Helgarpósturinn - 27.02.1995, Side 18
18
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
Anna Ólafsdóttir Björnsson
„Vernd svæðislýsinga smárása í
hálfleiðurum" leiðinlegasta þing
málið sem hún hefur upplifað.
Sjö sitjandi þingmenn hafa þegar lýst því yfir aö
þeir verði ekki í kjöri í komandi alþingiskosningum.
morgunpósturinn fékk þá til að líta yfir farinn veg
fyrir tesendur.
u8. löggjafarþingi fslendinga er
lokið og þingmennirnir 63 geta farið
heim að spá í spilin fyrir það 119. Áð-
ur en þeir geta tekið sæti á því þingi,
þurfa þeir hins vegar að hafa fyrir
því að sannfæra kjósendur um að
þeir eigi þangað erindi enn um sinn
og getur það reynst þrautin þyngri
fyrir suma. Óðalseigendurnir hafa
næga sauði í húsi nú þegar, en aðrir
Jón Helgason Jón Baldvin Hanni-
balsson erfiðasti andstæðingurinn
Jón Helgason, Framsóknarflokki
Árásin á Ólaf
Jóhannesson
dapurlegust
Eftirminnilegasta þingmálið:
„Það eru náttúrlega mörg mál
sem ég hef komið að á þessum
tíma, en auðvitað bar ég meiri
ábyrgð á málum á meðan ég var
ráðherra. Umfangsmesta málið
var líklega lagasetningin árið 1985
um framleiðslu, verðlagningu og
sölu á búvörum, þar sem tekið var
á þeim vanda sem þá blasti við.
Það þurfti að snúa við því ferli,
sem verið hafði, nefnilega síauk-
inni framleiðslu þrátt fyrir
minnkandi markað. Þetta var
mjög erfitt mál að taka á en engu
að síður nauðsynlegt, þó að ég
hefði síðan gjarnan viljað sjá
firamhaldið verða á einhvern ann-
an veg en orðið hefur."
Erfiðasti andstæðingurinn:
„Ég hef nú ekki litið á samþing-
menn mína sem andstæðinga, það
eru málefnin sem ég hef látið
ráða. En ef maður tekur andsnún-
ustu málefnin, þá er það núver-
andi utanríkisráðherra, Jón
Baldvin Hannibalson, sem hefur
vinninginn. Síðasta tímabilið, sem
ég var landbúnaðarráðherra, þá
var hann fjármálaráðherra, og það
var að sjálfsögðu allerfið glíma.
Og þó að Dagblaðið segði á sínum
tíma að ég hefði unnið 9-0, þá
voru okkar sjónarmið i þessum
málaflokki mjög ólík. Það sama
hefur síðan verið raunin í utan-
ríkismálum. Þannig að af þeirn,
sem eittlivað hefur borið á f mála-
flutningi, þá hefur Jón Baldvin
verið sá maður sem ég hef átt í
mestum málefnalegum ágreiningi
við.“
Lciðinlcgasta þingmálið:
„Leiðiniegasta, eða dapurlegasta
þingmálið, var tvímælalaust árás-
in á Ólaf Jóhannesson, þegar
hann var sakaður um að eiga aðild
að hinu hörmulega Geirfínnsmáli
á sínum tíma. Það var núverandi
heilbrigðis- og tryggingamálaráð-
herra, Sighvatur Björgvinsson,
sem flutti það, og maður var eins
og lamaður undir þessum lestri.“
Uppáhaldsstaðurinn í þing-
húsinu: „Ég hef setið í ýmsum
stólum eftir því sem við átti
hverju sínni og hef á hverjum
tíma tekið það sem hvert annað
verkefni. Ég get ekki sagt að ég
hafi helgað mér neinn einn stað
umfram annan og á engan uppá-
haldsstað sem slíkan. En ég hef
kunnað ágætlega við mig alls stað-
ar.“ ■
verða að standa í þessari venjulegu
örvæntingarfullu smalamennsku
sinni með hrópum og köllum um
fjöll og dali, nes og tanga og miðin
öll fram til dagsins eina, þegar sauð-
irnir draga sig sjálfir í dilka eftir allt
saman. Sjö þingmenn geta hins veg-
ar látið það eftir sér að sitja í hæg-
indastólnum heima hjá sér með
kaffi og pönnukökur og fylgjast með
látunum í kollegum sínum í gegn-
um fjölmiðla, þar sem þeir hafa ekki
í hyggju að endurnýja kynni sín af
sölum Alþingis á næsta kjörtímabili
af ýmsum ástæðum. Þetta eru þau
Salome Þorkelsdóttir forseti Al-
þingis, flokksbræður hennar Pálmi
Jónsson og Eyjólfur Konráð
Jónsson, sem hafa fengið nóg af
vistinni eftir að hafa setið 30 þing
hvor um sig, ffamsóknarmaðurinn
Jón Helgason, sem ætlar að setjast
í helgan stein eftir að hafa setið 24
þing, og Kvennalistakonurnar Anna
Ólafsdóttir Björnsson og Kristín
Einarsdóttir sem verða að víkja
vegna útskiptingarreglu Kvennalist-
ans. Blaðamaður MORGUNPÓSTS-
INS setti sig í samband við sjömenn-
ingana og bað þá að svara fjórum
spurningum um feril þeirra á þingi;
um eftirminnilegasta málið á þing-
ferlinum, um erfiðasta andstæðing-
inn, leiðinlegasta þingmálið sem
þau hafa þurft að sitja undir og
uppáhaldsstað þeirra í þinghúsinu.
Svör fengust ffá sex þeirra, en Eyj-
ólfur Konráð treysti sér ekki til að
svara vegna anna.
Salome Þorkelsdóttír, Sjálfstæðisflokki
Forsetastólinn í uppáhaldi
Eftirminnilegasta þingmáiið:
„Mér eru auðvitað minnisstæð ým-
is þjóðþrifamál sem ég hef flutt og
fengið afgreidd á mínum þingferli,
til dæmis varðandi kosningalög-
gjöfina. Fyrsta ffumvarpið sem ég
Sflutti og varð að lögurn, fól meðal
annars í sér að færa kjördag ffá
sunnudegi á laugardag.
E11 minnisstæðust verður mér sú
athygli og sá tilfinningahiti úti 1
þjóðfélaginu sem frumvarp mitt
um ljósanotkun bifreiða oili á sín-
um tíma og gekk svo langt að hótað
var að fella mig i prófkjöri, sem
stóð fyrir dyrum, en það tókst nú
ekki í það sinnið! Nú vildu ýmsir
I.iljukveðið hafa!“
Erfiðasti andstæðingurinn:
„Forseti Alþingis á enga andstæð-
inga á þingi!“
Leiðinlegasta þingmálið: „Ég
man ekki eftir neinu sem ég hef
ekki aíborið að sitja undir. Hins
vegar leiðast mér langar ræður,
jafnvel þó að þingmálið sé gott í
sjálfu sér.“
Uppáhaldsstaðurinn í þinghús-
inu: „Forsetastóllinn. Mér þykir
vænt um þetta embætti.“ ■
Anna Olafsdóttir Björnsson, Kvennalista
Fyrsta þingmálið
inník
Eftirminnilegasta þingmálið: „Það
er líklega fýrsta þingsályktunartil-
lagan sem ég flutti og þær undir-
tektir sem hún fékk. Þetta flutti ég
fyrst sem varamaður vorið 1988, og
var að taka þar á málum sem eru
núna mikið í brennidepli, sem eru
gerviverktakarnir. Það var mikið
áfall þegar forsvarmenn verkalýðs-
félaga, sem þá sátu á þingi, mæltu
mjög gegn því að tekið yrði á þess-
um málum. Þeirra skilaboð voru í
rauninni þau, að fólk gæti bara
sjálfu sér um kennt ef það væri í
þessari gerviverktöku. En sem betur
fer hafa nú hlutirnir breyst og í
þessum kjarasamningum, sem ver-
ið var að ganga frá er þetta eitt af
stóru málunum sem á að taka á.
Þannig að dropinn hefur náð að
mola bergið og skilningur manna á
þessu vandamáli hefur farið vax-
andi.“
Erfiðasti andstæðingurinn: „Ég get
ekki tekið neinn einn einstakling og
sagt að hann hafi verið erfiðasti
andstæðingurinn. Núverandi ríkis-
stjórn sem heild
hlýtur að fá þann
titil. Hún finnst
mér mjög erfiður
andstæðingur, sér-
staklega vegna þess
að það hefur ekki
tekist í rauninni að
fá umræðu um kjör
kvenna.“
Leiðinlegasta þing-
málið: „Ég verð nú
að viðurkenna það,
að þó ég hafi mikið
dálæti á vernd
svæðislýsinga
smárása í hálfleið-
urum, þó ekki sé
nema fyrir það hvað
það er vitlaust, þá
var umræðan Ieið-
•inleg, þó hún væri
stutt. Þarna var fólk
að ræða mál, sem enginn vissi haus
né sporð á. Og þó að þetta hafi kitl-
að kvikindisskapinn í mér svolítið,
þá fannst mér það í grundvallarat-
riðum mjög leiðinlegt."
Uppáhaldsstaðurinn í þinghús-
inu: „Ræðustóllinn. Þar er ég að
koma einhverju á framfæri." ■
Pálml Jónsson, Sjál
Skákherbe
Eftirminnilegasta þingmálið:
„Deilurnar um virkjun Blöndu
eru eftirminnilegastar. Það eru
mestu deilur sem ég hef lent í um
eitt mál. Þær deilur fóru reyndar
ekki nema að litlu leyti fram á Al-
þingi, heldur aðallega heima í hér-
aði. Og aðalátökin voru auðvitað
við Pál Pétursson."
Erfiðasti andstæðingurinn: „Þeir
voru nú margir erfiðir, en em
flestir ágætir vinir mínir. Ég vil
ekki fara að nefna einhver einstök
nöfn í þessu sambandi, menn tak-
ast auðvitað á af fullri hörku í ein-
stökum málefnum en eru svo
ágætir vinir eftir sem áður.“
I-eiðinlegasta þingmálið: „Febrú-
arlögin 1978. Þessi lög voru sett af
ríkisstjórn sem ég studdi, og mér
fannst lögin vera mjög vond. Þetta
voru lög sem skertu kjarasamn-
inga opinberra starfsmanna, sem
áður höfðu verið gerðir. Lögin
voru svo flókin, að það var hægt
að segja eiginlega hvað sem var
um þau, því það voru svo fáir sem
skildu þau og það þurfti sérfræð-