Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
7
geta lækkað
um 30 prósent
„Það eru liðnir þrettán mánuðir
síðan óskað var eftir álitinu en það
gerist ekki nokkur skapaður hlutur
hérna. Ég er að fara til útlanda núna
en ég sagði við þá í Verslunarráðinu
að ef ekkert hefur gerst í þessu máli
þegar ég kem heim í apríl ætla ég
sjálfur tH Brussel ef ekki dugar ann-
að til,“ segir Kristmann Magnús-
son, stórnarformaður Pfaff, en
hann var einn aðalhvatamaður þess
að Verslunarrráð íslands og Félag
íslenskra stórkaupmanna óskaði
álits eftirlitsstofnunar EFTA á því
Dæmi um lækkun
á heimilistækjum
100 liust.'nd kronur
90
80 — . Með vörugjaldi -
70-
Án vörugjalds
hvort ákvörðun íslenskra stjórn-
valda um að leggja vörugjald á ýms-
an evrópskan iðnvarning, á borð
við sjónvörp, þvottavélar, skotvopn
og hjólbarða, standist EES-samn-
inginn.
Umrædd vörugjöld komu í stað
innflutningstolla sem féllu niður
þegar EES-samningurinn gekk í
gildi en ákvörðun sína byggja
stjórnvöld á 14. grein EES-samn-
ingsins um frjálsa vöruflutninga,
þar sem segir: „Einstökum samn-
ingsaðiium er óheimilt að leggja
1 hvers kyns bein-
an eða óbeinan
skatt innanlands
á framleiðsluvör-
ur annarra um-
fram það sem
beint eða óbeint
er lagt á sams
konar innlendar
vörur.“ Þetta
ákvæði túlka ís-
lensk stjórnvöld
sem heimild til
þess að leggja
vörugjöld á allan
evrópskan iðn-
varning.
Kristmann
Magnússon er
þessu algjörlega
ósammála.
„Þetta er ekk-
ert annað en dul-
búinn toliur. Þeir
skýla sér á bak
við að þetta
vörugjald yrði
lagt á innlenda
framleiðslu líka
en það er bara
fyrirsláttur því
hér er svo til ein-
göngu um að ræða vörur sem hafa
ekki verið og munu aldrei verða
framleiddar hér á landi.“
Jónas Fr. Jónsson lögfræðing-
ur Verslunarráðs tekur undir með
Kristmanni í þessurn efnum.
„Hugsunin að baki vörugjaldinu
er sú að það á að leggjast bæði á inn-
lenda og erlenda framleiðslu en þeir
í fjármálaráðuneytinu segja sem
svo: Það vill bara svo til að það er
engin innlend framleiðsla til staðar.
Það er hægt að sjá fýrir sér ýmisleg
dæmi sem gætu verið sambærileg.
Islendingar yrðu til dæmis örugg-
lega ekki rnjög hrifnir ef Austurrík-
ismenn tækju upp á því að leggja
vörugjald á fisk sem væri veiddur
upp úr sjó og bæru því fýrir sig að
það vildi bara svo til að Austurríki
hefði ekki aðgang að sjó.“
Stjórnvöld treg að
gefa upplýsingar
Þrátt fyrir tilraunir blaðamanns
MORGUNPÓSTSINS reyndist ekki
unnt að fá upplýsingar um stöðu
þessa máls í fjármálaráðuneytinu;
hvorki hvort athugasemdir hefðu
borist frá eftirlitsstofnuninni né
hvort einhverjar breytingar á vöru-
gjöldunum stæðu fýrir dyrum.
Jónas Fr. Jónsson segir aðspurður
að Verslunarráðinu hafi reynst erfitt
að fylgjast með viðbrögðum eftir-
litsstofnunarinnar, því þótt Versl-
unarráð hafi óskað eftir álitinu er
það ekki málsaðili, heldur tekur eft-
irlitsstofnunin málið upp gagnvart
viðkomandi ríki og beinir athuga-
semdum sínum þangað. Að sögn
Jónasar hafa ráðamenn hér á landi
ekki verið liðlegir við að gefa upp-
lýsingar um gang málsins.
„Fjármálaráðuneytið hefur ekki
viljað láta okkur fá neinar upplýs-
Eftirlitsstofnun EFTA ítrekaði á dögunum að einkaréttur ÁTVR á innflutningi og
heildsöludreifingu ááfengi sé brotá EES-samningnum. Eftirlitsstofnunin hefur
ýmis önnur mál sem snúa að viðskiptaháttum
hér á landi til athugunar. Nú eru 13 mánuðir
liðnir frá því óskað var álits stofnunarinnar á
því hvort vörugjöld á evrópskan iðnvarning
standist EES-samninginn
Heimilistæki
Kristmann Magnússon stjórnarformaður Pfaff: „Ég ætla sjálfur til
Brussel ef ekki dugar annað til.“
ingar um bréfaskipti sem hafa geng-
ið milli eftiriitsstofnunarinnar og
ráðuneytisins, en það er í sjálfu sér
mjög athyglisvert að fjármálaráðu-
neytið sé ekki tiibúið að sýna borg-
urunum í landinu hvaða athuga-
semdir svona stofnanir eru að
gera,“ segir Jónas.
Samkvæmt heimildum MORGUN-
PÓSTSINS hefur eftirlitsstofnunin
gert ýmsar athugasemdir við vöru-
gjaldið. Einkum hefur stofnunin
gert athugasemdir við framkvæmd
innheimtu vörugjaldanna. Þannig á
til dæmis vörugjald af innfluttum
vörum að greiðast á tollafgreiðslu-
degi en frestur til að gera upp vöru-
gjald af innlendum vörum eru tveir
mánuðir. Eins hefur blaðið upplýs-
ingar um að starfsmenn fjármáia-
ráðuneytisins hafi unnið að laga-
frumvarpi til að leiðrétta þau atriði
sem eftirlitsstofnunin hefur gert at-
hugasemdir við, en það er ekki lagt
fyrir þingið sem var að ljúka.
Jónas Fr. Jónsson lögfræðingur
Verslunarráðs: „íslendingar yrðu
örugglega ekki mjög hrifnir ef
Austurríkismenn tækju upp á því
að leggja vörugjald á fisk og
bæru því fyrir sig að það vildi bara
svo til að Austurríki hefði ekki að-
gang að sjó.“
Cjaldið hækkar verð
allt að 30 prósent
Verulegir hagsmunir eru í húfi
fyrir neytendur ef vörugjaldið yrði
aflagt. Til dæmis myndi sjónvarps-
tæki sem nú kostar 100.000 krónur
kosta tæplega 70.000 krónur án
vörugjalds, eða lækka í verði um ríf-
lega 30 prósent. Annað dærni er
þvottavél sem nú kostar 60.000
krónur en myndi kosta 47.000
krónur ef vörugjaldið yrði aflagt.
Þriðja dæmið er loftnet sem nú
kostar 10.000 krónur en lækkaði í
tæplega 7.000 krónur án vörugjalds.
Aðrar vöru sem myndu lækka í
verði ef margnefnt vörugjald hyrfi,
eru til dæmis: straujárn, samloku-
grill, eldavélar, saumavélar og skot-
vopn.
-jk
Reykjavík
Stútar
undir stýri
Lögregla þurfti að hafa afskipti af
óvenju mörgum ölvuðum öku-
mönnum í Reykjavík aðfaranótt
sunnudagsins. Tíu bílstjórar voru
teknir grunaðir um ölvun við akst-
ur án þess að valda slysum. Yfirleitt
eru um 6 til 7 ökumenn teknir ölv-
aðir við akstur í Reykjavík á laugar-
dagskvöldum. ■
Vesturlandsvegur
Ölvuð á
staur og fest-
ist í bílnum
Um kl. 5 í gærmorgun ók kona á
ljósastaur við Vesturlandsveg móts
við Korpúlfsstaði. Konan var á leið
sinni upp í Mosfellsveit og virðist
ekki hafa tekið eftir aflíðandi
beygju sem er þar á veginum og ek-
ið rakleiðis út af. Konan fótbrotn-
aði við áreksturinn og festist undir
stýri í bílnum sem er mikið
skemmdur. Tækjabifreið slökkvi-
liðsins í Reykjavík var kvödd á vett-
vang og tókst slökkviliðsmönnun-
um fljótlega að losa konuna úr
bílnum. Hún er grunuð um ölvun
við akstur. ■
Garðabær
Brotist inn í
Garðahéðin
Rétt fyrir kl. 7 í gærmorgun fór
viðvörunarkerfi í Securitas í gang
og benti til innbrots í vélsmiðjuna
Garðahéðin í Garðabæ. Eftirlits-
menn Securitas fóru á staðinn og
komu auga á mann í nágrenni við
innbrotsstaðinn og þegar hann
varð þeirra var reyndi hann að
hlaupa í burtu og fela sig. Eftirlits-
mennirnir kölluðu þá á iögregluna
í Hafnarfirði sem handtók mann-
inn en hann er einnig grunaður um
ölvun við akstur. Maðurinn var
settur í fangageymslur en málið er í
rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu
ríkisins. ■
Höfðatún
Fjórir staðnir
að verki við
innbrot
Fjórir piltar voru gripnir glóð-
volgir við innbrot í söluturn við
Höfðatún í fyrrinótt. Piltarnir
höfðu náð að stinga á sig einhverju
sælgæti þegar lögreglan hafði hend-
ur í hári þeirra. Þeir eru allir í
kringum 16 ára gamlir og hafa áður
komið við sögu lögreglunnar. Pilt-
unum var sleppt að loknum yfir-
heyrslum. ■
Arnar Jensson
í efnahagsbrotin
Nú er það frágengið að Arnar
Jensson, fýrrum yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar
með meiru, fær áður augiýsta
stöðu við rannsóknardeiid efna-
hagsbrota hjá RLR. Það vakti
nokkra athygli hvað fýrrum yfir-
menn fíkniefnalögreglunnar
voru áhugasamir um stöðuna því
Björn Halldórsson sótti einnig
um. Um cr að ræða stöðu aðstoð-
ar)'firlögregluþjóns hjá RLR en
það er staða sem Egill Bjarna-
son sinnti áður en hann er nú yf-
irlögregluþjónn í Hafnarfirði.
Aðrir umsækjendur að stöðunni
voru rannsóknarlögreglumenn-
irnir Björgvin Björgvinsson,
Guðmundur Gígja Lúðvik
Eiðsson, Kristján H. Kristjáns-
son og Högni Eiðsson.
Helgi Áss Grétarsson nýjasti stórmeistari okkar
Sestur á skólabekk
„Ég hef einsett mér að reyna að
klára 4. bekk í Versló í vor þannig
að það verður lítið um skákiðkun
hjá mér á næstunni," sagði Helgi
Áss Grétarsson, nýjasti stór-
meistari okkar Islendinga. Eftir að
Helgi Áss varð stórmeistari eftir
óvæntan en glæsilegan sigur á
heimsmeistaramóti unglinga undir
20 ára síðasta haust hefur hann ein-
beitt sér að skákiðkun. Hann gaf
enda út að hann hefði áhuga á að
verða atvinnumaður í skák.
Helgi segist hafa séð að leiðin í
atvinnumennskuna sé heldur erfið-
ari en hann hafi gert sér grein fyrir.
„Samkeppnin er gífurleg og það
blasir við að ég á enn nokkuð langt
í land til að hafa eitthvað út úr at-
vinnumennskunni. Til að ná ár-
angri í skákinni þarf maður að
leggja gífurlega mikið á sig, enda
styrkleiki atvinnumanna mikill.“
Helgi Áss sagði að þó að titillinn
hefði verið kærkominn þá væri
ástandið þannig í skákheiminum
að honum fylgdu ekki mikið af
boðum á skákmót. Næsta skákmót
hans verður því millisvæðamótið í
skák en einn af kostum þess að
verða heimsmeistari er að hann
sleppur við svæðamót í skák. Eitt
slíkt verður haldið hér í næsta mán-
uði og tefla flestir hinna íslensku
stórmeistara á því.
„Jú, það er erfiðara en ég bjóst
við að vera atvinnumaður í skák en
ég er síður en svo búinn að missa
áhuga á því,“ sagði þessi yngsti
stórmeistari Islendinga. ■
Helgi Áss Grétarsson stór-
meistari í skák situr þessa dag-
ana heima hjá sér og hefur tekið
námsbækurnar fram yfir skák-
bækurnar á ný.