Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
19
f
f
f
Matthías Bjarnason,
Sjálfstæðisflokki
Skemmtilegast
að vera í nánd við
símastúlkurnar
»
£
Eftirminnilegasta þingmálið:
„Það er auðvitað útfærsla fiskveiði-
lögsögunnar í 200 mílur, sem að
vísu var gerð með reglugerð á
grundvelli landgrunnslaganna frá
1948, og í framhaldi af því samning-
ar við erlend ríki og þá sér í lagi
samningurinn við Bretland, sem
samþykktir voru á Alþingi. Þetta tel
ég hafa verið mesti pólitíski sigur
sem hægt er að benda á frá því lýð-
veldið var stofnað.“
Erfiðasti andstæðingurinn: „Ég
get ekki sagt að ég hafi átt einhvern
andstæðing á þingi svona beinlínis.
Þetta voru hörkukallar, margir
hverjir, og það var tekist harkalega
á um hlutina, en við urðum ágætis
vinir, eða í það minnsta kunningjar
fyrir það. En ef ég á að nefna ein-
hvern einn, þá er það kannski
Hannibal, sem kemur upp í hug-
ann. Hann stóð náttúrlega nálægt
mér þar sem við komum báðir að
vestan. Hann var harðskeyttur bar-
fsiæðisflokki
áttumaður og sá mjög vel
það sem miður fór.
Hann náði sér alltaf
miklu betur þegar hann
var í andstöðu en þegar
hann var í stjórn.“
Leiðinlegasta þing-
málið: „Almáttugur,
þetta er hræðileg spurn-
ing. Það eru fleiri hundr-
uð þingmál, sem ég hefði
aldrei viljað sjá eða
heyra, ég held ég verði
bara að svara þessu
þannig.“
Uppáhaldsstaðurinn í
þinghúsinu: „I nánd við
símastúlkurnar, það er
gott að vera þar. Þær eru
hver annarri betri og
hafa alltaf verið það, all-
an þann tíma sem ég hef
verið á þingi. Mér hefur
alltaf liðið mjög vel í ná-
vist þeirra.“ ■
:rgið í uppáhaldi
inga til að reikna út
launin. Að mínurn
dómi verður laga-
setning, sem felur í
sér skerðingu á
kjörum manna, að
vera einföld og vel
skiljanleg, þannig
að það sé.ekki hægt
að útmála hana
miklu verri en hún
er í pólitískum til-
gangi. Það var leik-
ur einn með þessa
Iagasetningu.“
Uppáhaldsstaður-
inn í þinghúsinu:
„Þingsalurinn,
svona yfirleitt; en
þó einstöku sínn-
um skákherberg-
ið.“»
Pálmi Jónsson Deilurnar við Pál Pétursson
um Blönduvirkjun eftirminnilegastar.
Kristín Einarsdóttir, Kvennalista
Ræður sjálfstæðismanna
um grunnskólann leiðinlegastar
Eftirminnilegasta þingmálið: „Það
er kannski af því að það er svo stutt
síðan, en mér hefur fundist ákaflega
skemmtilegt og ffóðlegt að vinna að
þessu stjórnarskrármáli núna, breyt-
ingunum á mannréttindakaflanum.
En það er nú þannig með mig að ég
get látið mér finnast flest skemmti-
legt, þannig að það er býsna margt
eftirminnilegt frá þessum átta árum.
Og ég lít á það sem mikil forréttindi
að hafa fengið að sinna þessu starfi."
Erfiðasti andstæðingurinn: „Það eru
nú alltaf bara ríkisstjórnirnar á hverj-
um tíma. Þær eru það sem maður
hefur verið að bcrjast við allan tím-
ann og reyna að koma vitinu fyrir
þær.“
Leiðinlegasta þingmálið: „Af því að
við höfum verið að ræða grunnskóla-
lögin núna, þá rifjast nú upp fyrir
mér þegar þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins töluðu klukkustundum
saman hver um sig, dag eftir dag, um
grunnskólafrumvarpið sem flutt var
undir lok síðasta kjörtímabiis, þegar
þeir voru í stjórnarandstöðunni með
okkur. Við vorum þó engan veginn
sammála í þessum efnum og þeir
tóku svo óskaplega langan tíma í
þetta, að þetta er líklega það
sem upp úr stendur.“
Uppáhaldsstaðurinn í
þinghúsinu: „Svo ótrúlegt
sem það kann að virðast, þá
er það þingsalurinn, og sæti
mitt í honum hverju
sinni.“»
Kristín Einarsoóttir Breyl
mannréttindakaflanum eft
KÓLÓMBÍUKAFFI
Aflrurða Ijúffengt hreint Kóloinbíukaffi nieð kröftugu og frískandi bragði.
Kaffið er meðalbrennt sem laðar fram hin fínu blæbrigði í bragði J»ess.
Kóloinbíukaffi var áður í hvítum uinbúðuni.
MEÐALBRENNT
Eiiistök blanda sex ólíkra kaffitegunda. Milt Santos kaffí frá Brasilíu
er megin uppistaðan. Kólombíukaffi gefur ilminn og frísklegt, kröftugt bragð.
Blandan er loks fullkomnuð með kostakaffi frá Mið-Ameríku
og kjarnmiklu Kenýakaffi.
e-brygg
AÚrbtanda fyrir
sjálMrkar knfllkönnur.
E-BRYGG sérblanda
Kaffi sem lagað er í sjálfvirkum kaffikönnum þarf að búa yfir sérstökum
eiginleikum til að útkoman verði eins og best verður á kosið.
Gevalia E-brygg er blandað með sjálfvirkar kaffikömiur í huga.
Aðeins grófara, bragðmikið og ilmandi.
I
Fádæma gott kaffi frá eyjunni Java í Indónesíu. Bragðið er mjúkt,
hefur milda fyllingu og sérstaklega góðan eftirkeim
sem einkennir Old Java. Ivaffi sem ber af.
GEVAUA
-Pað er kaliið!