Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 13

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Page 13
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 13 Menn Jóhann G. Bergþórsson, verkfræðingur og bæjarfulltrúi Besti vinur Hafnarfjarðar Þeir, sem halda að sá maður sé góður og nýtur þjóðfélagsþegn sem sinnir vinnu sinni og fjölskyldu og greiðir sanngjarnan skerf til samfé- lagsins, hugsa ekki nógu stórt. Það má svo sem líta á þetta fólk sem skaðlaust en það gerir samfélaginu engan sérstakan greiða með því að vera til. Það sem það leggur til sam- félagsins er varla fugl né fískur. Jóhann G. Bergþórsson er dæmi um mann sem ekki getur sætt sig við annað en gera samfélag- inu stærri greiða. Hann hefur reiknað það út að Hafnfirðingar skuldi sér í raun 170 milljónir fyrir að vera til. Og hann hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að innheimta þessa íjárhæð heldur óskar hann eftir því einu að fá að vera bæjar- verkfræðingur og bæjarfulltrúi á sama tíma. Þetta er að vísu bannað samkvæmt lögum en Jóhanni finnst ekki til of mikils ætlast að lögin verði aðeins sveigð og beygð í ljósi þeirra 170 milljóna sem bæjar- búar skulda honum. Og það verður að segjast eins og er, að það er erfitt annað en að vera sammála honum. Vandinn er sá að nú eru komnir aðrir menn til valda í Hafnarfirði en voru þegar Jóhann G. var stór- tækastur í greiðum sínum við Hafnarfjörð. Þá var Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri og allir sem þekkja til starfa hans vita að hann setur ekki fýrir sig neina smámuni. Eins og Guðmundur segir sjálfúr þá hefur hann skilning á vanda atvinnurekenda, jafnt sem vina sinna, og þess vegna skrifaði hann upp á allar þær ábyrgðir seni Jóhann þurfti til að viðhalda tap- rekstrinum sem hann hafði verið svo rnörg ár að byggja upp. Guð- mundur lét það ekki einu sinni aftra sér þótt hann skrifaði upp á þessar ábyrgðir í heimildarleysi og hann átti það meira að segja til að endurgreiða Jóhanni kaupverð lóða sem Jóhann hafði verið svo óhepp- inn að kaupa og missa á nauðung- aruppboð. Guðmundur veit nefni- lega hvað það getur verið hábölvað að greiða fullu verði fyrir eitthvað sem maður getur ekki notað. Eftir langvarandi samskipti við Jóhann var Guðmundur svo ánægður að hann lét Jóhann fá lyk- il að Hafnarfirði, eins og tíðkast þegar heiðursborgarar eru tilnefnd- ir, nema hvað lykillinn sem Jóhann fékk gekk að bæjarsjóði. Þá gat Jó- hann sjálfur sótt sér endurgreiðsl- ur, fyrirframgreiðslur og ábyrgðir, allt eftir því hvað hann vanhagaði um hverju sinni. Þetta samband þeirra Guð- mundar og Jóhanns var innilegt og blómstraði vegna þess að þeir voru svo líkir. Jóhann reiknaði nefnilega út að í raun átti hann alla þá pen- inga sem starfsmenn hans borguðu í skatta og alla þá fjármuni sem munaði á tilboðum hans og ann- arra í verk á vegum bæjarins. Guð- rnundur hafði komist að svipaðri niðurstöðu, nema hvað hann var Guðmundur svo ánœgður að hann lét Jóhannfá lykil að Hafnarfirði, eins og tíðkast þegar heiðurshorgarar eru tilnefndir, nema hvað lykillinn sem Jóhann fékk gekk að bœjarsjóði. Þá gat Jóhann sjálfur sótt sér endurgreiðslur, fyrirframgreiðslur og ábyrgðir, allt eftirþví hvað hann vanhagaði um hverju sinni. “ reiknaði saman útsvör ættingja sinna og vina og reyndi að endur- greiða þeim þau með góðum stöð- um og vel launuðum verkefnum. Jafnvel einstaka íbúð. Þetta er í raun hafnfusk jafnað- armennska í hnotskurn. Velferðar- kerfi þeirra byggir á því að menn fái til baka það sem þeir telja sig hafa lagt til bæjarins. Það kemur því ekki á óvart að Jóhann sé nú að mynda nýjan meirihluta með skoð- anabræðrum sínum í Alþýðu- flokknum til að losna undan sí- felldu naggi í flokksbræðrum sín- um í Sjálfstæðisflokknum. Þeir ntenn sjá heldur ekki nógu langt fram á veginn, heldur eru þeir sí- fellt með nefið ofan í einhverjum endurskoðunarskýrslum. Þeir kunna ekki að gera vel við vini sína og allra best við lang besta vin Hafnarfjarðar, sjálfan Jóhann G. Bergþórsson. ÁS Fiölmiðlar Lottókóngurinn segir upp hirðfíflinu Last ...fær íslensk getspé fyrir að alá síg til ríddara með þvi að gauka einhverjum aurum tli Mæðra- styrksnefndar fyrir viku. „Nú «r sá árstími runnínn upp pegar þörfin ©r hvað m««* Vb til w m ijf borð ,Sem sœmilega upplýst- um manni hlýtur hann að vita að starfsmenn auglýsingadeildar hafa ekkert með ritstjórnar- efni að gera. Það eru vinnureglur sem allir fjölmiðlar með sjálfs- virðingu hafa - um allan Jn»ing“ heim. Hagsmunir aug- opmSr I lýsenda eiga ekki að stjórna umfjöllun blaða; slíkt væri brot á grund- að yíw þei vallarsjónarmiðum bak við frjálsa fjölmiðlun. “ Sveii. Það er dálítið Machiavellískur hugsunarháttur að halda að öll mannleg samskipti snúist um vald. Þessi hugsunarháttur virðist hins vegar eiga upp á pallborðið hjá Vil- hjálmi Vilhjálmssyni, fram- kvæmdastjóra íslenskrar getspár. Hann var ekki hrifinn af umsögn hér í blaðinu um daginn þar sem gefið var í skyn að falskur tónn væri í gjafmild Lottósins gagnvart Mæðrastyrksnefnd. Hann sagði því við auglýsingadeildina að þetta væri ekki heppileg skrif fyrir blað sem vildi fá auglýsingar frá Is- lenskri getspá. Hann setti þess vegna MORGUNPÓSTINN út af sakramentinu. Nú veit ég ekki hvert valdsvið Vilhjálms er hjá Lottóinu — hvort hann yfirhöfuð getur ákveðið upp á eigin spýtur að refsa „óþægum“ fjölmiðlum, með því að auglýsa ekki hjá þeim. Má vera að stjórn félagsins, sem hefur opinbert leyfi til að stunda þessa tegund af happdrætti til framdráttar ýmsum góðgerðarmálefnum, hafi ákveðið á fundi að refsa morgunpóstinum Ég bara veit það ekki en efast þó um það. Það vekur auðvitað athygli að Vilhjálmur skuli ekki velja þá leið að hringja í ritstjóra blaðsins sem allir vita að bera ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu. Ef þarf að gera efnislegar athugasemdir við skrif í blaðinu þá ber að beina athuga- semdum þangað. Þess í stað beinir hann skeytum sínum að starfs- mönnum auglýsingadeildar og seg- ir að allir fyrri samningar séu nú í hættu vegna þess að honum var ekki skemmt yfir pistlinum. Sem sæmilega upplýstum manni hlýtur hann að vita að starfsmenn auglýs- ingardeildar hafa ekkert með rit- stjórnarefni að gera. Það eru vinnu- reglur sem allir fjölmiðlar með sjálfsvirðingu hafa - um allan heim. Hagsmunir auglýsenda eiga ekki að stjórna umfjöllun blaða; slíkt væri brot á grundvallarsjónarmiðum bak við ffjálsa fjölmiðlun. Nú má vera að þetta hafi ekki veri besti pistill í heimi, sjálfúm fannst mér hann fremur mikið bull og hreint ekki hitta almennilega naglann á höfúðið. Pistillinn heitir Last og ferðast með kollega sínum Lofi. í þessum pistlum hefur ritari þeirra heimild til að taka fyrir ein- hverja atburði liðinna daga og lofa þá og lasta. Hann hefur í raun ekki annað að leiðarljósi en eigið mat á því. I umræddri grein skrifaði hann; Last fœr íslensk getspá fyrir að slá sig til riddara með því að gauka einhverjum aurum til Mæðrastyrks- nefndar fyrir viku. „Nú er sá árstími runninn upp þegar þörfin er hvað tnest, “ segja fulltrúarnir um leið og þeir keyra hjólbörur af monnípen- ingum í full bakherbergin og skara eld að eigin köku. Af hverju heyrast aldrei tölur um hve margir tapa í lot- tóinu? Og þykjast þessir gaurar aldr- ei hafa séð titrandi mœður eyða mjólkurpeningum í þetta nákvœm- lega vonlausa „bett“? Svo mörg voru þau orð. Eins og sést af orðalaginu þá er þetta klætt í búning hirðfíflsins sem allir vita að hafði einn heintild við hirðir kon- unga til að segja þeim sannleikann — svo framarlega sem hægt var að hlæja að því. Persónulega finnst mér að ritarinn hefði átt að beina skeytum sínum að Vilhjálmi sjálf- um. — Eða hver er hann þessi lot- tókóngur sem birtist á síðum blaða færandi fátækum mæðrum heila milljón á jólaföstunni? Eru þeir þurfalingar sem njóta einkaleyfis Lottósins mettir? Fjölmiðlapakkn- ingar utan um gjafir nútímans eru að verða fremur ógeðfelldar uppá- komur sem renna gagnrýnislaust áfram. Menn meta gildi gjafanna eftir því hve marga ókeypis dálk- sentimetra þeir fá. Hugarþelið sem birtist í sögunni af síðasta eyri fá- tæku ekkjunnar er sem hjómið eitt. Þess í stað er hringt samviskusam- lega í fjölmiðla og þess gætt að þeir segi frá uppákomunum. Og ef þeir gera það ekki á réttan hátt þá missa þeir auglýsingasamningana! Auðvitað væri rétt að velta því fýrir sér hvernig eitt opinbert söfn- unarfélag getur gefið öðru söfnun- arfélagi. Eins og áður sagði þá starf- ar íslensk getspá samkvæmt opin- beru leyfi og segir í reglum þess að fjármunir sem komi inn skuli renna til tiltekinna aðila — eftir vandlega tilgreindri prósentuskipt- ingu. Nú virðast þeir telja sig af- lögufæra og hljóta því að vakna spurningar um hvort fleiri eigi ekki að fá að njóta Lottókökunnar. Vil- hjálmur hlýtur því að fagna þeirri tillögu minni að Mæðrastyrksnefnd fái að komast að prósentuskiptingu Islenskrar getspár svo hann þurfi ekki að taka sér ffí úr jólaamstrinu til að færa þeim pening um næstu jól. Ég geri nefnilega ráð fyrir að áfram verði þörf fyrir fjármuni hjá Mæðrastyrksnefnd. Það má síðan snúa spurningunni við; eða hvernig hefði Vilhjálmi þótt það ef við hefðum hringt í hann og boðið honum að birta ekki greinina ef hann auglýsti hjá okkur? Honum hefði líklega þótt það beiskur bikar. Sigurður Már Jónsson Birna Þórðardóttir ritstjóri Lækna- blaðsins „Mérsýnist stefna íþað hjá BSRB en kröfur flestra aðildar- félaga ASÍ eru þannig að ekki er fyrir miklu að berjast." Magnús Ver Magnússon kraftakarl „Já það held ég. “ Guðjón Petersen leikstjóri „Já.“ Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannfræðingur „Það er erfitt að spá í það á þessari stundu. Aðilar vinnumarkaðarins eru að byrja að tala saman og samningar einungis verið lausir í viku. Þvi tel ég fullsnemmt að segja um hvort farið verði út íhörð átök iþessari samningalotu. Mérheyr- ist aðilar hins almenna vinnumarkaðar meta stöðugleikann og meti varðveislu hans sem bestu kjarabótina fyrir launafólk. Hitt er aftur á móti Ijóst að kennarar eru ekki sama sinnis og virð- ast vera tilbúnir til að fórna því sem hefur áunnist að þvíteytinu til fyrir fleiri krónur í launaumslögin, hversu þungt sem þær kunna að vega. “ Jón Steinar Gunn- laugsson lögmaður „Ég vona ekki.“ Þorgeir Þorgeirson rithöfundur „Ég hefekki hugmynd um það þannig að þú ert bara í skökku númeri. “ Pétur Blöndal stærðfræðingur „Það getur brugðið til beggja vona. Annars vegar að samið verði fljótlega eða það verði nokkuð mikil harka í þessu. Spuming- in er hvorir fara á undan, opinberir starfsmenn eða almennir launþegar. Almennir launþegar standa frammi fyrirþvíað velja á milli launahækkana og atvinnuleysis en hinir hafa bara launahækkanirnar til að berjast fyrir.“ Birn^Pórðardóttir „Ég kann enga betri leið og ég hefekki séð fólki færðar kjarabætur á silfurfati. Það sem er alvarlegt núna er að fjármálaráð- herra hótar að taka verkfallsréttinn af opinberum starfsmönnum vegna þess að hann segir að fyrst eigi ASl og VSl að gera út um sín mál, siðan sé hægt að ræða við BSRB. Þetta þýðiri raun að verkfalls- og samningsréttur opin- berra starfsmanna ereinskis virði.“ aMagnús Ver Magn- ússon „Ég sé ekki að neinn græði á verkföllum en þetta virðist vera eina leiðin til að fá stjómvöld og atvinnurekendur til að Guðjón Petersen „Nei, það hefur ekki verið þannig. “ Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir „Allir útreikningar sem ég hef séð sýna að svo er ekki. “ Jón Steinar Gunnlaugsson „Nei, það held ég aðséaf og frá.“ Þorgeir Þorgeirson „Ég hefbara ekkert sökkt mér ofan íþað. Ég veit ekki hvað bætt kjör eru. “ Pétur Blöndal „Nei, það hafa allt aðrir en verkalýðsfélögin skilað al- menningi á Islandi betri kjörum og er Pálmi ÍHagkaup nærtækt dæmi um það.“

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.