Helgarpósturinn - 09.01.1995, Síða 27
27
, , *l ll/IÁM
MANUDAGUR 9. JANUAR 1995 MORGUNPOSTURINN SPORT
NBA-pistill
Golf
Unglingamir í frumskóginum
Frábærbyrjun Dallas kemurá óvart.
Á undanförnum árum hefur
Dallas Mavericks verið persónu-
gervingur lélegs árangurs í banda-
rískum íþróttum. Þetta lið var
kryddið í öllum bragðmiklum sam-
ræðum og Dallas brandararnir fóru
eins og eldur í sinu um allan heim.
Hvar er best að halda sig á æfingum
bjá Dallas? Beint undir körfunni.
Árangurinn var svo hroðalegur að
spekingar spáðu því að Dallas
hreinlega félli niður í CBA-deildina
(sem auðvitað getur ekki gerst).
Liðið vann einungis 24 leiki af 164,
leiktímabilin 1992- ‘94. Liðið komst
síðast í úrslitakeppnina 1990 og var
þar áður talið eitt efnilegasta lið
deildarinnar. Margir bjuggust
t.a.m. við því að Dallas næði að
velta Los Ángeles Lakers úr sessi
fyrir tímabilið i988-’89 sem besta
lið deildarinnar. Þá klæddust ma-
verískum treyjum leikmenn á borð
við Rolando Blackman, Derek
Harper og Mark Aguirre. Síðan
fór allt að ganga á afturfótunum.
Liðið skipti frá sér Aguirre og fékk
þunglynt og síkveinandi gamal-
menni (Adrian Dantley) í staðinn.
Þá voru meiðsli mikið vandamál og
eiturlyíjaneysla Roy Tarpley var
liðinu þungbær. Stjórn liðsins átti
sinn þátt í óheillaþróuninni. Skipt
var á ómissandi leikmönnum og
lítið sem ekkert fengið i staðinn. Al-
ex English og Fat Lever voru
fengnir ífá Denver en segja má að
þeir hafi átt sín bestu ár að baki sér.
En þegar neyðin er stærst þá er
hjálpin næst.
Þegar allir héldu að Donald
Carter, eigandi liðsins, og Norm
Sonju, framkvæmdastjóri, væru
endanlega búnir að missa vitið og
að liðið stefndi óðfluga í gjaldþrot,
þá kom að því að liðið fékk upp-
reisn æru. Vegna lélegs árangurs
áskotnaðist Dallas valréttur
snemma í háskólavali undanfar-
inna ára. Liðið hefúr notað þessa
valrétti til að velja til sín efnilega
leikmenn en ekki dottið í þá gryfju
að skipta þeim fyrir reynda leik-
menn. Árið 1992 valdi Dallas
Jimmy Jackson fjórðan, 1993 fékk
það Jamal Mashburn með fjórða
valrétti og síðasta vor krækti liðið
sér í Jason Kidd. Ávextir heppn-
innar eru nú loks farnir að skila sér.
Kidd, sem er leikstjórnandi, er í
harðri baráttu um að vera valinn
nýliði ársins, og hefur sýnt stór-
kostlega hæfileika til að stjórna lið-
inu. Þrátt fyrir að vera yngsti leik-
maður deildarinnar (fæddur 1974)
er litið til hans sem leiðtoga Dallas
innan vallar sem utan. Kidd er stór-
kostlegur alhliðaleikmaður og
minnir tölfræði hans á gömlu
meistarana Oscar Robertson og
Magic Johnson. Hann hefur oft
náð þrennunni (þrefaldri tvennu),
þ.e.a.s. verið með tveggja stafa tölu
í þremur tölffæðiþáttum, í vetur.
Jason Kidd er frábær leikstjórnandi en kannski ein lélegasta skytta
seinni ára.
Hann hefur sýnt ótrúlega hæfileika
til að stjórna hraðaupphlaupum og
er ein helsta ástæðan fyrir vel-
gengni félaga sinna þeirra Mash-
burn og Jackson sem báðir blanda
sér í slaginn um stigakóngstitilinn.
Kæmi það fáum á óvart að þessir
þrír kæmust allir í Stjörnuleikinn í
febrúar.
Með þessa þrjá leikmenn og
endurnærðan, hreinnefja Tarpley
er enginn ástæða til annars en
bjartsýni. Liðið er það næstyngsta í
deildinni; meðalaldur leikmanna
um 25 ár. Liðið hefur alla burði til
að leiða deildina í fráköstum og
nægir þar að minnast á Kidd, einn
besta frákastara af bakvörðum,
Tarpley og „Popey“ Jones. Liðið
spilar hraðan og skemmtilegan
hraðupphlaupskörfubolta sem hef-
ur verið á undanhaldi í deildinni
síðustu ár en gæti nú verið að ryðja
sér rúms á ný. Hinum 63 ára þjálf-
ari liðsins, Dick Motta, tekst mjög
vel upp í samskiptum við þessa
ungu stráka og er sannkölluð hátíð
í samanburði við Quinn Buckner
sem þjálfaði liðið í fyrra. Motta var
fyrsti þjálfari liðsins þegar það kom
í deildina 1980. Hann er ekki
ókunnugur sigurliðum því hann
stjórnaði meistaraliði Washington
1978. Þá reyndi svo sannarlega á
samskiptatækni Motta því stjörnur
liðsins, Elvin Hayes og Wes Un-
seld, hötuðust innilega og rifust
eins og hundur og köttur. Þess er ef
til vill ekki langt að bíða að Motta
verði aftur meistari en hann verður
að hafa hraðar hendur því hann á
aðeins fjögur ár í fyrstu ellilífeyris-
greiðsluna. -eþa-ÞK
Marigr telja að Jimmy Jackson muni feta í fótspor Michael Jordan og
leiða deildina í stigaskorun. Jordan og George Gervin eru einu skot-
bakverðir í sögu deildarinnar til að vinna stigatitilinn.
vann heima
Það var heimamaðurinn Ernie
Els sem bar sigur úr býtum í Bells-
mótinu í Suður-Afríku í gærdag.
Hann sýndi þar enn og sannaði
hversu efnilegur hann er og sumir
segja að hann eigi eftir að einoka
helstu titlana í íþróttinni á kom-
andi árum. Els fór brautina á þrem-
ur undir pari síðasta hringinn.
Jafnir í öðru og þriðja sæti urðu
síðan Bandaríkjamennirnir Pat
Horgan og Jim Johnson.B
Skautahlaup
RHsmaog
Niemann
Evrópu-
meistarar
Hollendingurinn Rintje Ritsma
og Þjóðverjinn Gunda Niemann
endurheimtu í gær Evrópumeist-
aratitla sína í skautahlaupi á móti
sem fram fór í hollensku borginni
Heerenveen.B
Spænska
knattspyrnan
Deportivo
náði aðeins
jöfhu
Eins og fram kemur annars stað-
ar hér í blaðinu burstaði Real
Madrid Barcelona með fimm
mörkum gegn engu í spænsku 1.
Donato, fyrirliði Deportivo.
deildinni á laugardaginn. Aðrir
leikir deildarinnar fóru fram á iða-
grænum Spánarvöllum í gærdag og
bar helst til tíðinda að spútniklið
Deportivo la Coruna náði aðeins
markalausu jafntefli gegn Betis.
Jafnteflið gerir það að verkum að
Deportivo er enn í þriðja sæti á eft-
ir Real-liðunum Madrid og Zar-
agoza.
Úrslit annarra leikja
voru þessi:
Celta - Sevllla 0:0
Logrones - Valladolid 0:0
Albacete - Oviedo 1:0
Atl. Bilbao - Sociedad 0:0
Sporting Gijon - Tenerife 1:1
Racing San - Valencia 3:2
Espanol - A. Madrid 2:0
Alex Ferguson, ávallt bjartsýnn
Jæja/þá höfum víð enn klikkað íi---*nú verðum við að tryggja fa"n/l
Evrópukeppninni... meistaratitilinn í úrvalsdeildinni...
okkur 1 Meistarakeppninm 1 Evr-
ópu á næsta ári!
'ZooAÍ
...
Unrted og Meistarakeppnin
Mikið hefur verið hlegið að
döpru gengi Manchester United í
Evrópukeppninni að undanförnu.
Reyndar hefur þessi hlátur verið
bundinn við öll lönd önnur en
England, en Evrópubúum finnst
lítið um enskt meistaralið koma
sem getur ekki staðið sig gegn sam-
bærilegum liðum álfunnar. I Eng-
landi hafa menn reyndar sínar
skýringar á þessu en sumir sjá þó
spaugilegu hliðina á málunum...
Nýárssundmót fatíaðm
Hið árlega nýárssundmót fatl- Keppt var í fjórum sundgreinum í Einbeitingin og áhuginn leyndi
aðra barna og unglinga fór fram í fimm mismunandi flokkum fötl- sér ekki eins og myndin sýnir
Sundhöll Reykjavíkur í gærdag. unar og var fjölmennt á staðnum. skýrt.B