Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.01.1995, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN 15 Menn Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar og þingmaður Austurlands Ekki sá sem hann þykist vera Eitt hundrað þúsund krónur sinnum tólf eru ein milljón og tvö hundruð þúsund. Ein milljón og tvö hundruð þúsund sinnum fjórir eru fjórar milljónir og áttahundruð þúsund. Það er dágóður peningur. Einhvern veginn á þessa lund hlýtur Halldór Ásgrímsson að hafa hugsað þegar hann lagði saman hvað hann myndi græða á því að hafa lögheimili sitt á Höfn í Horna- firði í stað þess að skrá sig til heim- ilis þar sem hann sannarlega býr, uppi í Seljahverfi. Þrátt fýrir að Seljahverfið sé ágætt í sjálfu sér get- ur það ekki réttlætt það að rétt tæp- um fimm milljónum sé hent út um gluggann. Nei, þá er betra að sveigja sannleikann aðeins til, skrá lögheimilið heima hjá Ingólfi bróð- ur og hirða þessar tæpu finnn millj- ónir á kjörtímabilinu. Og ef maður hangir inni á þingi — segjum í fimm kjörtímabil — þá gera þetta alls um 24 milljónir. Fyrir þann pening er hægt að kaupa tvö hús til viðbótar í Seljahverfinu. Halldór er ekki eini þingmaður- inn sem hefur komist að þessari niðurstöðu. Steingrímur J. Sigfús- son er með lögheimili í skrifborðs- skúffu heima hjá pabba og mömmu og Páll Pétursson býr ekki á pappírunum með Sigrúnu Magn- úsdóttur, vegna þess að það borgar sig ekki, heldur er hann skráður til heimilis í sumarbústað í landi sona sinna að Höllustöðum. En ein- hvern veginn er hægt að trúa hverju sem er upp á þá Pál og Steingrím. En ekki upp á Halldór. Hingað til hefur Halldór virst svo traustur. Það er eitthvað við vaxtar- lagið sem gefur til kynna mikla stöðuorku, staðfestu. Og andlitið gæti hæglega verið úr grágrýti. Það er helst að hann sýni mannlegan breyskleika þegar hann svitnar á efri vörinni í beinni útsendingu, en það er þekkt veikleikamerki stjórn- málamanna og stóð lengi vel í vegi fýrir því að Jóhann Hafstein ynni sér varanlegan sess í þjóðarhjart- anu. En fyrir utan svitann á efri vörinni hefur Halldór hingað til verið gallalaus. Hann er gangandi táknmynd um hinn trausta lands- föður sem ekkert bítur á, stendur við orð sín og er heill í gjörðum sínum. En nú grefur efinn um sig í heil- anum á manni. Er Halldór svo gagnheill? Er hann svo traustur? Getur verið að manni hafi fundist hann svo heill og staðfastur af því maður sá hann alltaf við hliðina á vindhananum og spillingarpjakk- inum honum Steingrími? Var mað- ur alltaf ósjálfrátt að bera þá sam- an? Þegar Steingrímur var í laxi með þeim mönnum sem hann átti að vera í hörðum samningaviðræðum við, hugsaði maður; ekki er hann Halldór nú í laxi. Og þegar Stein- grímur teygði og sveigði sjóði og banka til að hjálpa vinum sínum í Sambandinu og öðrum framsókn- armönnum hugsaði maður; þetta gerir nú ekki hann Halldór. „Svona getur samanburðurinn blekkt mann. Halldór var góður afþví að Steingrímur var slœmur. Og nú, þegar Steingrímur er týndur og tröllunum á Kalkofnsveginum gefinn, þá byrjar maður að efast um Halldór. Hvað gerir maður, sem veigrar sér ekki við aðfalsa lögheimili sitt til að auka tekjur sínar um nœstumfimm milljónir á kjörtímabil- inu, þegar hann kemst í digrari sjóði en launapakkann niður á þingi? Efhonumfinnst í lagi að segjast búa þar sem hann býr alls ekki, er hann þá nokkurn tímann sá sem hann segist vera?(< Svona getur samanburðurinn blekkt mann. Halldór var góður af því að Steingrímur var slæmur. Og nú, þegar Steingrímur er týndur og tröllunum á Kalkofnsveginum gef- inn, þá byrjar maður að efast um Halldór. Hvað gerir maður, sem veigrar sér ekki við að falsa lög- heimili sitt til að auka tekjur sínar um næstum fimm milljónir á kjör- tímabilinu, þegar hann kemst í digrari sjóði en launapakkann nið- ur á þingi? Ef honum finnst í lagi að segjast búa þar sem hann býr alls ekki, er hann þá nokkurn tímann sá sem hann segist vera? Eitt er ljóst: Sá Halldór Ásgríms- son, Hvammabraut 6, 780 Höfn, sem kosinn var á þing er í raun veru ekki til. Hann er raunverulega til- búningur til að hækka laun Hall- dórs Ásgrímssonar, Brekkuseli 22, 109 Reykjavík. -ÁS Fiölmiðlar Finnst ©áflLfaarooí] að auglýsa starf forstöðumanns ■ Haraldur Jónsson, myndlistarmaður: „Já. Þetta er eina staðan þar sem ekki gildir ævi- ráðning í borgarbatter- íinu og við vitum hvernig það fór í fyrra þegar Bera Nordal var endurráðin sem for- stöðumaður Listasafns Islands án þess að staðan væri auglýst. Það hef- ur með almennt siðferði að gera að auglýsa stöður sem þessar. “ Steingrímur Eyfjörð, listamað- ur: „Ég veit það ekki. Var ekki menn- ingarmálanefndin búin að samþykkja að hann yrði áfram, þannig að þetta er kannski óþarflega drastískt og hálf- gerður skrípaleikur?" Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Já, frá hennar sjónarmiði séð, þvi hún verður auðvitað að rýma fyrir þeim sem hún vill úthluta bitling- um, sposlum, fríðindum og stöðum eins og hún gerði þegar hún réði Stef- án Jón Hafstein sem stjórnsýsluráð- gjafa sinn. “ Hannes Sigurðsson, listfræð- ingur: „Alveg hreint og erprinsippat- riði að mínu mati, án þess að þetta snúist um forstöðumanninn sem slik- an. Það þarfað endurskoða valdsvið og valdatima iþessu batteríi þannig að öðrum sé gefinn kosturáað kom- ast að. Þetta er eins og Bandaríkja- menn kalla „Catch 22", þú færð ekki vinnu nema að þú hafir reynslu en þú færð ekki reynslu nema þú fáir vinnu. Ég trúi á einveldi íþessum málum og að Kjarvalsstaðir séu algerlega lausir frá menningarmálanefnd jafnframt þvi sem að hámarkstimi sé settur á ráðn- ingartima þannig að hann fari út eftir átta ár en geti komið aftur inn í dæm- ið.“ HBaltasar Samper, myndlistarmaður: „Erekki kominn timi á það eins og starf Þjóð- ieikhússtjóra og fleiri stöður? Það finnst mér sjálfsagt og menningar- stofnanir þurfa að breyta til eins og hægt er. Gott að hleypa fleirum að. “ ísfirskir og skagprskir klámhundar „Þessi tvö dœmi eru ekki einangruð eða einstök. Sambœrileg dœmi eru mýmörg og bera vitni þess að við lifum á ákaf- lega teprulegum tímum — ný-viktorískum tím- um. Yfir samfélaginu hangir einhver tepurð (sem er nýyrði og notist og beygist á svipaðan hátt og depurð).(< Einhvern tímann þegar ég lá uppi í rúmi í síðustu viku og var að sofna þá mundi ég allt í einu eftir frétt sem ég hafði lesið, að mig minnir í DV. Hún var unr mann á ísafirði sem rak myndbandaleigu. Maður hafði lent í því að löggan réðst inn á leiguna hans og hirti þaðan einar 130 vídeóspólur og gerði upptækar. Hann var síðan dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að á spólunum voru erótískar senur, jafnvel það sem kallað er klám. t fréttinni kom fram að þetta var í annað sinn sem maðurinn verður fyrir þessum ósköpum. Fyr- ir fáeinum misserum höfðu verið teknar af honum eitthvað á þriðja hundrað myndir. Þrátt fyrir að ég reyni að vera temmilega löghlýðinn borgari þá skil ég ekki alveg hvað er á seyði á Isafirði. Af hverju má maðurinn ekki eiga þessar spólur sínar og jafnvel leigja þeim sem vilja sjá þær? í fréttinni var ekkert sagt um að hann hefði verið að ota þessum myndum að þeim sem ekki vildu sjá þær eða sem þær gætu skaðað vegna aldurs eða annars. Af frá- sögninni að dæma gerði maðurinn ekki annað af sér en að eiga ein- hverjar dónamyndir og leigja þær. Og af fjölda þeirra að dæma — 130 myndir — þá virðist vera töluverð eftirspurn á tsafirði eftir að fá að horfa á svona myndir. Og ég skil ekki hvað hið opinbera — líklega í umboði míns og annarra borgara — er yfirleitt að skipta sér af þess- um viðskiptum. Daginn eftir las ég síðan bréf í Mogganum frá konu sem átti varla orð til að lýsa ógeði sínu á einhverj- um vísum sem skagfirskir bændur hentu á milli sín í þætti á Stöð 2. Konan sagði vísurnar argasta klám. Ég sá ekki þennan þátt og missti því að vísunum. Samt sem áður er ég handviss um að þær hafa ekki verið mjög svæsnar. Ég trúi því ekki upp á skagfirska bændur að þeir yrki um misnotkun á börnum, dýra- klám eða nauðganir. Ég er næstum tilbúinn að hengja mig upp á að þessar vísur voru mest um mein- lausar fýsnir og siðprúð mök. Þessi tvö dæmi eru ekki einangr- uð eða einstök. Sambærileg dæmi eru mýmörg og bera vitni þess að við lifum á ákaflega teprulegum tímum — ný-viktorískum tímum. Yfir samfélaginu hangir einhver tepurð (sem er nýyrði og notist og beygist á svipaðan hátt og depurð). Fyrr á öldum reyndi kirkjan að húðstrýkja fólk og hálshöggva til þess sem það taldi siðlegs kynlífs. Kynlíf fyrir og utan hjónaband kostaði refsingar og kynlíf innan hjónabands mátti hvorki vera mik- ið né fara hátt. I dag sé ég ekki bet- ur en kvennahreyfingin hafi tekið að sér þetta hlutverk. Hún heldur áfram þar sem kirkjan gafst upp við að fordæma alla kynlífsdýrkun — sem fyrir trúboða endar með því að verða nánast öll kynlífsumfjöllun utan þá sem dregur fram hinar synd- og skaðlegu hliðar. Fyrir fáum árum fór hópur kvenna á erótíska myndlistarsýn- ingu og flokkaði verkin þar í þókn- anlega erótík og skammarlegt klám. Stuttu síðar stóðu þær fyrir klám- myndasýningu á Hótel Sögu — einskonar Klám ‘92 — og kröfðu lögguna, saksóknara og fleiri um aðgerðir til að stöðva menn, eins og þann á ísafirði sem nú hefur fengið að finna til tevatnsins. Ég veit ekki. Einhvern veginn finnst mér ekki hægt að banna manni að fjalla um kynlíf á þann hátt sem hann helst kýs, ekki frekar en ég vil banna manni að fjalla um bókmenntir, fiskveiðar eða trúmál á þann hátt sem hann telur bestan. Ef einhver maður vill leggja til óhefta sókn í fiskistofnana þá má hann það. Ég þarf hins vegar ekkert að vera sammála honum né banna honum það. Ef maður vill yrkja vond ljóð þá má hann það. Égfþarf ekkert að lesa þau né banna þau. Ef maður vill halda því fram að skratt- inn sé betri en guð þá má hann það. Ég þarf ekki að trúa honum né banna honum það. Ef maður vill kveða klámvísur þá má hann það. Ég þarf ekki að hlusta frekar en ég vil og ekki banna honum það. Gunnar Smári Egilsson Hefur sig iffa í starfi □ Haraldur Jónsson: „Nei, hann hef- ur staðið sig mjög vel og rifið þetta upp á faglegt plan. “ Steingrímur Eyfjörð: „Nei, hann hefurstaðið sig ágætlega miðað við aðstæður. “ Hannes Hólmsteinn Gissurarson: „Frá sjónarmiði Ingi- bjargar Sólrúnar skiptir það ekki máli því að að baki hennar biður hópur soltinna úlfa eftir bitlingum og stöð- um.“ Hannes Sigurðsson: „Gunnarhef- ur verið fítónsinnspýting í ístenskt myndlistarlif og algjör driffjöður — það er ekki spurning. En þess ber að geta að það varalgjör óstjórn sem rikti áður en hann kom til skjalanna og það var ekkert til sem heitir „fagleg“ umsjón með sýningarhaldi. Annar handleggur er hvort Gunnar Kvaran hafi verið of einsýnn, sem er ilagi ef menn sitja ekki of lengi við völd. Hætt er við mó- nótón ef forstöðumaður situr of lengi, sem hægt er að koma i veg fyrir ef það er skipt um öðru hvoru. “ Baltasar Samper: „Ég hef verið mikið erlendis og hefekki haft tæki- færí til að fylgjast nægjanlega með störfum hans til að geta metið það. “

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.