Helgarpósturinn - 27.02.1995, Blaðsíða 22
22
MORGUNPÓSTURINN SKOÐANIR
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1995
Bréf til blaðsins
Þorsteinn Hjaltason hdl. skrifar
Kostnaðarsöm vanræksla
Lét selja bílintt vegna
stöðumœlasektar
Lögnuinnafélagíslands segir málið rekið með eðlilegum
hcetti. Gatgert málið upp hjá lögmanni án kostnaðar.
I Morgunpóstinum 6. febrúar s.l.
undir fyrirsögninni „Missti bílinn
vegna stöðumælasektar“ var fjallað
um innheimtur bifreiðastöðugjalda
á Akureyri. Almenna lögþjónustan
hf. á Akureyri sér um þessar inn-
heimtur og er undirritaður þar í
vinnu. 1 umræddri blaðagrein var
látið að því liggja að óeðlilega hefði
verið staðið að því að innheimta
bifreiðastöðugjöld hjá ákveðnum
aðila sem er þó ekki nafngreindur í
greininni og verður það ekki gert
hér heldur en aðilinn nefndur hr. x.
Hr. x kærði málsmeðferð til Lög-
mannafélagsins sem nú hefur skilað
áliti og segir í því að málið hafi ver-
ið rekið með eðlilegum hætti.
Þann 28. okt. 1993 fékk hr. x álagt
350 kr. aukastöðugjald vegna þess
að hann hafði ekki greitt í stöðu-
mæli. Honum var sendur gíróseðill
að fjárhæð kr. 1.050,00 frá Bifreiða-
stæðasjóði Akureyrar, sem hann
greiddi ekki. Þá var honum gefinn
kostur á að gera málið upp án frek-
ari kostnaðar, þ.e. enn með
greiðslu kr. 1.050,00. Hr. x lét ekk-
ert heyra í sér.
Þann 14. apríl 1994 var hr. x birt
greiðsluáskorun og var þá staða
málsins kr. 4.007,00, hr. x kvittaði
sjálfur fyrir móttöku. Hr. x gerði
engu að síður ekkert í sínum mál-
um.
Þann 27. maí 1994 var beðið um
uppboð á bifreið x til greiðslu
skuldarinnar sem þá var orðin kr.
11.436,00. Hr. x lét ekkert til sín
heyra.
Tilkynning barst Almennu lög-
þjónustunni hr. frá sýslufulltrúan-
um í Borgarnesi þann 8. des. 1994
um að koma ætti með bifreiðina á
uppboðstað að Bjarnarbraut, Borg-
arnesi þ. 15. des. 1994. Uppboðið
átti að halda 16. des. Maður var ráð-
inn til að koma bifreiðinni á upp-
boðsstað og fann sá bifreiðina og
hafði samband við hr. x. Ennfrem-
ur hafði starfsmaður hjá Almennu
lögþjónustunni hf. samband við hr.
x og sagði honum hver staða máls-
ins væri, þ.e. kr. 21.471,00 og hvað
til stæði. Hr. x sagði þá að honum
væri einungis skylt að greiða kr.
11.436,00 þ.e. eins og staða málsins
var þ. 27. maí 1994 eða um hálfu ári
áður. Hr. x var sagt að það gengi
ekki upp og ef hann greiddi þessa
fjárhæð væri einungis litið á hana
sem innborgun og innheimtuað-
gerðum yrði haldið áfram. Það var
skýrt út fýrir hr. x og sundurliðað
að aukinn kostnaður hafði lagst á
málið á síðustu 6 mánuðum og
væri þar aðallega um að ræða út-
lagðan kostnað vegna þinglýsinga
og kostnaðar vegna undirbúnings
vörslusviptingar, auk dráttarvaxta.
Hr. x greiddi engu að síður einung-
is kr. 11.436,00 en staða málsins var
þá kr. 21,471,00, sem sundurliðast
lauslega svo:
Höfuðstóll 1.050,00
Vextir 776,00
Innheimtuþóknun lögmanns;
9.047,00
(ath. í upphafi gaf lögmaður kost á
því að málið yrði gert upp án auka-
kostnaðar)
Vinna lögmanns hefur að geyma
þessa helstu verkþætti og leggst
kostnaður á málið eftir því sem
miðar áfram.
Skrá og reikna málið. Senda gíró-
seðil. Sannreyna eignarheimild að
bifreiðum sem og athuga tegund
þeirra og ástand þeirra. Rita og láta
birta greiðsluáskorun. Rita og skrá
uppboðsbeiðni. Sjá um þinglýsingu
o.þ.h. til tryggingar lögveðrétti.
Rita vörslusviptingarbeiðni og ráða
aðila til að koma biffeið á uppboðs-
stað. Auk þess að bera ábyrgð á
málinu þarf að sjá um öll samskipti
við aðila sem kma að málinu og
leggja út fýrir kostnaði og mögu-
lega sitja uppi með innheimtu-
kostnað sem og útlagðan kostnað ef
innheimta tekst ekki.
Úlagður kostnaður og gjöld til rík-
isins:
Gjöld til ríkisins: 6.217,00
Annar útlagður kostnaður, svo
sem birtingarkostnaður og upp-
hafsaðgerðir vörslusviptingar-
manns, (t.d. finna bílinn og hafa
samband við skuldara): 4.381,00
Alls 21.471,00
Innborgun hr. x 11.436,00
Eftirstöðvar 10.035,00
Eftir innborgun hr. x voru eftir-
stöðvar kr. 10.035,00. Þrátt fyrir
munnlegar skýringar og nokkur
símbréf til hr. x lét hann sér ekki
segjast og neitaði að greiða eftir-
stöðvar málsins. Innheimtuaðgerð-
um varð því að halda áfram. Hr. x
gerði vörslusviptingu eins erfiða og
þar með kostnaðarsama og hann
virtist mögulega geta. Nauðsynlegt
var að fá aðstoð lögreglu við vörslu-
sviptingu. Vegna þessa varð vörslu-
sviptingarmanður að leggja á sig
margra klukkustunda vinnu auk
mikils aksturs og reikningur hans
varð tæpar 30.000,00 kr. sem leggst
reyndar ekki allur á hr. x.
Bifreiðin var færð á uppboðsstað
en uppboðinu varð að fresta vegna
þess að sýslufulltrúinn í Borgarnesi
gleymdi að senda tilkynningar til
annarra veðhafa um uppboðið. I
umræddri blaðagrein í Morgun-
póstinum er hins vegar látið að því
liggja að uppboðinu hafi verið
ffestað vegna þess að hr. x greiddi
inn á kröfuna, það er sem sé al-
rangt. Uppboðið fór síðan fram 27.
janúar 1995. Málið var tekið fýrir þá
um morguninn og síðan aftur effir
hádegi. I rauninni hefði nægt að
taka málið einu sinni fyrir en fjöldi
fyrirtaka er ekki atriði sem Al-
menna lögþjónustan hf. ákveður,
heldur sýslufulltrúinn í Borgarnesi.
Ákveðið var með hefðbundnum
hætti að senda ekki lögmann frá Al-
mennu lögþjónustunni hf. til Borg-
arness til að halda kostnaði, í lág-
marki heldur kaupa þjónustu
heimamanns við að mæta við fýrir-
tökurnar. Útlagður kostnaður Al-
mennu lögþjónustunnar hf. vegna
þessa varð kr. 10 þús. þ.e. nokkuð
hærri en lögmannsþóknun hafði
verið þegar hr. x greiddi inn á mál-
ið, sbr. sundurliðun hér að ofan.
Hjá þessum kostnaði hefði verið
komist ef af uppboði hefði orðið í
desember eins og boðað hafði verið
til því búið var að ganga frá þeim
málum án frekari gjalda til hags-
bóta fýrir hr. x.
Grundvallaratriðið í þessu máli
öllu saman er að hr. x hunsaði að
greiða gjald er hann hafði stofnað
til. Hann virti að vettugi gíróseðil er
Almenna lögþjónustan hf. sendi í
upphafi árs 1994 og hljóðaði upp á
eitt þúsund og fimmtíu krónur
(1.050) eða sömu upphæð og hon-
um hafði áður verið gert að greiða
beint til Bifreiðastæðasjóðs Akur-
eyrar. Hr. x lét ítrekaðar viðvaranir
sem vind um eyru þjóta og greiddi
ekki skuldina. Innheimtuaðgerðir
héldu áfram og hr. x gerði mönn-
um eins erfitt fyrir og hann mögu-
lega gat og við það varð málið enn
dýrara. Það eru þessar aðgerðir sem
hr. x leyfir sér að kalla „...brot á
reglum, sem gilda í mannlegum
samskiptum, misbeiting á valdi og
tilraun til fjárkúgunar.“ Og dæmi
nú hver fýrir sig.
Þorsteinn Hjaltason,
héraðsdómslögmaður.
Bref til blaðsins
Opið bréf til ritstjóra Morgunpóstsins
Um guðfrœði-
kenningar sem ódýr
brögð til að fá konur
til fylgilags við sig
Ágæti ritstjóri
Ég skrifa þetta bréf vegna þess að
í Morgunpóstinum þann 9.2. var
ráðist að persónu minni. Á síðu 27
segir í dálkinum „heitt & kalt“:
„Kvenfólkið heyrir háa tóna
hörpunnar þegar gaurinn sem það
hittir á bar fer að malbika út og
suður um trú. (Þetta er kannski
meira út í að vera trix fyrir glaum-
gosa borgarinnar.) Og ef hann
klykkir út með eigin kenningum
um mannssonarhugtakið þá fer að
losna um nærhaldið.“
Fyrir utan þá staðreynd að „háir
tónar hörpunnar" koma málinu
ekkert við og er í raun fáránlega
hallærislegt innlegg sem sýnir að-
eins að blaðamaðurinn sem sér um
þennan dálk biaðsins er nokkurn
veginn jafnhallærislegasti maður á
Islandi þá var illa vegið að mér per-
sónulega, án þess þó að ég hafi ver-
ið nefndur á nafn. Nú vill svo til að
undirritaður hefur um nokkurt
skeið verið að vinna að kenningu
sinni varðandi mannssonarhugtak-
ið og verið ólatur við að ræða nið-
urstöður sínar hvar og hvenær sem
er, ekki síður á börum borgarinnar
en annars staðar þar sem undirrit-
aður hefur vanið komur sínar. Með
því að tefla fram sjálfstæðum guð-
fræðikenningum á borð við þá sem
undirritaður hefúr með þrotlausu
starfi og hávísindalegum vinnu-
brögðum verið að vinna að sem
ódýru bragði til að fá konur til
fylgilags við sig er verið að gera lítið
úr mér og minni persónu gagnvart
tugum kvenfólks sem ég hef rætt
niðurstöður mínar við á börum um
alla borg og um leið er verið að
varpa rýrð á mig persónulega og
mér gerðar upp annarlegar hvatir
með því að vilja ræða mínar guð-
fræðilegu kenningar við kvenfólk á
börum.
Ég hef rætt þessar athugasemdir
mínar við blaðamanninn sem hér
var að verki og hefur hann, þrátt
fyrir mín rök, harðneitað að birta
nokkurs konar afsökun eða að
draga þau ummæli sín til baka að
umræður um trúmál á börum
þjóni einvörðungu þeim tilgangi að
fífla konur. Þar sem með þessu er
þvinguð á mig ákveðin félagsleg
fötlun um leið og tugum kvenna er
gefið í skyn að þær hafi verið nar-
Davið Þór Jónsson „Með því að tefla fram sjálfstæðum
guðfræðikenningum, á borð við þá sem undirritaður
hefur með þrotlausu starfi og hávísindalegum vinnu-
brögðum verið að vinna að, sem ódýru bragði til að fá
konur til fylgilags við sig er verið að gera lítið úr mér og
minni persónu gagnvart tugum kvenfólks sem ég hef
rætt niðurstöður mínar við á börum um alla borg og um
leið er verið að varpa rýrð á mig persónulega og mér
gerðar upp annarlegar hvatir með því að vilja ræða mín-
ar guðfræðilegu kenningar við kvenfólk á börum.“
raðar á einhvern hátt sé ég mér
engan annan kost í stöðunni en að
skrifa þetta bréf og segja um leið
upp áskrift minni að Morgunpóst-
inum í mótmælaskyni.
Með von um skjót viðbrögð þess
eðlis að ég fái ekki þetta blað ykkar
aftur inn um bréfalúguna mína,
Með ekki nokkurri virðingu,
Davíð Þór Jónsson
guðfræðinemi
Bréf til blaðsins
Veruleikafirrt umhverfissamtök
Þann 16. febrúar sl. birtist í blað-
inu viðtal við Magnús Guðmunds-
son, kvikmyndagerðarmann, þar
sem hann fjallar um Greenpeace og
einkum áform þeirra að ráðast gegn
fiskveiðaþjóðum heims, sem að mati
Greenpeace hafa rányrkt fiskimiðin.
I bréfi Árna Finnssonar starfs-
manns Greenpeace, sem birtist í
blaðinu þann 20. febrúar sl. og á að
vera svar við ásökunum Magnúsar,
staðfestir Árni í raun fullyrðingar
Magnúsar með sínum orðum og út-
færslum.
Greenpeace hefur
eyðilaþt tilverugrund-
vóll fjolda manna
Aðalatriðið varðandi Greenpeace
er, að eftir að þessi samtök hafa eyði-
lagt tilverurétt fjölda manna víða um
heim með skefjalausum áróðri og
ósönnum gegn hval- og selveiðum
þá hafa þessi samtök nú ákveðið að
snúa spjótum sínum að fiskveiðum.
Er þar ekki verið að ráðst á garðinn
þar sem hann er lægstur?
I bæklingi sem Greenpeace gaf út í
júlí 1993 og heitir „It can’t go on fore-
ver“ kemur ffam hvaða vinnubrögð-
um Greenpeace telur að eigi að beita
í ffamtíðinni gagnvart fiskveiðiþjóð-
um heimsins og af hvaða ástæðum.
Greenpeace telur svokallaðar fisk-
veiðiþjóðir hafa rányrkt fiskimiðin
og sé ekki treystandi að vernda fiski-
stofha eða ákvarða þann heildarafla,
sem veiða má. Með vísan til þessa og
þess að þau álíta sig vera hlutlaus
umhverfissamtök, þá eigi Green-
peace að stjóma ferðinni varðandi
ákvörðun um leyfilegan heildarafla
og stjórn fiskveiða yfir höfúð. Fyrst
verði að taka fúllt tillit til þess sem
sjávarspendýrin og sjávarfuglar
þurfa. Að því ffágengnu fái fiski-
menn sinn hlut, ef eitthvað verður
þá eftir. Þar fýrir utan vill Green-
peace að ekki verði notuð við veið-
arnar nema „vistvæn" veiðarfæri
„selective fishing gears.“ Önnur
veiðarfæri verði bönnuð, eða notkun
þeirra takmörkuð svo sem troll, sem
skemmi botngróður og net, sem
fanga sjávarspendýr og annan óæski-
legan aukaafla o.s.ffv.
VHja vingast við
ísfenskan sjávarútveg
Eftir að hafa komið því til leiðar að
Jónas Haraldsson,
lögfræðingur LÍÚ,
skrifar
hvalveiðar vom stöðvaðar hér við
land og síðan eftir að hafa ráðist að
íslenskum fiskiskipum við löglegar
veiðar í Smugunni árið 1993, þá hafa
þessi samtök tekið upp nýja stefnu.
Nú vilja þau þrátt fýrir allt sem á
undan er gengið vingast við aðila í ís-
lenskum sjávarútvegi og fá Islend-
inga til samstarfs við sig um vernd
fiskistofhana undir forystu Green-
peace að sjálfsögðu. Á sama tíma
ætla þau að berjast gegn hvalveiðum
Islendinga. Skal það undirstrikað að
nýverið hafnaði Alþjóðahafrann-
sóknaráðið alfarið umsókn Green-
peace um áheymaraðild að ráðinu.
Var það gert á þeirri forsendu að
Greenpeace var ekki talið hæft til að
fara með vísindaleg gögn, sem kem-
ur engum á óvart, sem þekkja til
starfsaðferða Greenpeace.
Sammála Davíð um að
Greenpeace eru
hryðjuverkasamtök
Greenpeace hefúr lagt mikið kapp
á að reyna að tæla íslensk hagsmuna-
samtök í sjávarútvegi til fýlgis við sig
og sín sjónarmið. Enginn áhugi hef-
ur þó verið að eiga nokkurt samstarf
við Greenpeace, þessi veruleikafirrtu
og fýrirlitlegu samtök. Má heils hug-
ar taka undir þau ummæli forsætis-
ráðherra á blaðamannafúndi í Japan
í mars í fýrra þegar hann kallaði
Greenpeace hryðjuverkasamtök.
Þrátt fýrir allt sem undan hafði
gengið óskaði Greenpeace formlega
eftir samstarfi við hagsmunaaðila í
íslenskum sjávarútvegi í fýrrasumar,
til þess að ræða um umhverfisvemd
á breiðum grundvelli. Voru þá
nokkrir fúlltrúar Greenpeace staddir
hér á landi í því skyni.
Viðbrögð hagsmunasamtakanna
voru snögg sem fýrr, þegar Green-
peace á í hlut. Þau gáfú strax út sam-
eiginlega fféttatilkynningu, sem lýsir
afstöðunni til Greenpeace, sem hefúr
ekkert breyst og gerir væntanlega
aldrei. Fréttatilkynningin, sem dreift
var víða um heim var svohljóðandi,
en að henni stóðu Farmanna- og
fiskimannasamband Islands, Fiskifé-
lag íslands, Landssamband íslenskra
útvegsmanna, Landssamband smá-
bátaeigenda, Sjómannasamband Is-
lands og Vélstjórafélag Islands.
LÍU mun ekki taka þátt
í fundinum
Vegna tilkynningar frá Green-
peace-samtökunum þess efnis, að
þau muni boða til fundar um um-
hverfisvernd á breiðum grundvelli
með ýmsum aðilum, þ.m.t. hags-
munasamtökum í sjávarútvegi, þá
vilja undirrituð samtök taka skýrt
fram, að þau muni ekki taka þátt í
þessum fundi eða öðrum með
Greenpeace eða eiga nokkur önnur
samskipti við þessi samtök.
Greenpeace-samtökin gera því
skóna að þau eigi samleið með Is-
lendingum í umhverfismálum og að
markmið samtakanna fari saman við
hagsmuni íslensku þjóðarinnar.
Þessu hljótum við að andmæla.
Greenpeace-samtökin hafa hagað
sér með mjög óábyrgum hætti á
vettvangi umhverfismála, bæði með
andstöðu sinni gegn sjálfbærri nýt-
ingu hvalastofna og með öfgafullum
og villandi áróðri gegn fiskveiðum
almennt og einstökum veiðarfær-
um.
íslendingar hafa mikilla hags-
muna að gæta varðandi vernd nátt-
úrunnar og skynsamlega nýtingu
auðlinda hafsins. Hagsmunir Green-
peace eru allt annars eðlis. Green-
peace-samtökin hafa tamið sér að
fara mjög frjálslega með staðreyndir,
nota vísindalegar niðurstöður þegar
þeim hentar en hunsa þær eða af-
baka í áróðursskyni að öðrum kosti.
Aðild Greenpeace að málflutningi
dugar því ein og sér til þess að gera
málflutninginn tortryggilegan í aug-
um þeirra sem til þekkja. Engin
ábyrg samtök í sjávarútvegi eða op-
inberir aðilar geta með nokkru
móti lagt nafn sitt við málflutning
Greenpeace. Afskipti Greenpeace af
umhverfismálum á vettvangi al-
þjóðastofúana eru því mjög óheppi-
leg og gera ábyrgum aðilum óhægt
um vik að beita sér á sama vettvangi.
Undirrituð samtök taka heils hug-
ar undir ummæli forsætisráðherra,
að Greenpeace eigi ekki skilið að eiga
aðild að öryggisstofnun sem Al-
þjóðasiglingamálastofnuninni
(I.M.O.) ítreka samtökin fyrri
áskorun til ríkisstjórnar Islands, að
hún lýsi því yfir og beiti sér fýrir á
vettvangi I.M.O. að Greenpeace
verði synjað um endurnýjun á
áheyrnaraðild að þessum virtu al-
þjóðasamtökum þegar gildistíminn
rennur úr á næsta ári. Til að vinna að
framgangi þessa máls verði leitað
samstarfs við þær þjóðir, sem orðið
hafa fýrir árásum af völdum Green-
peace á undanförnum árum. Yfir-
standandi aðgerðir Greenpeace gegn
norskum hrefnuveiðimönnum sýna
enn á ný það ofstæki sem einkennt
hefúr þeirra vinnubrögð. Er fýrir
löngu fúllljóst að Greenpeace á ekk-
ert erindi á starfsvettvangi siðaðra
siglingaþjóða.
Að sögn fundarboðenda hafa ís-
lensk stjórnvöld átt óformlegt sam-
starf við Greenpeace á bak við tjöld-
in undanfarin ár á vettvangi alþjóða-
stofnana. Sé þetta rétt, þá skora und-
irrituð samtök í sjávarútvegi á ís-
lensk stjórnvöld að láta nú þegar af
öllu samráði og samskiptum við
Greenpeace hvaða nafúi sem nefn-
ast.
Menn hættir að láta
samtökin vaða yfir sig
Að endingu má minna á þá
ánægjulegu þróun sem orðið hefur á
síðustu misserum. Menn eru hættir
að láta Greenpeace vaða yfir sig mót-
þróalaust. Eru menn nú loksins
búnir að átta sig á því, að til þess að
kveða niður þessa ófreskju, sem
Greenpeace er, þá þarf virka baráttu,
sem er þegar komin í fullan gang
víða um lönd.
Jónas Haraldsson,
skrifstofustjóri LÍÚ.