Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 21

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 21
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 21 Páll Baldvin Baldvinsson „Ég var að vísu það heppinn að þeir sem égþekkti ífaginu voru það stórir menn að þeirgátu tekið því. “ Ég veit ekki hvort einhver hefur nennt að setja mælistiku við dálk- sentimetra dagblaða og fengið út einhverja statistík þar að lútandi: í hvað er mesta plássinu eytt? Það væri ekki vitlausara en hvað annað og það kæmi mér ekki á óvart þó að þrætur um það hvort þau orð sem leikhúsgagnrýnendur kjósa að nota um leiksýningar séu forsvaranleg eða ekki lentu þar ofarlega á blaði. Og einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að leikhúsfólk telji almennt að þeir gagnrýnendur séu góðir sem fjalla á „lofsamlegan“ hátt um sýningar en hinir sem leyfa sér að benda á eitthvað sem betur mætti fara séu óalandi, óferjandi og séu hreinlega á launum við það að koma einhverjum forpokuðum og jafnvel pervertískum duldum sín- um á framfæri við blásaklaust fólk. Einhver ágætur maður kom með þá ágætu líkingu að sá sem skifaði um sprengjuregn í Beirút ætti sælli daga en sá sem legði það fyrir sig að skrifa gagnrýni um íslenskar leik- sýningar. Allaveganna hafa hinir og þessir risið upp til handa og fóta og ritað langar gagnmerkar greinar um ófaglega gagnrýni en þá ein- ungis að gagnrýnin hafi verið á ein- hvern hátt neikvæð. Hins vegar hefur engum dottið það til hugar að setja punkt á blað um lofsamlega umfjöllun um leiksýningu, jafnvel þó að sú gagnrýni sé í eðli sínu miklu gagnrýniverðari en sú „nei- kvæða“ — til að mynda fyrir slugs- aralega framsetningu og þekkingar- leysi á viðfangsefninu. Leiklist er í eðli sínu krefjandi starf en getur verið að leikhúsfólk sé að loka sig af í fílabeinsturni vegna barnalegs viðhorfs á borð við það að enginn sé hæfur til að fjalla um það sem það er að gera? MORGUNPÓSTUR- INN hafði samband við þrjú sem hafa fengist við að skrifa leikhús- gagnrýni en er hætt því núna til að velta þessu fyrir sér. Þau voru ekk- ert endilega á því en voru öll sam- mála um að hafa fengið ónotaleg viðbrögð leikhúsfólks í þessu starfi. Þórðarcjteði á ritstjornum þegar„vondur" dómur gkemur Páll Baldvin Baldvinsson starf- ar sem leiklistarráðunautur við Borgarleikhúsið og sem leikstjóri, en hann hefur verið beggja vegna borðsins því hann skrifaði leiklist- argagnrýni fyrir Þjóðviljatm og fleiri fjölmiðla á sínum tíma, oft nokkuð harkalega. Hann vill ekki taka und- ir það að sá gagnrýnandi sem skrif- ar „vel“ um leikhús sé endilega góður gagnrýnandi. „Ekkert endi- lega. Þetta er náttúrlega eins fjöl- breytilegt og mennirnir eru margir sem urn er fjallað og eins fjölbreyti- legt og um er fjallað, hvað er sagt og hverjir segja það. Þetta er náttúr- lega ákaflega flókið mál að taka á.“ Hann segir það orðum aukið að margir hafi hrakist úr starfinu. „Ein af ástæðum fyrir því að umskipti eru mikil í gagnrýnendastétt er sú að þetta er illa íaunað starf og álags- starf. Menn þurfa að fara á leiksýn- ingar og síðan að skrifa um þær, helst að næturlagi eða þá daginn eftir. Þeim er sett takmarkað rými. í útvarpi er þetta komið niður í þrjár mínútur, ég nefni nú ekki Dagsljós, þar fara ekki fram málefnalegar umræður fyrir fimmaura. Auði Ey- dal er búið að klemma niður í kringum 30 dálksentimetra og þetta þýðir það að fólki eru skapaðar mjög erfiðar aðstæður til að rækta þetta starf vel. Ef svo vill til að gagnrýnandi talar illa um leiksýn- ingu þá ríkir Þórðargleði á rit- stjórnum. Ég hef orðið var við það á hvorki meira né minna en fjórum ritstjórnum sem ég hef starfað á, jafn ólíkum og Stöð 2 yfir í Þjóðvilj- ann með DV, og Ríkisútvarpið þar á milli, að ritstjórnirnar verða glað- astar ef þær fá hvöss skrif, grimm og neikvæð. Ég tel þetta eina af ástæðum þess að fólk staðnæmist ekki lengi í þessu starfi. Ég kaupi ekki mýtuna um það að gagnrýn- endur séu alltaf hraktir úr starfi af leikhúsfólki. Annars var ég reyndar bæði laminn í einkasamkvæmum, tuttugu „öpperkött“, það var hent í mann glösum og látið öllum illum látum af fólki sem var undir áhrif- um áfengis á börum og í boðum. Málefnaleg rökræða hafði ríka til- hneigingu til að fara mestan part fram þegar maður var að skemmta sér og viðkomandi undir áhrifum áfengis, þannig að hún varð aldrei Framhald á nœstu opnu > Lista Það er alltaf gjóstursamt um leiklistargagnrýnanda og hér er þeirri spurningu velt upp hvort leikhúsfólk sé að loka sig af vegna ofurviðkvæmni og talað við þrjá fyrrum krítíkera Fjan í leikhúsunim ★ ★★★★ FRÁBÆRT ★ ★★★ ÁGÆTT ★ ★★ GOTT ★ ★ LALA ★ SLÆMT 0 VONT ® HÆTTULEGT Rauður HáskólabIOi ★ ★★★★ „Kieslowski kann að segja sögur sem enginn annarkann að segja, fullar af skringilega hversdagslegri dulúð. “ 2001 FiíVgð ★★★ Kol Klæðskeiu keisarans ★★ Tímarit Máls og menningar 4. HEFTI 1994 ★ ★ ★ ★ TMM á ágœtu róli Tímarit Máls og menningar 4. HEFTI 1994 Tímarit Máls og menningar er að þessu sinni helgað íslenska lýðveld- inu. Birtar eru fimm greinar effir rithöfund, sagnfræðing, heimspek- ing og bókmenntafræðinga. Árni Bergmann er rithöfund- urinn og hann á lengstu grein tíma- ritsins sem hann nefnir Minnis- punkta um tilverurök smáþjóðar. Það er langur lestur um það böl sem okkar bíður gerist litla Island hluti af „yfirþjóðlegri Evrópu“. I heimsþorpinu eru „tvö hundruð tegundir af ostum og fimmtíu teg- undir af viskí, en fjölbreytni í mannlífi er lygilega lítil — allir á þeirri leið að samsama sig banda- rískum meðaljóni í viðhorfum.“ í einangrun uppi á íslandi er væn- legra að halda sig, þar ríkir fegurðin eins og sprottin úr nýársávarpi for- seta íslands: „Jökullinn er ókeypis, íslenska er okkur gefin, sjóður bóka og minninga stendur opinn, fá- mennið er heillandi brýning í til- veruna.“ I stuttu máli finnst mér þessi TIMARIT M\LSOB MENNINCAR 4-94 „Það er orðið áberandi hversu mikið rými aðrar listgreinar en bókmennt- irfá í TMM. Mér sýnist þetta stafa afbreyttri rit- stjórastefnu og ég tel hana ánœgjulega. “ grein dæmi um ömurlega íhalds- semi og það jafnvel þótt höfundur vitni í Milan Kundera máli sínu til stuðnings. Ég er reyndar nokkuð viss um að ef Kundera hefði skrifað greinina þá hefðu viðbrögðin verið í öðrum tón. Mér hefði líklega þótt hann nokkuð íhaldssamur, verið ósammála honum í grundvallarat- riðum en ég hefði dáðst að rökfimi hans og sannfæringarkrafti. Þá eig- inleika skortir í grein Árna, og hún er of löng og heldur leiðinleg af- lestrar. Gunnari Karlssyni sagnfræð- ingi og Páli Skúlasyni heimspek- ingi er sjálfstæðið einnig hugleikið í greinum sínum. Grein Gunnars fjallar urn áhuga (og áhugaleysi) á sjáfstæðisbaráttunni og er bráð- skemmtileg, full af skerpu og fróð- leik. Góð grein Páls nefnist For- sendur sjálfstæðis. Niðurstaða hans er sú að minnimáttarkenndin sé ef til vill „alvarlegasta ógnunin við sjálfstæði okkar sem þjóðar og sem einstaklinga.“ Árni Sigurjónsson og Guðrún Nordal eiga greinar bókmenntalegs eðlis. Grein Guðrúnar fjallar um ættjarðarljóð og hún er nokkuð sundurlaus og ekki nógu vel samin þótt innihaldið sé ekki vitlaust. Árni Sigurjónsson fjallar um tvær mismunandi persónugerðir í verk- um nokkurra íslenskra rithöfunda. Þetta er ágæt grein og hefði jafnvel mátt vera lengri. Árni er ógurlega mikið gefinn fyrir að setja niður- stöður sínar í töflu og sú árátta er orðin að húmorískri sérvisku þegar já- og nei-svör þriggja rithöfunda eru samviskusamlega sett í töflu- kerfið. Það er orðið áberandi hversu mikið rými aðrar listgreinar en bókmenntir fá í TMM. Mér sýnist þetta stafa af breyttri ritstjórastefnu og ég tel hana ánægjulega. Jórunn Sigurðardóttir skrifar leikhúsuppgjör ársins og sú grein hefði mátt vera svo miklu betur skrifuð. Hún er eins og langur út- varpspistill, í óvönduðum talmáls- stíl. Þorsteinn Gylfason kann að orða hugsun sína og honum bregst ekki bogalistin í þönkum sínum Er tónlistin mál? TMM er óvenju efnismikið að þessu sinni og ég hef því aðeins staldrað við það sem sérstaka at- hygli rnína vakti. Og það besta er geymt þar til síðast. Það eru tveir ritsnillingar sem eru tromp þessa heftis. Tómas R. Einarsson tónlistar- maður og þýðandi tekur sérlega gott viðtal við Thor Vilhjálmsson. Það er kúnst að taka viðtöl en það kann Tómas en viðtalið er þó of stutt... Ég held að flestir lesendur hefðu viljað ferðast með þeim fé- lögum enn lengur því Thor er í miklu stuði. Gyrðir Elíasson á skilið marg- falt hrós og viðurkenningu fyrir skrif sín unt bókmenntir. Fyrir ekki löngu skrifaði hann í TMM frábæra grein um John Cowper Powys og grein hans um Bruno Schulz er ekki síðri. Það er vonandi að fram- hald verði á innihaldsríkum skrif- um Gyrðis um bókmenntir í TMM. ■ TMM virðist á ágætu róli. Það er engin ástæða til að skamm- ast eða nöldra yfir ritstjórnar- stefnu. Friðrik Rafnsson hefur sýnt dug í þessu starfi, hleypt lognmollu út og opnað tímaritið fyrir hinum ýmsu listgreinum og ekki sist erlendum heimspeki- og bókmenntastraumum. Hin þjóðlega einangrunarstefna er ekkilenguri hávegum höfð. Það er lán fyrir okkur lesendur TMM. -Kolbrún Bergþórsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.