Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 32
sinni blossað upp eftir sögufrægan bardaga um helg-
ina. Þá sló Bretinn Nigel Benn Bandaríkjamanninn
Gerald McClellan í gólfið með mörgum þungum
höfuðhöggum.
Flytja þurfti
Bandaríkjamann-
inn á sjúkrahús og
þar liggur hann nú
á gjörgæslu eftir
að blóði hafði ver-
ið tappað af úr
heila.
Umræður um hættuna af hnefaleikum hefur enn einu
Islensku keppendurnir fengu að keppaá Evrópumeistaramótinu
í þolfimi eftir að Björn Leifsson gaf sitt samþykki fyrir því
Magnús Scheving varði
Evmpumeistaratítilinn
Magnús Scheving í siguratriðinu er hann varði Evrópumeistaratitil sinn.
Eg á þennan botta
Ný íslensk stökkdrottning
Vala Flosa-
dóttir er nýj- | m,-
asta stjarna
íslendinga í
frjálsum áÍBfe:
íþróttum. Eins
og fram kem- '4 V
ur í frétt á bls.
30 hefur hún - \
nú þegar náð
glæsilegum ^ i
árangri í há- V ff i
stökki og stangarstökki
og ganga fróðir menn svo langt
að kalla hana efnilegustu frjáls-
íþróttakonu landsins í dag. Vala
er búsett í Svíþjóð og æfir með
liði í Málmey.
Fer Falurfrá KR?
Körfuboltamenn
eru ekki enn
búnir að
draga nýja
fslands-
meistara að
landi en
samt eru
þegar farnar
af stað kjafta-
sög'ur um hvert
þessi og hinn fari
að tímabilinu loknu.
Falur Harðarson hefur ekki far-
ið varhluta af þessum fréttum og
samkvæmt þessum sögusögnum
er hann efstur á óskalista Þórsara
fyrir næsta keppnistímabil. Flann er
reyndar ekki eini KR- ingurinn sem
Þórsarar vilja fá því hinn efnilegi
Ingvar Ormarsson er einnig of-
arlega á innkaupalista þeirra Akur-
eyringa.
Grindvíkingar
leita framherja
Ragnar Marg-
eirsson hefur
ákveðið að
vera áfram í
herbúðum
Keflvíkinga
eins og fram
kemur á bls.
28. Við þessi
tíðindi eru
Grindvíkingar
allt í einu orðnir
fáliðaðir í framlín-
unni og hefur nú verið sett í gang
allsherjarleit að góðum senter. Efstir
á óskalistanum eru KR-ingurinn
Tómas Ingi Tómasson og
Kristinn Tómasson Fylkismaður.
Lið þeirra félaga munu ekki hafa
tekið vel í þessar málaleitanir Grind-
víkinga en hafa samt ekki gefið
formlegt afsvar enn sem komið er.
Magnús Scheving íþróttamað-
ur ársins á íslandi, varði á laugardag
Evrópumeistaratitil sinn í þolfimi.
Magnús sigraði með nokkrum yfir-
burðum með meðaleinkunnina
9,10. Anna Sigurðardóttir varð í
sjötta sæti í sínum flokki og í para-
keppni varð hún sjötta ásamt bróð-
ur sínum Karli
Mikið fjaðrafok var í kringum
keppnina og um tíma leit út fyrir að
íslensku keppendurnir fengju ekki
að taka þátt í mótinu vegna banns
Alþjóðasambandsins (IAF). Um-
boðsmaður þess á íslandi, Björn
Leifsson hafði ekki fengið neinar
umsóknir frá íslensku keppendun-
um og því var ekki gert ráð fyrir
þeim í mótinu. Málið leystist þó að
lokum og fyrir tilstilli Fimleikasam-
bandsins og Ellerts B. Schram,
forseta ÍSf, sendi Björn bréf út þar
sem farið var fram á að íslensku
keppendurnir fengju að keppa.
Björn segir að íslensku keppend-
unum hafi mátt vera ljóst að þeir
gætu ekki keppt á mótinu og því
hafi það verið á þeirra ábyrgð að
fara út. Fimleikasambandið hafi
haldið sitt eigið þolfimimót í janúar
og á því hafi verið keppt samkvæmt
fimleikareglum. Þær reglur séu
töluvert frábrugðnar reglum IAF og
því var ljóst að sigursæti gæfi ekki
þátttökurétt á Evrópu- eða heims-
meistaramóti.
í yfirlýsingu sem birtist í Morgun-
blaðinu á laugardag segjast íslensku
keppendurnir hafa fengið leyfi til að
keppa á fimmtudagskvöldið. Það
hafi því ekki verið Björn sem leysti
hnútinn heldur þau sjálf.
Björn segir þetta vera algjört rugl
og bendir í því sambandi á bréf sem
hann fékk frá Fimleikasambandinu
á föstudaginn. I því segir:
„Fimleikasamband Islands fer
þess góðfúslega á leit við IAF Island
að gefið verði samþykki fyrir því að
þeir keppendur sem FSÍ hefur sent
til Búlgaríu fái að keppa á Evrópu-
mótinu í Sofiu.. .Með von um góða
áframhaldandi samvinnu og að þú,
Björn Leifsson, greiðir götu íslensku
keppendanna á Evrópumótinu I
Sofiu.“
Björn segir að þetta bréf og símtal
frá Ellerti B. Schram hafi orðið til
þess að hann leysti hnútinn. „Ég skil
ekki hvers vegna þessir aðilar voru
að biðja mig um að leysa þessi mál
úr því Magnús Scheving hafði leyst
þau sjálfur kvöidið áður.“
En hvað segir hann um þau um-
mœli Magnúsar að hann vinni gegn
íslenskri þolfimi?
„Við skulum bara hafa það sem
sannara reynist,“ segir Björn að-
spurður um þessi samskipti hans og
Magnúsar. „Öll mót sem haldin
hafa verið hér á fslandi, fyrir utan
mótið nú í janúar, hef ég haldið og
ef eitthvað er hef ég komið þessari
keppnisgrein á koppinn hér á
landi.“
Eru þetta ekki bara einhverjir ein-
rceðistilburðir hjd þér?
„Nei, nei. Þegar Fimleikasam-
bandið ákvað að halda sína keppni
sendi ég bréf til Alþjóðasambands-
ins og baðst lausnar fyrir mig. Ég
sagðist ekki sjá tilganginn í að hafa
tvö þolfimisambönd hér á landi og
stakk því upp á að Magnús tæki
þetta að sér. Úti tóku menn þetta
ekki í mál og báðu mig vinsamlegast
að halda áfram. Þannig að það er
ekki eins og ég sé að halda í þetta.“
Björn og Magnús eru báðir eig-
endur líkamrsæktarstöðva, Björn á
World Class en Magnús Gallerí
Sport. Endurspeglar þetta sam-
keppnina á milli ykkar tveggja?
„Nei, ég held ekki. Ég held að
þetta sé miklu fremur leið Magnús-
ar til að sýna þakklæti fyrir það sem
hann heínr fengið. Samkeppnin á
milli okkar fyrirtækja er ekki mjög
rnikil, við erum með svo ólíka
markhópa, og því snýst þetta ekki
um það. Þetta snýst um það að fyrir
rúmu ári sagði ég Magnúsi upp
störfum hjá mínu fyrirtæki og hann
gat bara ekki tekið því.“
Hver var ástœða uppsagnarinnar?
„Það voru orðnir miklir sam-
starfsörðugleikar. Sjálfsálit hans var
orðið honum íjötur um fót og þetta
var farið að há honum í vinnu.“
Nú segir Magnús þig vera að vinna
gegn hagsmunum þolfimiíþróttar-
innar. Erþað rétt?
„Nei, það er bara rugl. Ég sendi
bara bréf út og tilkynnti að enginn
aðili færi á mínum vegum á þetta
mót. Síðan frétti ég að þessi hópur
sé farinn af landi brott og kemur
það auðvitað verulega á óvart. Þess
vegna sendi ég fyrirspurn til Al-
þjóðasambandsins til að komast að
því á vegum hverra þetta fólk væri.“
Og hvert var svarið?
„Þetta kom þeim jafn mikið á
óvart og mér. Þeir tóku þá ákvörðun
að banna þessu fólki að keppa en
ekki ég. Þeir vísuðu einfaldlega í
reglugerðir og bentu á að þau hefðu
ekki rétt til að taka þátt.“
Björn segist harma það að hlut-
irnir hafi æxlast svona en menn
verði bara að spila eftir réttum leik-
reglum. „Ef íslenskt knattspyrnulið
mætti á mót erlendis án þess að fara
í gegnum KSf yrði ekki tekið vel á
því. Menn verða bara að virða leik-
reglurnar og fara réttar boðleiðir."
Að fokum vildi Björn óska Magn-
úsi innilega til hamingju með titil-
inn og sagði hann vera góða auglýs-
ingu fyrir íslenska þolfimi. -Bih
Það er greinilegt að John Rho-
des, leikmaður og þjálfari ÍR-inga,
er með keppnisskapið í lagi. Undir
hans stjórn hefur liðið náð frábær-
um árangri og á laugardag urðu
Grindvíkingar að lúta í lægra haldi.
Hér hirðir Rhodes eitt af fjölmörg-
um fráköstum sínum í leiknum.
Sjá allt um körfuna á bls. 29 & 31
Veður
Veðrið í dag
Suðvestlæg átt, stinnings-
kaldi eða allhvöss átt og él
suðvestan lands en annars
kaldi með éljum norðaustan
lands síðdegis.
Veðurhorfur
næstu daga
Norðaustlæg átt, víða nokkuð
hvöss, einkum norðan til. Élja-
gangur eða snjókoma norðan
til á iandinu en skýjað með
köflurn og dálítil él sunnan til.
Frost 2 til 9 stig.
O'.i cicidu uikvíuoi!
SPURT ÉM
Á Ingi Björn möguleika
á þingsœti efhannfer í
sérframboð?
99 15 16
39,90 krónur mínútan
Síðast var spurt:
Myndir þú kœra efDemi M
m
I hveriu.tölublaði leaaur Moraunpósturinn sDurninau fvrir lesendur. sem beir aeta kosið um í.síma