Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 19.01.1995, Blaðsíða 12
SNJOFLOÐIÐ I SUÐAVIK 12 FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 Viðtal við Frosta Gunnarsson sem bjargað var undan flóðinu en dóttir hans Elma lá 15 tíma undir snjómassanum áður en hún fannst „Getum þakkað lýrir að vera á lífi“ „Fataskápurinn fór ofan á mig og snjórinn smá mjakaðist yfir mann og þrengdi allt um kring þannig að ég gat mig hvergi hreyft," segir Frosti Gunnarsson, 44 ára bif- reiðastjóri og íbúi við Túngötu 3 á Súðavík, sem varð undir snjóflóð- inu. Frosti og eiginkona hans, Björg Hansdóttir 44 ára, voru í fasta- svefni ásamt yngri dóttur þeirra, Elmu D. Frostadóttur, 14 ára, (en hún bjargaðist eftir að hafa legið 15 tíma í flóðinu), þegar snjóflóðið hreif hús þeirra með sér þegar það steyptist yfir Súðavík. Þau eiga einn- ig aðra dóttur sem er búsett í Hafn- arfirði og son, Gunnar Á. Frosta- son 22 ára, sem var hjá unnustu sinni annars staðar í bænum og lenti ekki í flóðinu sjálfu. „Maður gat náttúrlega ekkert gert. Ég reyndi að brjótast um eftir að ég var orðinn fastur með allt þetta farg ofan á mér en það versnaði bara við það og ég átti vont með að anda. Ég vissi ekki hvað var upp eða niður og reyndi að kalla á konuna mína en hún var í rúminu við hliðina á mér þegar snjóflóðið féll yfir okkur. Hún sagði mér eftir á að hún hefði ekki getað gefið frá sér hljóð og svarað þrátt fyrir að hún væri rétt hjá mér. Hún var svo andstutt en heyrði í mér og það var mikil! styrkur fyrir hana.“ Björgunarmenn fundu Björg rétt á undan Frosta og hún lét þá vita hvar hann var að finna. „Hún gat látið vita að ég væri þarna rétt hjá henni og þess vegna var haldið áfram að leita á þessum stað. Ég tal- aði við sjálfan mig og hugsaði að svona færi maður fyrir rest en ég var búinn að stunda vinnu á ísafirði í 11 ár og þvælst í nánast hvaða veðri sem er á snjósleða milli ísafjarðar og Súðavíkur. Núna var ég loksins bú- inn að fá vinnu heima og þá lendi ég í þessu. Ég haföi aldrei áhyggjur af snjóflóðahættu á Súðavík því húsið okkar var ekki talið standa á hættu- svæði.“ Eftir að björgunarmennirnir fundu Frosta var hann fluttur í frystihúsið þar sem hann fékk fyrstu aðhlynningu. „Maður var orðinn mjög kaldur, ég veit ekki hversu kaldur, en ég var með fullri meðvitund. Mér finnst ég hafa sofið stóran hluta af þessum tíma sem ég var undir flóðinu án þess að ég treysti mér til að fullyrða það. Biðin eftir að vita hvað orðið hafði um dóttur okkar, sem svaf í öðru herbergi, var nánast óbærileg en eftir 15 tíma fannst hún loksins og þá á lífi. Það eina sem maður gat gert var að gráta þegar hún kom loks í leitirnar. Hún er á góðum batavegi en mér skilst að það hafi pressað eitthvað á nýrun í henni en það er allt á réttri leið. Við munum öll örugglega jafna okkur á þessu líkamlega mjög fljótlega og getum öll vel við unað því við komumst á lífi úr þessari hörmung.“ Frosti er göngufær og segir að umönnunin á sjúkrahúsinu á ísa- firði hafi verið til fyrirmyndar og kann öllu starfsfólki bestu þakkir sínar. „Ég hef verið svolítið á róli en þær mæðgurnar hafa verið mest í rúm- inu. Við höfum fengið mikinn styrk frá því einstaka fólki sem hefur hlúð að okkur hér á sjúkrahúsinu. Áfalla- hjálparhópurinn hefur komið að miklu liði og ég hef talað nokkrum sinnum við Rúdolf Adolfsson, sem leiðir hann, og það hefur líka verið mjög gott.“ Aðspurður um framtíðina segist Frosti hafa búið allt sitt líf í Súðavík og ekki geta hugsað sér annað. LAE Frosti Gunnarsson bifreiðastjóri „Maður gat náttúrlega ekkert gert. Ég reyndi að brjótast um eftir að ég var orðinn fastur með allt þetta farg ofan á mér en það versnaði bara við það og ég átti vont með að anda.“ gat komið skóm til hennar og leitt hana út úr herberginu og fór með hana og bróður hennar upp á efri hæðina.“ Þegar heimilisfólkið var komið á efri hæðina leituðu skjóls þar íbúar úr næstu húsum, sem höföu farið á kaf í flóðinu. Lilja hringdi í eigin- mann sinn, Jónatan Inga, og sagði honum fréttirnar. Húsin sem urðu verst úti Húsin á Nesveginum voru í út- jarðri flóðsins og urðu ekki eins illa úti og þau sem voru fyrir miðri Túngötunni, að undanskildu hús- inu númer 7 við Nesveginn. Þar lét- ust tvö eins og áður er greint frá og strax á son minn sem var í næsta herbergi við, en rúðan í herberginu hans brotnaði ekki sem er ekkert annað en kraffaverk." Lilja Ósk segir að hugsanlega hafi það orðið Steinunni til lífs að glugginn á herbergi hennar er lítill og því hafi snjórinn ekki náð að brjótast þar inn að neinu ráði. „Rúmið hennar stóð innarlega í herberginu og flóðið náði alveg upp að rúminu en fór ekki yfir hana. Hún vaknaði upp við að fá snjóinn upp að sér. Þegar ég skreið yfir snjóinn til að komast að henni sagði hún „mamma, það er allt fullt af snjó hérna og glerbrotum". Ég tveir björguðust. Aðrir sem létust bjuggu allir við Túngötuna þar sem miðja flóðsins fór yfir, ef frá er tal- inn eini íbúi hússins sem flóðið stöðvaðist á, Njarðargata 10. Sigur- borg Guðmundsdóttir, 60 ára, bjó þar og fórst í flóðinu. Húsið að Túngötu 6 er efst í hlíð- inni þar sem miðja flóðsins fór yfir og gereyðilagðist. I húsinu voru Hafsteinn Björnsson, 40 ára, og uppeldisdóttir hans, Júlíanna Bergsteinsdóttir, 12 ára. Þau fór- ust bæði. Móðir Júlíönnu og sam- býliskona Hafsteins, Björk Þórð- ardóttir, 46 ára, var að heiman þegar flóðið féll. Þrír björgunarmenn, sem nýkomnir voru frá störfum í Súðavík, undir kvöld á þriðjudag. Einar Valur Kristjánsson (í miðið) missti föður sinn í snjóflóðinu sem féll íTunguskógi fyrir botni Skutulsfjarðar í apríl á síð- asta ári. Á sama tíma fréttir Elvar af snjó- „/Wjfn/Í73; það er allt flóðinu og er að hugsa um að yfir- TUÍI af SHJO héma Og gefa rafstöðina til að huga að fjöl- glerbrotum“ skyldu sinni en fær þá hringingu frá „Ég vaknaði við mikinn hávaða, Önnu sem segir honum að hún og það var eins og eitthvað splundrað- börnin séu heil á húfi. ist. Við töldum okkur ekki vera á neinu hættusvæði en snjóflóðið Einn af þeim sem komst lífs af úr snjóflóðinu borinn frá borði úr Fagranesinu á mánudaginn sem flutti hina slösuðu frá Súðavík. lenti á húsinu og fór inn um kjallar- ann,“ segir Lilja Ósk Þórisdóttir, 40 ára móðir þriggja barna og íbúi að Nesvegi 3. Eitt barna hennar, Sædís María Jónatansdóttir, 20 ára, var að heiman og eiginmaður hennar, Jónatan Ingi Asgeirsson, 41 árs, var um borð í rækjuskipinu Haffara á leið til Súðavíkur. Lilja svaf á efri hæðinni ásamt tengdamóður sinni, Steinunni Ingvadóttur, 58 ára. En tvö barna hennar, Steinunn Björk Jónatansdóttir, 17 ára, og Krist- ján Jón Jónatansson, 13 ára, sváfu á neðri hæðinni. „Ég hljóp strax niður en raf- magnið var farið þannig að ég sá ekkert. Það var snjór fyrir öllum gluggum og flóðið virtist ná að efri hæðinni. Ég heyrði í dóttur minni, Steinunni Björk, en snjóflóðið kom inn í herbergið hennar. Ég kallaði Sóknarprresturinn í Súðavík, séra Magnús Erlingsson, og séra Karl V. Matthíasson, sóknarprestur á Tálknafirði og forveri Magnúsar, bera saman bækur sínar á sjúkrahúsinu á ísafirði. Mikið hefur mætt á þeim og öðrum prestum undanfarna daga, þar sem margir eiga um sárt að binda eftir hörmungarnar í Súðavík. Húsið númer 6 splundraðist og skall á húsinu sem stóð fyrir neðan það, hinum megin við götuna. Þar voru íjögur sofandi heima: Berg- lind M. Kristjánsdóttir, 31 árs, og börn hennar þrjú; Hrefna Björg Hafsteinsdóttir, 7 ára, Kristján Númi Hafsteinsson, 4 ára og Að- alsteinn Rafn Hafsteinsson, 2 ára. Berglind barst með flóðinu og það varð henni til lífs að hún þrýst- ist upp á yfirborðið og var grafin upp. Öll börn hennar létust í flóð- inu. Eiginmaður Berglindar og faðir barnanna, Hafsteinn Númason, 43 ára, sem var staddur um borð í togaranum Bessa þegar flóðið reið yfir, lýsir sárri reynslu þeira hjóna í viðtali hér í blaðinu. I næsta húsi við Túngötu 6, í húsinu númer 8 við ofanverða Túngötuna voru fjögur heima við. Hjónin Hjördís Björnsdóttir, 37 ára, og Jónas S. Hrólfsson, 37 ára, og tvö af börnum þeirra; Birna D. Jónasdóttir, 14 ára, og Helga B. Jónasdóttir, 10 ára. Jónas var sá eini sem bjargaðist úr flóðinu. Eig- inkona hans og tvö börn fórust. Þriðja barn þeirra hjóna, Sigurrós Jónasdóttir 15 ára, var ekki heirna þegar flóðið skall á þorpinu. I húsinu fyrir neðan og handan götunnar, númer 7 við Túngötu, voru fjórar manneskjur. Mæðgurn- ar Bella Aðalheiður Vestfjörð, 39 ára, og Petrea Vestfjörð Vals- dóttir, 12 ára. Þær fórust báðar. Hinir tveir íbúarnir, mæðginin Wi- eslawa Lupinska, 33 ára, og sonur hennar Tomasz Lupinski, 10 ára, björguðust. Wieslawa bjargaðist stuttu eftir að flóðið féll en Tomasz fannst á lífi eftir að hafa verið hátt í sólarhring grafinn í snjó undir vegg hússins. Hinum megin við Túngötu 6, í húsinu númer 4, voru hjón með tvö börn: Sigríður Rannveig Jónsdóttir, 22 ára, og Þorsteinn Örn Gestsson, 27 ára, og börn þeirra, Linda R. Ásgeirsdóttir, 5 ára, og Hrafnhildur K. Þorsteins- dóttir, á öðru ári. Það voru Þor- steinn og Sigríður sem brutust slös- uð inn í sjoppuna að leita sér skjóls. Dóttir þeirra Linda fannst á lífi en Hrafnhildur litla var látin þegar hún fannst.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.