Helgarpósturinn - 16.01.1995, Side 23

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Side 23
MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 23 oggerði mér ekki grein fyrir því fyrr ená síðasta á ári í allri um~ rœðunni um endurvinnsluna, Sorpu og svoframvegis að ég erí raun búin að vera í endurvinnslu henni einhvern tímann á ferlinum. Ef ég málaði þetta eða þrykkti þetta á siiki er ég nokkuð viss um að ég hefði selt einhver verk um dagana.“ Hvað fœr þig til að helga þig þess- ari aðferð, er þetta köllun? „Já, ég verð að vinna svona, ég get ekki annað.“ Fyrirgefðu hnýsnina, en hvernig hefurþú þá til hnífs og skeiðar? „Ég hef unnið hin ólíkustu störf um ævina. Núna vinn ég til dæmis sem meðferðarfulltrúi á sambýli íyrir geðfatlaða, auk þess að kenna og sinni svo listinni á sunnudög- um, en það getur vonandi breyst. Draumurinn er auðvitað sá að helga sig myndlistinni. Ef maður ætlar að ná einhverjum árangri verður maður að helga sig því sem maður er að gera. Ég hef gert svona myndir í 30 ár og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en á síðasta á ári í allri umræðunni um endurvinnsl- una, Sorpu og svo framvegis að ég er í raun búinn að vera í endur- vinnslu í 30 ár. í stað þess að fleygja þessum glæsilegu tímaritum nýti ég þau. l’essi listgrein, sem búin er að vera til alla þessa öld, er því á und- an sinni samtíð.“ -GK íslensk stílfrœði Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson ÍSLENSK STÍLFRÆÐI Mal og menning 1994 ★★★ Þessi þykka bók geymir sögu og þróun íslenskrar stílfræði. Það hef- ur verið þörf á slíkri bók og þegar hún berst okkur í hendur verður vart annað séð en hún hafi í flest- um aðalatriðum verið unnin af fræðilegri samviskusemi og ná- kvæmni. Bókinni er skipt í tvo hluta. í þeim fyrri er rakin alþjóðleg saga og þróun stílfræði, getið kenninga og fræðimanna. Seinni hlutinn, sem er meginhluti verksins, segir sögu íslenskrar stílfræði. I fyrri hlutanum er samandreg- inn á um það bil hundrað og fimmtíu blaðsíðum mikill fróð- leikur um sögu stílfræðinnar. Um þann massífa hluta má segja hið sama og höfundar segja um íslend- ingabók Ara fróða, það er, lögð er megináhersla á „að fræða menn en litla á að skemmta eða hrífa.“ I bókinni er verið að mata lesendur á fróðleik á svipaðan hátt og hafra- grautnum var mokað í mann í æsku. Og maður kyngir fróðleikn- um á svipaðan hátt og hafra- grautnum forðum daga vegna þess að þó manni þyki hann ekki góður B œkur Kolbrún BergþórsdóttirI á bragðið þá metur maður hollust- una. Það er kannski ankannalegt að segja megingallann á stílsögunni þann að hún sé ekki nógu lipurlega skrifuð, en ég ætla þá að standa við þá fúllyrðingu. Bókin einkennist af fræðilegum, fremur þurrum og þunglamalegum stíl. Stíllinn verð- ur nokkuð léttari í seinni hlutan- um án þess að bókin verði skemmtilestur. Þetta er íýrst og fremst bók sem miðlar fróðleik. Og þetta er einnig tilvonandi handbók þeirra sem ætla sér að stunda ná- kvæmari stílrannsóknir en þar er gert á einstökum verkum eða höf- undum. Það er með þessa yfirlitssögu líkt og margar aðrar, hin fjarlæga for- tíð fær nákvæmari afgreiðslu en nútíðin. Eigi að marka uppbygg- ingu verksins þá mætti helst ætla að eftir Laxness hafi engir stílistar sett mark sitt á bókmenntir þjóð- arinnar. Ég held að þetta stafi af varfærni og diplómatísku höfunda, það hefði noldc verið sama hvaða nútímahöfundi þeir hefðu helgað kafla á eftir Laxness, hvort sem það hefðu verið stílsnillingar á borð við Thor og Gyrði, eða einhverjir aðr- ir, þá hefði valið verið gagnrýnt, viðkvæmnin gagnvart nútíðinni er einfaldlega svo mikil. Mér finnst að höfundar hefðu samt átt að sýna þrjósku, taka áhættu og velja nokkra höfunda sem þeir teldu hafa sýnt áberandi fimi í stíl og setja þá í greiningu. Kaflinn um dagblaðastíl á tutt- ugustu öld ber það með sér að fljótt er farið yfir sögu, eins og höf- undar reyndar viðurkenna. Það er hálfgerð synd að hann skuli ekki vera lengri og ýtarlegri því hann er um margt fróðlegur. Það hefði ver- ið gaman að sjá rýnt í fleiri nú- tímagreinar á svipaðan hátt og gert er í fréttinni frá 1913 um bróður- morðið í Reykjavík. Sömuleiðis hefði verið fengur að því að fá greiningu á hinum marglofuðu viðtölum Matthíasar Johannes- sen í lengri línum en þeim tíu sem hann fær. Blaðaviðtöl hefðu í rauninni átt skilið sérstakan kafla. Lesandinn er ekki miklu nær um þróun dagblaðastíls eftir lestur dagblaðakaflans. Sá kafli í íslenskri stílsögu er enn óskrifaður. Hið sama má segja um sögu stílista okkar eftir Laxness. Nú getur verið að höfundar ætli sér að skrifa framhald þessarar bókar og einbeita sér þá að nútím- anum. Eg vona að svo verði því fyrr verður verkið ekki fullkomn- að. Fortiðin fær ágæta afgreiðslu í stórri bók en nútírna stílfræði á eftir að fá sína sögu skráða. Bók sem geymir mikinn fróð- leik, en er fremur þunglama- lega skrifuð. Myndhverfingar Daði Guðbjörnsson Norræna HÚSINU, 14.-29. JAN. ★★★ Meðlimir þess óformlega hóps hérlendra málara sem fyrir áratug eða svo kenndu sig við hið svokall- aða „Nýja málverk" lögðu upp með það að hafa fremur frumstætt vald á aðferðum málaralistarinn- ar. Það var óstýrilæti hugdettanna í bland við grín og glettni, hispurs- laus klaufaskapur og viss tegund af naívisma, sem allt of oft fær þá vafasömu einkunn að teljast til heiðarleika, sem varð að eins kon- ar stíleinkenni í þorsta þessara ungu listamanna eftir því að verða nú enn á ný boð- berar þess „nýja“. En hið mót- sagnakennda vandamál flestra þessara málara í dag er að í skipt- um fyrir færni og kunnáttu sem fæst við aukna ástundun listar- innar hættir verkunum til að verða blóðlaus og steinrunnin þar sem fátt er eftir af upprunalegum stíleinkennum. Sá í þessum mál- arahópi sem hvað minnst hefur farið fram er Daði Guðbjörns- son, en hann stendur þeirra þó ef til vill best að vígi enda trúastur upprunalegri hugmyndafræði gömlu „nýju málaranna“. Og hver var svo þessi hugmyndafræði? Jú, sú að þykjast geta slegið flugu íhalds og framúrstefnu í einu höggi. - En látum það liggja milli hluta að sinni. Um verk Daða á þessari sýningu má segja það sama og um fyrri sýningar. Hann gengur til verks í andan gömlu „nýju málaranna“, skeytir lítið um hefðbundna myndbyggingu, dýpt eða áferð og litameðferðin er oft taumlaus og hrá. Mörgum verkanna svipar til þess alþýðlega súrrealisma, sem á sjötta áratugnum var kallaður „psychedelic“, reyndar eru sum verkanna á þessari sýningu hættu- lega nærri glundroðakenndum hugsanaþokum nýaldarfræðara og sýrupresta. Yfirbragð sýningarinn- ar er þess vegna við fyrstu sýn fremur frumstætt en gæti eins þótt vera óhefðbundið og djarft, eink- um ef sýningargesturinn hefur fyrir fram það í huga sem kalla má „gott málverk“. En fálmkennd dirfska, sérstakur aulahúmor, náttúrulegur eða uppgerður klaufaskapur, viss tegund heiðar- leika og flestar aðrar fornar dyggð- ir „nýju málaranna“ er heldur veigalítill grundvöllur til lengdar ef ekki hengi meira á spýtunni. Það sem hangir á spýtunni hjá Daða er einstaklega góð tilfinning hans fyrir því myndræna, það er, þeim eiginleikum mynda sem gæða þær lífi í gegnum lestur áhorfandans. Daði er einn helsti meistari myndhverfinganna með- al íslenskra myndlistarmanna. Hann vinnur myndir sínar eins og ljóðskáld; hann gerir sérhvert myndefni að eins konar frumi sem hægt er að teigja og toga í mis- munandi samhengi á myndfletin- um og vinda úr því mismunandi merkingu, tvíræðni eða marg- ræðni. Éitt helsta myndefni Daða hefur löngum verið pensillinn, sem líta má á sem eins konar tákn fyrir málverkið sem miðil og sköp- unarstarf málarans. Pensilíinn er eins konar töfrasproti — enda get- ur hann ummyndast á myndflet- inum, í með- förum Daða, í hjarta, kvenlík- ama, penna- stöng, trjágrein eða þá skúfur- inn verður að loga á kerti eða auga. Á þessari sýningu er Daði enn að bæta við og vinna úr myndhverfing- um sínum. Það heyrir kannski til tíðinda að nú eru færri myndir spunnar í kringum bogadregnar línur kvenlíkamans en oft áður en í nokkrum myndanna er í staðinn komið bjúglaga franskbrauð sem ekki hafa sést fýrr í myndheimi Daða. Athyglisvert er einnig hvernig ímyndir ýmissa ljósgjafa koma við sögu í mörgum mynd- anna; ljósaperur, sólir og hnettir, kertaljós. En fýrir þá sem fara á sýningu Daða verður ekki ljós nema þeir sökkvi sér ofan í marg- slungin myndheim hans en horfi í gegnum yfirborð verkanna og fingurbrjótana (augnbrjótana?) sem þar eru í villtum dansi. Hætt- an er hins vegar sú að eftir því sem fjölgar þáttunum í þessum mynd- heimi aukist óreiðan og æ meira reynir á útsjónarsemi Daða í fram- setningu myndgervinganna innan einstakra verka. Kannski er það í skúlptúrunum sjö á sýningunni sem Daði á eftir að finna sér nýja farvegi, og vaxtarbrodda, enda er í einum skúlptúrnum bæði að finna skráargat og ljósaperu! Þessi sýning er eðlilegt fram- hald af fyrri sýningum og verk- um Daða Guðbjörnssonar og ber flest stíleinkenni hans: hrár en persónulegur stíll sem bor- inn er uppi af óvanalega rikri tilfinningu fyir myndhverfing- um. Daði heldur lifi í mynd- heimi sínum með því að bæta einu og einu nýju tákni við og umbreyta öðrum, en nýrra möguleika í framsetningu er ef til vill helst að vænta í skráar- götum og Ijósaperum nokkurra lítilla en athyglisverðra skúlp- túra á sýningunni. Mynd list Iannes LárussonI

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.