa nú verið teknar inn í ríkisreikning lífeyris- skuldbindingar og vextir, upp- færsla skulda eftir verðlagi fer skipulega fram og afskriftir á sama hátt. Þannig eru tölur milli ára ekki alltaf samanburðarhæfar. Stærsta tilfærslan í þessum efnum gerðist milli áranna 1988 og 1989 eða alls um 60 milljarðar króna. Síðan hafa engar svipaðar tölur verið teknar inn í ríkisreikninginn. Ljót saga á einu kjórtímabili Þegar núverandi ríkisstjórn tók við var því lýst yfir að hún hygðist beita sér fyrir því að ríkissjóður yrði rekinn hallalaust fyri lok kjörtíma- bilsins. Því miður hefur þessari stefnu ekki verið fylgt og má segja að ríkisreikningurinn sem íjár- málaráðherra gaf út nú á dögunum sé háðsmerki á baki þessarar stefnu. Þar kemur í ljós að neikvæð staða A-hluta ríkissjóðs hefur breyst frá því að núverandi ríkisstjórn tók við Þungavigtin SVAVAR Gestsson alþingismaður um 47 milljarða króna — frá árs- lokum 1991 til ársloka 1993 og ef ár- inu 1994 er bætt við má gera ráð fyrir því að neikvæð staða ríkissjóðs nemi um síðustu áramót um 190-200 milljörðum króna - - eða eins og hálfs árs tekjum ríkissjóðs. Hvað eiga bændur og náms- menn sameiginlegt? Því miður er því nú komið að því að þjóðin öll verður að staldra við. Fyrir liggur að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að að fara með ríkisfjármálin. Hann hefur farið illa með ríkissjóð og hefur rekið hann stefnulaust. I staðinn fyrir að beita sér fyrir stefnu í ríkisfjármálum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið eins og rekald — af því að fjármála- ráðherra ákvað í upphafi tímans að hætta að skipta sér af fjárlögum einstakra ráðuneyta. Þess vegna lét hann fagráðuneytin eiga sig og nið- urstaðan varð sú að þau gerðu marklausar áætlanir. Eini hópurinn sem hefur sparað í tíð núverandi ríkisstjórnar eru námsmenn og bændur. Kostnaður við heilbrigðis- þjónustuna hefur haldið áfram að hækka og sjúklingarnir hafa borið hækkunina. Ríkissjóður hefur hins vegar ekki sparað krónu. Lyfja- reikningurinn er til dæmis hærri nú en nokkru sinni fyrr — þrátt fyrir allan bægslaganginn í Sighvati. Þannig að nú verður að staldra við. Það er erfitt verkefnið sem bíð- ur næstu ríkisstjórnar að taka á — það eru skuldir ríkissjóðs. Þær eru alvarlegt áhyggjuefni. Höfundur er einn af þremur þingkjörnum yfirskoðunarmönn- um Ríkisreiknings „í staðinnfyrir að beita sérfyrir stefnu í ríkisfjármálum hefur Sjálf- stœðisflokkurinn verið eins og rekald — afþví að fjármálaráðherra ákvað í upphafi tímans að hœtta að skipta sér affjárlögum einstakra ráðuneyta. Þess vegna lét hann fagráðuneytin eiga sig og niðurstaðan varð sú að þau gerðu marklausar áœtlanir. “ Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grímsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.