Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 29

Helgarpósturinn - 09.01.1995, Side 29
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 2B. Fótboltamógúlarnir á Ítalíu eru farnir að herða sultarólina í kjölfar versnandi efnahags félaganna og minnkandi afkasta rándýrra stórstjarna. Sumir af dýrustu leikmönnum deildarinnar hafa ekki spilað leik á þessu tímabili Ciao Halia! Það er ekki langt síðan Italía var fyrirheitna land allra helstu knatt- spyrnustjarna heims. Knattspyrnu- félög í öðrum löndum þurffu að horfa á eftir öllum sínum skærustu stjörnum yfir í raðir ítalskra félaga. Fúlgurnar, sem í boði voru, voru ævintýralegar og jafnvel fjársterk félög á borð við Bayern Múnchen, Marseille og Manchester United höfðu ekki roð við buddum Berlus- conis og keppinauta hans á Ítalíu. Aðsókn að úrvalsdeildarleikjum í Þýskalandi hríðminnkaði þegar hver stjarnan af annarri hélt á vit Miðjarðarhafssólarinnar og Fiat- gullsins. Mattháus, Völler, Kohler, Klinsmann, Brehme, Riedle, HáBler og fleiri stórstjörnur voru keyptar fýrir stórfé og þýskir áhorf- endur fóru í fýlu og sátu heima. Skærustu stjörnur Hollendinga voru líka keyptar til að leika listir sínar á ítölskum sparkvöllum. Van Basten, Gullit og Rijkaard voru að- alkeppinautar Mattháusar, Klins- manns og Brehme í bílaborginni Mílanó. Á tímabili var ástandið þannig að landsliðsmenn alls staðar að úr heiminum sátu í kippum á varamannabekkjum ítalskra liða, ef þeir þá náðu svo langt. Það var keypt, keypt, keypt, sama hvað það kostaði og sama hvort einhver þörf var fýrir mennina. Nú er hins vegar svo komið að stjörnurnar eru farnar að hverfa til síns heima hver af annarri og færri eru keyptar í staðinn. Itölsku sparkherrarnir eru farnir að halda fastar um budduna. Þar kemur fýrst og fremst tvennt til. Annars vegar eru forráðamenn félaganna farnir að grilla í botninn á buddum sínum og gera sér grein fyrir að þær eru ekki ótæmandi líru-uppsprett- ur. Og hins vegar hafa sífellt fleiri tuðrustjörnur, hvort sem þær eru ítalskar eða erlendar, algjörlega brugðist þeim vonum, sem við þær voru bundnar. Gassa ekki spilað leik á tímabilinu Gianluca Sordo var keyptur fyrir 190 milljónir króna á síðasta ári en hefur ekki leikið nema einn hálfleik, 45 mínútur á þessu keppn- Hollenski framherjinn Dennis Bergkamp var keyptur til Inter Mílanó fyrir 761 milljón króna. Mörkin sem þessi mikli markakóngur átti að skora fyrir hið nýja félag sitt hafa hins vegar ekki látið á sér kræla enn- þá. Hann hefur aðeins leikið með í helmingnum af leikjunum á þessu tímabili og tókst aðeins einu sinni að pota tuðrunni inn á milli mark- stanganna. Dejan Saviecevic kostaði 507 milljónir þegar AC Mílanó keypti hann til sín fyrir tveimur árum. Á þessu leiktímabili hefur hann spilað 6 leiki af 14 og gert eitt mark. istímabili. Hann hefur einfaldlega verið lélegur og ekki komist í liðið. Paul Gascoigne, sem keyptur var til Lazio Roma fyrir litlar 550 millj- ónir árið 1992, fótbrotnaði í apríl á síðasta ári og hefur ekki stigið fæti á völlinn síðan. Francesco Dell’Anno var húsbændunum hjá Inter Milano 465 milljóna virði þegar þeir keyptu hann fýrir rúm- um tveimur árum, og keppinaut- arnir hjá AC punguðu 380 milljón- um út fyrir Stefano Eranio. Hvor- ugur þeirra félaga hefur spilað leik á þessu tímabili vegna meiðsla. G.Luigi Lentini, sem AC keypti fyrir hvorki meira né minna en 782 milljónir árið 1992 hefur spilað fimm leiki af fjórtán sem leiknir hafa verið það sem af er tímabilinu, þar af var hann aðeins þrisvar sinn- um hafður inn á allan tímann. Berlusconi var manna duglegast- ur við að versla stjörnur á sínum tíma og situr AC því uppi með fleiri stórstjörnur á varamannabekknum og í mismunandi alvarlegum meiðslum en nokkurt annað lið á Italíu. Ástandið er þó Iitlu betra á nokkrum bæjum öðrum og ná- grannarnir AC hjá Inter komast líklega næst þeim hvað vannýttan mannafla varðar. En nú á semsagt að verða breyt- ing á þessu ástandi. Itölsku liðin borga að meðaltali 20 prósentum minna fyrir nýja leikmenn en áður. Þessi stefna kemur sér vel fyrir unga og upprennandi sparkara, ekki síst ítalska, en verr fyrir alþjóðlegar stórstjörnur, sem mun væntanlega fara enn fækkandi á ítölsku grasi í ffamtíðinni. En fyrir stórmeistara á borð við Marco van Basten er samt alltaf pláss að því er virðist. Hann hefur ekki getað leikið með AC í 18 mán- uði vegna meiðsla og er rétt byrjað- ur að trimma aftur, en liðið vill samt allt gera til að halda honum hjá sér. Þeir sleppa því meira að segja að spara við hann kaupið, en samkvæmt samningnum gætu þeir lækkað það um allt að 60 prósent- um. -æöj, byggt á grein í Kicker. Floppin í ítölsku deidinni 1994-'95 8 milljarðar í súginn Leikmenn Félag Keypturá (í milljónum kr.) Leikir á tímabilinu Mörk Paul Gascoigne Lazio Roma 550 (‘92) 0 0 Francesco Dell’Anno Inter Mílanó 465 (‘92) 0 0 Stefano Eranio AC Mílanó 380 (‘92) 0 0 Didier Deschamps Juventus 90 (‘94) 0 0 Jan Pierre Cyprien Torino 45 (‘94) 0 0 Gianluca Sordo AC Mflanó 190 (‘94) 1 0 Jonas Thern AS Roma 200 (‘94) 4 0 Paolo di Canio AC Míianó 295 (‘94) 5 0 G.Luigi Lentini AC Mílanó 782 (‘92) 5 0 Darko Pancer Inter Mflanó 592 (‘92) 5 1 Futre Reggiana 210 (‘93) 5 2 Dejan Savicevic AC Mílanó 507 (‘92) 6 1 Dennis Bergkamp Inter Mflanó 761 (‘93) 7 1 Sergio Porrini Juventus 465 (‘93) 8 0 Wim Jonk Inter Mílanó 465 (‘93) 11 0 Bara þessir 15 leikmenn hafa kostað félög sín tæpa 6 milljarða. Allt í allt hafa leikmenn, sem lítið eða ekkert hafa spilað á ieiktímabilinu, líklega kostað ftölsk félög hátt á nfunda milljarð króna. Það þarf því engan að undra þótt stjórarnir séu farnir að velta aurunum aðelns lengur milli handanna áður en þeir ráðast í innkaup þessa dagana. NBA-deildin Barkley enníham Houston tapaðifyrir Indiana Pacers Charles Barkley fór fyrir sínum mönnum í Phoenix Suns í tæpum sigri liðsins, 109:100, á Denver Nug- gets í NBA-deildinni aðfaranótt sunnudagsins. Barkley gerði alls 22 stig í leiknum og er sífellt að bæta leik sinn sem þótti stirður í upphafi tímabilsins. Auk Barkleys léku Danny Manning og nýliðinn Wesley Person vel fyrir Suns. Manning fór mikinn undir lokin og tryggði í raun sigur liðsins og Person kom á óvart með fimmtán góðum stigum. Þetta var tólfti sigurleikur liðsins í síðustu fjórtán leikjum. I Washington gerði Rod Strick- land 31 stig fýrir Portland Trail- blazers í 114:105 sigri liðsins á Washington Bullets. Cliff Robert- son og Clyde Drexler voru einnig atkvæðamiklir fyrir Portlandliðið. Eftir leikinn sagði Robertson að liðið hefði leikið mjög vel og verið vel að sigrinum komið. Buliets- menn voru hins vegar ekki eins hrifnir enda að tapa fímmtánda leiknum í röð. Alonzo Mourning gerði 33 stig fýrir Charlotte Hornets í góðum sigri þeirra á Boston Celtics. Hann tók einnig þrettán fráköst og var í heildina mjög sterkur ásamt Larry Johnson. Annar bolti, Karl Malone, fór mikinn fýrir Utah Jazz gegn Phila- delphia og átti stærstan þátt í sigri liðsins. Hann vildi þó fyrst og fremst þakka góðum varnarleik sig- urinn. „Menn unnu sem ein heild og það réð að lokum úrslitum í leiknum,“ sagði Malone eftir leik- inn. „Þegar við leikum svona er erf- itt að stöðva okkur.“ I Houston gerði Reggie Miller 23 stig fyrir Indiana Pacers gegn Houston Rockets og tryggði liðinu sigurinn með glæsilegri þriggja stiga körfú þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Bestur heima- manna var Hakeem Olajuwon og gerði hann 27 stig. Hann klikkaði þó í fjölmörgum skotum og virtist vera afar taugaóstyrkur. Þjálfari Rockets, Rudy Tomjanovich, var afar vonsvikinn að leik loknum og sagði sína menn hafa tekið á hlut- unum í silkihönskum. „Okkur skorti allan kraft og allan viíja til að sigra. Þann vilja höfðu andstæðing- ar okkar hins vegar.“B íþróttamaður Vals 1994 Dagur Sigurðsson tekur hér við viðurkenningunni úr hendi Halidórs Einarssonar. Dagur Sigurðsson íþmtiamaður Vals Valsmenn völdu handknattleiks- manninn Dag Sigurðsson íþróttamann ársins í hófi sem félag- ið efndi til á gamlársdag. Þetta var í þriðja sinn sem viðurkenningin er veitt og er viðurkenningin gefin af Halldóri (Henson) Einarssyni iðnrekanda. Dagur Sigurðsson er kominn í hóp bestu handknattleiksmanna landsins þrátt fýrir ungan aldur og er hann meðal annars fyrirliði Is- landsmeistara Vals. Hann er einnig orðinn fastamaður í íslenska lands- liðinu og má öruggt telja að hann skipi stöðu leikstjórnanda á heims- meistarakeppninni í vor. Við þetta tækifæri sagði nýkjör- inn formaður Vals, Reynir Vignir, að Dagur hefði átt mjög stóran þátt í íslandsmeistaratitli félagsins sem vannst í vor þrátt fýrir miklar breyt- ingar á liðinu og í vetur hefði hann einnig átt mjög góða leiki með lið- inu og ætti hann stóran þátt í því að það er enn í baráttunni um topp- sætin í íslenskum handknattleik.B England KeeganvUlað innanbúðarmað- ur taki við af sér Kevin Keegan, framkvæmda- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United, sagði á dögun- um að eina leiðin til að tryggja lið- ið í sessi sem stórveldi þar í landi væri að byggja hefðina á heima- mönnum. Keegan sagði að nauðsynlegt væri að eftirmaður hans væri einn af leikmönnum liðsins nú og nefndi hann Peter Beardsley, Paui Bracewell og Barry Veni- son í því sambandi. „Til að við njótum velgengni verðum við að byggja okkur hefð,“ sagði hann. „Liverpool á sér ríka hefð og hún kom að góðum not- um þegar liðið var upp á sitt besta. Þar hafa innanbúðarmenn verið við stjórnvölinn árum saman og árangurinn hefúr verið mjög góð- 11 Peter Beardsley Tekur hann við Newcastleliðinu af Kevin Keegan? Samningur Keegans við Newc- astle rennur út árið 2004. Ef farið verður eftir hugmyndum hans er ljóst að feitur biti er farinn af disk enskra framkvæmdastjóra sem tfðum skipta um starfsvettvang ,■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.