Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN ERLENT ,1 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Efnileg dóttir Nú um ára- mótin dró sig í hlé Jacques Delors, forseti framkvæmda- stjórnar Evr- ópubandalags- ins. Hann ákvað að sækj- ast ekki eftir forsetaembætt- inu í Frakk- Aubry og Delors landi og óvíst er hvað hann hyggst fyrir. Víst er þó að hann mun með ráðurn og dáð styðja dóttur sína Martine Aubry. Hún er 44 ára og þykir eiga bjarta framtíð í stjórnmálum. Sósíalista- flokkurinn leitar nú logandi ljósi að leiðtogaefni og oft er minnst á Martine Aubry, en hún þótti standa sig vel sem atvinnumálaráðherra í síðustu stjórn sósíalista.B Líka hjá Egyptum Dana Inter- national er klæðskiptingur og poppstjarna sem nýtur mik- illa vinsælda í heimalandi sínu, Israel. Eg- yptar hafa nú áhyggur af því að lög Dönu eru líka farin að njóta vinsælda þar í landi og kaupir egypsk æska plötur hennar í stórum stíl, þótt þær séu raunar aðeins seldar undir borð og við háu verði. Lög sín syngur Dana á einhverri blöndu af hebresku, arabísku og ensku, en Egyptar hafa áhyggjur af því að textarnir, sem iðulega fjalla um kynlíf, séu siðspillandi.B Geena er klár Kvikmynda- stjarnan Ge- ena Davis þykir ekki bara með fegurri konum í Hollywood, heldur þykir hún í hópi al- gáfaðasta fólks- ins í kvik- myndaborg- inni. Hún er meðlimur í Mensa sem eru samtök fyrir fólk sent hefur óvenju háa greindarvísitölu, þótt reyndar segist hún ekki sækja fundi. í nýlegu við- tali í tímaritinu Details kemur meira að segja fram að Geena átti í bréfaskriftum við breska eðlisfræð- inginn Stephen Hawking um fræga bók hans Ágrip af sögu thn- ans. Þar ræddu þau meðal annars óvissulögmál Heisenbergs.B Dana ■ j Rostock Glæpaborgin við Eystrasatt Rostock, sem áður var íAustur-Þýskalandi, erekki fjölmenn borg en þó þrífast þar glæpír í meira mæli en víðast þekkist. Þar höndlar rússneska mafían með stolna bíia, eituríyferu fluttþaðan til Skandínavíu og þarheyja flokkar melludólga blóðugt stríð. Lögreglan í borginni er talin hafa verið í vitorði. ■ Fimm árum eftir fall Berlínar- múrsins er gamla Hansaborgin Rostock orðin miðpunktur skipu- lagðra glæpa í norðausturhluta Þýskalands. Þar hefur hlaupið mik- ill vöxtur í vændi, eiturlyfjasölu og bílaþjófnaði, og í þessari stærstu hafnarborg þar sem áður var Aust- ur-Þýskaland eru glæpir helsti vaxtabroddur atvinnulífsins. Lögregla þar í bæ á von á heim- sókn á næstunni. Gestirnir eru kollegar þeirra úr lögreglunni, fimm háttsettir lögregluforingjar sem hafa heimild til að róta í skrif- borðsskúffum, fara í gegnum tölvu- skrár og yfirheyra grunaða. Hinir grunuðu eru lögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa verið á mála hjá glæpamönnum. Undanfarið hafa þýsk blöð hvað eftir annað birt hneykslisfréttir um athæfi lögreglunnar í Rostock. Loks sá Rudi Heil, innanríkisráðherra Mecklenburg-Vorpommern fylkis sér ekki annað fært en að grípa til sinna ráða. Hann hefúr farið fram á þessa rannsókn og hefur gefið út fyrirmæli um að rannsóknarmenn skuli ganga hart fram og ekki sýna neina miskunn. Blómstrandi atvinnuvegir Bifreiðar eru í stórum stíl fluttar um Rostock til fyrrverandi Sovét- ríkja á ólöglegan hátt. Þetta er orð- in eins konar sérgrein glæpamanna í Rostock. Útsendarar rússnesku mafíunnar stela bifreiðum frá kaupendum sem þær hafa keypt á löglegan hátt og ætla að flytja þær til Rússlands um höfnina í Rostock. Mafíumennirnir flytja bílana síðan landveg austur, en hinir löglegu eigendur þora vart að kvarta af ótta við grimmilega hefnd. Eiturlyfjaverslunin í Rostock liggur mestanpart í öfuga átt. Hansaborgin gamla er höfúðdreif- ingarstaður eiturlyfja sem koma úr austurátt, um Pólland, og eru það- an flutt á markað í Þýskalandi og Skandínavíu. Glæpirnir blómstra mest í rauð- ljósahverfi borgarinnar, en hún tel- ur um 250 þúsund íbúa. í rauð- ljósahverfinu við höfnina eru 'um 150 „þjónustustúlkur" á opinberri skrá. Lögreglan telur að ennfremur séu um 50 slíkar stúlkur óskráðar. Við það bætast konur sem selja sig á götum úti, karlmenn sem bjóða blíðu sína og konur sem hafa vændi að hlutastarfi. Á síðasta ári er vitað um fjögur morð innan þessarar blómlegu starfsgreinar þar sem glæpaflokkar berjast um yfirráðin. Yfirvöid aðhafast lítt Borgaryfirvöld og fylkisstjórn ná litlum tökurn á þessu vandamáli, enda bendir flest til þess að þau öfl sem eiga að halda uppi lögum og reglu séu sjálf á kafi í spillingu og glæpum. Embætti saksóknara af- sakar sig með því að það anni ekki slíku flóði glæpamála, enda sé það undirmannað og margir srnærri glæpir séu látnir órannsakaðir. I fylkisstjórninni í Schwerin ríkir hálfgerður glundroði; embættis- menn benda hver á annan, biðja um meiri mannafla en ekkert ger- ist. Það hefur verið sagt í háði að þar fáist menn aðallega við að færa skjalabunka til og frá. Lögreglan liggur enn undir ámæli eftir atburðina í Lichtern- hagen í ágúst 1992. Þeir komust í heimsfréttir. í þessu hverfi Rostock- borgar réðist fjölmennur múgur hægriöfgamanna gegn út- lendingum og endaði með því að lýðurinn kveikti í bráðabirgðahús- um sem höfðu verið reist fyrir far- andverkamenn frá Víetnam. Meira en hundrað innflytjendur máttu fótum fjör að launa. Þetta var talið til marks um vaxandi útlendinga- Næturklúbbur í rauðljósahverfinu í Rostock. Lögreglumenn voru tíðir gestir. I þessum skúrum rak meiludólgur einn blómlega starfsemi. Hann og aðstoðarmaður hans voru skotnir til bana eina nóttina. hatur í Þýskalandi, einkum þó í austurhlutanum, en einna verst þótti að lögregla fylgdist með álengdar án þess að aðhafast. Síð- ustu tvö árin hafa dómsyfirvöld reynt að komast að niðurstöðu um hver beri ábyrgð á aðgerðaleysi lög- reglunnar. Enn er ekki komin nein niðurstaða í því máli. Borgarbúar urðu nokkuð von- góðir þegar lögfræðingurinn Diet- er Schröder tók við embætti borg- arstjóra Rostock haustið 1993. Það var almennt álitið að hann myndi raska ró skriffinna. En ekkert gerð- ist og nú í byrjun desember til- kynnti Schröder afsögn sína og bar fyrir sig heilsubresti. Um eitt virðast yfirvöldin núorð- ið sammála: að lögreglan beri fyrst og fremst ábyrgð á ástandinu í Rostock. Málatilbúnaður hennar sé slíkur að þangað verði að senda aft- ur annað hvert glæpamál sem kem- ur til kasta dómsyfirvalda. Schröd- er borgarstjóri sagði áður en hann lét af embætti að lögreglunni væri ekki einu sinni treystandi til að gæta þess að bílar keyrðu ekki yfir á rauðu ljósi. Gerspillt lögregla Meðal vændiskvenna og mellu- dólga eru lögreglumennirnir best þekktir sem viðskiptavinir. I há- mæli komst í vetur mál Sigfried Kordus, fyrrum lögreglustjóra í Rostock, sem hafði verið fastagest- ur í vændishúsum og meira að segja fengið vændiskonur í heimsókn í vistarverur lögreglunnar. Þegar uppvíst varð um þetta hátterni Kordus dró hann sig í hlé af heilsu- farsástæðum. Næsti undirmaður Kordus, Júrgen Deckert, fór iðulega að fá sér bjór í vændishúsi sem gengur undir heitinu „Býflugnabúið“. Eig- andi „Býflugnabúsins, Andre Warnke, var reglulegur og kær- kominn gestur í matsal lögreglunn- ar. Helsti keppinautur hans í brans- anum, vændishússeigandinn Peter Brezinski, bauð lögreglumönnum gjarnan að þjálfa sig í íþróttasal sín- um, en þar við hliðina á rak hann næturklúbbinn „Sjóræningjann“. Á móti greiða kemur greiði og dóms- yfirvöld eru að reyna að grafast fyr- ir um í hve miklum mæli mellu- dólgar nutu velvildar og skjóls lög- reglu. Þessir dólgar sem lögreglan um- gekkst eins og vini sína eru svo sannarlega engin góðmenni. Það kom berlega í ljós í fyrrahaust þegar svartklæddur maður gekk eina nóttina inn í vændisklúbbinn „Sjö stúlkur“ og skaut til bana eigand- ann, Karl-Heinz Gebauer og að- stoðarmann hans. Gebauer þessi var á þeim tíma talinn helsti stór- bokkinn í vændisbransanum. Melludólgar berjast Þjóðverjar vilja hafa sitt vændi vel skipulagt, líkt og allt annað, og yfirvöld vilja koma einhverri reglu á bransann í Rostock og nágrenni. „Virtari" og áreiðanlegri vændis- kóngar hafa sýnt áhuga að beiðni kaupsýslumanna í Rostock, en við- skiptin hafa viljað fara út um þúfur — vísast vegna hótana melludólg- anna sem fyrir eru og lagsbræðra þeirra. Síðasta sumar hafði næstum brotist út blóðugt stríð milli glæpa- flokka þegar utanaðkomandi melludólgur reyndi að ná undir sig mestöllum vændisviðskiptum í Mecklenburg-Vorpommern fylki. Bófar frá öllu Þýskalandi þyrptust á svæðið og urðu fyrst frá að hverfa þegar þeir komust að því að starfs- bræður þeirra í Rostock höfðu mikla yfirburði. Á meðan ríkir eins konar vald- atóm á svæðinu og af því hafa yfir- völd áhyggjur. Áðurnefndir Brzez- inski og Warnke og helstu félagar þeirra sitja nú í varðhaldi eftir að fyrrverandi boxari, Júrgen Lach- mann var myrtur í „Býflugnabú- inu“ í maí. Á líkinu voru taldar tuttugu og átta hnífsstungur". Ótt- ast er að fjarvera þeirra kunni að lokka fleiri lysthafendur til borgar- innar. Áður en það gerist gætu fé- lagarnir þó verið lausir allra mála, enda hefur enn ekki tekist að sanna á þá ódæðið.B d ■f =1 Spánn Hveijir myrtu Baska? Ásakanir um að ríkisstjórn Spán- ar hafi haldið uppi leynistríði gegn ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, hafa síður en svo orðið að bæta stöðu Felipe Gonzalez forsætis- ráðherra Spánar. Á síðasta ári átti hann í miklum vandræðum vegna mikilla hneykslismála þar sem voru í aðalhlutverki bankastjóri Spánar- banka og foringi öryggislögregl- unnar, Guardia Civil. Fréttaskýr- endur telja líklegt að þessi mál geti fallið í skuggann á hinu meinta leynistríði og gert að engu vonir Gonzalez um að rétta hlut sinn á þessu ári. Sósíalistaflokkur Gonzalez beið afhroð í kosningum til Evrópu- þingsins á þessu ári. Ekki hefur honum verið spáð betra gengi í bæjar- og sveitarstjórnakosningum í vor, en Gonzalez hafði þó vonast til að efnahagsbati gæti orðið til að bæta stöðu sína allverulega. Saksóknari rannsakar nú vitnis- burð tveggja fangelsaðra lögreglu- manna sem halda því fram að Spánarstjórn hafi verið í vitorði með sveit sem í orði kveðnu barðist gegn hryðjuverkum og er talin hafa myrt 27 baskneska aðskilnaðar- sinna á árunum 1983 til 1987. Lög- reglumennirnir tveir fengu hvor sinn dóminn upp á 108 ár í fangelsi 1991 fyrir þátttöku í umræddri sveit. Nú eru þeir farnir að leysa frá skjóðunni og segja að þeir hafi starfað á vegum ríkisstjórnarinnar og lögreglu. Ráðherrar í ríkisstjórn Gonzalez brugðust ókvæða við þessum framburði og sjálfúr hefur forsætisráðherrann neitað því að hafa vitneskju um málið. Hann hefur enn ítrekað að hann muni ekki segja af sér, enda er vitað að honum er mikið í mun að sitja út þetta ár, en á síðari helmingi þess munu Spánverjar gegna forystu í Evrópusambandinu. Þetta breytir því ekki að málið er í hámæli í spænskum fjölmiðlum og ásakanir og gagnásakanir hafa haft þau áhrif að gengi á hluta- bréfamarkaði féll í síðustu viku og heldur líklega áfram að falla.B r" / • / x • Fjarsjoðir Trójugullid í Moskvu Ýmislegt er enn að koma upp úr kjöllurum sem lá þar hulið á árun- um þegar heiminum var skipt í tvennt í kalda stríðinu. Austur í Rússlandi hafa margvísleg verð- mæti verið að koma fram í dags- ljósið sem Rússar hirtu þegar þeir lögðu undir sig hálft Þýskaland 1945. Áætlað er að Rússar hafi flutt með sér um tvö hundruð þúsund safhgripi, tvær milljónir bóka og þrjá kílómetra af skjölum. Meðal þess sem Sovétherinn taldi sig í fullum rétti til að hirða voru dýrgripir á borð við málverk effir Van Gogh, Monet, Renoir, Cézanne, Degas og El Greco. Frásagnarverðastir eru þó gripir sem Heinrich Schliemann gróf upp í Tyrklandi, þar sem hann taldi að hefði verið Trója. Þessir munir eru afar fornir og sumir úr gulli. Rússar álitu réttast að fela mun- ina til að koma í veg fyrir að spyrð- ist út að þeir hefðu hirt listaverk og forngripi á skipulegan hátt. Nú hafa viðhorfin breyst — menn hafa aðallega af því áhyggjur að þessir gripir hverfi og lendi á svörtum markaði. Meðal annars til að afstýra því ráðgera nú þessi stóru söfn miklar sýningar á þess- um fjársjóði; Hermitage-safnið í Pétursborg ætlar að sýna málverk impressjónista sem hirt voru í Trójugull; fannst í Tyrklandi, týndist í Rússlandi. Þýskalandi síðar á þessu ári en Púshkín-safnið í Moskvu ráðgerir að sýna Trójugullið vorið 1996. Umdeilt er hins vegar hvað eigi að verða um dýrgripina eftir þessar sýningar, sérstaklega um munina frá Tróju. Schliemann gróf þá upp í Tyrklandi og flutti þá til Þýska- lands. Nú gera Tyrkir tilkall til þessara muna — og kannski er það í hæsta máta eðlilegt... ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.