Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 270. FEBRÚAR 1995 Snorri Þórisson bíöur svars frá Euromage Agnes í startholunum Hafíst verður handa við að „skjóta" kvikmyndina Agnesi íyrstu dagana í apríl en aðaltökur hefjast í. maí á degi verkalýðsins. Aðstand- endur hafa verið að hinkra með að ganga frá tökuplani vegna umsókn- ar í Evrópska kvikmyndasjóðinn (Eurimage). Reglan er sú að ekki þýðir að sækja um í hann eftir að tökur eru hafnar en dregist hefur að afgreiða umsóknina vegna þess að gögn frá þýskum meðframleiðanda hafa ekki verið fyrirliggjandi. Sjóð- urinn mun hins vegar hafa komið þeim skilaboðum til Pegasusar, kvikmyndafyrirtækis Snorra Þór- issonar, að óhætt sé að hefja tökur, umsóknin verði tekin fýrir þann ío. apríl burtséð frá því. Eftir því sem MORGUNPÓSTURINN kemst næst er enginn íslenskur kvikmynda- gerðarmaður annar með umsókn núna en til þess að vera lántækur þarf allt annað fjármagn að vera fyr- irliggjandi. Áðalhlutverk í Agnesi eru í hönd- um þeirra Baltasar Kormáks og Maríu Erlingsen en Egill Eð- varðsson leikstýrir. Kvikmynda- töku annast Snorri Þórisson sem semur handritið ásamt Jóni Ás- geiri Hreinssyni. Framleiðendur myndarinnar eru Pegasus, Journal Film í Berlín og Zentropa sem er danskt fyrirtæki. Þessir aðilar hafa nú þegar fengið samtals 48,5 millj- ónir úr íslenska og norræna kvik- myndasjóðnum en kostnaðaráætl- un hljóðar í dag upp á 150 milljónir en þar inni í eru óvissuþættir. Það er því ljóst að miklu máli skiptir fyr- ir framgang Agnesar að styrkur fáist úr sjóðnum en sá styrkur gæti orðið umtalsverður. ■ Silkihúfurnar: Eggert Þorleifsson, Margrét Guðmundsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Margrét Ákadóttir, Bessi Bjarnason og Valgreir Skagfjörð. Sápa tvö: Sex viö sama borð er nýr íslenskur farsi sem frum- sýndur verður í Kaffileikhúsinu á miövikudagskvöld. í sýning- unni er komin saman hver silkihúfan upp af annarri Er framhjáhald listgrein? „Það er verið að líta gamanaug- unum á mjög alvarlegt mál. Aðal- lega á þann vandræðagang sem upp getur komið þegar fólk er að gera hluti sem það vildi ekki alveg hafa fýrir opnum tjöldum," segir Sig- ríður Margrét Guðmundsdóttir, leikstjóri nýs íslensks leikverks sem frumsýnt verður í Kaffileikhúsinu á föstudag. Sápa tvö: Sex við sama borð heitir leikverkið sem er eftir þær Hugleikskonur Ingibjörgu Hjartardóttur og Sigrúnu Óskar- dóttur og sækja þær efniviðinn í eina af þjóðaríþróttum Islendinga, framhjáhald. Ekki er um að ræða siðaboðsskap heldur því velt upp hvort framhjáhald sé listgrein.“ Er framhjáhald listgrein? „Já, þetta eru allavega allt lista- menn sem þarna koma fram. Þeim ferst efniviður leikverksins ágætlega úr hendi. Þarna eru líka komnar saman hver silkihúfan upp af ann- arri; landslið íslenskra grínleikara, eða þau Bessi Bjarnason, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifs- son, Margrét Ákadóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Valgeir Skagfjörð sér um tónlistina sem er heilmikil í þessari 45 mínútna löngu sýningu.11 Sýningar á Sápu tvö verða frá fimmtudegi til sunnudags og hug- myndir eru jafnvel uppi um að hefja miðnætursýningar áður en langt um líður. Nú eru œfleiri karlmenn farnir að vinna við leiksýningar hjá kvenna- leikhúsinu, er þetta einhver stefnu- breyting? „Þetta er ekki bara kvennaleik- hús þótt konur eigi húsið. Og þótt fleiri konur hafi sótt leikritin í Kaffileikhúsið er það markmiðið að bjóða hingað velkomin bæði kynin hvort sem er á sýningar eða til þess að taka þátt í sýningum." -GK Níu konseptlistamenn í Geröarsafni Níu listamenn sem hófu feril sinn um það leyti sem gagnrýnin á framúrstefnu nútímahyggj- unnar var orðin hávær og við blasti að finna þyrfti ný gildi í leik- list, opnuðu sýningu í Listasafni Kópavogs, | Gerðarsafni, á laugar- j dag. Þau sem sýna verk sín þar á næst- unni eru: Eggert Pét- ursson, Hallgrímur Helgason, Húbert Nói JÓHANNSSON, INGA ÞÓR- EY JÓHANNSDÓTTIR, KRISTINN G. Harðarson, Kristján Steingrímur Jónsson, ^Ráðhildur Ingadóttir, Sigurður Árni Sigurðsson og Tumi Magnússon. Flest ef ekki öll hafa kynnst konseptlistinni á skóla- árunum og þegar þau fóru að mála á níunda áratugn- um mátti greina þá stefnu í list þeirra. Kveikjan að sýning- unni var líka sú að velja saman listamenn sem telja að hugmynd og hugsun sé undirstaða hins sjónræna og efnislega þátt- ar í myndlistinni, svo ekki « ___________sé meira sagt. ■ gj „Ég hef sjálfur farið frá sýningum í miðju kafi,“ segir danshöfund- urinn Ken Oldfield. „Bara sagt, þetta gengur ekki eins og ég hefði viljað að það gerði. í fyrsta skipti sem það gerðist hugsaði ég, Það er komið að því, nú mun ég aldrei vinna aftur.“ Söngleikurinn West Side Story skekur sviðiö í Þjóðleikhúsinu og sálarlíf þeirra sem að sýningunni koma Vesturbænum Allt logar í reiði milli kynþátta og ást og hatur takast á um völdin í West Side Story líkt og í leikritinu um Rómeó og Júlíu en dansarinn og danshöfundurinn, Jerome Robbins fékk einmitt hugmyndina að söngleilcnum þegar ungur leikari frá New York bar sig upp við hann hvernig hann gæti túlkað Rómeó, verandi strákur frá New York. Það var þó ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar gamlir starfsfé- lagar úr söngleikjum og ballettum Robbins og Leonard Bernstein leiddu saman hesta sína ásamt höf- undinum Arthur Laurents og Ste- ven Sondheim, sem samdi söng- textana, að söngleikurinn varð til og var frumsýndur á Brodway árið 1957. Þar sem voldugar ættir takast á í leikriti Shakespeares, glírna götugengi um völdin í West Side Story, bæði upprunnin úr fátækra- hverfum innflytjenda í New York. Það er stúlkan María frá Puerto Rico og sakleysinginn Tóní sem verða örlagavaldarnir í sögunni með ást sem gengur yfir landamæri gengjanna og veldur undir lokin blóðsúthellingum. Það er þó ekki sagan sem er mögnuð í verkinu heldur tónlist Bernstein en tónlist- arstjóri þessarar uppfærslu er Jó- „Gætirðu fært hálsmálið örlítið neðar?“ spyr María Anítu mágkonu sína. Bolti sem rúllar áfram Dansstjórnandi verks- ins, Ken Oldfield, segir West Side Story vera eins og bolta sem rúllar áfram milli ólíkra stjórnenda og hver og einn setur sitt mark á sýninguna, engar tvær uppfærslur eru eins. „Þetta er tónlistargjöf frá Bernstein til okkar sem unnum söngleikjum." Ken hefur stjórnað dansinum í mörgum söngleikjum á Is- landi eftir að hann kom hér fýrsta sinni, þá til að taka þátt í uppfærslunni á Aníta/Sigrún Waage gengst upp í því að vera amerísk gella og lofar upp í hástert hvað klíkuforinginn Bernardo/Baltasar Kormákur er góð- ur í rúminu eftir velheppnuð slagsmál. hann G. Jóhannsson. Bæði bún- gerði leikmyndina, unnu við söng- ingahönnuðurinn, María Ólafs- leikinn Hárið en þetta er frumraun dóttir, og Finnur Árnason, sem þeirra beggja við Þjóðleikhúsið, en Finnur hefur þó starfað þar lengi vel sem sviðs- maður.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.