Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 28

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 28
28 MORGUNPÓSTURINN SPORT MÁNUDAGUR 16. JANÚAR 1995 Tennis maður 4yrir rétt Þjóðverjinn Gunther Parche, sem helst er þekktur fyrir að hafa stungið tennisdrottninguna Mon- icu Seles í bakið fyrir tveimur ár- um, kemur fyrir rétt í Þýskalandi þann 31. mars næstkomandi. Ríkissaksóknarinn þar í landi áfrýjaði fyrir skömmu tveggja ára fangelsisvist, sem undirréttur dæmdi Parche í fyrir nokkrum mánuðum, og segir hann eiga mun þyngri refsingu skylda. Monica Seles, sem var skærasta tennisstjarna heims þegar atburð- urinn átti sér stað í apríl 1993, hefur ekki leikið tennis síðan. Hún fékk taugááfall og hefur enn ekki náð sér auk þess sem kröfur frá ýmsum fýr- irtækjum hafa ekki bætt úr skák. Þannig hefur fataframleiðandinn Fila ákveðið að höfða skaðabóta- mál á hendur henni að upphæð 400 milljónir króna vegna þess að samningar við hana hafa ekki verið uppfylltir. Gunther Parche er ósköp venju- legur fjölskyldufaðir, sem hefur einkar mikinn áhuga á tennis- íþróttinni. Hans stóra ást í lífinu hefur ætíð verið þýska tennisstjarn- an Steffi Graf og eina skýringin, sem fengist hefur á verknaðinum, er sú að það hafi farið í taugarnar á -^Parche hve vel Seles gekk á kostnað Graf.B Frjálsar íþróttir Breuer keppir aftur fveggja ára alþjóðlegt keppnis- bann yfir þýsku hlaupadrottning- -■•(ínni Grit Breuer rennur út í ágúst á þessu ári og á dögunum tilkynnti þessa úthrópaða stjarna að hún ætl- aði að komast aftur í fremstu röð. Þetta afsprengi austur-þýsku íþróttamálahreyfingarinnar féll ásamt nokkrum stallsystrum sínum á lyfjaprófí eftir mót fyrir tæpum tveimur árum og þrátt fyrir áköf mótnæli var hún dæmd í bann af alþjóða frjálsíþróttasambandinu. Hún hefur nú sagt skilið við gamla félahið sitt, SC Neubranden- burg, og gengið til liðs við ASC Schwerin á árs samningi. Breuer, sem er 22 ára gömul, hef- ur sett markið á keppni á Ólympíu- ^eikunum i Atlanta eftir ár. Hún vann 400 metra hlaupið á Evrópu- meistaramótinu árið 1990 en hefur verið í banni frá 1992JH 1 ■ ■ Þrátt fyrir stórkostlegt tímabil var Kristinn Friðriksson ekki valinn í landsliðshópinn á dögunum 1 kuldanum Það hefur vakið furðu margra sem fylgjast með körfuboltanum hér á landi að landsliðsþjálfarinn, Torfi Magnússon, hafi ekki valið Kristin Friðriksson, stórskyttu Þórsara á Akureyri, í landsliðið, sem lék þrjá æfingaleiki við Eng- lendinga á milli jóla og nýárs. Sum- ir segja að Kristinn, sem kom frá Keflavík fyrir leiktímabilið, hafi aldrei leikið eins vel óg einmitt nú í vetur. Tvisvar hefur kappinn skor- að yftr 40 stig í leik á tímabilinu, í bæði skiptin gegn Skagamönnum. „Þetta er náttúrlega landsliðið hans Torfa,“ sagði Kristinn. „Ég stóð mig ekki vel á síðasta sumri þegar við spiluðum á Promotion Cup á írlandi. Þar af leiðandi spil- aði ég mjög lítið.“ Hann bætti því við að enginn ætti fast sæti í lands- liðinu sérstaklega þegar verið er að tala um þá stöðu, sem hann spilar, skotbakvörð. „Þarna eru Hebbi [Herbert Arnarsson], Teitur Ör- iygsson, Gaui Skúla [Guðjón Skúlason] og Marel [Guðlaugs- son].“ Kristinn segist alls ekki vera svekktur yfir þessu enda hafi hann ekki búist við því að vera valinn í hópinn eftir slaka frammistöðu á írlandi. Hrannar Hólm, þjálfari Kristins hjá Þór, var ekki á sömu skoðun þegar Morgunpósturinn spurði hann álits. „Mér finnst það ekki vera spurning að Kristinn eigi að vera í liðinu. Hann hefur verið að skora um 27 stig að meðaltali í leik og átt alveg heimsklassa leiki með okkur.“ Hrannar skilur á engan hátt hvern- ig hægt sé að sniðganga hann og segir að það sé löngu kominn tími til að hann ræði við Torfa Magnús- son landsliðsþjálfara. „Ég er hættur að leggja skilning í þetta.“ „Ég fer ekkert í grafgötur með það að Kristinn hefur leikið frábær- lega í vetur. En ég verð að velja menn út frá fyrri leikjum og auðvit- að því sem ég sé,“ sagði Torfi lands- liðsþjálfari. Eins og áður hefur komið fram er þetta langsterkasta- staða landsliðsins og sagði hann að það hefði mikið um að segja í stöðu Kristins. „Ég held að við höfum aldrei átt eins marga frambærilega skotbakverði. En annars vel ég nýj- an hóp eftir tímabilið og Kristinn Friðriksson er alls ekki út úr mynd- inni hjá mér.“ eþa Kristinn Friðriksson hefur ekki hlotið náð fyrir landsliðsþjálfar- anum þrátt fyrir frábæra frammi- stöðu í vetur. Hrannar Hólm skilur ekki hvern- ig hægt er að sniðganga Kristin. Frá A til Ö með Guðríði Guðjónsdóttur þjálfara Fram Að vera eða vera ekki: Ólafur Unnsteinsson (Shakespeare) Bíó: Hafnarbíó — Draumar: Karabíska hafið SÍBDbl HlllTUMS. Lndalaust: Kolla i markinu jr * Jordan og OH u'«“' Unnsteins... Jójó: Upp og niður Körfubolti: Michael Jordan Landsleikir: Þjóðsöngurog þjóðarstolt Matur: Þorrinn INIirvana: Úff- Þungarokk Olífur: Björg Guðmundsdóttir og góð ídýfa Púst: Óhljóð Böndótt: Zebrahestur Stebbi Hilmars: Kvennaskólaneminn minn! Tækni: Húkkskot á la Óli Unnsteins Unglingar: Væl og leti Vinna: íþróttahús íram Þýska: Níska Æöislegt: Að borða Oskubuska: Ævintýri Juventus sér eftir aurunum Hyggjast færa heimaieikína til Þessa skemmtilegu og frumlegu liðsmynd rákumst við á í nýútkomnu Valsblaði. Þarna er á ferð A lið 5. fiokks Vals í handknattleik og er liðið núverandi íslandsmeistari í greininni. Án efa eru nokkrir leikmenn í þessum hóp verðandi landsiiðsmenn og þegar þangað er komið verð- ur gaman að draga þessa fram... Svo gæti farið að ítalska stórliðið Juventus leiki ekki heimaleiki sína í Tórínó á næsta ári. Þetta er tilkomið vegna stöðugs ágreinings félagsins við fyrirtækið, sem á og rekur leikvanginn Stadio delle Alpi, en á þeim velli hefur lið- ið leikið alla sína heimaleiki síðan völlurinn var lagður fyrir heims- meistarakeppnina árið 1990. Eins og oft áður í ítalskri knatt- spyrnusögu snýst málið um pen- inga. Samningurinn, sem er í gildi, er á milli Sao Paulo fyrirtækisins, sem á völlinn, og borgaryfirvalda í Tórínó, sem taka við eignarhaldi vallarins eftir nokkur ár. I samn- ingunum felst að allar auglýsinga- tekjur af spjöldum og ijósaskiltum inni á vellinum fari í sjóð í vörslu Sao Paulo. Þetta fyrirkomulag hefur leitt til þess að oftsinnis hefur það gerst að afrakstur vallarins hefur orðið meiri en tekjur af miðasölu eftir leik í deildinni og af því eru for- ráðamenn liðsins lítið hrifnir, sér- staklega vegna þess að auk auglýs- ingasölunnar fær Sao Pauio fyrir- tækið há leigugjöld frá liðinu. Antonio Giraudo, stjórnarfor- maður Juventus, segir ástandið vera algjörlega óviðunandi. „Við verðum að leysa þetta á einhvern hátt fyrir vorið. Það getur ekki ver- ið sanngjarnt að vallareigendur fái einn milljarð líra fyrir hvern leik á meðan við fáum aðeins 300 millj- ónir,“ sagði hann. En þótt fjárhagslegar ástæður liggi að baki deilunni er einnig fleira sem kemur tjl. Frá upphafi hefur völlurinn þótt vera of stór og oft hefur það komið fyrir að þessi 74.000 sæta risi virkar hálftómur. Og auðvitað skipar sagan líka sinn sess; margir aðdáendur félagsins horfa í fortíðarþrá til gamla vallar- ins, Stadio Communale, sem nú er í hálfgerðri niðurníðslu og má svo sannarlega muna fífil sinn fegurri. Breytist ekkert í stöðunni liggur fýrir að þetta vinsælasta félag Italíu verði á faraldsfæti á næstu leiktíð. Líklegast þykir að liðið leiki deild- arleiki sína áfram í Tórínó, bikar- leikina í einhverri annarri borg og fari hringferð um landið með Evr- ópuleiki sína. Þrátt fyrir að þetta hljómi undarlega þá er það kannski ekki svo galið, vinsældir liðsins eru miklar meðal Itala og ekki er ólík- legt að áhorfendur í Palermo á Sik- iley myndu flykkjast á leik með Ju- ventus, jafnvel svo, að þeir yrðu fleiri en á venjulegum deildarleik með bæjarliðinu, Palermo.B

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.