Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Formaður KÍ til Kaupmannahafnar í gærdag Sækir peninga í verkfallssjóoinn tiB Norðurlanda Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Islands, fór utan til Kaupmannahafnar í gærdag til að fá vilyrði fyrir fjármagni hjá norræn- um samstarfsfélögum sínum ef til þess kemur að verkfall HÍK og Kl dregst á langinn. En eins og komið hefur fram geta verkfallssjóðir kenn- arafélaganna framfleytt félagsmönn- um sínum í tvo mánuði. Er Eiríkur væntanlegur aftur ífá Kaupmanna- höfn í kvöld. Annars er það af kennaradeilunni að ífétta að ekkert þokaðist í sam- komulagsátt á fundi kennara og rík- isins í gær. En fundur stóð yfir í fá- eina tíma eftir hádegi í gærdag. „Eft- ir að grunnskólafrumvarpið var samþykkt á Alþingi má kannski segja að við höfum vinnuffið til þess að sinna okkar kjaramálum,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, þegar MORGUNPÓSTURINN ræddi við hana í gærkvöld. „Á meðan þurfum við að minnsta kosti ekki að berjast á öðrum vígstöðvum,“ bætti hún við. Elna Katrín sagði kennarana heldur ekki hafa átt von á því að eitt- Elna Katrín Jónsdóttir formaður HÍK segir að eftir að grunnskóla- frumvarpið var samþykkt fái kennarar kannski vinnufrið til þess að sinna kjaramálum sínum. hvað myndi draga til tíðinda fyrr en effir helgi enda hafi þeir gert ráð fyr- ir því að þingmenn og ráðherrar lægju í dái eftir erfið þinglok. Ber enn milljarða á milli? „Það ber enn mikið á milli. En ástæðan fyrir deyfðinni nú er fyrst og fremst sú að ekkert nýtt tilboð ffá ríkinu hefur litið dagsins ljós. Við kennararnir höfúm hins vegar haft í nógu að snúast við að skoða alls konar mál enda er verið að huga að svo flóknum samningum." Fundur með kennurum og við- semjendum þeirra verður áfram haldið í Karphúsinu í dag. -GK Pabbinn tók á móti syninum Þau tíðindi gerðust í sumarbústað En hvemiggekk þetta fyrir sig? að sextán ára stúlka ól bam sex vik- um fyrir tímann með aðstoð kærasta síns, Odds Valdemarssonar, án þess að nokkur annar kæmi þar nærri. Móðurinni, Benediktu Hall- dórsdóttur, og bami heilsast vel en móðirin liggur á sængurkvenna- deildinni en barnið er á vökudeild Landspítalans. Hinn nýbakaði faðir dvelur stoltur þeim til samlætis á spítalanum. Aðspurður um hvort hann hefði verið hræddur við að þreyta þessa ffumraun sem ljósmóð- ir, svaraði pabbinn: „Það var lítill tími til þess. Þetta gerðist svo snöggt. Ég sótti auk þess námskeið í skyndi- hjálp hjá Hjálparsveit skáta þannig að ég kunni handtökin.“ „Samdráttarverkirnir byrjuðu um fimmleytið en klukkan 6 var legvatn- ið farið og þá sendi ég strák sem var þama með okkur í símaklefa til að hringja á sjúkrabíl. Meðan við bið- um kom kollurinn í ljós og loks skaust strákurinn út. Ég reif bendl- ana af koddaveri og hnýtti fýrir naflastrenginn og breiddi síðan sæng yfir móðurina og barnið. Síðan leið skammur tími, barnið kom ldukkan 19.15 en sjúkrabíllinn var kominn klukkan 19.40.“ Ætlarðu að taka á mótifleiri börn- um? „Það er aldrei að vita, systir mín er ólétt heima,“svaraði Oddur hressi- lega. -þká Jón Pétursson „Lögreglumenn og stöðumælaverðir þurfa að hafa afskipti af fólki í sínu starfi og verða frekar fyrir áreitni í orðum en aðrir.“ Langþráður sigur tjáningarfrelsismanna: 108. grein hegningarlaganna felld niður Eftirsjá í greininni segirJón Pétursson lögreglumaður og fyrrvenandi formaður Lögreglufélags Reykjavikur. „Það er einkennilegt hve einföld mál geta tekið langan tíma,“segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Alþýðubandalags, en hann flutti í tvígang frumvarp á Alþingi þess efhis að hin alræmda 108. grein almennra hegningarlaga yrði felld niður, fyrst árið 1992 á 115. þingi og affur á næsta þingi á eftir. Frum- varpið fékkst í hvorugt skiptið sam- þykkt en málið var sett í nefnd. Nú hefur 108. grein hegningarlaganna hins vegar verið felld á brott úr lög- unum en skömmu fyrir þingslok samþykkti Alþingi frumvarp Þor- steins Pálssonar dómsmálaráð- herra sem byggt var á einni af þremur tillögum fyrrnefndrar nefndar. Kristinn fagnar þessum málalokum en honum finnst það hafa dregist óþarflega á langinn að koma þessu í gegn og bendir á að ef til vill sé það ekki sama hver flytji frumvörpin. Kristinn H. Gunnarsson flutti í tvígang frumvarp á Alþingi um að fella 108. grein hegningarlaganna niður, en án árangurs. 108. grein hegningarlaga hefur lengi verið tjáningarfrelsismönnum á Islandi þyrnir í augum en hún fel- ur í sér sérstaka vernd opinberra starfsmanna gagnvart móðgunum, skammaryrðum og ærumeiðandi aðdróttunum. Það var einkanlega niðurlag umræddrar lagagreinar sem braut í bága við réttlætiskennd manna, þar sem segir: „aðdróttun, þó sönnuð sé, varðar sektum ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt.“ Þess má geta að hámarks refsing brots við 108. grein var allt að þriggja ára fangelsi. Þegar skoðaðir eru dómar sést að 108. greinin hefur langoftast verið notuð þegar um atyrði í garð lög- reglumanna er að ræða, bæði munnleg og skrifleg. Jón Péturs- son lögeglumaður og fyrrverandi formaður Lögreglufélags Reykja- víkur var spurður að því hvort hann teldi að niðurfelling greinar- innar ætti eftir að breyta starfsum- hverfi lögreglumanna. „Já, opinberir starfsmenn eru að vinna fyrir þjóðfélagið og þurfa að hafa frið og vernd bæði í athöfnum og orðum. Þetta fólk, eins og til dæmis lögreglumenn og stöðu- mælaverðir, þurfa að hafa afskipti af fólki í sínu starfi, þetta er fýrst og fremst að fást við sálir, verður frek- ar fyrir áreitni í orðum en aðrir. Auðvitað leiðist fólki að vera kallað alls kyns ónöfnum og vera hótað og ég veit ekki hvað og hvað það er sem dynur yfir mann í þessu starfi. Þannig að almennt finnst mér að það þurfi að hafa einhverja vernd fyrir opinbera starfsmenn.“ Jón játar því að honum sé eftirsjá í 108. greininni en segir þó að hann búist ekkert frekar við því að sví- virðingar í garð lögreglumanna aukist. „Þær eru nógar fýrir og verða alltaf nógar, held ég.“ -jk Ragnar H. Hall, settur ríkissaksóknari, telur aö Sævar M. Ciesielski hafi ekki lagt fram nauðsynleg gögn til aö uppfylla skilyröi laganna um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Sævar segir aö hann hafi ekki enn fengið aðgang að nauðsynlegum gögnum til að bæta þar úr Hann getur ekki snúið sér til mín segir Ragnar H. Hall, settur ríkissaksóknari. Ftagnar H. Hall, settur ríkissak- ' sóknari vegna kröfu Sævars M. Ci- esielskis um endurupptöku Guð- mundar- og Geirfinnsmálanna, tel- ur beiðni Sævars ekki uppfylla skil- yrði laganna. Sævar telur hins vegar að yfirvöld hafi ekki látið honum í té nauðsynleg gögn til þess að hann geti bætt þar úr. Það er því óvíst hve- nær Ragnar getur lokið störfum og sent Hæstarétti gögn málsins ásamt tillögum um hvernig bregðast eigi við kröfúnni. Saksóknarí neitar að aðstoða I bréfi, sem Ragnar sendi Sævari í síðasta mánuði, er Sævari gefinn kostur á að senda ffekari gögn til að styrkja kröfú sína áður en beiðnin og gögn málsins verða send Hæsta- rétti til ákvörðunar. I greinargerð, sem fylgdi beiðninni, fjallaði Sævar nær eingöngu um hvarf Guðmund- ar Einarssonar og reyndi að sýna fram á að hann væri saklaus af að hafa átt aðild að því. Hann telur sig hins vegar vanta talsvert af gögnum til að skila Ragnari endurbættri greinargerð þar sem hann fjallar einnig um hvarf Geirfinns Einars- sonar. Þetta kemur fram í bréfi Sævars til Ragnars í lok janúar. Síð- an segir hann orðrétt: „Eins og þér er kunnugt þá hef ég leitað til dómstjóra við héraðsdóm vegna þessara gagna. Ég tel rétt að þú aflir þeirra, þar sem ég hef sjálfur aðeins fengið örfá ljósrit... Ég óska eftir því að fá að skila ýtarlegri grein- argerð um endurupptöku kröfunn- ar þegar ég hef fengið áðurnefnd gögn, enda eru þau mikilvæg for- senda þess að beiðni mín fái réttláta og eðlilega meðferð.“ Ragnar þvertekur fýrir að það sé í hans verkahring, sem saksóknara í málinu, að aðstoða Sævar við að afla gagna. „Hann getur ekki snúið sér til mín og sagt mér að fara og finna gögnin fýrir sig,“ sagði hann í sam- tali við MORGUNPOSTINN. „Ég lít svo á að Sævar eigi að leggja fyrir mig þau gögn, sem hann byggir Sævar M. Ciesielski er ósáttur við að fá ekki aðgang að skjölum sem hann telur nauðsynleg, meðal annars að rannsóknarniðurstöðum þýskrar rannsóknarstofnunar sem íslensk lögregluyfirvöld leituðu til. „Hjá Wiesbaden-stofnuninni voru framburðir sakborninga tölvukeyrðir til að kanna hvort við höfðum verið að ijúga upp á okkur sakir. Niður- stöðurnar voru aldrei birtar af því að þær komu ákæruvaldinu ekki að gagni.“ kröfúna um endurupptöku á. Ég er ‘búinn að skýra það út fýrir honum og ég held að honum sé alveg ljóst hvernig hann þurfi að gera þetta. Hann bað um ffest til þess ffam til mánaðamóta. En það er engin pressa á því af minni hálfú, ég bara bíð eftir þessu.“ Sævar hefúr ítrekað snúið sér til Héraðsdóms Reykjavíkur í því skyni að fá gögn, sem hann telur sér nauð- synlegt að afla. „Ég á að tilgreina ná- kvæmlega hvaða gögn það eru sem ég vil fá,“ segir Sævar. „En ég sagði dómstjóranum að ég vildi fá að sjá öll gögn um mig. Ástæðan er sú að ég vil ganga úr skugga um hvort að hjá Héraðsdómi kunni að vera gögn, sem ekki voru lögð fram fýrir dómi á sínum tíma. Ef ég get sýnt ffam á það er málið ónýtt.“ Sævar segir að dæmi um þetta sé að við rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna hafi íslensk lög- regluyfirvöld leitað eftir aðstoð Wi- esbaden-stofnunarinnar, en niður- stöðurnar hafi ekki verið lagðar ffam fýrir dómi. „Hjá Wiesbaden- stofnuninni voru ffamburðir sak- borninga tölvukeyrðir til að kanna hvort við höfðum verið að ljúga upp á okkur sakir. Niðurstöðumar vom aldrei birtar af því að þær komu ákæruvaldinu ekki að gagni.“ Þótt Sævar hafi ekki fengið þá af- greiðslu sem hann hefur óskað effir hjá Héraðsdómi hefúr hann þó enn ekki fengið afdráttarlauasa neitun um aðgang að gögnum. Sævar segist vera að ljúka við að endurbæta greinargerð sína eftir því sem hann geti með þeim gögnum sem hann hefur þó tiltæk. Hann muni væntanlega senda Ragnari hana einhvern næstu daga með þeim fýrirvara þó að hann komi til með að óska eftir að leggja ffam fleiri gögn síðar. 1 greinargerðinni fer Sævar rækilega yfir dóm Hæsta- réttar og reynir að hrekja hann lið fýrir lið. -SG

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.