Helgarpósturinn - 09.01.1995, Síða 28

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Síða 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT ðöfai i í A MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Enska bikarkeppnin LHkiHðm fíest úr leik NBA-boltinn Leikir aðfaranótt i laugardags Atlanta - Washington 112:90 Portland - Boston 95:92 New York - Cleveland 103:93 Charlotte - New Jersey 89:88 Orlando - Minnesota 121:99 Seattle - Chicago 108:101 Dalias - Indiana 103:92 LA Lakers - Milwaukee 106:98 Leikir aðfaranótt sunnudags Atlanta - New Jersey 102:85 Charlotte - Boston 106:98 Cleveland - Chicago 92:78 Portland - Washington 114:105 Indiana - Houston 88:83 Phoenix - Denver 109:100 Utah - Philadelphia 111:90 San Antonio - LA Clippers 103:88 Sacramento - Miami 96:95 Staðan Austurdeild Orlando 25 6 .806 New York 17 12 .586 Boston 12 19 .387 New Jersey 13 22 .371 Miami 10 20 .333 Philadelphia 10 21 .323 Washington 7 23 .233 Miðdeild Cleveland 21 10 .677 Indiana 19 11 .633 Charlotte 19 12 .613 Chicago 16 15 .516 Atlanta 14 19 .424 Milwaukee 10 20 .333 Detroit 9 19 .321 Vesturdeild Utah 21 10 .677 Houston 20 10 .677 San Antonio 18 10 .643 Denver 15 15 .500 Dallas 14 14 .500 Minnesota 6 23 .207 Kyrrahafsdeild Phoenix 24 7 .774 Seattle 21 9 .700 LA Lakers 19 9 .679 Sacramento 17 13 .567 Portland 16 14 .533 Golden State 10 19 .345 LA Clippers 5 26 .161 Enski boltinn Endurteknir leikir Þeir leikir sem þarf að leika aftur I ensku bikarkeppninni fara fram dag- ana 16., 17. og 18. janúar næstkom- andi. Þá leika: 16. jan: Tranmere - Bury 17. jan: Watford - Scarboro Carlisle - Sunderland Leeds - Wallsall Middlesboro - Swansea 18. jan: Liverpool - Birmingham Stoke - Bristol City WBA - Coventry Bristol Rovers - Luton Arsenal - Millwall Þrátt íyrir að enska bikarkeppnin sé þekkt fyrir óvænt úrslit og glæsta sigra smælingjanna er líklega al- gengara að úrslitin fari eftir bók- inni. Þannig er ekki líklegt að fræð- ingar framtíðarinnar muni leita til ársins 1995 til að finna dæmi um sigur Davíðs á Golíat, flest önnur ár væru betur til þess fallin. Þriðja umferð bikarkeppninnar var leikin um helgina og voru flest úrslit eftir bókinni. Nokkur lið lentu þó í vandræðum en fæst það miklum að ekki sé hægt að bæta fyrir þau í aukaleik sem leikinn er ef um jafntefli er að ræða í fyrsta leiknum. Þó er ljóst að allavega eitt úrvalsdeildarlið er úr leik, botnlið Ipswich tapaði fyrir 2. deildar liði Wrexham og er úr leik. Ljóst er að lið Wrexham, Mill- wall, Bury, Aston Villa, Notting- ham Forest, Crystal Palace, Port- smouth, Leicester, Norwich, West Ham, QPR, Southampton, Totten- ham, Sheffield Wednesday, Wol- verhampton, Oldham, Swindon, Burnley og Bristol City eru komin í fjórðu umferð en þekkt lið eins og Liverþool, Arsenal, Blackburn, Newcastle, Everton, Manchester City og Leeds þurfa að há aukaleiki til að fá úr því skorið hvort þau komist áfram. f stórleik Newcastle og Black- burn í gær varð jafntefli. Chris Sutton kom Blackburn yfir snemma leiks en glæsilegt mark frá Robert Lee jafnaði metin fyrir Newcastle. Manchester United leikur við Sheffield United í kvöld. ■ Chilemaðurinn Ivan Zamorano fór illa með varnarmenn Börsunga í leiknum á laugardagskvöld og gerði þrjú mörk. Enska liðið Tottenham heldur áfram glæsilegri sigurgöngu sinni og á laugardag varð utandeildarliðið Altrincham fyrir barðinu á þeim. Hér er Teddy Sheringham fyrirliði liðsins í hörðum slag í leiknum. Spænska knattspyrnan Börsungar fíengdir af Real Madrid Madrid náðu þar með að hefna fyrir samskonar tap í fyrra. Það verður ekki annað sagt en að risaslagurinn árlegi í spænsku knattspyrnunni hafi verið eftir- minnilegur. Alltaf þegar stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast, hvort sem það er á Bernabeuvelli Real eða Nou Camp þeirra Bör- sunga, er það sögulegur viðburður í þarlendu knattspyrnulífi og risasig- uf Madrídinga á laugardagskvöld- ið, 5:0, hefur vakið athygli ut um alla Evrópu. Leiksins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu á Spáni og var töluvert álag á leikmönnum Barcel- onaliðsins, ekki síst vegna frétta um að framherjinn Romario sé'á för- um frá félaginu í næstu viku. Vegna þessa ákvað Johan Cryuff, þjálfari íiðsins, að setja Brasilíumanninn á bekkinn og velja í hans stað Rúm- enann snjalla Gheorghe Hagi, en sem kunnugt er má aðeins leika með þrjá erlenda leikmenn hverju sinni. Hinir tveir voru að vanda Hollendingurinn Ronald Koeman og Búlgarinn Hristo Stoichkov. Þrátt fyrir þessar breytingar áttu Börsungar aldrei möguleika gegn sterkum og grimmum leikmönn- um Madridarliðsins. Chilemaður- inn Ivan Zamorano var illstöðvan- legur og þegar í fyrri hálfleik var hann búin að gera þrennu fyrir sína menn. Þótt ótrúlegt megi virðast var hann þó ekki einn í sérflokki í leiknum, Daninn Michael Laudr- up fór hreint á kostum og í flestum viðureignum sínum við kappann vissu varnarmenn Börsunga ekki hvort þeir voru að koma eða fara. Síðustu tvö mörk Real komu í seinni hálfleik og voru þar að verki Luis Enrique og Jose Amavisca. Sigurinn er sérstaklega sætur fyr- ir Real Madrid þar sem þeir töpuðu 5:0 fyrir Barcelona í fyrra á Nou Camp og segja margir sparksér- fræðingar að liðið eigi titilinn nú vísan. 107,000 áhorfendur fengu aldeil- is eitthvað fyrir peningana sína og sáu þeir meðal annars Stoichkov rekinn út af í seinni hálfleik fyrir að sparka í hné eins andstæðings síns. Stoichkov, sem var einn frammi í leiknum og fékk ekkert til að moða úr langtímunum saman, var orðinn mjög pirraður og á yfir höfði sér leikbann fyrir verknaðinn. Zamorano, sem var tekinn af leikvelli tíu mínútum fyrir leikslok, var alveg búinn og sagði aðeins að leikurinn hefði verið mikilvægur fyrir þjóð sína og liðið.B NHL- deildin Ræðst á þriðjudag hvort keppni verður endan- lega hættá tímabilinu Forráðamenn bandarísku ís- hokkídeildarinnar tilkynntu í gær að þeir hefðu sett lokafrest fram á þriðjudag til að semja við leikmenn deildarinnar um kaup og kjör, ann- ars væri keppninni lokið á þessu tímabili. Fyrr um daginn höfðu leikmenn sett fram eiginlegt lokatilboð sitt sem forráðamennirnir höfnuðu samstundis með nítján atkvæðum gegn sjö. „Stjórnin ákvað að aflýsa allri keppni á þriðjudaginn ef ekki hefur verið samið áður,“ sagði formaður nefndarinnar við blaðamenn um helgina. Deildin átti upphaflega að hefjast í október en hefur verið frestað af og til í vetur vegna harðra launa- deilna leikmanna og eigenda lið- anna. Barist er um launaþök, aldur nýliða og samningarétt leikmann- anna sjálfra. Hefur sitt sýnst hverj- um í málinu og lítið þokast í sam- komulagsátt. Formaðurinn klykkti út með því að segja að boltinn væri hjá leik- mönnununum sjálfum. „Ef þeir eru tilbúnir til að aðlaga sig breytt- um aðstæðum þá verður deilda- keppni, annars ekki.“B Bayern Múnchen Tennis Emil Kostad- inov lánaður frá Deportívo Búlgarski landsliðsmaðurinn Emil Kostadinov hefur verið lán- aður frá spænska liðinu Deportivo la Coruna til þýskalandsmeistara Bayern Múnchen. Kostadinov hef- ur átt í erfiðleikum með að komast í lið hjá la Coruna þar sem fyrir eru fjölmargir snjallir framherjar en hjá Bayern er pláss fyrir hann við hlið Frakkans Jean-Pierre Papin. Kostadinov stóð sig mjög vel með búlgarska liðinu á HM í sum- ar. Hann er í eigu portúgalska liðsins Porto en var í leigu hjá spænska liðinu þar til á laugardag. Þetta er nokkuð flókið og blasir þannig við að ef Bayern vill kaupa hann í lok tímabilsins þarf það að semja við la Coruna og síðan Porto. ■ Stefan Edberg vann í Quatar Svíinn Stefan Edberg endur- heimti meistaratitil sinn á opna tennismótinu í Quatar á sunnudag þegar hann sigraði landa sinn Magnus Larson 7-6, 4-7, 6-1 í úr- slitaleik mótsins í gær. Sigurinn færir Edberg rúma 600,000 dali í sigurlaun. Edberg var mjög öruggur allan tímann og sagðist hafa fundið sig vel. „Eftir fyrsta leikinn var ég viss um að ég myndi vinna,“ sagði hann eftir viðureignina. „Ég varð örugg- ari með sjálfan mig og fann press- una minnka.“ „Ég hef ekki séð Stefan leika svo vel í langan tíma,“ sagði Larson eft- ir á. „Hann var frábær og ég átti ekki möguleika.“B

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.