Helgarpósturinn - 18.05.1995, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 18.05.1995, Qupperneq 6
 FIPKmTÖDAGuR 18 ed felldasta frétt viKunnar AULAR ÓSKAST FYRIR FRIÐRIK Alþýðublaðið á ógeðfelldustu frétt vik- unnarað þessu sinni. Þeir greina frá því að síðar á þessu ári sé ráðgert að halda veglegt skákmót í tilefni þess að okkar fyrsti stórmeistari, Friðrik Ól- afsson, varð sextugur fyrr á árinu. Það i sjálfu sér er hið besta mál en nú er hugmyndin að stranda á því að Friðrik er orðinn svo lélegur í skáklistinni að ekki fást nógu lélegir andstæðingar til mótsins. Ekki er jú hægt að láta af- mælisbarnið tapa öllum skákunum á heiðursmót- inu. Menn innan skák- hreyfingarinnar eru nú sagðir leita logandi Ijósi að nógu „veikum and- stæðingum". <\ íy Þegar farið var af stað með hugmyndina var nú ekki gert ráð fyrir að fá nein unglömb til mótsins. Nöfn þeirra Guðmundar Sigurjónssonar, Lar- sens, Gligorics, Smyslovs og Korchnojs voru nefnd í því sam- bandi. Nú segir Kratinn hins vegar að þessir menn séu of sterkir fyrir Friðrik og ekkert verði af mótinu nema einhverjir finnist sem Friðrik geti hugsan- lega unnið. Ekki stingur blaðið upp á neinum sem koma ættu í stað þessara gamalmenna en varla væri ónýtt að leyfa afmæl- isbarninu að etja kappi við „strákana okkar" sem virðast reiðubúnir að tapa hvar og hvenær sem er. Heimsmeistarakeppnin í handbolta Þótt miðasala á leiki Heims- meistarakeppninnar í handbolta hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til segir Halldór Jóhannsson, sem sér um miðasöluna á HM, að þær sölutölur sem nefndar hafa verið í fjölmiðlum undanfarna daga fjarri raunveruleikanum. „Einhvers staðar var talað um að búið væri að selja miða fyrir 50 milljónir. Þetta er bara rangt. Talan er mun hærri," segir Hall- dór. Aðspurður hver rétt upphæð sé þá, segist Halldór ekki vilja nefna ákveðna heildartölu á þessu stigi. „Við erum búnir að vera með fullt hús í Höllinni í fjögur skipti en í hvert sinn sem það gerist gefur miðasalan í kringum 10 milljónir í tekjur. Þannig að það þarf ekki mikinn reiknishaus til þess að finna jjað út að miðasal- an er mun hærri en áðurnefnd tala. Svo hefur mætingin verið fín hérna fyrir norðan og þokka- leg í Kópavogi, Hafnarfjörður er eini staðurinn sem hefur verið slappur." Eins og komið hefur fram gerði Halldór samning við Handknatt- leikssamband Islands um að hann hefði einkaumboð fyrir miðasölu á HM. Samningur þessi fól í sér að hann ábyrgðist að HSÍ fengi aldrei minna en 40 milljónir króna í tekjur af miðasölunni. Þegar samningurinn var undirrit- aður í júlí í fyrra var jafnframt gengið frá tryggingum fyrir þess- ari upphæð, og skiptust þær þannig að Akureyrarbær lagði fram bæjarábyrgð fyrir 20 millj- ónum en Halldór sjálfur trygg- ingar fyrir hinum helmingnum. Fer Sparisjóður Mývetninga með þær tryggingar. Aðspurður hvort hann sjái fram á að tapa á keppninni segist Halldór ekkert farinn að spá í það. „Á þessum tímapunkti veit maður ekkert um það. Stærstu leikirnir eru eftir. Það er búið að selja vel á úrslitaleikinn og ég er viss um að það verður uppselt á segir Halldór Jóhannsson, sem sér um miðasöluna á HM. Áhorfendur létu sig ekki vanta í Höllina þegar íslendingar mættu Rússum í fyrrakvöld en Halldór Jóhannsson, sem sér um miðasöluna á HM, er vongóður um að enda réttum megin við strikið eftir keppnina. þann leik og undanúrslitin líka. Það er náttúrlega sárt að sjá ís- lendingana ekki spila í átta liða úrslitunum því það hefði auðvit- að gefið geysilega miklar tekjur fyrir keppnina. En það er svo langt frá því að HM sé búið. Ef Þjóðverjarnir komast til dæmis alla Ieið veit ég að það er mikill áhugi í Þýskalandi fyrir því að koma og sjá úrslitaleikinn. Ég neita því að mála skrattann á vegginn í miðri keppni, það eru nokkrir dagar og ég yrði bara brjálaður ef ég væri að velta mér upp úr því hvort ég tapa á þessu eða ekki.“ -JK Debet Kredit „Ég held að Margrét sé burðugur og ágætur stjórnmálamaður. Hún er glæsileg og í góðu sam- bandi við grasrótina. Margrét er heiðarleg og dug- leg og ekki í undirmálum. Hún hefur haldið vel á sínum spilum. Hún er með hjartað á réttum stað og hennijgeðjast ekki að hrárri valdapólitík,“ segir Mörður Ámason þjóðvakamaður. „Margrét er of- boðslega dugleg og heiðarleg og náttúrugreind- asta manneskja sem ég þekki,“ segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúmfræðistofnunar og eig- inmaður Margrétar. „Hún er góður og traustur vinur og hæfur stjórnmálamaður,“ segir Ingibjörg Sigmundsdóttir, vinkona Margrétar og eigandi Garðyrkjustöðvar Ingibjargar Sigmundsdóttur. „Margrét er heiðarleg og réttsýn. Einn af fáum stjórnmálamönnum sem hefur viðhaldið þeim eig- inleikum. Hún hefur góð tengsl við fólk, talar sama tungumál og veit hvaða mál brenna á því,“ segir Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. „Margrét er ágætur félagi og samstarfsmaður. Ná- vist hennar er þægileg og hún hefur tilfinningu fyr- ir fólki og högum þess,“ segir Steingrímur J. Sig- fússon, sem býður sig fram til formanns Alþýðu- bandalagsins á móti Margréti. Margrét Frímannsdóttir, formannsefni Alþýdubandalagsins „Hún hefur ekki haft mikið málefnalegt frum- kvæði innan Alþýðubandalagsins. Hún þarf að finna nýjar lausnir en hinar hefðbundnu og hálf- úreltu lausnir í hennar flokki. Mér hefur stund- um fundist vanta á einurð við að taka erfiðar ákvarðanir en núna hefur hún hins vegar tekið erfiða ákvörðun,“ segir Mörður Árnason þjóð- vakamaður. „Hennar stærsti veikleiki er að hún vinnur of mikið og gefur sér ekki tíma til að slappa af. Það getur komið niður á vinnunni," segir Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræði- stofnunar og eiginmaður Margrétar. „Hún færist stundum of mikið í fang þar sem hún vill hvers manns vanda Ieysa,“ segir Ingibjörg Sigmunds- dóttir, vinkona Margrétar og eigandi Garðyrkju- stöðvar Ingibjargar Sigmundsdóttur. „Hún á enn- þá eftir að sýna hver hennar sérstaða er í pólit- ík. Ég óttast að hún sé of vel upp alin til þess að ráða við kjaftaskúmana sem nú ráða öllu í þess- um fúla flokki hennar," segir Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðublaðsins. „Ég vil að menn séu dæmdir af því jákvæða sem er að finna í fari þeirra en ekki bomir saman á gmndvelli veik- leika,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sem býður sig fram til formanns Alþýðubandalagsins á móti Margréti. Margrét Frímannsdóttir gefur kost á sér til formannskjörs í Alþýðubandalaginu ásamt Steingrími J. Sigfússyni varaformanni flokksins.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.