Helgarpósturinn - 19.01.1995, Síða 11
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK
11
„Konaii mín vaknaði
áður eti þetta skeði og
antiar drengurinn
okkar var í rúminu
við hliðina á henni og
hún gat ekkert gert. “
Hafsteinn Númason er 43 ára sjómaður og formaður
verkalýðsfélagsins í Súðavík. Hann missti börn sín í
snjóflóðinu og Loftur Atli Eiríksson ræddi við hann á
ísafirði í gær. Hafsteinn gagnrýnir fjölmiðla fýrir að fara offari
en er þakklátur fýrir þá samkennd sem hann hefur fundið
„ Við bjuggum a
svæði sem atti
að vera öruggt“
Níu fórnarlömb snjóflóðsins í
Súðavík liggja á Fjórðungssjúkra-
húsinu á ísafirði og eru á batavegi.
Á sjúkrahúsinu dvelja, auk þeirra,
jafn stór hópur aðstandenda þeirra
og annarra látinna, en fólkið er flest
mun ver komið á sig andlega en lík-
amlega. Margir þeirra eru ósáttir
við fréttir sjónvarps og útvarps af
slysinu og fannst óvarlega farið í
umjölluninni um snjóflóðið og
skort á nærgætni.
í gær náði MORGUPÓSTURINN
tali af Hafsteini Númasyni sem
missti börn sín í snjóflóðinu, í sam-
ráði við Tómas Zoega geðlækni
og Þorstein Jóhannesson yfir-
lækni á Fjórðungssjúkrahússins á
ísafirði. Hafsteinn Númason er 43
ára sjómaður og formaður verka-
lýðsfélagsins á Súðavík. Hann var
um borð í skipi sínu á leið í land
rétt út af höfninni í Súðavík þegar
snjóflóðið féll á bæinn og hrifsaði
með sér hús hans. I húsinu voru
eiginkona Hafsteins, Berglind M.
Kristjánsdóttir, 31 árs, og þrjú
börn þeirra hjóna á aldrinum
tveggja til 7 ára. Berglind slasaðist
nokkuð en slapp við beinbrot en
börnin eru öll látin. Þau hétu Aðal-
steinn Rafn 2 ára, Kristján Númi
4 ára og Hrefna Björg 7 ára.
„Við vorum að koma í land þeg-
ar við fféttum af þessu og vorum að
bíða flóðs svo við gætum siglt inn
höfnina,“ segir Hafsteinn. „Fyrst
heyrðum við að snjóflóðið hefði
fallið annars staðar í þorpinu og
það gerði sér enginn grein fyrir
hversu mikið þetta var. Ég hafði
engar áhyggjur til að byrja með en
síðan tóku að berast fréttir af því að
þetta væri meira og meira og
hversu skelfilegt þetta var. Þá áttaði
ég mig á að mitt hús hafði lent í
þessu. Ég hringdi og fékk upplýs-
ingar um að það væri farið og að
konan mín hefði bjargast en börnin
væru týnd. Mér fannst erfiðast
þarna fyrst að vera um borð og
komast ekki í land. Veðrið var svo
slæmt að skipið komst ekki upp að
og það var óbærileg tilfinning að
vera þarna rétt hjá og geta ekkert
gert. Skipstjórinn treysti sér ekki að
fara inn höfnina því ef eitthvað
kæmi fyrir þá mundum við hugs-
anlega loka henni og það var von á
hjálparsveit sem þurffi að komast
óhindrað að landi. Skipstjórinn tók
því það ráð að vera fyrir utan og
lýsa upp svæðið eins og hægt var.
Það var náttúrlega það eina rétta
sem hann gat gert í þessari stöðu.
Hann hafði strax samband við ísa-
fjörð til að kalla á skip sem voru í
Djúpinu svo þau gætu komið og
lýst upp og veitt þá aðstoð sem þau
gátu. Seinna um morguninn fór
hann lengra inn á fjörðinn og þar
fórum við með gúmmíbát yfir í
Haffara sem kom okkur í land. Það
var mjög erfitt að fá fréttir af at-
burðum í gegnum útvarp og maður
var ekki einu sinn kominn á svæðið
þegar maður heyrði hvað var að
ske. Það jók enn á áhyggjurnar því
þetta er lítið þorp og það veit eng-
inn hverjir það eru sem verið er að
tala um í fréttum. Þegar ég kom í
land vildi ég fara að leita en björg-
unarmennirnir töldu það ekki ráð-
legt að hleypa mér sem aðstand-
anda inn á svæðið. Þeir sögðu mér
frekar að styðja við konuna mína
því hún hafði slasast og var í hálf-
gerðu losti. Þegar flóðið stöðvaðist
komst hún með höfúðið upp úr
snjónum en það var svo mikill byl-
ur að hún sá ekki neitt í kringum
sig. Það varð henni hugsanlega til
lífs að þar kom að maður sem hafði
líka lent í flóðinu og hjálpaði henni.
Hún ætlaði strax að leita að börn-
unum en hann tók hana með sér á
bensínsölu sem var þarna rétt hjá
og hann dró hana þangað inn. Hún
hringdi á sjúkrahúsið og í systur
sína en hann rauk strax til að leita
að fleira fólki sem var grafið í snjó-
inn.“
Hafsteinn segir flóðið hafa kom-
ið eins og þruma úr heiðskíru lofti
en þau hjónin hafi rætt hugsanlega
Hrefna Björg 7 ára, Kristján Númi 4 ára, Aðalsteinn Rafn 2 ára. Börn Hafsteins og Berglindar sem öll fórust
í flóðinu.
snjóflóðahættu og talið sig óhult í
húsi sínu við Túngötu 5 í Súðavík.
„Við bjuggum á svæði sem átti
að vera öruggt en hálf gatan er farin
burt. Það er ekkert eftir. Maður veit
eiginlega ekki hvað verður um
svona lítið þorp eins og þetta og
það er óskiljanlegt hversu ofboðs-
lega mikill kraftur þetta er. öll hús-
in sem lenda í þessu splundrast eins
og pappakassar. Ég bjó við neðan-
verða götu og við vorum búin að
tala um það hjónin að ef það kæmi
snjóflóð mundi það fara á húsið
fyrir ofan. Það hús kom bara á okk-
ar og áfram. Konan mín vaknaði
áður en þetta skeði og annar dreng-
urinn okkar var í rúminu við hlið-
ina á henni og hún gat ekkert gert.
Við erum mjög óánægð með
hversu mikill fréttaflutningur var á
meðan við biðum í gær og fyrradag.
Fjölmiðlar hafa miklu hlutverki að
gegna en mér finnst að það þurfi að
fara hægar í sakirnar. Eins og þegar
búið er að birta götunöfn þá getur
það valdið ugg meðal fólks annars
staðar á landinu sem veit hvar
maður á heima. Biðin og sorgin var
svo mikil og svo fannst kannski ein-
hver lifandi og þá greip maður í það
hálmstrá vonarinnar, eins og þegar
drengurinn fannst eftir 23 tíma leit.
Áfallið varð síðan tvöfalt meira
heldur en í upphafi þegar sannleik-
urinn kom í ljós.“
Missir Hafsteins og Berglindar er
ólýsanlegur en börnin þeirra þrjú
fórust í flóðinu.
„Yngsti drengurinn okkar fannst
með lífsmarki fyrsta daginn en
hann dó skömmu seinna. Hin tvö
fundust síðast í gær. Það voru slæm
mistök þar líka. Það var búið að
segja okkur hverjir voru látnir og
hverra var saknað og svo settist ég
fram í gærkvöldi hér á sjúkrahús-
inu og byrjaði að horfa á sjónvarps-
fréttir og það fýrsta sem ég sá var
nafn dóttur minnar meðal látinna
en það var ekkert búið að tilkynna
okkur það.“
Hafsteinn lofar umönnunina
sem þau fórnarlömb slyssins hafa
fengið á Fjórðungssjúkrahúsinu á
ísafirði. „Mig langar líka til að segja
að fólkið hérna á spítalanum er bú-
ið að vera okkur stoð og stytta og ég
held að það sé ekki til betra starfs-
fólk á neinum spítala. Það er ekki
hægt að segja með orðum hvað við
öll, sem hérna erum, erum því
þakklát.1'
Hafsteinn segir að það eina sem
þau Berglind geti gert sé að halda
lífinu áfram og ekki gefast upp.
„Við verðum að byrja upp á nýtt.
Við munum líklega flytja suður og
bíðum núna eftir að fá lík barnanna
okkar. Við eigum ástvini annars
staðar sem styðja við bakið á okkur
og mér þótti líka vænt um að sjá í
gærkvöldi að það virtist vera al-
menn hluttekning um land allt um
þessa miklu sorg sem flest okkar
hafa orðið fyrir. Við erum bæði illa
á okkur komin en það eru allir að
reyna að hjálpa okkur að standa
upprétt og ég þakka öllum sem hafa
hugsað hlýtt til okkar.“
LAE