Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 32

Helgarpósturinn - 16.01.1995, Page 32
Newcastle og Manchester United gerðu jafntefli í gær á St. James’ Park í Newcastle. Mark Hughes kom Un- ited yfir í fyrri hálfleik en Paul Kitson jafnaði fyrir Newcastle í þeim seinni. Á myndinni sækir Kitson að vörn United en Gary Pallister og Roy Keane eru til varnar. Sjá allt um enska boltann á bls. 30. Rokk og ról í Krikanum ■ Gaupi og skandalarnir FH-ingar brydduðu upp á þeirri nýbreytni í heimaleik sínum gegn GOG í Krikanum að hafa hljóm- sveit á áhorfendabekkjunum. Var hér um að ræða þrjá vaska sveina sem höfðu meðférðis trommur, bassa og gitar. Var tríóið ætlað til að ýta undir stuðning áhorfenda, meðal annars með því að spila stef þegar mark var skorað og stjórna hvatningarópum áhorfenda. Virt- ist sem þessi nýbreytni mældist al- mennt vel fyrir meðal áhorfenda, enda eru flestir orðnir leiðir á þessum hefðbundnu þokulúðrum sem gera ekkert annað en að eyði- leggja hljóðhimnur nærstaddra. Hins vegar mættu þeir samkeppni þar sem þulurinn var því miklu meira heyrðist í honum. Átti hann til að þenja barkann all hressilega í hljóðnemann akkúrat þegar hljómsveitin var að spila þannig að lítið heyrðist í henni. Spurning hvort ekki mætti sameina hlut- verkin og leyfa grey hljómsveitarf- ýrunum að sjá um allt heila klabb- ið... o, " g meira um þennan blessaða leik. Greinilegt var að dómararni fóru í taugarnar á þeim sem sáu leikinn. Viðstaddir bauluðu óskaplega og það að ráðast á þá vegna þessa skrípaleiks sem þeir buðu upp á. Meðal þeirra sem ekkivar sáttur við frammi- stöðu þeirra var hinn ástsæli íþróttafrétta- maður GuðjÓN Guðmundsson, Gaupi, á Stöð 2. í hálfleik var hon- um svo nóg boðið að hann struns- aði niður að ritaraborði og lét eft- irlitsdómarann, sem kom frá Lux- emborg, heyra sína skoðun á hinu franska dómarapari. Gaupi lét dæluna ganga x dágóða stund og endaði siðan á orðunum: „Das ist ein Skandal!“ Var fátt um svör og einu viðbrögðin sem hann fékk frá eftirlitsdómaranum var að hann yppti öxlum í sífellu. Hins vegar er ekki vitað hvort hann væri orðlaus yfir þessum yfirlýsingum Gaupa eða hvort hann hreinlega skildi ekki manninn... FH-ingar töpuðu fyrri leik sínum í átta liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa gegn danska liðinu GOG, 22:27. Myndin er táknræn fyrir leikinn: Miklar stimpingar og oftar en ekki lágu menn í valnum eftir illa meðferð mót- herjanna. Hálfdán Þórðarsson liggur í gólfinu en danska stórskyttan Claus Jacob Jensen stendur yfir hon- um. Hans Guðmundsson og Nikolaj Jacobsen eru við öllu búnir. Sjá nánar um leikinn á bls. 30. Gústaf Bjarnason stóð fyrir sínu gegn Braga í Portúgal og gerði sjö mörk. Haukar töpuðu stórt í fyrri leiknum í Borgarkeppni Evrópu Útfítiðhekb urdökkt Haukar úr Hafnarfirði eiga held- ur betur á brattann að sækja eftir fyrri leikinn í átta liða úrslitum Borgarkeppni Evrópu. Liðið sótti Braga frá Portúgal heim og tapaði með tólf marka mun, 28:16. Strax í upphafi leiks náðu Portúgalirnir fimm marka forskoti, 6:1, og héldu því alveg fram í miðjan seinni hálf- leik. I stöðunni 18:13 skildu leiðir og á meðan Braga raðaði inn mörkum gekk ekkert né rak hjá Haukum. Tólf marka tap varð staðreynd, for- skot sem vart verður unnið upp gegn jafn sterku liði og Braga er. Þó má ekki útiloka þann möguleika eins og dæmin sanna. Besti maður Hauka í leiknum var Gústaf Bjarnason en hann skoraði sjö mörk. Aðrir leikmenn náðu sér ekki á strik í þessum leik. Seinni leikurinn fer fram hér á landi næst- komandi laugardag. Um 150 stuðn- ingsmenn Hauka fóru með liðinu út með leiguflugi og studdu vel við bakið á sínum mönnum.l Islandsmeistaramótið í þolfimi Magnús og Anna unnu íslandsmeistaramótið í þolfimi fór fram í Háskólabíói á laugar- dagskvöldið og var vel sótt. I karla- flokki sigraði nýkrýndur íþrótta- maður ársins 1994, Magnús Sche- ving, með miklum yfirburðum og kom það fáum á óvart enda er hann í algjörum sérflokki meðal íslenskra þolfimikeppenda. 1 kvennaflokki fékk Anna Sigurðardóttir flest stig en hún vann einnig parakeppnina ásamt bróður sínum, Karli Sig- urðssyni. Islandsmeistari kvenna frá í fyrra, Unnur Pálmadóttir, gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna meiðsla. ■ Veður Veðurhorfur næsta sólarhring: Stormviðvörun: búist er við stormi á öll- um miðum; Vesturdjúpi, Norðurdjúpi, Austurdjúpi, Færeyjardjúpi og Suðvest- urdjúpi. Norðaustan-hvassviðri eða stormur og snjókoma verða norðan og norðvestan- lands, en él eða snjókoma vestanlands. i fyrstu allhvöss suðaustan átt og rigning austanlands, en síðar allhvass eða hvass suðvestan og léttir heldur til aust- anlands. Hiti verður frá 3 stigum niður í 6 stiga frost. Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir allhvössum norðaustan en síðan norðanvindi. Dálítil snjókoma verður með köflum en síðar smáél. Frost verður um fimm stig. Horfur á þriðjudag og miðvikudag: Víðast hvar nokkuð hvöss norðanátt, einkum þó um landið austanvert. Snjó- koma og él verða á Norður- og Norð- austurlandi. Einnig dálítil él vestantil á Norðurlandi og á Vestfjörðum, en þurrt og vfða léttskýjað syðra. Frost verður á bilinu 8 til 13 stig. Telur þú að áfengisauglýsingar í fjölmiðlum myndu auka neyslu áfengis? Greiddu atkvæði! @0 10 10 39,90 krónur mínútan Já 90,7% Síðast var spurt: Eiga þingmenn að skrá lögheimili sitt háma kjá sér áns og aðiir? I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.