Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 7
FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
7
I ársbyrjun 1992 hófu tollayfirvöld rannsókn á innflytjendum á frönskum kartöflum.
Tvö fyrirtæki fengu nýverið dóm, eitt bíður dóms og tvö eru á leiðinni
Hmm lýrirtæ
sviku um
100 miiyón'
út á franskar
kartöflur
Ertt fyrirtækið krefst endurgreiðslu frá ríkinu vegna ólögmætrar álagningar.
„Fyrir utan þessi þrjú mál sem
hafa farið til dómstóla er eitt mál
hjá saksóknara og eitt hjá okkur
sem er rétt ófarið til saksóknara,“
segir Kristinn Ólafsson, tollstjóri
hjá Tollstjóraembættinu í Reykja-
vík. Árið 1988 var lagður 190 pró-
senta jöfnunargjald á innflutning
franskra kartaflna og árið 1992 hófu
tollayfirvöld rannsókn á öllum fyr-
irtækjum í áðurnefndum innflutn-
ingi. Nýlega hlutu tvö þessara fyrir-
tækja dóm fyrir tollalagabrot og
þriðja fyrirtækið bíður dóms.
Væntanlega fara mál tveggja fýrir-
tækja til viðbótar fýrir dómstóla en
samanlögð undanskot þeirra nema
hátt í 100 milljónum króna.
„Þetta er nokkuð langur ferill.
Sum málin hafa verið í kæru hjá
ríkistollanefnd og hafa dregist á
langinn af þeirri ástæðu. Það er
ekki hægt að segja að öll málin séu
með sama sniði. Hins vegar er nið-
urstaðan sú sama að það skilar sér
ekki allt til greiðslu. En aðferðirnar
eru ekki allar eins,“ sagði Kristinn
Ólafsson. Hann staðfesti að mun
fleiri fyrirtæki hefðu verið til skoð-
unar en „ekki komist á þennan rek-
lón Baldvin Hannibalsson Árið
988 vildu bændur banna inn-
lutning á frönskum kartöflum en
lón Baldvin gaf hann frjálsan og
lét afgreiða þær sem iðnvöru.
spöl.“
Hjá embætti Ríkissaksóknara
fengust þær upplýsingar að fýrir ut-
an þau tvö mál sem þegar hefur
verið dæmt í bíði eitt úrlausnar hjá
dómstólum. Ástæðan er sú að það
fyrirtæki reki einkamál gegn ríkinu
þar sem deilt sé urn lögmæti þess-
ara jöfnunargjalda, hvort þau
standist lög og þá milliríkjasamn-
inga sem við erum aðilar að. Þar
var sagt að refsimál væri rekið sam-
hliða einkamálinu og biði úrskurð-
ar þess. Lögmaður fyrirtækisins
kannaðist ekki við að refsimál væri
rekið samhliða fýrir dómstólum.
Sveik 13 milljónir
en gaf sig fram
Einar Friðrik Kristinsson,
framkvæmdastjóri Daníels Ól-
afssonar hf., var nú um ára-
mótin dærndur í 15 mán-
aða fangelsi, allt skil-
orðisbundið, auk
greiðslu á 400.000
króna sekt til ríkis-
sjóðs. Um var að
ræða svik á 13,4
milljónum króna
Jón Helgason Setti 190 prósenta
jöfnunargjald á innfluttar franskar
kartöflur til að styrkja íslensku
kartöfluverksmiðjurnar í Þykkva-
bæ og á Svalbarðseyri.
í aðflutningsgjöld í 33 vörusending-
um á fjögurra ára tímabili, 1988-
1992.
Einar Friðrik stóð fyrir innflutn-
ingi á frönskum kartöflum frá Hol-
landi og framvísaði við tollyfirvöld
vörureikningum og aðflutnings-
skýrslum sem sýndu einungis hluta
af innkaupsverði vörunnar „í því
skyni að svíkja undan verulegan
hluta aðflutningsgjalda,“ eins og
segir í ákærunni. Vörureikningarn-
ir sýndu því aðeins um þriðjung af
raunverulegu verðmæti þessara
vörusendinga.
Dómurinn tók hins vegar tillit til
þess að Einar Friðrik kom sjálfur til
tollyfirvalda þann 24. mars 1992 og
í ársbyrjun 1992 hófu tollayfirvöld
rannsókn á innflytjendum á
frönskum kartöflum. Tvö fyrirtæki
fengu nýverið dóm, eitt bíður
dóms og tvö eru á leiðinni. Svik
þessara fimm fyrirtækja nema
nærri 100 milljónum króna.
lagði fram 33 aðflutninsskýrslur yfir
umræddar sendingar og viður-
kenndi brot sín greiðlega. Hann
lagði öll gögn fram ótilknúinn og
greiddi þessar 13,4 milljónir, auk 9
milljóna króna í dráttarvexti, sam-
tals 23 milljónir króna. Dómurinn
var að öllu leyti skilorðsbundinn
þar sem hann gaf sig fram af sjálfs-
dáðum, greiddi gjöld og dráttar-
vexti auk dráttar á málsmeðferð.
Taldi löglegt að
vangreiða 8 milljónir
Ólafur Bragason, eigandi og
framkvæmdastjóri Sómaco hf., var
litlu fyrr, eða þann 11. október 1994
dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir
tollalagabrot, þar af 9 mánuði skil-
orðisbundna.
Ólafur stóð fyrir innflutningi á
frönskum kartöflum frá Kanada ár-
ið 1991 og var ákærður fyrir að
framvísa „við tollyfirvöld vöru-
reikningum og aðflutningsskýrsl-
um, sem sýndu einungis hluta af
innkaupsverði vörunnar í því skyni
að svíkjast undan greiðslu aðflutn-
ingsgjalda," eins og segir í ákær-
unni. Um var að ræða sex ferðir
með innflutning á rúmlega 100
tonnunr af frönskum kartöflum og
námu vangreidd gjöld 8 milljónum
króna.
Ólafur lét gera tvo vöru-
reikninga, annan með mun
lægri upphæð sem fram-
vísað var við tollaaf-
greiðslu vörunnar.
Báðum reikningum
var framvísað í banka
til yfirfærslu á gjald-
eyri til kanadíska fyr-
irtkisins Cawendish
Farms. „Ákærði taldi
sig þó ekki vera að gera
neitt ólöglegt og væri
þessi framsetning á
vörureikningunum alfar-
ið samningsmál sitt við
seljanda vörunnar,“ segir í
dómnum en sú röksemd er af-
greidd sem „fráleit“ í dómnum. Só-
maco var úrskurðað gjaldþrota 26.
apríl 1993.
Viija endurgreiðslur
vegna ólögmæts
jöfnunargjalds
Magnús R. Jónsson rak fyrir-
tækið Gnípu hf. sem flutti inn
franskar kartöflur en það heitir nú
Garri hf. Lögmaður fyrirtækis segir
að það sé eldra fýrirtækið, Gnipa,
sem stefnir íslenska ríkinu. „Við
viljum ógilda úrskurð ríkistolla-
nefndar varðandi álagninguna og
endurkrefja það sem hefur verið of-
greitt á árunurn 1988 til 1992.“ Lög-
maðurinn segir að þeir telji álagn-
inguna ólögmæta og þá ekki bara
jöfnunargjaldið frá þeim 90
prósentum sem nú er upp í þau
190 prósent sem það var upphaf-
lega. Hann segir að allt jöfnunar-
gjaldið sé ólögmætt og þeir krefjist
endurgreiðslu á „mörgum tugum
milljóna".
Nú í febrúar verður frávísunar-
krafa ríkisins flutt en málið sjálft í
beinu framhaldi. Lögmaðurinn
vonaðist til þess því ljúki í vor í hér-
aðsdómi en býst fastlega við að það
fari áfram til Hæstaréttar, hver svo
sem niðurstaðan verði.
Eins og áður sagði fengust þær
upplýsingar hjá-embætti ríkissak-
sóknara að opinbert refsimál biði
úrslita í þessu einkamáli fyrirtækis-
ins við ríkið. Lögmaðurinn kann-
aðist ekki við neitt opinbert sem
biði sínum umbjóðanda. Það skal
tekið fram að ekki náðist í Magnús
R. Jónsson þar sem hann er erlend-
is.
Jón Baldvin gaf
innflutning frjálsan
en Jón Helgason
setti 190 prósenta
jöfnunargjald
Forsögu þessa máls má rekja til
ársbyrjunar 1988 en þá sendi Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra tilmæli til ríkistollstjóra
þess efnis að franskar kartöflur
skyldu afgreiddar sem iðnaðarvara
og því ekki lengur háð leyfi land-
búnaðarráðuneytisins. Innlendir
framleiðendur vildu banna inn-
flutning með öllu. Þetta kom Jóni
Helgasyni landbúnaðarráðherra
„alveg á óvart“ enda taldi hann þær
falla undir búvörulög. Hálfum
mánuði síðar setti Jón Helgason
190 prósenta jöfnunargjald á inn-
fluttar franskar kartöflur sem áður
báru 40 prósenta gjald. Þetta jöfn-
unargjald lagðist ofan á 30 prósenta
toll. Tilgangur Jóns var að styrkja
íslensku kartöfluverksmiðjurnar í
Þykkvabæ og á Svalbarðseyri. Jöfn-
unargjaldið var lækkað í 120 pró-
sent árið 1989 og í 90 prósent í nóv-
ember 1993 í kjölfar skoðunar við-
skiptadeildar GATT sem gerði at-
hugasemdir við of hátt jöfnunar-
gjald miðað við GATT- samkomu-
lagið.
I tengslum við álagningu þessara
jöfnunargjalda kviknaði grunur
tollayfirvaída um sviksamlegt at-
hæfi. Rannsókn tollayfirvalda hófst
í ársbyrjun 1992. Öll þau fyrirtæki
sem stóðu fýrir innflutningi voru
tekin til skoðunar og í ljós kom að
fimm þeirra höfðu framið meint
tollabrot sem samkvæmt heimild-
um blaðsins nema hátt í 100 millj-
ónum króna. -pj
Hv
Lvort sem að íslendingar eru fá-
tækir af standtrúðum og almennum
grínurum eða orðstír Radíusbræðra
hefur borist svona hraustlcga út
fýrir iandsteinana, þá eru þeir eftir-
sóttir hjá Islendingafélögum. DavIð
Þór Jónsson fór til Finnlands fýrir
skemmstu að
skemmta hjá Is-
lcndingafélaginu
þar og nú hafa
Sslendingar í
London pantað hann
ásamt Steini Á. Magn-
ússyni til að fara með
gamanmál við Þorra- /
blót sem þar verður í /
byrjun febrúar. Eins
og lesendur MORGUPÓSTSINS vita
var Radíus-sjónvarpsþættinum
slegið á frest og kom það sér nokk-
uð illa fyrir lcikarann Stein sem
hafði hafnað hlutverkum vegna
þess verkefnis. Honum mun til
dæmis hafa staðið til boða að leika
það hlutverk sem Magnús Jónsson
fer með í Kabarett...
Sjónvarpið vinnur nú að undir-
búningi þáttar sem verður í beinni
útscndingu á föstudagskvöld klukk-
an 20:40. Hann ber yfirskriftina
Samhugur í verki og undirtitillinn
segir til um efni hans: Landssöfnun
vegna náttúruhamfaranna í Súða-
vík. Dagsljósarliðið undir forystu
Sigurðar Valgeirssonar mun bera
hita og þunga af dagskrárgerð-
inni...
Leikarar Þjóðleikhússins æfa nú
söngleikinn West Side Story af
kappi en fyrirhugað er að frumsýna
verkið í lok febrú-
ar. Steinunn ÓlIna
Þorsteinsdóttir
átti að fara með
stórt hlutverk í
sýningunni en hún
fékk sig lausa fyrir
tæpri viku. Ástæð-
an mun vera of
mikið álag en hún
er með mikið á
sinni könnu í leiklistinni. Fyrir þá
sem þekkja söngleikinn þá átti hún
að leika Anitu, portóríkanska
stúlku sem er kærasta Bernardós
sem einnig er portórikani en hann
leikur Baltasar Kormákur. Þjóð-
leikhúsið er ekki á flæðiskeri statt
þegar kemur að hæfileikaríkum
syngjandi og dansandi leikkonum
sem eru dökkar yfirlitum. Sigrún
Waage tekur við Anitu en hún var
áður með minna hlutverk í leikn-
um. Karl Ágúst Úlfsson leikstjóri
hefur því í ýmsu að snúast við að
æfa inn nýjan leikara en í gær dró
Flosi Ólafsson, sem fór með lítið
hlutverk, sig cinnig til hlés af svip-
uðum ástæðum og Steinunn og við
hlutverki hans tekur Rúrik Har-
aldsson...
^Æcira úr leikhúsheiminum.
Borgarleikhúsið fetar nú í fótspor
Þjóðlcikhússins með að leita til
finnskra leikhúsmanna á þessu leik-
ári en Kaisa Koronen leikstýrði Fá-
vitanum eins og lcikhúsáhuga-
mönnum er kunnugt. Nú standa yf-
ir æfingar á leikritinu Heimili
svörtu fiðrildanna sem fyrirhugað
er að verði frumsýnt í marsbyrjun.
Leikritið byggir á skáldsögu eftir
finnsku skáldkonuna Lenu Lander
og var hún einmitt tilnefnd til nor-
rænu bókmenntaverðlaunanna fyr-
ir nokkrum árum, einmitt fyrir
þessa bók. Leikfélag Reykjavíkur
hefur fengið finnska leikstýru, Eiiu
Bergholm til þess að leikstýra, en
finnskt Ieikhús hefur skapað sér
sérstöðu á heims-
vísu. Páll Baldvin
Baldvinsson hefur
unnið við hlið Eiju
að endurbótum á
sænskri leikgerð
en hann er aðstoð-
arleikstjóri og er
þannig spor-
göngumaður Kára
HalldóRS sem var
einmitt fýrir
skemmstu aðstoðarleikstjóri
finnsks kvenleikstjóra. Það er
Þröstur Leó Gunnarsson sem fer
með aðalhlutverk í leikritinu...