Helgarpósturinn - 19.01.1995, Page 28
28
X - Doxni no's
y_r_rJTc.! Ei _L _L £J n _L
19.JANUAR - 26.JANUAR 1995
Góðir
gæiar
1V ÞV Titill Flytjandi VL
12 01 BETTER MAN PEARLJAM 3
01 02 LOVE SPREADS STONE ROSES 6
17 03 GOD TORI AMOS 2
04 04 CRUSH WITH EYELINER R.E.M. 4
18 05 ISAW THELIGHT THE THE 2
20 06 BACK IT UP ROBINS 2
07 07 WHATEVER OASIS 5
— 08 TELL ME WHEN HUMAN LEAGUE 1
13 09 SYMPATHY FOR THE DEVIL GUNS N’ ROSES 3
15 10 WHEN I COME AROUND GREEN DAY 2
— 11 DOLLPARTS HOLE 1
02 12 FELL ON BLACK DAYS SOUNDGARDEN 6
11 13 THANK YOU FOR HEARING ME SINEAD O'CONNOR 5
— 14 BRAZILIAN SKY SPOON 1
— 15 GOT TO GETAWAY OFFSPRING 1
16 16 PRETTY PENNY STONE T. PILOTS 4
03 17 ODE TO MY FAMILY CRANBERRIES 6
— 18 SHE’S A RIVER SIMPLE MINDS 1
— 19 TAKE YOU THERE PETE ROCK/CL SMOOTH ’
05 20 MURDER WAS THE CASE SNOOPD. DOGG 8
kraumandi undir...
KITTY KITTY 69B0YS
DREAMER LIVINJOY
INEVER SEEN A MAN CRY SCARFACE
CREEP TLC
Góðkuttnitigjar fyrsta bekks eru nú komnir á sinn
stað. Pearl Jam eiga topplagið þessa vikuna, Better
Man. Gáfnaljós vikunnar er íslandsvinurinn Tori
Amos semfer upp umfjórtán úr 17. í 3. bekk. Hœsta
nýja lagið eiga aðrir nýir íslandsvinir, Human Le-
ague - Tell Me When. 6 ný lög koma inn á listann, 6
lög klifra uppá við, 3 lög standa í stað þannig að
fallistarnir eru 5.
X-Domino’s listinn ervalinn vikulega af hlustendum og dagskrárgerðarmönn-
um X-ins. Listinn er frumfluttur á limmtudögum kl. 16:00-18:00 og endurlelk-
inn á laugardögum kl. 14:00-16:00. Það er Einar Örn Benediktsson sem sér
um’ann!
Posturmn
DOMINO’S
PIZZA
MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 199$
ICántríklúbburinn, sem á sér of
langa forsögu til þess að hún verði
rakin hér, verður endurvakinn í
Naustkjallaranum á föstudags-
kvöld. Áhugamál klúbbsins er að
sjálfsögðu sveitatónlist, janframt
því sem klúbbmeðlimir hafa ánægju
af því að snæða stórar T-beinsteikur
með tilheyrandi. Allt verður tii alls í
Naustkjallarnum á föstudagskvöld.
Þeir sem vilja mega mæta með kú-
rekahatt og í kúrekastígvélum.
Sérstakir aðdáendur Led Zeppelin
ætla að standa fyrir tónleikum á
Tveimur vinum á fimmtudags-
kvöld. í þessum hópi eru meðal
annarra Sigurður Gröndal, Gunn-
LAUGUR BRIEM, JÓHANN ÁSMUNDSSON
og fleiri sem ætla að spila
fjölda Led Zeppelin-laga í
fullri lengd. Fyrir nokkru sá
þessi hópur fyrir sams konar
uppákomu á Gauknum fyrir
troðfullu húsi. Þar voru sam-
ankomnir margir fertugir
rokkarar, feðgar, Hallur
Hallsson fyrrum fréttamað-
ur og annað fólk.
Kristín Ásta Kristinsdóttir fyrirsæta spratt fram á sjónarsviðið þegar hún vann EL-
ITE-fyrirsætukeppnina hér á Islandi og fór síðan til Ibiza til að taka þátt í Look of the
year 1994- keppninni
sem hefur getið af sér
súpermódel eins og
Cindy Crawford og
Naomi Campbell.
Kristín Ásta er nú á
leið til Ítalíu ásamt
fleiri fyrirsætum og
Baldur Bragason
myndaði hana og tók
við hana viðtal stuttu
fyrir brottför
Hvað ertu gömul?
„Ég verð tvítug 23. mars, hrút-
ur!“
Þú ert fyrirsæta. Er þetta þitt að-
alstarf og áhugamál eða eitthvað
sem þú bara lentir í?
„Eg bara datt út í þetta en ég lít
ekki á þetta sem starf, það er ekki
hægt á íslandi.“
Nú ertu á leið til útlanda, ekki
satt?
„Jú ég flýg út í dag. Fer fyrst
til London og ætla að
djamma þar ærlega um helg-
ina, síðan á sunnudag eða mánu-
dag flýg ég til Mílanó."
Hvað kemurþað til með að bera í
skauti sér?
„Góð spurning. Ég hef ekki
minnstu hugmynd um það, en eitt
er víst að ég ætla ekkert að stressa
mig á þessu. Ef hlutirnir ganga ekki
upp þá ætla ég mér að skoða Ítalíu
og heimsækja fólk í borgum í
kring. Ég er komin með samning
þarna úti, við förum tvær út til að
byrja með, ég og Heiðrún Anna.
Síðan í febrúar koma jafnvel Árný,
Klara og Elma Lísa út til okkar.
Stefnan er að hafa það gott og
skemmta sér vel.“
Erum við að týna 'óllum fallegustu.
stelpunum okkar til ítalans? . “
„Það eru þín orð,“ segir Kriitfn
feimnislega. : • • •>
Eru góðir möguleikar þarna?
„Maður kemst ekki inn á erfiðari ;
markaðina nema að byrja á stað
eins og Aþenu eða MíÍanó. Staðir
þar sem maður hefur tækifæri á því
að fá myndir. Myndirnar eru
náttúrlega undirstaðan að
þessu ölíu saman. Án þeirra
gerist lítið.“
Nú hefur maður heyrt Ijótar sögur
afframkomu umboðsmanna og
annarra í bransanum þarna suður-
frá, hvaðfmnst þér um það?
„Umboðsmenn eiga það til að
vera ofsalega stirðir, þú krefur þá
um peninga og þá eru svörin ekki
falleg. Síðan falla þeir í tvo hópa,
annað hvort dýrka þeir þig eða
hata þig. Þeir geta gert manni lífið
erfitt.“
Nú hafa margar stúlkurfarið er-
lendis til aðfreista gœfunnar við
módelstörf og oftar en ekki mjög
ungar stúlkur, fmmtán, sextán ára.
Getur þetta ekki verið eyðileggjandi
andrúmsloft þarna úti?
„Þeir vilja svona ungar
stelpur til þess að geta mót-
aðþær ogskoðanir þeirra.
Þeir viljajþær ekki ort svona
gamlar eins og mig. Ég er bú-
in að móta mínar skoðanir og er
ákveðin með mitt. Á Ibiza, í Look
of the Year-keppninni, var ég næst
elst af sjötíu stelpum og ég var ní-
tján. Þær voru flestar þetta fjórtán,
fimmtán. Það voru tveir
símaklefar inni á hótelinu
og á meðan ég var að
Annað hvort
dýrka
umboðsmennirnir
mann eða hata
hringja heim og láta vita að
það væri steikjandi hiti, sól
og ofsa gaman þá voru
þarna stelpur í unnvörpum
hágrenjandi í slmanum.
Þefta er bara skemmandi.
Það eru gerðar svo miklar vænting-
ar og kröfurnar til stúlknanna eru
slíkar að það er ekki möguleiki fyr-
ir þessar stúlkur að uppfylla þær.
Þetta eru bara börn. Þó að þær líti
fullorðinslega út eru þetta svo litlar
sálir.“
Hvernig œxlaðist það að þú fórst
þarna út?
„Við vorum að sýna í
Perlunni fyrir jólin á sýn-
ingunni Lifstíll 2000, þegar
þao kemur kona, okkur að
ovörum, með sílikonbrjóst,
-rass, -nef og alles og við er-
um kallaðar til hennar ein í
einu. Hún leit á mann, pot-
aði í magann og sagði
manni að brosa. Ég var rifin úr
pásu þannig að ég var með brauð á
milli tannanna og alls ekki undir
þetta búin. Tveimur vikum seinna
var hún farin aftur til ftalíu og þá
var ég búin að komast að því að
hún var frá umboðsskrifstofunni
JUMP og þá fengum við að vita að
hún vildi fá okkur út. Það kom
mér alveg á óvart.“
Á hvaða forsendum farið þið
þarna út, Irvernig er hlúð að ykkur?
„Það er misjafnt hvernig þefta
gengur íyrir sig en jafnan bjóðast
umboðsskrifstofurnar til að borga
undir mann farið og jafnvel hús-
næði eða að þær biðja um mann
en borga ekki neitt. í okkar tilviki
vilja þær annað hvort borga undir
okkur farið eða húsaleiguna. Farið
er borgað fyrir mig og síðan, ef
maður er í fjárkröggum, þá hjálpar
skrifstofan manni ef það er séð
fram á að maður fái eitthvað að
gera.“
Er þetta ekki harður bransi?
„Frekar. Margt af þessu er ótta-
lega falskt. Það sem ég er að
gera núna er að komast að
því hvort að þetta er eitt-
nvað fyrir mig, ekkert,
kemst maður áfram á ís-
landi. Þetta er líka tækifæri sem
maður fær þegar maður er ungur
og því ekki að nýta sér það?“
Nú vannstu ELITE-keppnina,
hverju breytti þaðfyrir þig?
„Ég fékk vinnu á Ingólfscafé,"
segir Kristín og hlær. „En svona í
alvöru, þá eru helstu breytingarnar
þær, allavega út á við, þótt það sé
hálf hallærislegt að segja það, þá
eru sumir sem segja frekar halló
við mann heldur en áður. Þetta
strikar undir nafhið þitt og
gerir það að verkum að þá
sjaldan að það koma hingað
erlendir aðilar til að leita að
módelum í vinnu þá er
maður ekki bara nafn held-
ur nafn sem vann ELITE. En
þegar á endann er litið þá gerir það
ekki mikið, án þess að ég sé að gera
lítið úr þessari keppni.“
Hverjir eru þínir verstu ósiðir?
„Ég get verið ótrúlega ókvenleg
stundum og á til með að vera skap-
stökk, fljót upp og líka niður aft-
ur.“
Hvað myndi undra mig mest af
því sem ég kœmi til með aðfinna í
bakpokanum þínum?
„Sælgætið, það leynist
sælgæti alls staðar.
Hvað reiðir þig?
„Ósanngirni."
Hvað er þaðfyrsta sem þú gerir á
morgnana?
„Opna augun.“
Hver er meginmunurinn á karli
ogkonu?
„Typpi ð.“
Hefur þú einhvern tímann slegið
einhvern?
„Nei.“
Aldrei?
„Nei. Jú. Fyrrverandi kærasta
minn, einu sinni.“
Það er kannski þess vegna sem
hann er fyrrverandi?
„Nákvæmlega.“